Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
13
Ari Gísli Braga- Einar Kárason
son
■ LJÓÐAKVÖLD verður haldið
í kvöld, föstudagskvöld, í Skugga-
sal á Hótel Borg. Hefst kvöldið
stundvíslega kl. 21.00 og stendur
til kl. 23.30. Fjölmargir höfundar
koma fram á þessu fyrsta ljóða-
kvöldi sem haldið er í Skuggasal
Hótels Borgar. Má þar nefna Einar
Kárason, Ara Gísla Bragason,
Geirlaug Magnússon, Ferdinand
Jónsson, Önnu S. Björnsdóttur,
Einar Má Guðmundsson, Kristján
Þórð Hrafnsson, Gunnar Hjálm-
arsson og Þorstein Gylfason.
Kynnir er Thor Aspelund. Allir
áhugamenn eru hvattir til að mæta.
Aðgangur er ókeypis.
Neftid end-
urskoðar
fyrirtækja-
skatta,
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað neftid til að endurskoða
skattlagningu atvinnufyrirtækja
og peningastofnana. Nefndinni
er ætlað að skoða skattlagningu
fyrirtækja í ljósi samkeppnis-
stöðu þeirra gagnvart erlendum
keppinautum. Sérstaklega verð-
ur tekið mið af þeim breytingum
sem eru að eiga sér stað innan
Evrópubandalagsins.
Endurskoðun skattlagningar at-
vinnufyrirtækja og peningastofn-
ana er í samræmi við loforð sem
ríkisstjórnin gaf í tengslum við
kjarasamningana. Nefndin mun
hafa samráð við fulltrúa atvinnu-
lífsins og peningastofnana um
þessa endurskoðun og mun efna
til sérstakra viðræðna við samtök
vinnuveitenda og launafólks.
Formaður nefndarinnar er
Magnús Pétursson hagsýslustjóri
og aðrir nefndarmenn eru Bolli Þór
Bollason, skrifstofustjóri, fjár-
málaráðuneyti, Eyjólfur Sverris-
son, forstöðumaður, Þjóðhags-
stofnun, Garðar Valdimarsson
ríkisskattstjóri, Már Guðmunds-
son, efnahagsráðgjafi fjármálaráð-
herra, og Snorri Olsen, skrifstofu-
stjóri, fjármálaráðuneyti. Friðleif-
ur Jóhannsson viðskiptafræðingur
verður starfsmaður nefndarinnar.
(Fréttatilkynning)
Borgaðu rafmagnsreikninginn
áður en þú ferð í fríið!
Þáverður heimkoman ánægjulegri
Það er ómetanlegt að komast í
gott sumarírí en það er líka notaiegt að
koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður
en við förum göngum við tryggilega frá
öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn
svo að heimilistækin geti sinnt skyldum
sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur
strax við heimkomuna.
Dreiflkerfi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi.
Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og
ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir
hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur
þar á bætast við dráttarvextir — og þá er
líka stutt í hvimleiða lokun.
Rafmagnsreikningar eru sendir út á
tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur
næsta mánaðar eftir útgáfudag (15. dagur næsta
mánaðar hjá ellilífeyrisþegum). Ef reikningur hefur ekki
verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir.
Láttu rafmagnsreikninginn hafa
forgang!
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
Kjörvari og Þekjukjörvari
- kjörin viðarvöm utanhúss
Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða
grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda
viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvöm og til í mismunandi
litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar.
Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið
glatist, mælum við með Þekjukjör-
vara sem einnig fæst í mörgum litum.
Tvær umferðir eru í flestum tilvikum
nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal
grunna hann fyrst með þynntum glær-
um Kjörvara og mála síðan yfir með
Þekjukjörvara.
3wmmP'1 -
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
málninglf
- það segir sig sjálft -
ARGUS/SiA