Morgunblaðið - 15.06.1990, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
Hótel ísland:
Staðan í hálfleik
sýnd á laugardag
SÝNING Pálma Gunnars-
sonar hljómlistarmanns,
Staðan í hálfleik, verður
sýnd á Hótel íslandi n.k.
laugardagskvöld.
Þessi sýning var sýnd i
Sjallanum á Akureyri í vetur
við mikla aðsókn. Pálmi
Gunnarsson syngur sín
þekktustu lög við undirleik
hljómsveitar. Jafnframt er
sögð saga Pálma sem tónlist-
armanns, en Bjarni Hafþór
Helgason er höfundur text-
ans. Sögumaður er Sig-
mundur Ernir Rúnarsson.
Gestir Pálma eru söngkon-
urnar Elien Kristjánsdóttir
og Erna Gunnarsdóttir.
- IISm.WjM
I
W iVw
r L, j| 'u"'|v itj ! fJL
Moigunblaðið/Þorkell
Stuðmenn bregða á leik á blaðamannafiindi.
Stuðmenn heQa fimm
vikna hliómleikaferð
Stuðmenn hafa nýlokið
við gerð hljómplötu sem
ber nafnið „Hve glöð er vor
æska“. Hljómsveitin mun
fylgja plötunni úr hlaði með
26 miðnæturhljómleikum
víðs vegar um landið.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Stapa nk. fostudagskvöld,
síðan leikur hljómsveitin í
Ólafsvík en kemur fram í
Reykjavík og í Hafharfirði
17. júní.
Á efnisskránni að þessu
sinni eru auk eldri laga 12
ný íslensk lög eftir Stuðmenn
sem er að finna á „Hve glöð
er vor æska“.
Miðnæturhljómleikarnir
hefjast kl. 23:30 og standa
til kl.3 e.m. með tveimur 15
mínútna hleúm. Á hljómleik-
unum verður fáanleg efnis-
skrá með lögum þeim sem
flutt eru hveiju sinni, en þau
lög sem Stuðmenn hafa sa-
mið og flutt á sínum langa
ferli nema nú hundruðum.
Flutt hafa verið til landsins
fyrsta flokks ljósa- og hljóð-
kerfi til að tryggja hámarks-
gæði og hefur Oli Öder verið
ráðinn ljósameistari, Bjarni
Friðriksson hljóðmeistari og
Bjarni Bragi sviðsstjóri.
Á nokkrum stöðum koma
fram upphitunarhljómsveitir
og á þjóðhátíðardaginn
skarta Stuðmenn 10 manna
stórhljómsveit skipaðri auk
hinna sex föstu meðlima þeim
Stefáni Stefánsyni, Pétri
Grétarssyni, Össuri Geirssyni
og Snorra Valssyni.
Hljómleikaferð Stuðmanna
að þessu sinni er ívið styttri
en venja er til, þar sem annar
forsöngvari hljómsveitarinn-
ar, Egill Ólafsson, heldur ut-
an þann 6. ágúst til að leika
í nýrri kvikmynd.
Nýtt skip í flota
Tálknfirðinga
Tálknafirði.
NÝTT skip bættist í flota Tálknfirðinga nýlega.
Þórsberg hf., saltfiskverkun, keypti mb. Lóm frá
Ólafsvík sem er 149 brúttólestir. Þórsberg á fyrir
fjóra báta og er sá stærsti 108 tonn.
Lómur er stálskip,
smíðað á Akureyri 1971-
1974, yfirbyggður 1987.
Kvóti skipsins er milli 400
og 500 tonn og er hluti
kvótans rækja en skipið
hentar til alhliða fiskveiða.
Skipstjóri verður væntan-
lega Þór Magnússon.
Sama dag og Lómur
kom til Tálknafjarðar kom
þangað 5,9 tonna plastbát-
ur af gerðinni Sómi 800.
Skipstjóri og hluthafi er
Orri Snæbjörnsson.
Þrengsli í Tálknafjarðar-
höfn eru gífurleg á sumrin
vegna vaxandi fjölda smá-
báta heimamanna og að-
komubáta, sem leggja hér
upp afla sinn. Til stendur
að bæta úr þessu með gerð
smábátabryggju nú í sum-
ar.
- JOÐBÉ
Morgunblaðið/Jón Bjarnason
Lómur kominn til heimahafnar í Tálknafirði.
í dag verður stórmyndin Dick
Tracy frumsýnd í USA.
Af því tilefni verður haldið
Dick Tracy kvöld
m
1
Farið verður í Dick Tracy leiki.
Kosið verður Dick Tracy par
kvöldsins.
Vegleg verðlaun.
DANSHÖLLIN
MEIRIHATTAR SKEMMTISTAÐUR
BRAUTARHOLTI 20
SÍMAR 23333 - 29099
VETRARBRAUT OG NORÐURUÓS KYNNA:
Hinn vinsæli Dansdúett
ásamt Önnu Vilhjálms
skemmta á 3ju hæð.
Diskótónlist ásamt góðu rokki frá
tímabilinu ’70-’88 á 4 hæð hússins.
Þar sem fjörið er mest skemmtir fólkið sér best
Rokkskogur
Mætum öll ó ball og græðum landið.
150 kr. af hverjum miða rennur til skógræktar
Stórhljómsveitin
SJOU
f rá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi.
Ath: Frítt inn til kl. 24.00!
Snyrtilegur klæðnaður.
Nillabar
Dúettinn Sín heldur uppi stuði.
Opiðfrákl. 18.00-03.00