Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 3 Metaðsókn á tjaldstæðum víða um land: „Veðrið er miklu betra en við bjuggumst við“ Johannes Liess og Doris Berg sem ætla að hjóla hringinn næstu þrjár vikurnar. Árni Pétursson tjaldstæðavörður í Laugardal halda heim í dag. Þau kváðust afskaplega ánægð með ferðina, en hrepptu ekki heppilegt veður á Norð-Austurlandi. „Þrátt fyrir það var veðrið betra en við höfðum búist við,“ sögðu þau. „Við teljum þennan máta afskaplega heppi- legan til ferðalaga um landið ykk- ar, því á reiðhjóli kemst maður í beint og óhindrað samband við ísland. Rúturnar henta svo vel til að fleyta manni á milli staða.“ Þau tóku þó fram, að rúturnar skorti búnað til að flytja reiðhjól á milli staða. „Þessu þyrfti að bæta úr, því við erum sannfærð um að umferð hjólreiðamanna um ísland á eftir að aukast, í það minnsta ætlum við að koma aft- ur.“ Þau kváðu vegina vera betri en þau höfðu búist við, og á bundnu slitlagi hafi þau síst átt von. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með leiðina frá Keflavíkur til Reykjavíkur. Svona stórir og breiðir vegir með mikilli umferð var ekki það sem við sótt- umst eftir í ferð okkar. Það var engu líkara en allir íslendingar ættu ferð um Reykjanesbraut þennan dag!“ Þau sögðu, að um leið og komið var út á land hafi vegakerfið farið að líkjast meira því sem þau hefðu gert ráð fyrir, og umferð minnkað. Ferðumst þar til rúgbrauðið gefur sig Tvær sænskar stöllur, Anna Maria Walberg og Anna Maria Hallberg, voru að ferðbúa húsbíl sinn við tjaldstæðin í gærmorgun. Hann var af gerðinni Volkswag- en, svonefnt rúgbrauð. „Bíllinn okkar er orðinn gamall, og þegar við komum til Seyðisfjarðar fyrir tíu dögum síðan þrufti að ýta honum upp úr ferjunni!,“ sögðu þær og minntust þess atburðar sýnilega með skömm í huga. „Hann hefur hins vegar borið okkur um Suðurland síðan, og við ætlum að vera á ferðinni í fjórar til fimm vikur í viðbót, í það minnsta þar til rúgbrauðið gefur sig.“ Ætlun þeirra er að skilja bílinn eftir hérlendis, og helst vildu þær selja hann. „Markmið okkar er þó aðeins að komast norður í land, og jafnvel eitthvað lengra," sögðu þær ennfremur. Þær sögðu að ísland væri gerólíkt Svíþjóð, og tóku fram að veðrið væri betra en þær höfðu átt von á. „Vinir okkar höfðu sagt okkur að á íslandi væri alltaf rigning, en það hefur síður en svo verið raunin hjá okkur. Hins vegar er ekki ofsögum sagt af verðlaginu hér.“ Ætla að hjóla hringinn Þau Johannes Liess og Doris Berg eru búsett í þorpi miðja vegu milli MUunchen og Stuttgart. Þau komu til landsins um síðustu helgi, og eru að leggja upp í þriggja vikna hringferð um landið á fjallareiðhjólum. „Við komumst því miður ekki fyrr, og vonum að veðrið verði okkur hliðhollt þó komið sé fram undir haustdaga," sögðu þau. „Til vonar og vara höfum við mikið af hlífðarfatnaði með í för, þannig að það mun ekki væsa um okkur.“ Þau sögð- ust ætla byija hringinn sunnan frá, og halda austur um land. Þeim leist vel á það sem þau höfðu séð af landinu hingað til, og fannst Reykjavík óvenjuleg borg. Hjónin Karl-Heinz og Christina Jung, og félagi þeirra GUunther Rollmann. Morgunblaðið/Einar Falur - segja ferðalangar í Laugardal I SUMAR hefur verið metaðsókn að tjaldsvæðum víða á Iandinu, enda viðrað vel til ferðalaga víðast hvar. Aðsóknarmet var sett á tjaldstæðinu í Laugardal í júlímánuði, og útlit er fyrir að fjöldi ferðamanna á stæðinu í ágúst verði um 15% meiri en áður hefur verið. Ferðalangar sem Morgunblaðið hafði tal af á tjaldstæðunum létu afar vel af dvölinni þar, og tóku allir undir að veðrið sem þeir hrepptu á ferðum sínum hafi verið miklu betra en þeir hafi búist við við upphaf ferðar. Árni Pétursson tjaldstæðavörð- ur sagði að í júlí hafi gistinætur á svæðinu verið á ellefta þúsund, sem sé 8-9% aukning frá því í fyrra. „Það hefur verið stöðug aukning á notkun stæðisins und- anfarin ár, ekki síst eftir að nýju þjónustuhúsin voru tekin í notk- un,“ sagði Arni. Hann sagði, að skipting gestanna eftir þjóðerni væri svipuð og undanfarin ár, yfirvegandi meirihluti Þjóðveijar, en einnig væru Frakkar fjölmenn- ir. „Mér finnst einnig að' íslend- ingar séu smám saman að upp- götva þennan möguleika á ódýrri og þægilegri gistingu, því þeim hefur ijölgað hér undanfarið." Árni sagði, að það sem af væri ágústmánuði væri um 15% fjölgun gistinátta að ræða miðað við sama tíma í fyrra. Á tjaldstæðunum er góð að- staða fyrir ferðamenn. Þurrkhjall, útigrill, sturtur og salernisaðstöðu er þar að finna, svo eitthvað sé nefnt. Þá lofa erlendu ferðamenn- irnir nálægð Laugardalslaugar- innar, sem þeir hæla óspart. Árni sagði, að þeir ferðamenn sem dvelja á tjaldstæðunum væru á allt frá tveggja vikna og upp í tveggja mánaða ferðalögum um landið. Vegirnir betri en við héldum Þrír Þjóðveijar á fertugsaldri sem búa í nágrenni Stuttgart, hjónin Karl-Heinz og Christina Jung og GÚunther Rollmann, sátu að morgunverðarborði við þjón- ustumiðstöðina -þegar Morgun- blaðið bar að garði. Þau hafa undanfarnar þijár vikur ferðast á fjallareiðhjólum og með rútum um landið þvert og endilangt, og Þær nöfnur Anna Maria Walberg og Anna Maria Hallberg ætla að skilja rúgbrauðið eftir á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.