Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
Sigurður J. for-
maður bæjarráðs
SIGURÐUR J. Sig-urdsson, Sjálfstæðisflokki, var kjörin formaður
bæjarráðs á fyrsta fundi ráðsins sem haldinn var í gær. Fram til
þessa hefur bæjarstjóri verið formaður bæjarráðs, en í nýju samkomu-
lagi Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags felst m.a. að þessir flokk-
ar skipta með sér að skipa embætti formanns bæjarráðs.
Varaformaður bæjarráðs var
kjörin Sigríður Stefánsdóttir, Al-
þýðubandalagi, og ritari bæjarráðs
verður Valgarður Baldvinsson, bæj-
arritari.
Að sögn Sigurðar var einkum
verið að ganga frá formlegri skipt-
ingu verkefna á fundinum auk þess
sem nokkur mál sem fyrir lágu
voru afgreidd. Þá var einnig sam-
þykkt á fundinum að bjóða út á
næstu dögum byggingu þjónustu-
kjarna við Víðilund, en hann mun
þjóna öldruðum íbúum á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að ekki verið
haldnir fleiri fundir í bæjarstjórn í
þessum mánuði, en bæjarstjórn kom
'tm. saman til fyrsta fundar í vikunni.
Tveir Austiir-
ríkismenn
handteknir
TVEIR Austurríkismenn voru
handteknir í gærmorgun, að ósk
bifreiðarstjóra fólksflutningabif-
reiðar, en mennirnir höfðu skorið
sæti í bílnum og ógnað bílstjóran-
um er hann áminnti þá um að
reykja ekki í bílnum.
Mönnunum var sleppt úr fanga-
geymslu um kvöldmatarleytið eftir
að þeir höfðu greitt bótakröfu.
Einn fundur verður að líkindum
haldinn í iúlímánuði og annar í
ágúst.
Bygging við Hagkaup:
Fjögur til-
boð bárust
FJÖGUR tilboð bárust í bygg-
ingu viðbótarhúsnæðis fyrir
verslun Hagkaups á Akureyri.
Húsnæðið verður um 600 fer-
metrar að stærð.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóð-
aði upp á 22.688.595 krónur. Har-
aldur og Guðlaugur hf. buðu lægst,
21.927.018, Pan bauð 22.369.326,
SJS-verktakar buðu 23.109.119 og
Aðalgeir Finnsson hf. 23.125.860.
Tilboðin hafa verið yfirfarin, en
ákvörðun um hver hlýtur verkið
verður væntanlega tekin um helgi.
Byggingin er um 600 fermetrar
að stærð og verður til vesturs út
frá núverandi byggingu. Hún mun
ganga út í miðja Norðurgötuna, en
henni verður lokað í kjölfarið. Með
byggingunni verður aukið við versl-
unarrými sem og lagerrými verslun-
arinnar.
Áætlað er að hafist verði handa
við bygginguna um miðjan júní og
verklok eru 1. október næstkom-
andi.
3*r
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Góð sala á sumarblómum
Stöðugur straumur fólks hefur verið í Garðyrkjustöðina Grísará
við Hrafiiagil í Eyjalírði og hefur sala verið góð síðustu dag-
ana. Jóna Sigrún Sigurðardóttir á Grísará sagði að meiri sala
hefði verið í runnum en áður og einnig hefði sala á sumarblóm-
um og matjurtum gengið mjög vel. Rófurnar eru vinsælustu
maljurtirnar, en einnig kaupir fólk mikið af blóm- og hvítkáli
og spergilkálið sagði hún vera að öðlast miklar vinsældir mat-
jurtaræktenda. Að venju renna stjúpurnar út, en tópashorn og
dalíur eru einnig ofarlega á blað þeirra sem rækta garðinn sinn.
Á myndinni er Sigríður Pálmadóttir að skoða dalíurnar hjá
Hafdísi Pétursdóttur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fyrstu skemmtiferðaskipin komin
Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins komu til manna í skoðunarferð um Mývatn, en aðrir nutu
Akureyrar í fyrradag, en það voru skipin Marx- veðurbllðunnar í bænum, röltu um og kíktu í
im Gorki og Kazakastan. Að venju fór hluti ferða- búðir.
