Morgunblaðið - 20.06.1990, Side 2

Morgunblaðið - 20.06.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 Hluthafar í Stöð 2 hnykkja á um sam- einingu við Sýn hf. Á hluthafafundi Stöðvar 2 I gær var samþykkt ályktun þar sem lýst var einlægum áhuga á að samruni Stöðvar 2, Sýnar hf. og ís- lenska útvarpsfélagsins hf. nái fram að ganga. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvort af sameiningu þessara fyrirtækja verði, þar sem ekki hefiir náðst samkomulag milli forsvarsmanna þeirra um ýmis fram- kvæmdaatriði. Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar stjórnarformanns Stöðvar 2 var einnig samþykkt á hluthafafundin- um að auka hlutafé íslenska sjón- varpsfélagsins, sem rekur Stöð 2, upp í 815 milljónir, vegna samrun- ans, og samþykkt viljayfirlýsing um sameiningu við íslenska útvarpsfé- lagið. Einnig var samþykkt að mót- mæla lágkúrulegum fréttaflutningi af sameiningarmálunum og lýsa yfir fullum stuðningi við Þorvarð Elías- son sjónvarpsstjóra og starfsfólk stöðvarinnar. Jóhann J. Ólafsson sagði að við- ræður við Sýn hf. um sameininguna lægju niðri í bili vegna þess að menn Meirihlut- innklofhar í Eyjum FYRSTI fundur nýrrar bæjar- sljórnar Vestmannaeyja var haldinn í gær. Á fundinum staðfestist að Sigurður Jóns- son, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, starfar ekki með öðrum fulltrúum flokksins í meirihluta bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa kjörna og mynda fimm fiilltrúar hans meirihluta. For- seti bæjarstjórnar var kjörinn Bragi Ólafsson, D-lista, 1. varaforseti Georg Þór Krist- jánsson, D-Iista, og 2. varafor- seti Guðmundur Þ.B. Ólafsson, A-lista. I bæjarráð voru kjörnir Sig- urður Einarsson og Bragi Ólafs- son, _D-lista, og Guðmundur Þ.B. Ólafsson. Tillaga kom frá minnihluta um að G-listinn fengi áheymarfulltrúa á bæjar- ráðsfundum, en hún var felld. Páll Einarsson, sem verið hefur bæjarritari undanfarin fjögur ár, var ráðinn bæjarstjóri fyrst um sinn. „Ég átti ekki aðild að þeirra tillögum um forseta og skipan í bæjarráð og það er rétt að ég sagði að ég myndi taka afstöðu í hverju máli fyrir sig,“ sagði Sigurður Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ágreiningur var milli hans og annarra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um skipan í embætti. Sigurður óskaði eftir að gegna stöðu bæjarstjóra, en því var hafnað. Sáttafundir höfðu ekki borið árangur. „Ástæðumar eru ósköp ein- faidlega þær, að ég skipa efsta sæti listans og eftir að flokkur- inn vinnur þennan stórglæsilega sigur, þá er margt fólk sem talar við mig og hvetur mig til þess að sækjast eftir starfi bæj- arstjóra og telur að það sé eðli- legt miðað við úrslitin," sagði Sigurður Jónsson. Sigurður Einarsson, 2. maður á lista sjálfstæðismanna, vildi ekki tjá sig um efnisatriði þessa ágreinings, sem hann sagði eiga nokkum aðdraganda. „Eg harma þessa niðurstöðu sem menn standa frammi fyrir í dag og vona að þetta jafni sig. En það er búið að reyna að ná sátt- um í töluverðan tíma, og árang- urinn er öllum ljós,“ sagði Sig- urður Einarsson. hefðu verið uppteknir við annað. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og þetta gengur ekki fyrirhafnarlaust fram,“ sagði Jóhann. Meðal þess sem valdið hefur deil- um í viðræðunum, er skipulag yfir- stjómar sameinaðs fyrirtækis, en Sýnarmenn hafa ekki viljað sam- þykkja að Þorvarður Elíasson verði yfírmaður þess. Jóhann sagði 'að deilan snérist ekki um menn heldur um skipulag. „Við teljum ófrávíkjan- legt að einn ábyrgðarmaður sé gagn- vart stjóm annars vegar og starfs- fólki hins vegar," sagði Jóhann. Þegar Jóhann var spurður hvort það væri þá ekki ófrávíkjanlegt að Þor- varður yrði þessi ábyrgðarmaður, sagði hann að