Morgunblaðið - 20.06.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 20.06.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 5 Um 300 eru enn á skrá hjá Atvinnumiðlun námsmanna: Fimmfalt fleiri piltar á skrá en stúlkur Stúlkur þiggja frekar illa launuð störf en piltar Morgunblaðið/Sverrir Elsa B. Valsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, með bunka af atvinnuumsóknum. AF um 300 skólanemum, sem enn eru skráðir atvinnulausir hjá Atvinnumiðlun námsmanna, eru 250 piltar, en aðeins 50 stúlkur. Elsa B. Valsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnum- iðlunarinnar, segir að þessi mikli munur skýrist meðal ann- ars af því að stúlkur þiggi frek- ar illa launuð störf en piltar. Að sögn Elsu virðist kvenfólkið miklu frekar sætta sig við illa launuð sumarstörf. Karlar taka frekar þann kostinn að gera ekki neitt, heldur en að vinna fyrir lágt kaup. Elsa segir jafnframt að mikið sé um að fyrirtæki óski sérstak- lega eftir því að ráða stúlkur til starfa. Það fari vanalega saman að þau fyrirtæki, sem óski sérstak- lega eftir stúlkum, bjóði lægst laun. Um er að ræða störf við símavörzlu, afgreiðslu, hreingern- ingar, ritvinnslu og fleira. „Margir virðast frekar vilja stelpur en stráka af því að þeir telja sig geta komizt upp með að borga þeim lægri laun,“ sagði Elsa. Sérstaklega er óskað eftir stúlk- um í meirihlutanum af þeim 50-60 atvinnutilboðum, sem ekki hefur verið ráðstafað hjá Atvinnumiðlun námsmanna. í öðrum tilboðum er til dæmis beðið um fólk með lyft- arapróf, meirapróf eða aðrar kröf- ur gerðar, sem stúdentar uppfylla ekki. Alls hafa skráð sig um 1.100 manns hjá Atvinnumiðluninni. Þar af hafa um 300 fengið vinnu á hennar vegum, en 500 á annan hátt. Elsa segir að talsvert hafi verið um það til að byija með að fólk hafnaði tilboðum um störf, en það hafi breytzt þegar á leið og menn hafí tekið flestu fegins hendi. Af þeim 300, sem eftir eru á skrá hjá fyrirtækinu, eru all- margir, sem enn eru erlendis í námi, en eru væntanlegir heim upp úr mánaðamótunum, þegar mörg- um skólum erlendis er slitið. Þetta er oft fólk, sem komið er langt í námi og vill fá störf við hæfi síns aldurs og menntunar, að sögn Sig- uijóns Þ. Árnasonar, _ formanns Stúdentaráðs Háskóla íslands. Sparar Lánasjóðnum fé að útvega skólafólki vinnu JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur bent á það í ríkisstjórninni að það muni spara Lánasjóði íslenzkra námsmanna talsverðar fjárhæðir ef námsfólki verður útveguð sumarvinna á vcgum ríkisins. Vegna aukins tillits til sumartekna námsfólks við útgreiðslu námslána, yrði þessi sparnaður meiri en áður. Meiri- hluti ráðherra í ríkisstjórninni hefúr hins vegar ekki ljáð máls á aukafjárveitingu á borð við, þá, sem veitt var í fyrra til að skapa störf fyrir skólafólk. í vor ákvað meirihluti stjórnar Lánasjóðs íslenzkra námsmanna að framvegis kæmu 75% sumar- tekna námsmanna til frádráttar fjárhæð námslána, en tekjutillitið var áður 50%. Lánasjóðnum spar- ast því meira fé næsta vetur ef námsmenn hafa góðar sumartekj- ur en áður. Hæstu tekjur, sem námsmaður í foreldrahúsum má hafa yfir sumarið áður en námslánið byrjar að skerðast, eru um 75.000 krón- ur. Þrír fjórðu (75%) allra tekna fram yfir þá upphæð dragast frá heildarupphæð námslánsins. Óskert námslán til þessa hóps er 238.600 krónur yfir veturinn. Ef dæmi er tekið af námsmanni, sem býr í heimahúsum og hefur 275.000 króna tekjur yfir sumarið. Þegar 75.000 krónur hafa verið dregnar af þeirri upphæð, eru 200.000 eftir. Þrír fjórðu af 200.000 eru 150.000 krónur, sem dragast frá námsláninu. Eftir standa því 88.413 krónur af lán- inu. „Sparnaður" Lánasjóðsins er 150.000 krónur. , Þetta dæmi er tekið hér vegna þess að útreikningarnir éru ein- faldir. Ætla