Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
23
Sovéskur kjarnorkukafbátur af Delta-gerð. Sovétmenn vilja heQa
viðræður uin afvopnun á höfiinum og ýmsum fínnst að Bandaríkja-
menn séu að færa sig nær viðræðum almennt um takmörkun vígbún-
aðar á höfúnum.
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna:
Bandaríkjamenn þok-
ast nær viðræðum um
afvopmm a höfimum
Helsingör. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
VIÐRÆÐURNAR um leiðir til að efla traustvekjandi aðgerðir milli
herflota á höfunum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hér í Helsin-
gör einkennast af ólíkum viðhorfúm Bandaríkjamanna og Sovét-
manna til takmörkunar á vígbúnaði í hafinu. Bandaríkjamenn vilja
helst ekki ræða þessi mál og leggur bandaríski flotinn áherslu á
að hlutverk sitt sé allt annars eðlis en hins sovéska. Sovétmenn
vilja ólmir hefja viðræður um afvopnun á höfúnum.
Afvopnunardeild Sameinuðu
þjóðanna stendur fyrir ráðstefn-
unni og eru þátttakendur í henni
50 frá 17 löndum, þ. á m. öllum
Norðurlöndunum en utanríkisráð-
herrar þeirra ávarpa hana. Opin-
berir embættismenn frá Sovétríkj-
unum sitja ráðstefnuna en frá
Bandaríkjunum koma fræðimenn
og fyrrverandi flotaforingjar.
Bandaríkjamenn hafa staðfastlega
neitað formlegri og opinberri þátt-
töku í viðræðum um takmörkun
vígbúnaðar á höfunum. Astæða
fyrir því er m.a. sögð sú, að banda-
ríski flotinn hafi sjálfstæða og
sterka stöðu innan stjórnkerfísins
í Washington og vilji sem minnst
afskipti utanríkisráðuneytisins eða
annarra aðila af málefnum sinum.
Hafa ýmsir lagt á það áherslu á
ráðstefnunni, að fulltrúar flota
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
ræði beint saman svo sem um
meginþætti stefnu sinnar og leiðir
til að draga úr líkum á því að
hættuástand skapist fyrir slysni.
Er þar m.a. vísað til þess að fulltrú-
ar flotanna hafi samið um leiðir til
að bregðast við óhöppum á hafinu
í upphafi áttunda áratugarins.
Finnst ýmsum að þátttaka Banda-
ríkjamanna hér sýni, að þeir séu
að færa sig nær viðræðum almennt
um takmörkun vígbúnaðar á höfun-
um.
Einhliða fækkun kjarnavopna
í umræðum hefur komið fram
að með einhliða aðgerðum séu
Bandaríkjamenn að fækka veru-
lega skammdrægum kjarnorku-
vopnum sínum á höfunum. Þróunin
sé í þá átt að kjamorkuvopn gegni
æ minna hlutverki en áður í sjó-
hemaði. Á það er bent að þess sé
þó ekki að vænta að eldflaugakaf-
bátar vopnaðir langdrægum
kjarnaflaugum og kjarnorkuknúnir
kafbátar til varnar og sóknar gegn
skipum á hafí úti hverfí úr sög-
unni. Er sú skoðun uppi hjá sum-
um, að samningaviðræður um þessi
mál hefðu fremur tafíð fyrir fækk-
un þeirra vopna sem nú hverfa
vegna einhliða ákvarðana Banda-
ríkjamanna.
Athygli vekur að frá aðildarríkj-
um Atlantshafsbandalagsins utan
Danmerkur, íslands og Noregs em
engir opinberir fulltrúar á ráðstefn-
unni. Endurspeglar þessi staðreynd
tregðu bandalagsþjóðanna til að
hefja viðræður um þennan flókna
og viðkvæma þátt afvopnunarmál-
anna fyrr en lokið er samningagerð
um fækkun hefðbundinna vopna í
Evrópu og START-samningum um
niðurskurð langdrægra kjarnorku-
vopna Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna.