Slysavarnaskóli sjómanna:
Stíft námskeiðs-
hald síðustu daga
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sæbjörg, skip Slysavarnaskóla
sjómanna, hefur verið á Akureyri
síðustu daga og haldið námskeið
fyrir sjómenn. I gær var var æfð
björgun úr sjó og var þyrla Land-
helgisgæslunnar á staðnum.
Sigurður Skúlason skógarvörð-
ur í Vaglaskógi sagðist gera ráð
fyrir að fjölmargir legðu leið sína
í skóginn fyrstu helgina sem hann
væri opinn, það væri venjan og
ekki ólíklegt að 2-300 manns gistu
þar um helgina. Hann sagði skóg-
inn að jafnaði opnaðan almennri
umferð á tímabilinu frá 1-15. júní.
Mikill snjór var í skóginum í
vetur, en Sigurður sagði hann þó
koma furðanlega vel undan vetri.
Snjóa hefði leyst seint ofarlega í
skóginum og hann því mjög blaut-
ur og hefði af þeim sökum ekki
þótt ráðlegt að hleypa á hann al-
mennri umferð fyrr en í dag.
SÆBJÖRG, skip Slysavarnaskóla
sjómanna, hefur síðustu daga
verið á Akureyri þar sem haldin
eru námskeið fyrir sjómenn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom
í gær og var þá æfð björgun úr
sjó. Sæbjörg er á ferð umhverfis
landið og eru námskeið haldin á
nokkrum stöðum.
Áður en skipið kom til Akureyrar
var haldið námskeið í Ólafsfirði og
sóttu það um 65 sjómenn af fjórum
togurum. Síðustu tvær vikur hafa
verið haldin námskeið á Akureyri,
en Sæbjörg heldur austur um land
eftir helgi og verður á Eskifirði og
Fáskrúðsfirði.
Á námskeiðinu er farið í meðferð
Hjólhýsasvæðið verður einnig
opnað í dag, en að jafnaði eru á
bilinu 20-30 hjólhýsi á svæðinu
yfir allt sumarið, en önnur eru
skemmri tíma. Síðasta sumar gistu
um 13.000 manns í Vaglaskógi,
þar af 8.000 í júlímánuði.
Engar stórframkvæmdir eru á
dagskránni í sumar í skóginum,
en Sigurður sagði draumurinn
væri að reisa þjónustumiðstöð þar
sem m.a. yrðu sturtur og fleira til
þæginda fyrir gestina. Fjárveiting-
ar dygðu þó ekki til að fara út í
slíkar byggingar á næstunni, en í
sumar yrði reynt að bæta snyrtiað-
stöðuna frekar.
gúmmíbáta, sjósetningn þeirra,
notkun flotbúninga og meðferð
handslökkvitækja auk þess sem
haldið er skyndihjálparnámskeið.
Skólastjóri Slysavarnaskólans er
Þórir Gunnarsson, en fastir starfs-
menn eru fimm. Þeim hefur verið
fjölgað um helming á meðan á þess-
um námskeiðum stendur og eru
þeir nú tíu. Siysavarnaskóli sjó-
manna átti fimm ára afmæli fyrir
skömmu.
Laufásbær-
innopinn
í sumar
Gamli bærinn að Laufási í Eyja-
firði hefur verið opnaður almenn-
ingi til sýnis og verður hann opinn
fram til ágústloka. Hægt er að
skoða bæinn alla daga nema mánu-
daga frá kl. 10-18, en einnig utan
þess tíma með samkomulagi við
heimafólk. Bærinn hefur nýlega
verið málaður og lítur hann því vel
út, einnig er unnið að viðhaldi torfs-
ins í bænum. Kirkjuna á staðnum
er einnig hægt að skoða, en hún
er 125 ára á þessu ári.
Vaglaskógur:
Tjaldstæðin opnuð
fyrir umferð 1 dag
TJALDSTÆÐIN í Vaglaskógi verða opnuð fyrir almennri umferð
í dag, fiistudag, og er búist við allnokkurri umferð í skóginum í
kjölfarið. Skógurinn kom íurðuvel undan vetri, en jörð hefur ver-
ið blaut og því hefiir ekki verið ráðlegt að opna fyrr.