ekki hefði komið til- laga um neinn annan. Um 18 milljóna króna halli varð á rekstri Stöðvar 2 fyrstu 4 mánuði ársins. Gert var ráð fyrir 10 milljóna króna hagnaði á mánuði fyrir fjár- magnskostnað, sem hefði þýtt að reksturinn stæði nokkurn veginn á núlli. Jóhann sagði að orðið hefði að afskrifa mikið af eignum og úti- standandi skuldum og því hefði þessi taprekstur orðið. Hins vegar hefði tekist að lækka mjög kostnað frá síðasta ári, þannig að hann væri nokkum veginn sá sami í krónum talið, eða um 90 milljónir á mánuði, sem þýddi um 15-16 milljóna króna raunlækkun. Þá hefði náðst að koma 700 milljóna króna vanskilaskuldum um áramót niður í 200 milljónir og vonir stæðu til að sá hali yrði klippt- ur af á næstu mánuðum. „Þetta hefur verið geysilega mikið verkefni enda vom þetta stærstu vanskil utan skiptaréttar, sem hafa verið á íslandi," sagði Jóhann J. Ólafsson. Morgunblaðið/Sverrir Furðufiskarnir tveir. Sá minni er annað eintakið sinnar tegundar sem vitað er tU að hafi veiðst í Norð-Austuratlantshafi en af hinni tegundinni hafa veiðst um 150 fiskar í öllum heimsins höfum. Grálúðuflotinn fundvís á fiirðufiska að undanfömu Fundist hafa fiskar sem aldrei áður hafa veiðst svo norðarlega MIKIÐ af fágætum fiskum hefiir rekið á fjörur Hafrannsóknastofii- unar undanfarnar vikur og er helsta skýringin sú, að sögn Geirs Oddssonar líflræðings hjá stofiiuninni, að togarar hafa undanfar- ið þurft að leita grálúðunnar utan hefðbundinna slóða. Nýlega hafa veiðst tveir fiskar sem eru svo íagætir að þeir þekkjast að- eins undir latneskum nöfiium. í öðru tilfellinu er um að ræða annan fiskinn sinnar tegundar sem vitað er að veiðst hafi í Norð- austur-Atlantshafi en af hinni tegundinni hafa veiðst um 150 fisk- ar í Norður-Atlantshafi, samkvæmt bestu heimildum, að sögn Geirs Oddssonar líflræðings hjá Hafrannsóknastofiiun. Hvor tveggja fiskurinn er stærri en hámarksstærð viðkomandi tegund- ar, samkvæmt fræðibókum. Sá fágætari fískanna nefnist á latínu Caulophryne polynema og kom hrygna þeirrar tegundar í vörpu Krossvíkur AK á 5-600 faðma dýpi í Víkurál nýlega. Fisk- urinn mælist 21,5 sentimetra langur en samkvæmt handbókum er þekkt stærð hrygnunnar 14,5 sentimetrar en hængsins, sem lif- ir sníkjulífi á hiygnunni aðeins 7,5 millimetrar. Þessi fískur fínnst í grennd við hitabeitið bæði í Atl- ants- og Kyrrahafi en í Norð- austur-Atlantshafí hefur aðeins eitt par af tegundinni veiðst og var það skammt norður af Azor- eyjum. Fiskur þessi er afar litrík- ur en ekki kræsilegur útlits. Um það bil þriðjungur búksins virtist vera blár glyttukenndur magi, sem að sögn Geirs Oddssonar á sér þá skýringu að um er að ræða djúpsjávarfísk sem lifir þar sem þéttleiki fæðu er lítill og safnar sér miklum forða þegar hann kemst í æti. Hinn fágæti fiskurinn sem Geir Oddsson sýndi Morgunblaðs- mönnum er af ættbálki laxsílda og heitir á latínu Bathysaurus ferox. Hann kom í vörpu Jóns Vídalíns ÁR á 520 faðma dýpi skammt frá miðlínu vestur af Faxaflóa. Um 150 fiskar af teg- undinni hafa veiðst í öllum heimin- um, þar af allnokkrir vestur af Bretlandseyjum, við Azoreyjar og norður af Kanaríeyjum, en sá sem áður hafði veiðst nyrst veiddist við Skotlandsstrendur. Handbæk- ur segja tegundina lifa á meira en 860 faðma dýpi og gefa mestu lengd sem 61 sentimetra. Fiskur- inn sem veiddist við íslands- strendur mældist hins vegar 64 sentimetra langur. Verktakasambandið gagnrýnir Akranesbæ: Telur óeðlilega staðið að útboði vegna hafnarbóta Bæjarstjórn skylt að tryggja hagsmuni heimamanna, segir bæjarsljóri Akraness VERKTAKASAMBAND íslands hefúr lýst yfir mikilli óánægju með hvernig Akranesbær stóð að útboði vegna gerðar brim- og flóðvarnargarðs í Akraneshöfti. Sjö tilboð bárust og voru opnuð í gær en útboðið var aðeins auglýst í Skagablaðinu og barst Verk- takasambandinu fyrst vitneskja um að verið væri að bjóða út verk- ið á mánudag, daginn áður en frestur rann út. Að sögn Pálma Kristinssonar, var rúmar 64 milljónir króna. 