Frá íslandi sitja ráðstefnuna
Albert Jónsson, framkvæmdastjóri
Öryggismálanefndar, Gunnar
Gunnarsson, ráðgjafí utanríkisráð-
heiTa í afvopnunarmálum, og Guð-
mundur Eiríksson, þjóðréttarfræð-
ingur utanríkisráðuneytisins, sem
flutti erindi um hafréttarreglur og
traustvekajndi aðgerðir. Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherrá
á að ávrpa ráðstefnuna í dag, föstu-
dag.
Fjöldagrafir pólskra
hermanna finnast við
Karkhov í Sovétríkjunum
Moskvu. Reuter.
FUNDIST hafa Qöldagrafir frá
stríðsárunum í vesturhluta Úkr-
aínu sem geyma m.a. jarðneskar
leifar pólskra hermanna, að
sögn sovéska vikuritsins
Moskvufrétta. Um 15.000 pól-
skir Iiðsforingjar, sem Rauði
herinn tók til fanga við uppgjöf
Pólveija haustið 1939, hurfú
sporlaust en vitað er að 4.000
þeirra voru myrtir af öryggis-
lögreglu Jósefs Stalíns, NKVD,
í Katyn-skógi, skammt frá Smo-
lensk.
Hluti pólska herliðsins virðist
hafa verið myrtur og grafinn á
kjarri vöxnu landsvæði er nefnist
Svartabraut, rétt hjá stórborginni
Kharkov í Úkraínu. Þar gróf
NKVD einnig fjölda Sovétborgara
sem lögreglan myrti skömmu fyr-
ir seinni heimsstyijöld. Vitað er
að deild öiyggislögreglunnar í
Kharkov handtók nær 4.000
pólska liðsforingja en ekki er vitað
hve margir þeirra hvíla í fjölda-
gröfínni.
Að sögn vikuritsins hefur það
gerst á hveiju vori að í leysingum
hafa mannabein, pólskar beltis-
sylgjur, orður og peningar komið
upp á yfírborðið. Börn í nágrenn-
inu hafa leitað að slíkum hlutum
þarna fram á þennan dag en fáir
þorðu að spyijast fyrir um málið
þar til losað var um hömlurnar í
Sovétríkjunum. Eftir ábendingar
skógarvarðar á áttunda áratugn-
um var svæðinu þó lokað og KGB,
arftaki NKVD, gerði það að sum-
arbústaðalandi.
Opinber stuðningsadili HM 1990
Philips sér um lýsinguna
I
G/obusr
Vlnsælustu barnasnældur sí&asta árs, Barnalelklr 1
og Rokkllngamlr eru nú aftur fáanlegar.
Frábærar barnasnældur frá B.G. útgáfunni fást í
hjómplötuverslunum, bensinstöðvum og
stórmörku&um um allt land.
og slysalausrar feröar.
Óli H. Þórðarson
framkvæmdastjóri
UMFERÐAR
RÁÐ
útgefandi og dreifing:
Hjómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugssonar
Umferöarráði er ánægja aö ganga enn til samstarfs við BG
útgáfuna um efni sem hentar yngstu vegfarendunum.
Á þessari nýju snældu eru leikir og vinsæl barnalög til þess
að stytta yngstu farþegunum stundir á ferðalaginu. Hún er
bæði skemmtileg og fræðandi fyrir börnin og gagnleg fyrir
fullorðna, því öðru hverju heyrist í Edda frænda meö
léttar ábendingar um umferðarmál.
Umferöarráö óskar ungum sem öldnum góörar
á leikskólanum,
beint í æð í bílinn
■
SPENNANDI LAGALISTI
Sex litlar endur.
Ég ætla aö syngja.
Þaö búa litlir dvergar.
Krummi krunkar úti.
Ég heiti Keli.
Meö sól I hjarta.
Ranka.
Ein stutt, ein löng.
Nú skal syngja um dýrin.
Stíllinn sem endaöi aldrei.
Fyrst á réttunni.
Og nýja laglð meö Rokkllng-
unum "Hjálmlnn á!" auk
ffölda annarra laga.
V/SA