Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
19
Virðisaukaskattur á áburð:
Trúi ekki öðru en að
við fáum leiðréttingn
- segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
SVEINN Runólfsson, land-
græðslustjóri, segir að álagning
virðisaukaskatts á áburð komi
afar illa við landgræðslustarfið.
Hann trúi hins vegar ekki öðru
en að Landgræðsla ríkisins fái
einhverja leiðréttingu vegna
þessa.
„Við erum bjartsýnir og trúum
því ekki öðru en að það verði fund-
in leið til að Landgræðsla ríkis fái
einhveija leiðréttingu vegna álagn-
ingar virðisaukaskatts á áburðinn,
enda kemur þetta afar illa við land-
græðslustarfið,“ segir Sveinn Run-
ólfsson.
Landgræðsla ríkisins þarf að
greiða 24,5% virðisaukaskatt af
þeim ábut'ði sem hún kaupir, en
fram til áramóta var hann undan-
þeginn söluskatti. Stofnunin fær
innskattsfrádrátt, ef hún selur
áburðinn til þriðja aðila, en ekki
vegna þess áburðar, sem hún dreif-
ir sjálf.
Landgræðslustjóri segir að þetta
þýði þó ekki 24,5% samdrátt í upp-
græðslustörfum miðað við síðasta
ár. Framlög til Landgræðslunnar á
fjárlögum hafi hækkað ívið meira
en verðbólgan, auk þess sem virðis-
aukaskattur vegna áburðar, sem
bændur og aðrir samstarfsaðilar
Landgræðslunnar dreifi, fáist end-
urgreiddur. Hins vegar komi þetta
sér auðvitað afar illa.
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur fjárveitinganefndar Alþingis,
segir að við gerð fjárlaga fyrir þetta
ár hafi ekki verið gert ráð fyrir
auknum framlögum til Landgræðsl-
unnar til að mæta þeim kostnaði,
sem álagning virðisaukaskattsins
hafi í för með sér. Ekki hafi heldur
verið gert ráð fyrir að Landgræðsl-
an fengi skattinn endurgreiddan.
Fjölmargar aðrar stofnanir, sem
einnig ynnu góð verk, þyrftu líka
að standa skil á þessum skatti.
„Með upptöku virðisaukaskatts-
ins var ætlunin að fækka undan-
þágum eins og hægt var, þannig
að allir verði jafnir fyrir lögunum,"
segir Sighvatur. „Það er því miður
staðreynd, sem fólk verður að átta
sig á, að ef ríkið ætlar að halda
uppi félagslegri þjónustu verður að
afla til þess fjár með skattheimtu.“
lllgllliuuuu.1 CJUIl v Iv/ V.1U. na 011111(1.
Ólafsvík:
Einar Ingimundarson sýnir
EINAR Ingimundarson málara-
meistari í Borgarnesi sýnir
olíumálverk í Ólafsvík dagana
16. og 17. júní. Hann hefúr sýnt
í Stykkishólmi undanfarna
daga en flytur sýninguna nú til
Ólafsvíkur. Einar opnar næst
sýningu í Eden í Hveragerði
9. júlí.
Flestar myndanna eru málaðar
upphaflega á árunum 1951-52,
en hann hefur lokið þeim á síðustu
mánuðum. Myndirnar eru flestar
frá Snæfellsnesi.
Einar Ingimundarson nam
húsamálun og starfaði lengst af
við iðnina í Borgarnesi. Hann fékk
ungur áhuga á málverkinu og
hélt sína fyrstu sýningu átján ára
gamall. Hann hóf hám í Handíða-
og myndlistaskólanum og fór utan
til framhaldsnáms í Þýskalandi
og síðar í Svíþjóð. Hann hefur
haldið allmargar sýningar á und-
anförnum árum.
NÚ ER HANN ÞREFALDUR!
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002