Morgunblaðið - 15.06.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 15.06.1990, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 FRJALSAR IÞROTTIR Meistaramótið um helgina Flest besta frjálsíþróttafólk íslands meðal keppenda í Mosfellsbæ Ikvöld Leik Vals og ÍBV, síðustu viðureign fímmtu umferðar 1. deildarinnar í knattspyrnu, var aftur frestað í gær, annan daginn í röð. Ekki var hægt að fljúga frá Eyjum vegna veðurs. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í kvöld kl. 20. ■Heil umferð er á dagskrá í 2. deild í kvöld. Leikirnir, sem hefjast allir kl. 20, eru: Víðir- Selfoss, UBK-Leiftur, Grindavík-ÍR, Tindastóll-ÍBK og Fylkir-KS. HANDBOLTI Stuðningsmenn Hauka stofna klúbb Haukar leggja allt kapp á að endur- heimta sæti sitt í 1. deild og hafa sjö leikmenn gengið til liðs við félagið að undanfömu, en undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil er um það bil að hefjast. Tékkinn Peter Baummk kemur til landsins á næstunni, Steinar Birgisson og Snorri Leifsson koma frá Noregi, Magnús Árnason og Einar Hjaltason úr FH, Pétur Ingi Arnason úr UBK og Siguijón Sigurðsson úr Val. Stuðningsmenn liðsins ætla ekki að ^ láta sitt eftir liggja og í kvöld klukkan 20 verður stofnfundur stuðnings- mannaklúbbsins í Haukahúsinu. GOLF MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum verður hald- ið um helgina, 16.-18. júní. Keppnin fer f ram á nýja vellin- um í Mosfellsbæ og sér UMFA um framkvæmdina. Mótið hefst kl. 15.00 á morgun og stendur til kl. 18.00. A sunnu- dag stendur keppnin frá kl. 14.00 til 17.25 og á mánudag frá kl. 18.30. Keppendur á mót- inu verða rúmlega 200. Flest besta frjálsíþróttafólk ís- lands verður meðal keppenda á mótinu og má búast við spennandi keppni í mörgum greinum. íslands- meistaramótið er eitt af stigamót- um FRÍ þannig að um er að ræða harða keppni þar sem mjótt verður á mununum hjá þeim efstu í hverri grein. I kringlukasti verða Vésteinn Hafsteinsson HSK og Eggert Boga- son UMSK, báðir með. Eggert verð- ur með þrátt fyrir meiðsli sem hann hlaut síðastliðinn mánudag þegar hann fékk sleggju í öxlina. Sigurður Matthíasson spjótkastari er nýkom- inn frá Bandaríkjunum og kastaði þar í vor 79,56 metra sem er vel yfir lágmarkinu á Evrópumeistara- mótið sem fer fram nú í haust. Pétur Guðmundsson kúluvarpari verður einnig meðal keppenda. Keppni í köstum kvenna hefur ver- ið nokkuð jöfn, en Birgitta Guðjóns- dóttir UMSE, hefur náð langbestum árangri í spjótkasti. Þá hefur Guð- rún Ingólfsdóttir USÚ, íslandsmet- hafi í kringlukasti og kúluvarpi hafið keppni á ný. Hörð keppni á hlaupabrautinni í langhlaupum er búist við spenn- andi keppni milli Gunnlaugs Skúla- sonar UMSS og Frímanns Hreins- sonar FH, en Martha Ernstdóttir ÍR-ingur hefur þó nokkra yfirburði hjá kvenfólkinu. í millivegalengdum munu FH-ingarnir Guðmundur Skúlason, Steinn Jóhannsson, Finn- bogi Gylfason ásamt Friðriki Larsen HSK, líklega berjast um sigurinn. I kvennaflokki stendur baráttan líklega milli Fríðu Þórðardóttur UMFA, Mörthu Ernstdóttur ÍR og Margrétar Brynjólfsdóttur UMSB. Einar Þ. Einarsson Ármanni, er hæstur að stigum í stigakeppninni og hefur haft nokkra yfirburði í 100 metra hlaupi. Hann hefur meðal annars náð lágmarkinu fyrir Heims- meistaramót unglinga. KR-ingur- inn Egill Eiðsson verður meðal keppenda eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Þá verður Oddur Sigurðsson FH , meðal keppenda í 400 metra hlaupi. Meðal keppenda hjá konunum verða Guðrún Árnar- dóttir UBK, Súsanna Helgadóttir FH, Helga Halldórsdóttir KR, Geir- laug B. Geiriaugsdóttir Ármanni og Oddný Árnadóttir ÍR. Búist er við spennandi keppni í 100 og 200 metra hlaupi, en Oddný hefur haft yfírburði í 800 metrum undanfarið. Gísli Sigurðsson UMSS, Auðunn Guðjónsson HSK og Hjörður Gísla- son UMSE hafa allir hlaupið á mjög svipuðum tíma í 110 metra grind nú í vor og verður örugglega um harða keppni að ræða milli þeirra. Hjá kvenfólkinu verða Þuríður Ing- varsdóttir HSk, Halldís Höskulds- dóttir Ármanni og Guðrún Arnar- dóttir UBK meðal keppenda. Helga Halldórsdóttir KR, Islandsmethafi í 100 og 400 metra grindahlaupi mun keppa í 400 metra grind. Þríþraut kvenna í fyrsta skipti Búist er við jafnri keppni í há- stökki karla þar sem Gunnlaugur Grettisson HSK og Einar Kristjáns- son