Morgunblaðið - 15.06.1990, Side 20

Morgunblaðið - 15.06.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 Sendiherrar er- lendra ríkja styðja Landgræðsluskóga SENDIHERRAR erlendra ríkja, sem aðsetur hafa á íslandi, og starfs- fólk sendiráðanna munu koma saman á laugardag í landi Kárastaða í Þingvallasveit og gróðurseija trjáplöntur og sýna þannig stuðning sinn og heimalanda sinna við Landgræðsluskógaátakið 1990 í verki. Svo sem kunnugt er stendur yfir Landgræðsluskógaátak 1990 í til- efni 60 ára afmælis Skógræktarfé- lags íslands áþessu ári. Auk Skóg- ræktarfélags Islands standa Land- græðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins ogLandbúnaðarráðuneytið að átak- inu. Til að sýna táknrænan stuðning við Landgræðsluskógaverkefnið ákváðu þeir sendiherrar erlendra I athugnn að breyta ákvæðum um gerð- arskoðun í ATHUGUN er nú hjá dóms- málaráðuneytinu að breyta ákvæðum reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, sem segja til um að frá og með 1. júlí næstkom- andi skuli gerðarskoða eða skráningarskoða öll innflutt öku- ríkja sem hér hafa búsetu að hafa um það forgöngu við sínar þjóðir að þær veittu fjárframlög til styrkt- ar verkefninu. Allar þjóðirnar brugðust við á jákvæðan hátt og hafa lagt fram álitlegan sjóð sem notaður verður til að rækta vina- þjóðareit. Ákveðinn hefur verið staður til gróðursetningar í landi Kárastaða í Þingvallasveit. Land hefur verið girt af við þjóðveginn, þar sem kem- ur út úr Borgarskarði og mun skóg- arreiturinn blasa við vegfarendum á leið til Þingvalla í framtíðinni. Þá hefur Félag íslenskra landslags- arkitekta ákveðið að gefa skipu- lagsvinnu við skógarreitinn. Hákan Branders, sendiherra Finnlands á íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði sérstaka ánægju af því að taka þátt í þessu táknræna framtaki. Hann væri frá landi þar sem skóg- urinn væri álíka mikilvægur þjóð- inni sem landið byggir eins og fisk- urinn við ísland væri íslendingum. Hákan Branders sagði það algengt í Finnlandi að fólk tæki höndum saman á þennan hátt um að hrinda einhveiju í framkvæmd og sagðist vona að vel tækist til á laugardag. Búist er við að milli 50 og 60 manns taki þátt í gróðursetningunni. Morgunblaðið/KGA í gær var hópdagur hjá nokkrum hópum Vinnuskóla Reykjavíkur og fengu unglingarnir meðal annars tækifæri til að reyna íyrir sér í keilu i Keilusalnum í Öskjuhlíð. Nemendur Vinnuskólans í Keilu HÓPDAGUR var þjá nokkrum hópum Vinnu- skóla Reykjavíkur í gær. Þarna var um að ræða þá hópa, sem þurfa að fara með rútum á vinnu- staði sína og var eftit til hópdagsins vegna verk- fallsboðunar Sleipnis, félags langferðabílstjóra. Boðað verkfall Sieipnis átti að hefjast á miðnætti í fyrrinótt en samningar náðust þá um nóttina, þann- ig að ekki kom til verkfalls. Hópdagurinn var engu að síður haldinn hjá Vinnuskólanum og var nokkrum hópum boðið að heimsækja Keilusalinn í Öskuhlíð. Auk þess áttu nemendur Vinnuskólans þess kost að fara í sundlaugarnar í Laugardal, á gervigrasvöll- inn þar, í hús Tennis- og badmíntonfélags Reykjavík- ur og víðar. Að sögn Sigurðar Lyngdal hjá Vinnuskólanum er gert ráð fyrir að hver hópur í skólanum haldi einn hópdag þá tvo mánuði sem skólinn starfar. Er þá farið í ferðir eða heimsóknir, oft til íþróttafélaga eða annarra aðila, sem þá kynntu starfsemi sína. Vinnuskólinn hefði átt gott samstarf við þessa að- ila, meðal annars Keilusalinn í Öskjuhlíð. Ársfundur Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar; Samkomulag um skilyrðislausa upplýsingaskyldu á næsta fimdi? tæki. Guðni Karlsson hjá dómsmála- ráðuneytinu segir að málið