7 framkvæmdastjóra Verktakasam- bandsins, telur sambandið að Akranesbær hafi brotið gegn verk- lagsreglum sem samgönguráðu- neytið hefur sett um útboð á veg- um stofnana sem heyri undir ráðu- neytið, þar á meðal Hafnamála- stofnun. Samkvæmt þeim eigi að beita forvali vegna verkefna sem kosta meira en 30 milljónir króna. Kröfu sambandsins um lengdan frest var hafnað. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi segir niðurstöður útboðs- ins sýna að það hafi verið rétt mat hjá hafnarstjórn bæjarins að sá auglýsingamáti sem viðhafður var mundi skila nægilega mörgum tilboðum, sem væru bæði bæjar- og ríkissjóði þolanlega hagstæð. Kostnaðaráætlun VT-teikni- stofunnar vegna verksins, sem ljúka á í september á næsta ári, tilboð bárust, fjögur þeirra frá fyrirtækjum á Ákranesi. Lægsta tilboð var 32,9 milljónir en hið hæsta 87 milljónir, bæði frá fyrir- tækjum á Akranesi. Að sögn Pálma Kristinssonar höfðu ýmis verktakafyrirtæki víða um land beðið eftir því að þetta verk væri boðið út, enda sé um að ræða eitt stærsta jarðvinnu- verkefni sumarsins. Hins vegar hafí aðeins einu af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem Verktakasam- bandið hafí gert viðvart á mánu- dag, Suðurverki á Hvolsvelli, tek- ist að skila inn tilboði innan frests- ins og hafí það boðið 46,3 milljón- ir króna. „Meðferð bæjarins á þessu máli er líkari því að bjóða eigi út endurnýjun á nokkrum gluggum en að hér sé um tugmillj- ónahagsmuni bæjar- og ríkissjóðs að tefla,“ sagði hann. Pálmi sagði augljóst að allt hefði verið gert til að halda öðrum en Akurnesingum utan við útboðið. Hann fullyrti að í þessu máli hefði Akranesbær unnið gegn ráðleggingum og vit- und Hafnamálastofnunar og sam- gönguráðherra, sem gert hefði verið grein fyrir málinu. Hvorki náðist í hafnamálastjóra né ráðherra vegna málsins í gær. Að sögn Gísla Gíslasonar hafa hvorki Hafnamálastofnun né ráðu- neyti gert athugasemdir við af- greiðslu bæjarins á málinu. Gísli Gíslason sagði að bæjar- stjóm Akraness teldi sér skylt að teygja sig svo langt sem unnt er til að tryggja hagsmuni heima- manna þegar um sé að ræða um- fangsmikil verkefni af þessu tagi en vildi ekki segja að svo hefði verið gert í þessu máli eða ac nið- urstaðan yrði á þá lund. Hann sagðist telja framgöngu Verk.aka- sambandsins dæmigerða fyrir það að þegar minna framboð væri á verktakamarkaði vildu stírfyrir- tæki ásælast verk af þessu tagi sem þau litu varla við þegai meira væri um framkvæmdir en ítrekaði þó að hann efaðist um að meiri þátttaka í útboðinu hefði skilað hagstæðari tilboðum. Að sögn Gísla Gíslasonar er Akraneshöfn ein fjögurra hafna á landinu þar sem bæjarsjóður þarf að standa undir 45% kostnaðar við hafnarbætur en almenna reglan er að hans sögn sú að ríkissjóður greiði 75%. Lægsta tilboð í margumrætt verk átti Vélar og kraftur á Akra- nesi: 32,9 milljónir; Skóflan á Akranesi bauð annars vegar 87 milljónir og hins vegar lagði fyrir- tækið fram frávikstilboð upp á 71,7 milljónir króna. Suðurverk á Hvolsvelli bauð 46,3 milljónir króna. Önnur tilboð voru frá Neista hf.; 60,8 milljónir; Rein sf. og Jóni og Magnúsi sf. sameigin- lega: 49,9 milljónir og frá Ás- bjargi 42,4 milljónir króna. Bæjar- stjóri vildi ekki segja hvort öll til- boðin gætu talist raunhæf. Hann sagði að Hafnamálastofnun yrði kynnt tilboðin í lok vikunnar og væntanlega yrði gengið til samn- inga við eitthvert fyrirtækjanna í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.