Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
33
Minning:
MálMður Þorbergs-
dóttirlrá Svarfhóli
Fædd 13. janúar 1896
Dáin 6. júní 1990
í dag verður jarðsett frá Akra-
kirkju á Mýrum, Málfríður Þor-
bergsdóttir frá Svarfhóli í Mýra-
sýslu.
Fullu nafni hét hún Þorbjörg
Málfríður. Málfríður, eða Fríða eins
og flestir þekktu hana, fæddist
þann 13. janúar 1896, dóttir hjón-
anna Krístínar Pálsdóttur ljósmóður
og Þorbergs Péturssonar bónda í
Syðri-Hraundal í Hraunhreppi. Hún
var yngst þriggja systkina, eldri
voru bræðurnir Pétur, sem lengst
af var bóndi að Nautaflötum í Ölf-
usi, og Páll Geir, verkstjóri í
Reykjavík.
Fríða ólst upp hjá foreldrum
sínum í Syðri-Hraundal og sinnti
bústörfum eins og venja var. Eftir
að Pétur bróðir hennar hóf búskap
í Syðri-Hraundal starfaði hún einn-
ig á háns búi.
Síðar kynntist hún sveitunga
sínum, Guðjóni Guðmundssyni og
gengu þau í hjónaband 19. septem-
ber 1925. Ungu hjónin fóru til
Reykjavíkur og bjuggu þar í eitt
ár. Arið 1927 réðst Guðjón að
Svignaskarði í Borgarfirði þar sem
hann var bústjóri fyrir refarækt á
einu stærsta refabúi landsins. Þar
fæddist þeim hjónum einkabarn
þeirra, Bjarni Valtýr, árið 1929.
Árin urðu alls sjö á Svignaskarði.
Árið 1934 fluttu þau að Svarfhóli
í Hraunhreppi. Guðjón hafði nokkru
áður eignast jörðina og komu þau
hjónin sér nú fyrir. Á Svarfhóli
bjuggu þau síðan ásamt Bjarna
Valtý syni sínum allttil ársins 1976
er Guðjón lést. Ári síðar brugðu
mæðginin búi og fluttu til Borgar-
ness þar sem þau hafa búið síðan.
Ofanrituð orð, þessi stutta lýsing
á lífshlaupi Fríðu, segja fátt. Hvar
er hlýja brosið og glettnin, gestrisn-
in og reisnin, létt klapp á vanga,
brugðið á leik þrátt fyrir erfiðar
stundir? Upp í hugann koma minn-
ingar lítilla drengja sem hlökkuðu
ekki til að koma á neinn bæ eins
og að Svarfhóli. Þar var litið jafnt
til þess lægsta og þess hæsta er
komið var í hlað. Oft þótti okkur
bræðunum sem við værum aðal-
gestirnir, ekki fullorðna fólkið, svo
vel var gert af heimafólki í að sinna
öllum með áhugaverð viðfangsefni
við hæfi.
Fríða var einstök í að líta til
barna á sinn sérstaka hátt, að með-
höndla þau eins og manneskjur en
ekki sem minni máttar. Og það sem
hún gat galdrað fram af viðurgjörn-
ingi. Eftir á að hyggja, þegar raun-
sæi fullorðinsára tekur yfir barns-
legri gleði og ævintýrum, er með
ólíkindum hvernig Fríða fór að.
Húsakostur á Svarfhóli var fremur
lítill og þar var ekki þau þægindi
að finna sem nú teljast sjálfsögð á
hveiju heimili. Allt vatn varð lengi
vel að bera i bæinn, tæki til eldun-
ar voru ltil og því ærið erfiði að sjá
heimilinu fyrir daglegu brauði.
Allir voru leiddir til stofu á Svarf-
hóli sem höfðingjar, jafnt ferða-
menn sem förusveinar, ættingjar,
vinir og félagar. Upp voru dregnir
„Bjarna frá Vogi“, vindlar og rætt
um landsins gagn og nauðsynjar.
Þó Svarfhóll geti í dag talist af-
skekktur voru ferðalög fyrr a'árum
mun algengari með Múlunum og
reiðgatan lá við túnfótinn.
Fríða var músíkölsk og lék sjálf
á orgel, sem hún lærði að leika á
hjá Sigríði Hallgrímsdóttur á
Grímstöðum. Hún lék m.a. við
messur í Staðarhraunskirkju á
skórínn
GLÆSIBÆ-SIMI82966
Kr. 1.730,-
Stærðir 24-30. Teg. Melania
Póstsendum samdægurs
5% stgr. afslóHur
sínum yngri árum. Hún var mikið
fyrir hannyrðir og var laghent. Oft
voru stundir þó stopular til að
stunda slíka iðju og voru það því
hennar bestu stundir að fylgjast
með Bjarna Valtý þroska sína iist-
rænu hæfileka í þessa átt.
Fríða var trúuð kona og sinnti
sinni kirkju vel. Henni var annt um
kirkjulegt starf og hafði yndi af
kirkjúlegri tónlist og söng í kirkju-
kórnum.
FRíða var létt á fæti og lipur í
hreyfingum. Oft gekk hún í leik
með börnum og tók þátt í ærslum
þeirra. Hún tók þátt í smala-
mennskum að Svarfhóli, 78 ára
hljóp hún fyrir fé svo fólk undraðist.
Líf Fríðu var ekki dans á rósum.
Á besta aldri varð hún tvívegis fyr-
ir þeirri raun að missa börn í fæð-
ingu og mörkuðu þeir erfiðleikar
að vissu leyti líf hennar upp frá
því. Afkoma einyrkja á fyrri hluta
þessarar aldar var heldur ekki ör-
ugg og mikið þurfti á sig að leggja.
Fríða var hagsýn og sparsöm, hún
var trú yfir sínu og gætti ætíð hags-
muna lítflmagnans. Ástúð hennar
og umhyggja fyrir syni sínum var
mikil og eilfs var hún sérlega góður
og mikill félagi þess fjölda barna
sem dvöldu að sumarlagi á Svarf-
hóli.
Þegar langri ævi lýkur er margs
að minnast. Þakka ber það líf sem
gefið var og þá elsku sem sýnd
var. Um sárt á nú að binda sonur
sem hin síðari ár hefur sýnt um-
hyggju og ástúð sem engan héfur
látið ósnortinn, sem kynnst hefur.
Guð gefi honum styrk til að horfa
ótrauður fram á veginn og geyma
með sér fallega minningu um hlýju
og vernd.
Þórólfur Árnason
Lactatyd léttsápan
fyrir viokvæma núð!
Ungböm hafa viðkvæma húð sem verður fyr-
ir mikilli ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur
með Lactacyd léttsápunni dregur verulega
úr kláða og sviða.
Húðin er í eðli sínu súr cg er það vöm hennar
gegri sýklum og sveppum. Þetta þarf að hafa
í huga við val á sápu.
Mikilvægt er að eðlilegt sýrustig húðarinnar
raskist ekki við þvott. „Venjuleg" sápa er
lútarkennd (hefur hátt pH-gildi, 10-11) og
brýtur niður náttúmlega vöm húðarinnar.
Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH-
gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því
eðlilegar vamir hennar.
Það er því engin tilviljun að margir læknar
mæla með Lactacýd léttsápunni fyrir ung-
böm og fólk með viðkvæma húð.
Þegar Lactacyd léttsápan er notuð á ungböm
skal þynna hana með þremur hlutum vatns.
Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð-
um og að sjálfsögðu í næsta apóteki.
,■ ■
öctacvd lactacvci