Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 Sigurður Sigurðsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Á þessari Listahátíð bauð Fé- lag íslenskra myndlistarmanna nýkjörnum heiðursfélaga sínum, Sigurði Sigurðssyni, að halda sýningu í FIM-salnum við Garða- stræti. Það er verðskuldaður heið- ur, enda þáttur Sigurðar í íslenskri myndlist áratugina eftir stríð ef til vill meiri en almennt er talið. Sigurður var við nám í Dan- mörku á stríðsárunum, og kom heim í umbreytt þjóðfélag frá því sem hann yfirgaf 1939. Eftir stríðið lcomu einnig nýir tímar í myndlist hér á landi, þar sem abstraktmálverkið ruddi sér til rúms, og átti eftir að verða alls ráðandi í myndlistinni á sjötta og sjöunda áratugnum. Sigurður tók lítinn þátt í því, en málaði mest landslagsmyndir — og gerir enn. Samt sem áður tók hann mikinn þátt í félagslífi myndlistarmanna, og var formaður FÍM frá 1958-68, en undir lok þess tíma áttu sér stað miklar hræringar meðal myndlistarmanna, þegar ný kynslóð tók að láta að sér kveða. Ævistarf Sigurðar hefur hins ' vegar að mestu mótast af kennslustörfum, og því sinnti hann eigin listsköpun minna en ella til þess tíma er hann hætti kennslu fyrir áratug, eftir að hafa kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands í 32 ár. Sig- urður hefur því tekið dtjúgan þátt í að koma yngri kynslóðum myndlistarfólks til mennta, og þannig skilað miklu verki í list- inni á óbeinan hátt. í mars-apríl 1987 hélt Lista- safn íslands yfirlitssýningu á verkum Sigurðar, og skiljanlega á flest af því sem sagt var um list hans þá við enn. Myndimar á sýningunni nú eru flestar frá síðasta áratug, en þá fyrst hefur hann getað helgað sig myndlist- inni alfarið, og er því eftirtektar- vert hvað hann kýs að takast á við. Það sem áhorfendur sem ekki þekkja list Sigurðar náið taka Sigurður Sigurðsson: Borgarsandur. fyrst eftir er val hans á mynd- efni. Svo virðist sem íslenskar auðnir, þessar miklu víddir sanda og heiða, sé það sem heillar hann mest við íslenska náttúru. Þarna er að fínna dýptina í landinu, eyðimerkurnar sem ýmsir vilja breyta í græn engi og gróna skóga. í þessum myrka heimi hefur Sigurður fundið umtals- verða litamergð, sem áhorfandinn getur síðan nálgast; náin skoðun á verkum eins og „Skeiðarársand- ur“ (nr. 4) og „Mýrdalssandur“ (nr. 9) sýna þetta einkar vel. En birtan og litadýrðin er einn- ig til staðar í landinu, og hin langa reynsla Sigurðar skilar sér vel til áhorfandans, sérstaklega í hrein- leik litanna, eins og í myndunum „Holtavörðuheiði“ (nr. 5), „Borg- arsandur" (nr. 6) og „Kvöld á Breiðamerkursandi" (nr. 11). Smámyndirnar ná ekki að sýna þessa þætti eins vel, þó „Á heið- inni“ (nr. 14) komi vel fyrir. íslenskar landslagsmyndir eru engan veginn frumlegt viðfangs- efni í íslenskri myndlist nú á tímum, og ekki margir listamenn sem leggja það íýrir sig sérstak- lega. Því er tilhneiging til að af- greiða verk af þessu tagi snögg- lega sem útjaskað fyrirbæri. Þó er landslagsmyndin mikilsverður grunnur undir myndheim flestra yngri listamanna, sem byggja á því þær veraldir, sem þeir bjóða listunnendum inn í með verkum sínum; hvernig gætu t.d. Gunnar Örn og Helgi Þorgils Friðjónsson hafa skapað sína heima án þess baksviðs, sem landslagsmálverkið veitir þeim? Þess vegna er mikilvægt að áfram sé viðhaldið þessum grunni íslensks myndmáls, sem fyrstu myndlistarmenn þjóðarínnar lögðu á fyrstu áratugum aldar- innar. Þar leggur Sigurður Sig- urðsson enn sitt af mörkum, eftir áratuga starf. Það eitt er næg ástæða til að hvetja fólk til að líta inn í FÍM-salinn, áður en sýn- ingunni lýkur. Textinn með þessari teikningu er: „Athugaðu hvað þú sérð mörg biðlunarboð á þessari mynd án þess að fletta upp á því sem þú varst að lesa.“ Hin óyrta tjáning 1 i irl Metsölublad á hvetjum degi! Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Allan Peace: Líkamstjáning. Að lesa hug manns af Iátbragði hans. Björn Jónsson islenskaði. Útg. Almenna bókafélagið 1990. Auðvitað er fullmikið að flokka þessa bók undir bókmenntir, hún er öllu fremur einhvers konar milli- stig handbókar og fræðsluefnis. Væntanlega efnis sem á þessum síðustu tímum þykir fýsilegt þegar menn verða að fara að „læra“ allt mögulegt sem áður þótti nokkuð sjálfsagður hluti af uppeldi og eðli- legum leiðbeiningum í skóla; svo sem mannleg samskipti sem nú er mjög nauðsynlegt, eiginlega óhjá- kvæmilega aðkallandi að læra á námskeiðum, skipulagning tíma, viðmót stjórnenda við undirmenn og öfugt og svo mætti lengi telja. Slíkar bækur geta verið til skemmtunar og stundum til fróð- leiks, mikil ósköp, en þeirri hættu er boðið heim að alls konar sjálfs- sagðir hlutir séu settir fram á nokk- uð þokukenndan, stundum ótrúlega rembingslegan hátt svo að ætla mætti að þarna væri á ferðinni ein- hver meiriháttar speki. Þessi bók skiptist í fjölmarga kafla og má nefna nokkra: Lófalát- bragð, biðlunartilburðir, fitlað við andlitið, bendingar, fótleggir til fyr- irstöðu og svo framvegis. I hveijum kafla eru teikningar til enn frekari skýringa. Það er ekki sama hvernig við sitjum, stöndum, horfum, kross- leggjum hendur, fætur, höllum höfðinu, spennum greipar í kjöltu, um hné, aftur fyrir hnakka — allt þýðir þetta eitthvað alveg sérstakt og spurningin er hvað við erum vel að okkur í hinu óyrta tjáningarmáli. Höfundur er þeirrar skoðunar að þarna standi kvenfólk þó öllu betur að vígi og er það ekki lítill fengur að vita það. Hann segir okkur að stundum sé talað um kvenlegt inn- sæi — harla frumleg athugasemd þar — og konur hafi meðfædda hæfileika til að nema og ráða óyrt tákn og því glöggskyggnari á smá- atriði. Af þessu dregur höfundur síðan þá ályktun að fæstir karlmenn geti því logið að konum sínum án þess að upp um þá komist og af svipuðum ástæðum geti konur blekkt menn sína án þess að þeir átti sig á því. Það er umdeilanlegt hvort á að vera að upplýsa þetta í bók sem er eiginlega nauðsynlegri fyrir karlmenn, samanber orðin hér á undan. Allan Peace tekur fram annars staðar að flest dæmi um tilburði fólks og tjáningu eigi við hvítt mið- stéttarfólk, en almennt megi segja að manneskja noti færri bendingar eða líkamshreyfingar því ofar sem hún stendur í félagslegu tilliti og efnalegu. Og er þá eins gott að upparnir átti sig á því og passi sig að ganga ekki of langt i hinni óyrtu tjáningu, ella er staða þeirra veik- ari og möguleikar rýrari. Bók af þessu tagi fmnst mér að hefði þurft að staðfæra til þess að hún skili því gamni að ekki sé nú talað um gagnið, sem hugsanlega mætti hafa af henni. VEGNA MISTAKA BIRTIST RÖNG TAFLA í AUGLYSINGU OKKARIMORGUNBLAÐINUIGÆR. HÉR AÐ NEÐAN ER RÉTT TAFLA YFIR GENGIHLUTABRÉFA HJÁ HMARKI. LESENDUR ERU BEÐNIR VELVIRÐINGAR Á ÞESSUM MISTÖKUM. %o 4i i —. t ® -F El @ % c ® © %o Áó ® + ^ ISI @ % rnn -f ® «3= 1 Hafa Hlutabréfin Hægt Á Sér? Verulegar hækkanir hafa verið á verbi hlutabréfa í ár og hefur Hlutabréfavísitala HMARKS hækk- ab um 46% frá áramótum. Hinsvegar hefur dregiö nokkuð úr verðhækkunum á undanförnum þremur vikum. Sumir spá því að verð þeirra hlutabréfa sem hækkaö hafa hvað mest verði nú stöðugra - en ef til vill taka önnur við. Gengi Hlutabréfa 14.JÚNÍ 1990 HMARKSVÍSITALAN 14.06.1990 607STIG BREYTING FRÁ ÁRAMÓTUM: + 47% FYRIRTÆKI KAUPGENGI SÖLUGENGI JÖFNUN 1990 ARÐUR 1990 SÖLUGENGI BREYTING F. ÁRAM. INNRA VIRÐI Eimskipafélag íslands hf 4,30 4,51 25,00% 10,00% 134,00% +40% Flugleiðir hf 1,70 1,78 25,00% 10,00% 86,00% +36% Hampiðjan hf 1,53 1,60 25,00% 8,00% 96,00% +21% Hlutabréfasjóðurinn hf 1,47 1,54 25,00% 10,00% 103,00% +19% íslandsbanki hf 1,50 1,57 0.00% 5,00% 90,00% +5% Eignarh.fél. Alþýðub. hf 1,10 1,15 0.00% 10,00% 91,00% Eignarh.fél. Iðnaðarb. hf 1,52 '1,60 24,65% ' 10,00% 89,00% +16% Eignarh.fél. Versl.b. hf 1,29 1,35 24,65% 10,00% 95,00% +17% Grandi hf 1,60 1,68 0,00% 0,00% 121,00% +7% Olíufélagið ht 4,45 4,67 20,00% 10.00% 91,00% +73% Sjóvá - Almennar hf 6,20 6,50 20,00% 10,00% 335,00% +90% Skagstrendingur hf 3,50 3,67 25,00% 10,00% 68,00% +46% Skeljungur hf 4,40 4,62 25,00% 10,00% 76,00% Tollvörugeymslan hf 1,00 1,05 25,00% • 6,00% 112,00% +18% Kaupgengi er margfeldisstuöull á nafnverö, hæö sem keypt er fyrir. Innra viröi í árslok aö lokinni ákvöröun um útgáfu jöfnunarhlutabrófa. Áskilinn er réttur til aö takmarka þá fjár- 1988. Breyting frá áramótum er leiörétt fyrir útgáfu jöfnunarbréfa, en ekki greiöslu arös. HMARK III l lAHIU I AMAKKADI KIW III Hlutabréfamarkaðurinn hf hefur afgreiðslur að Skólavörðustíg 12 og hjá VÍB í Ármúla 13a. Verið velkomin. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, Reykjavík, Sími: 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustíg 12. Reykjavík, Slmi: 2 16 77. % © El ^ 'f' * W l ^ OOfo (fPð W * m © J % i <5> ❖ Ý w l °% L ® © anj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.