Morgunblaðið - 15.06.1990, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. JUNI 1990
Sláturfélag Suðurlands:
Rúmlega 90 milljóna króna
rekstrartap varð á síðasta ári
Á AÐALFUNDI Sláturfélags Suð-
urlands, sem haldinn var á Hvols-
velli í gær, kom fram að rekstr-
artap fyrirtækisins á síðasta ári
var rúmlega 91 milljón króna, en
árið áður nam tapið um 274 millj-
ónum króna. Heildarskuldir fyrir-
tækisins eru nú orðnar rúmlega
tveir milljarðar króna.
Að sögn Steinþórs Skúlasonar,
forstjóra Sláturfélagsins, varð 47
milljóna króna hagnaður af rekstri
fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði á
síðasta ári. „Fjármagnsliðirnir eru
mjög háir og við enduðum með tap
upp á 91 milljón. Inn í þetta spilar
afskrift á kröfu í dótturfélag Slátur-
félagsins upp á 27 milljónir, tap á
skinnalager upp á 34 milljónir og tap
á vörumiðstöð og smásöluverslun upp
á rúmlega 20 milljónir. Þá er ótalinn
kostnaður við að eiga nýbygginguna
í Laugarnesi. Miðað við að þetta sé
allt frá, þá erum við að horfa á miklu
betri rekstur í ár, en hins vegar telj-
um við óraunhæft að reikna með
hagnaði fyrr en við erum lausir við
Laugamesið."
Á aðalfundinum var samþykkt tii-
laga um stuðning við hugmyndir
stjórnar Sláturfélagsins um að flytja
kjötvinnslu þess á Hvolsvöll, og jafn-
framt að ríkisstjómin leggi því máli
lið. Steinþór sagði að það væri ein-
dreginn vilji félagsmanna að fara
þessa leið ef forsendur væru til stað-
ar. „Það byijar auðvitað á sölu ný-
byggingar Sláturfélagsins í Laugar-
nesi, en sú 600 milljóna króna fjár-
festing skilar engum arði og hleður
á sig kostnaði. Við emm búnir að
selja öll hlutabréf okkar í Vömhúsinu
á Eiðistorgi, þannig að þar með er
þetta í raun og vem eina stóra mál-
ið sem er óleyst," sagði hann.
Heildaraflinn í maí:
Um tvö þúsund tonnum
minni afli en í fyrra
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands var heildarafli
landsmanna í maímánuði 74.407
tonn, en það er um tvö þúsund
tonnum minni heildarafli en í sama
mánuði í fyrra. Heildaraflinn frá
áramótum var i lok maí orðinn
932.600 tonn, en á sama tímabili
í fyrra var hann orðinn 945.400
tonn.
Stærsti trúðurEvrópu
Þessi trúður, sem er hálfur fímmti metri á hæð, leit dagsins ljós í
gær og í dag fer hann til síns heima, sem verður Tívolíið í Hvera-
gerði. Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Tívolísins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að hann vissi ekki betur en þama væri
kominn stærsti trúður Evrópu og sagðist hann myndu efna til sam-
keppni meðal tívolígesta um nafn á kappann. Trúðinn gerðu Stígur
Steinþórsson og Þorvaldur Böðvar Jónsson hjá Sviðsmyndum og það
eru þeir sem ásamt Ólafi stilltu sér upp við trúðinn, þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins tók myndina.
Miðasalan hefst 20. júní. Ekki
verður hægt að panta miða, en
þeir verða seldir í Laugardalshöll-
inni og hefur miðaverð. verið ákveð-
ið um kr. 4.000 og seldir verða
3.000 til 3.500 miðar. Að ósk Dyl-
'ans verðá élftgöngu sætí t Láúgár-
dalshöllinni og stendur til að hafa
sæti riúmeruð.
Dýrustu miðarnir á Listahátíð
voru miðar að sýningum dansara
frá San Francisco ballettnum, en
þeir kostaðu'2.200 krónur...........
Við skoðun á heildaraflanum í maí
kemur í Ijós að þorskur í aflanum
er nú 5.000 tonnum meiri en i maí
í fyrra, ýsa er 3.500 tonnum meiri,
ufsi er 3.900 tonnum meiri, karfi er
730 tonnum meiri og skarkoli er 300
tonnum meiri. Hins vegar er grálúða
16.300 tonnum minni og steinbítur
230 tonnum minni. Annar botnfiskur
er .580 tonnum meiri, rækja 160
tonnum meiri, hörpudiskur 247 tonn-
um meiri og humar 213 tonnum
meiri.
Morgunblaðið/Þorkell
Hefiir sungið í
Scala, Metrópolitan og Vín
ítalska sópransöngkonan Fiamma Izzo D’Amico kom til landsins
í gær til þess að syngja á tónleikum í Háskólabíói á laugardag.
Uppselt er á þessa lokatónleika Listahátíðar í Reykjavík.
D’Amico er aðeins 26 ára gömul en hefúr þó sungið í helstu
óperuhúsum heims með stórstjörnum eins og Luciano Pava-
rotti, Jose Carreras og Placido Domingo. Á myndinni sést Sig-
urður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands
heilsa D’Amico á Hótel Holti þar sem söngkonan býr meðan
hún dvelur hér.
Sjá fréttir af dagskrá Listahátiðar á bls.21.