sé í at- hugun. „Við erum að fara yfír stöð- uná, hvernig málin standa, en það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ sagði Guðni í samtali við Morgun- blaðið. Gerðarskoðun er framkvæmd þegar flutt eru inn mörg ökutæki sömu gerðar sem eru í öllum aðalat- riðum eins. Þá nægir að skoða eitt þeirra, til að ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við kröfur um búnað og hægt sé að skrá þau hér á landi. Skráningarskoðun er sambærileg skoðun, en er fram- kvæmd þegar einstök ökutæki eru flutt inn. MAGNÚS Jóhannesson siglinga- málastjóri, formaður íslensku sendineftidarinnar á ársfúndi Parísarsamningsins, sem lauk í Reykjavík í gær, telur að þrátt fyrir að tillaga íslendinga um skilyrðislausa upplýsingaskyldu og samráð ríkja um starfsemi, sem valdið gæti mengun sjávar, hafi ekki fengið þann stuðning sem þurfti á ársfúndinum til að koma henni í gegn, þá hafi um- ræður um hana gefið tilefni til að ætla að einverskonar sam- komulag um hana næðist jafnvel á næsta fundi Parísarsamnings- ins. „Tillaga okkar varðandi skilyrð- islausa upplýsingaskyldu um starf- semi, sem valdið getur mengun sjávar, fékk ekki þann stuðning sem þurfti til að koma henni í gegn. Hins vegar var hún ekki felld, og lýstu Norðmenn, írar og Danir al- gjörum stuðningi við hana, önnur ríki höfðu fyrirvara, og enn önnur ríki voru alfarið á móti tillögunni. Sú tillaga sem samþykkt var geng- ur í sömu átt og íslenska tillagan, en meginmunurinn á tillögunum er sá að í þeirri sem samþykkt var eru ríki skuldbundin til að hafa samráð og tilkynna um slíkar fyrirhugaðar framkvæmdir ef ríkið sjálft metur að um hættu geti verið að ræða fyrir önnur ríki. í tillögu íslands var útgangs- punkturinn hins vegar sá að ríkin skyldu ávallt þegar um tiltekna starfsemi væri að ræða tilkynna um hana og leita samráðs. Tillaga Is- lendinga var mjög mikið rædd og vissulega komu undir lok umræð- unnar upp hlutir sem kannski gefa okkur tilefni til þess að ætla að það sé kannski ekki allt of langt í ein- hverskonar samkomulag um þetta, og það gæti jafnvel náðst á næsta fundi. Við þurfum því að hugsa okkar gang og taka málið upp aft- ur, og ég reikna fastlega með því að ísland muni gera það,“ sagði Magnús. Magnús sagðist telja að margt jákvætt hafi verið afgreitt á fundi Parísarsamningsins að þessu sinni, og ákvarðanir hafa verið teknar, sem á næstu árum kæmu til með að draga verulega úr losun ýmissa ættulegra efna í hafið, sem Islend- ingar hafa haft áhyggjur af að gætu borist inn á hafsvæðið við landið. „Þar er til dæmis um að ræða losun efna eins og lífrænna klór- efnasambanda, meðal annars frá pappírsiðnaði. Gert er ráð fyrir að þær reglur sem samþykktar voru muni draga úr losun þessara efna einversstaðar á bilinu 70 til 90 pró- sent, og þær eiga að koma til fram- kvæmda fyrir 1. janúar 1995. Einn- ig voru teknar ákvarðanir um að draga úr losun þungmálma, meðal annars kvikasilfurs frá klórverk- smiðjum. Þá voru ákveðnar tak- markanir á bæði kadmíum og kvikasilfri í rafhlöðum, sem koma til framkvæmda 1. janúar 1992 og 1993, en það þýðir að úrgangur sem inniheldur þessi efni mun minnka, auk þess sem gert er ráð fyrir stór- aukinni áherslu á söfnun og endur- vinnslu rafhlaðna. Einnig var ákveðaið að vinna að algjöru banni við notkun PCB, og eyðingu efn- anna, en það náðist reyndar ekki full samstaða um það, þannig að segja má að það hafi verið í tveim- ur þrepum. Öll löndin nema Spánn, Portúgal og írland samþykktu að koma slíku banni til framkvæmda og ljúka eyðingu efnanna fyrir árs- lok 1999, en áðumefnd ríki töldu sig hins vegar ekki hafa möguleika