má að margir náms- menn hafi lægri sumartekjur en dæmið gerir ráð fyrir. Sá, sem býr til dæmis í heimahúsi og hefur 150.000 krónur yfir sumarið, missir 56.438 krónur af námslán- inu. Fari tekjurnar hins vegar yfir 375.000 krónur fær viðkomandi hér um bil ekkert námslán. Námsmaður, sem býr í leigu- húsnæði eða eigin húsnæði, fær 477.201 krónu í heildarlán, ef hann hefur minni tekjur en um 150.000 kr. yfir sumarið. Þegar yfir þá upphæð er komið, byijar lánið að skerðast. Lánasjóðnum myndu sparast 37.876 krónur ef námsmaðurinn fengi vinnu, sem skilaði honum t.d. 175.000 krón- Borgarráð samþykkti 40 millj- óna króna ijárveifingu til sumar- vinnu skólafólks fyrir um hálfum mánuði, og nú fyrir helgina 20 milljónir til viðbótar. Þessar fj ár- veitingar bætast við þær 263 millj- ónir, sem gert var ráð fyrir að færu til sumarvinnu námsfólks í fjárhagsáætlun borgarinnar. Gunnar Helgason segir að nú muni reynast unnt að útvega öllum vinnu, sem hingað til hafa skráð um yfir sumarið. Hafi námsmað- ur, sem heldur eigið heimili, 375.000 króna tekjur á mánuði, missir hann 169.000 króna af fullu láni, en eftir sitja rúmar 308.000 krónur. Ómögulegt er að segja hversu mikið Lánasjóðurinn myndi spara, ef öllum þeim námsmönnum, sem nú eru atvinnulausir, yrði útveguð vinna fyrir tilstilli Félagsmála- ráðuneytisins. Ekki liggur fyrir hversu margir af þeim, sem ekki hafa fengið vinnu, eru í lánshæfu námi, og eins er ekki ljóst hveijir myndu yfirleitt taka námslán, þótt þeir fengju ekki vinnu í sumar. Tölurnar hér að ofan gefa þó ein- hveija hugmynd um þær upphæð- ir, sem um er að ræða. sig hjá Ráðningarstofunni. Hins vegar sé á það að líta að enn geti einhveijir bætzt við, sem tapað hafi vinnu eða ekki fengið. Að minnsta kosti 1.200 náms- menn, 16 ára og eldri, verða ráðn- ir hjá borginni í sumar. í fyrra voru alls 1116 ráðnir. Að auki fá 1.800 unglingar á aldrinum 14-15 ára starf í Vinnuskóla borgarinn- ar. Alls fá því um 3.000 skólanem- ar vinnu hjá borginni í sumar. Borgin útvegar um 3.000 unglingum vinnu Reykjavíkurborg hefur með tveimur aukaQárveitingum, alls að upphæð um 60 milljónir króna, útvegað 220 námsmönnum eldri en 16 ára atvinnu, umfram það sem áætlað var. Gunnar Helga- son, forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, segir að þessar ijárveitingar muni nægja til að útvega öllum atvinnu, sem nú eru á biðlista eftir vinnu hjá borginni. FUIG (ttXBWW'J H I AV/S Saga kynnir nýtt umboð fyrir AV/S bílaleiguna hvar sem er í heiminum. FYRSTA FLOKKS BÍLAR FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA Einnig bjóðum við gott úrval íbúða og sumarhúsa víðs vegar um Evrópu. LUXEMBORG___________frá kr 30.320,- Miðvikudagar - föstudagar - laugardagar - 2 vikur flokkur A DAUN EIFEL og BIERSDORF Draumastaðir fjölskyldunnar. KAUPMANNAHÖFN frá kr 31.720, Föstudagar - 2 vikur flokkur A DANALAND íbúðirnar víðs vegar um Danmörku. íslenskur bæklingur á skrifstofunni. FRANKFURT___________frá kr 34.400,- Laugardagar - 2 vikur flokkur A RHEIN LAHN við Rín Ódýrt og gott. LONDON______________FRÁKR 34.300,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A „BED AND BREAKFAST" gisting víðs vegar um Bretland. SALZBURG.___________frákr 42.400,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A WALCHSEE og ZELL AM SEE Alltaf jafn vinsælir. Við bjóðum einnig m[ög gott úrval fyrsta flokks íbúðargistingar á FRÓNSKU RIVIERUNNI - staðir í sérflokki. < Á ÍTALÍU erum við með gistingu við GARDA- VATNIÐ, og í nágrenni FENEYJA. Og síðast en ekki síst gott úrval ódýrra íbúða í JUGOSLAVÍU. Staógreiðsluveró pr. gengi 1.4. ’90 Mióað er við 4 saman í bíl FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040 FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.