Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.07.1990, Qupperneq 19
C 19 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 29. JULI Fjendur sættast David Lynch slær í gegii BBC hefur ákveðið að taka til sýninga sápuóperu Davids Lynch, Tvídranga (Twin Peaks), sem fyrirtæki Siguijóns Sighvats- sonar, Propaganda Films, framleið- ir. Gengið var frá samningum um að sýna þáttinn í Bretlandi á sjón- varpshátíð í Monte Carlo nýverið. Með því þykir BBC taka talsverða áhættu, þar sem þessir þættir þykja óvenjulegir og David Lynch er umdeildur. Upphafsmyndin, sem er tveggja tíma löng, verður sýnd í BBC um jólin. Upphafsmyndin fékk góða dóma þegar ABC-sjónvarpið í Bandaríkj- unum sýndi hana 8. apríl sl. og áhorfendur voru fleiri en að öðru sjónvarpsefni það sem af var sjón- varpsárinu. Heldur færri horfðu á næstu sjö þætti, en langflestir héldu þó tryggð við þá. Frumsýningarinnar var beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem fyrirfram hafði verið talið að annaðhvort yrði sápuópera Lynch algerlega misheppnuð eða með merkari sjónvarpsviðburðum í lok þessarar aldar að sögn tímaritsins Televisual. „Áhorfendur fengu að sjá nokkuð, sem var raunverulega öðru vísi,“ sagði blaðið. Upphafsmyndin kostaði fjórar milljónir Bandaríkjadala, en hinir þættirnir sjö, sem eru klukkutíma langir, kostuðu eina milljón dala hver. David Lynch leikstýrði kvik- myndinni Blue Velvet og hlaut gull- pálmann í Cannes fyrir mynd Sigur- jóns Wild at Heart. Handritahöf- undurinn Mark Frost, sem kunnur er fyrir Hill Street Blues, vann með Lynch að gerð Tvídranga. * Aform eru uppi um að koma á auknu eftirliti með bandarísku kapalsjónvarpi og þau hafa leitt til þess að „undarlegasta fólk er farið að vinna saman,“ að sögn The New York Times. Besta dæmið um það er samvinna, sem hefur tekist með Rupert Murdoch, eiganda Fox-sjón- varpsins, og Robert C. Wright, for- seta NBC-sjónvarpsins. Murdoch og Wright hafa einnig með sér samvinnu í fyrirtækinu Sky Cable, gervihnatta-sjónvarpsfyrir- tæki, sem mun bjóða áskrifendum upp á 108 rásir ef þeir verða sér út um mótttökudiska; það er að segja ef fyrirtækið verður að veru- leika. Kaplasjónvarpsfyrirtækjum í Bandaríkjunum er meinilia við þessa samkeppni. Hingað til hefur Wright býsnast yfir því Fox-fyrirtæki Murdochs sé í eigu útlendinga og að bandarísk- um sjónvarpsfyrirtækjum sé meinað að hagnast á endursýningum. Murdoch hefur reynt að klekkja á Wright með því að sýna vinsælan gamanþátt The Simpsons á sama tíma og Cosby Show er sýnt í NBC. Utgefendur styrkja blaðamenn til náms ÚTGEFENDUR Morgunblaðsins og DV hafa gert samkomulag við Blaðamannafélag Islands (BI) um að styrkja árlega einn blaðamann til heilsársnáms við Háskólann eða tvo til hálfsársnáms. „Eftir 5 ára starf skal veita einum starf- andi blaðmanni á DV eða Morg- unblaðinu frí á fúllum launum til að sækja nám í Háskóla íslands í allt að tvær annir eða tveimur í eina önn hvorum,“ segir m.a. í samkomulaginu. Fram kemur í Blaðamanninum, félagstíðindum Blaðamanna félagsins, að svipaðir samningar eru fyrirhugaðir við Blaðaprentsblöðin og Dag, þannig að tveir félagar í BI geti verið í háskólanámi yfir veturinn á fullum launum. Samkvæmt samkomulagi BÍ og útgefenda við háskólayfirvöld eiga allir blaðamenn, sem orðnir eru 25 ára og starfað hafa að blaða- mennsku í 5 ár, rétt á því að sækja nám við hina nýju fjölmiðla- deild í Háskólanum, þó svo þeir hafi hvorki stúdents- né háskóla- próf, en öllum öðrum sem hyggjast sækja þetta nám er gert að hafa lokið áður háskólaprófi. Blaðamenn geta einnig valið hvort þeir vilja taka allt námið sem í boðí er, hluta þess eða einstaka áfanga, að eigin vali, svo sem ís- lensku, viðskiptafræði, lögfræði, félagsfræði eða annað nám sem stendur til boða samkvæmt nám- skrá. Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann íslensk veðrátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar. LEXAN ylplastið er hægt að hvar sem hægt er að hugsa sér að fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikarnir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. • Hluti innrauðra geisla ná í gegn. GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 jf 5 H(R f. Nll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.