FH verða meðal keppenda. Þá mun Sigurður T. Sigurðsson keppa í stangástökki. í hástökki kvenna hafa Þórdís Gísladóttir HSK og Þóra Einarsdóttir UMSE stokkið sömu hæð 1.75 metra. í langstökki hafa HSK mennirnir Jón A. Magn- ússon og Ólafur Guðmundsson náð bestum árangri karla, en hjá konun- um Bryndís Hólm ÍR og Súsanna Helgadóttir FH. Friðrik Þór Frið- riksson ÍR, keppir í þrístökki og verður gaman að sjá hvort að yngri keppendur nái að veita honum ein- hveija keppni. Á þessu íslands- meisraramóti verður í fýrsta sinn keppt í þrístökki kvenna. Úlfar í 2. sæti - eftirfyrsta dag á Opnu Evrópumóti áhugamanna, á 67 höggum, tveimur undir gamla vallarmetinu • 17. júnímótGR Golfklúbbur Reykjavíkur stend- ur fyrir golfmóti í Grafarholti á sunnudaginn, 17. júní. Leikin verður 18 holu höggleikur með for- gjöf. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Veitt verða pen- ingaverðlaun. BMW-mótið sem fram átti að fara í Grafarhoti um helgina var frestað. ■Opna bandaríska meistaramótið hófst í gær. Opið hús verður í skála GR í Grafarholti þegar sýnt verður beint frá keppninni um gervihnött, fram á sunnudag. I Úlfar Jónsson. ULFAR Jónsson, Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, byrjaði vel á Opna Evrópumótinu í golfi, sem hófst í Álaborg í Dan- mörku í gær. Úlfar fór á 67 höggum og var í 2. sæti eftir fyrsta keppisdag, en 140 golf- arar eru með og var þátttaka bundin við þann fjölda. Vallar- metið fyrir keppnina var 69 högg. voávier frá Ástralíu náði best- um árangri í gær, notaði einu höggi minna en Úlfar og fór á 66 höggum. Floria frá Ítalíu var í þriðja sæti á 68 höggum. Þrír íslendingar keppa á mótinu og tókst hinum tveimur ekki eins vel upp. Siguijón Arnarsson fór á 78 höggum og er í 85. sæti, en Ragnar Ólafsson notaði 81 högg, sem þýðir 115. sæti. Vafasamt er að þeir komist áfram, en keppnin heldur áfram í dag. Kópavoqsvöllur 2. dcild Breiðablik - Leiftur í kvöld kl. 20:00 BYKO AUK/SlA k10d11-156 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þorbergur hefur valið hóp sinn - sem mætirlandsliðum Kuwait, Dan- merkur og Noregs eftir hálfan mánuð ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið hóp leikmanna til æfinga í sumar. Helsta verkefni landsliðsins verður þátttaka í Friðarleikunum íSeattle í júlí. En um næstu mánaðarmót verður fjögurra þjóða mót hér á landi með þátttöku Dana, Norðmanna og Kuwaitbúa og er það liður í Íþróttahátíð ÍSÍ sem fram fer 28. júní til 1. júlí. Leikið verður í Hafnarfirði. orbergur sagði að undirbún- ingur liðsins hafi byrjað um síðustu helgi og verður æft níu sinn- um í viku. „Hópurinn er mjög ung- ur og hefur meðalaldur leikmanna íslenska liðsins frá því á HM í Tékkóslóvakíu minnkað töluvert. Þetta er hópur sem er ætlað að ná langt á heimsmeistaramótinu á ís- landi 1995. En fyrsta „alvöru“ verk- efnið verður B-keppnin í Austurríki 1992,“ sagði Þorbergur. Hann sagði að það yrði spenn- andi að sjá hvað kæmi út úr íslenska liðinu í mótinu um mánaðarmótin, sérstaklega á móti Dönum og Norð- mönnum. „Norðmenn endurnýjuðu lið sitt fyrir tveimur árum og hafa náð góðum árangri, unnu m.a. C- keppnina í Finnlandi í vor. Þetta mót er fyrst og fremst hugsað sem æfingamót og ég ætla að gefa öllum íslensku leikmönnunum tækifæri," sagði landsliðsþjálfarinn. Þorbergur sagðist leggja á það mikla áherslu að Kristján Arason komi inn í liðið á næsta ári „og hjálpi til við að flytja okkur yfir B-keppnina í Austurríki 1992 á leið- inni í A-keppnina 1993.“ íslenski hópurinn er skipaöur eftirtöidum leikmönnum: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson (FH), Páll Guðnason (Val), Bergsveinn Bergsveinsson (FH), Leifur Dagfinnsson (KR) og Hrafn Margeirsson (Víkingi). llornamenn vinstra megin: Jakob Sig- urðsson (Val) og Konráð Olavson (KR). Hornamenn hægra megin: Bjarki Sigurðs- son (Víkingi) og ValdimarGrímsson (Val). Skyttur vinstra megin: Júlíus Jónasson (Racing Asnieres), Héðinn Gilsson (Diissel- dof) og Einar Sigurðsson (Selfossi). Skyttur hægra megin: Magnús Sipairðsson (Stjörnunni) og Ólafur Gylfason (IR). Leikstjórnendur: Óskar Ármannsson (FH), Sigurður Bjarnason (Stjörnunni) og Gunnar Gunnarsson (Ystad). Línumenn: Geir Sveinsson (Granollers) og Birgir Sigurðsson (Víkingi).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.