á því að ljúka slíkri eyðingu fyrr en árið 2010,“ sagði hann. Magnús sagði það hafa verið áberandi á ársfundi Parísarsamn- ingsins hve ríki Evrópubandalags- ins væru farin að tala einum rómi, og út af fyrir sig væri það umhugs- unarvert fyrir íslendinga að í samn- ingnum væru 9 af 12 aðildarríkjum innan Evrópubandalagsins. „Auð- vitað verðum við að vona að þetta leiði til þess að okkur takist að vinna ennþá hraðar að markmiðunum, sem að sjálfsögðu eru þau að hætta losun allra þeirra hættulegu efna í sjó sem samþykktin telur upp,“ sagði hann. Verð á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu. FÓOUR BYGGINGAVÖRUR Kúaló&ur- FiiklmfAI 1 lono Mndlngv KAM*- fó&ur 25 kg. pOkMt (1 kógglum) 1 tonn Mkkfaft ánharim- Lýrt- hr»lnu& lóAurtýal 6. L brú*l Nsglar 4kg.pk. galvkni- Mra&kr Oirftingar- nat, 50m rúflu Oirftlng*- hrkkfur vtr&ákg. MÓU- llmbur i*r 3 6-4.2 m. borft Byggingavöruversl. Kóp. 857 3519 281 92 Faxamjöl, Reykjavlk 37350 Fó&urblandan hf., Rvk. 46561 773 Húsasml&jan hf., Rvk. 826 270 86 Jötunn, Fóöurvörudeild, Rvk. 46439 707 Mjólkurfél. Rvk. 46439 710 795 Osta og smjörsalan, Flvk. 8579 Dalakjör, Bú&ardal 39000ir 50650 728 868 260 Kf. Borgf., Borgarnesl 38993 48555 740 832 2816 268 87 Kf. Saurbœinga, Skri&ulandl 39600" 50750 848 889 3247 245 Flsklmjölsverk., Frostl, Súöav., 30503 Jón Fr. Elnarson, Bolungarvik 96Í?' 330 91 Kf. Isaflröinga, Isafiröi 50040 860 Fiskiðjan, Sau&árkrókl 43575 Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi 40000 8888 51860 833 857 281 93 Kf. Skagfir&inga, Sauftárkróki 43575 9265 46414^ 894 875 2799®V 283 89 Sildarverksm., Skagaströnd 36105 Kf. Eyflr&inga, Akureyrl 46314 9176 44396 772 899 278 89 Kf. Þlngeylnga, Húsavfk 44322 9213 47210 821 1040 2846 365 92 Kf. Héra&sbúa, Rey&arflr&l 40039 52962 772 977 115®» Kf. Héra&sbúa, Egllsstö&um 41160 8888 54083 778 936 285 84 Kf. Austur-Skaftfellinga, Höfn 36110 9113 51220 769 834 3300 235 93 Kf. Árneslnga, Selfossi 4616311 50560 884 764 ~26635r 230 95 Kf. Höfn, Selfossf 51200 889 Kf. Rangœlnga, Hvolsvelll 45045'1 49800 936 76035 2619 240 91 Lýsisfélag Vestmannaeyja 707 Hssta ver& 46314 9265 54083 936 1040 3519 365 115 Lœgsta verö 30503 8579 44396 707 760 2619 230 84 Mlsmunur I prósentum 51.6 8.0 21.8 32.4 36.8 34.4 58.7 36.9 1) Heimsent 2) Mjöl 3) Sett f 5 kg. pakkningu 4) Selt f 1 kg. 5) Seit i 100 m. rúllu 6) Án kvista Verðkönnun V erðlagsstofiiunar: Mikill verð- niumir á að- föngum til bænda VERÐLAGSSTOFNUN hefúr að ósk Stéttarsambands bænda fylgst með verði á allmörgum aðfongum, sem bændur nota við framleiðslu sína, og samkvæmt könnun stofnunarinnar er mik- ill verðmunur á einstökum vörutegundum eftir sölustöð- um. Til dæmis kostar eitt tonn af fískiny'öli 30.503 krónur þar sem það er ódýrast, en 46.314 krónur þar sem það er dýrast, eða 52% meira. Þá reyndist vera 32,4% munur á hæsta og lægsta verði fóðurlýsi, og 58,7% munur á hæsta og lægsta verði á einu kílói af girðingarlykkj- um. Við gerð kjarasamninga í febr- úar síðastliðnum samþykktu for- ystumenn bænda að framleiðslu- verð á landbúnaðarafurðum yrði óbreytt fram til 1. desember næst- komandi, og að kjarasamningum loknum óskaði Stéttarsamband bænda eftir því að Verðlagsstofn- un annaðist verðgæslu með þeim aðföngum sem bændur nota við framleiðslu sína. Stofnunin hefur fylgst með verði á allmörgum aðföngum, og eftirfarandi er sam- anburður á verðinu á nokkrum fóðurvörum og byggingarvörum eins og það var um síðustu mán- aðamót. Verðlagsstofnun mun birta kannanir á fleiri vörutegund- um þegar lengra líður á sumarið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.