Lægri umsóknir eftir
breytingu á aflamiðlun
Tónleikar Bobs Dylans:
Miðinn á rúm fjögur þúsund
MIÐI á tónleika Bob Dylans mun kosta rúmlega 4000 krónur að því
er Egill Helgason, blaðafulltrúi Listahátíðar, sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær. Hversu mikið á fímmta þúsundið miðinn kosíar
hefur að sögn Egils ekki verið ákveðið endanlega, en hins vegar
hefúr verið ákveðið hvernig miðasölunni verður háttað. Tónleikar
Bobs Dylans verða Listahátíðarauki 27. júní.
„ÞAÐ sýnir sig strax eftir að
fresturinn frá umsókn að úthlut-
un hefúr verið styttur, að um-
sóknirnar eru mun raunhæfari
en áður. Nú var sótt um leyfi til
að flytja 1600 tonn af ýsu og
þorski á Bretlandsmarkað, en að
undanfornu hafa umsóknir legið
nærri 2600 tonnum,“ segir Sigur-
björn Svavarsson formaður
stjórnar aflamiðlunar. Fyrsta út-
hlutun útflutningsleyfa á fersk-
um fiski, eftir að reglum aflamiðl-
unar var breytt, fór fram í gær.
Til úthlutunar komu um 1.000
tonn af þorski og ýsu í skipum og
gámum á Bretlandsmarkað. Þar af
fá skip leyfi til að sigla með 325
tonn. Á Þýskalandsmarkað var út-
hlutað 260 tonnum af ufsa og karfa
í gámum og auk þess gert ráð fyr-
ir að í skipum færu um 230 tonn
í næstu viku. Þá gaf aflamiðlun
leyfi til að flytja 110 tonn af karfa
og ufsa í gámum til Belgíu og
Frakklands.
Að sögn Sigurbjörns fengu 44
aðilar leyfi til útflutnings í gámum,
Grundarfj örður:
Nýr prestur í Set-
bergsprestakalli
Grundarflrði.
SIGURÐUR Kristinn Sigurðsson
cand. theol. var í gær kjörinn
bindandi kosningu sem sóknar-
prestur í Setbergsprestakalli.
Hann hlaut átta af tíu atkvæðum.
Kosningin fór fram á kjörfundi
með prófasti Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu, sr. Ingiberg J. Hannes-
syni, sem haldinn var í safnaðar-
heimili Grundarfjarðarkirkju.
Sigurður Kristinn Sigurðsson
tekur vígslu 24. júní. Eiginkona
hans er Kristín Johannesdóttir
kennari og organisti.
Auk Sigurðar sóttu séra Karl
Matthíasson ísafirði og séra Ragn-
heiður Erla Bjarnadóttir Raufar-
höfn.
Ragnherður
en á þeirra snærum eru yfir 150 Otto Wathne NS 90, Páll ÁR 401,
skip. Og 5 skip sigla utan með afla Náttfari HF 185,.Halldóra HF 61
í næstu viku. Þetta eru togararriir og Vigri RE 71.
Óttumst að ákvarð-
anir sfy’órnvalda
leiði af sér hækkanir
- segir framkvæmdastj óri Félags
íslenskra stórkaupmanna
SAMSTARFSRÁÐ verslunarinnar hefúr sent Steingrími Hermanns-
syni, forsætisráðherra, bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta
við að leggja niður greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli. Jaftiframt
er skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit um að leggja niður
jöfiiunargjald. Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Skrifstofú viðskipt-
alífsins, segir að innan samtaka verslunarinnar vilji menn halda að
sér höndum í sambandi við verðhækkanir, en óttist að ákvarðanir
stjórnvalda kunni að leiða af sér hækkanir.
Ámi Reynisson segir, að Sam-
starfsráð verslunarinnar hafi
áhyggjur af því að ekki takist að
halda verðhækkunum í skefjum
þegar líða tekur á árið. Menn innan
samtaka verslunarinnar vilji halda
að sér höndum, en óttist hins vegar
að ákvarðanir stjómvalda geti kom-
ið skriðu verðhækkana af stað.
Hann nefnir, að um síðustu ára-
mót hafi verið ákveðið að stytta og
fella síðan niður greiðslufrest á
virðisaukaskatti í tolli, en það leiði
af sér aukna fjárbindingu og kostn-
aðarhækkanir við innflutning, sem
hafi i för með sér verðhækkanir og
aukinn vaxtakostnað. Því sé mikil-
vægt að ríkisstjómin breyti þessari
ákvörðun sinni.
Ámi segir að einnig skipti miklu
að staðið verði við þá ákvörðun að
fella niður 5% jöfnunargjald á inn-
flutning. í fjárlögum hafi verið gert
ráð fyrir tekjum af því í hálft ár,
en ekki bólaði enn á aðgerðum til
að fella það niður.
Hann segir að þessar aðgerðir
séu til þess fallnar að tryggja stöð-
ugt verðlag. „Það má ekki gleym-
•ast; að-verslunin á það sameiginlegt-
með neytendum, að hag hennar er
best borgið i stöðugu verðlagi. Hér
væri því verið að neyða menn út í
það sem þeir ekki vilja, ef aðgerðir
ríkisstjómaripnar leiða til hækk-
ana,“ segir Ámi Reynisson.
Sjá bréf Samstarfsráðs verslun-
arinnar á bls.27
Árnesprestakall:
Sr. Jón ísleifs-
son kosinn sókn-
arprestur
SÉRA Jón ísleifsson hefúr verið
kosinn sóknarprestur í Árnes-
prestakalli á Ströndum. Hann
var eini umsækjandinn um
prestakallið og hlaut lögmæta
kosningu.
Sr. Jón ísleifsson þjónaði til
skamms -tíma í- Sauðlauksdal. - - J