Morgunblaðið - 18.08.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 18.08.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 21 pJnrgminMalíii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ferðaþjónustan - gildur þáttur í þjóðarbúskapnum Ef straumur erlendra ferða- manna vex jafn mikið á tíunda áratugnum og þeim níunda koma hingað til lands um 250 þúsund ferðamenn árið 2000. Svo mælir Magnús Odds- son, settur ferðamálastjóri, í viðtali við Morgunblaðið síðast liðinn fimmtudag. í máli hans kemur fram að ferðaþjónustan sem atvinnugrein skilar um fimmtán hundraðshlutum gjaldeyristekna af útflutningi vöru og þjónustu. Hún er því gildur þáttur í þjóðarbúskapn- um. Þúsundir landsmanna hafa atvinnu og afkomu, beint og óbeint, af ferðaþjónustu. Tekjur af henni námu milli 9.000 og 9.500 milljónum króna í fyrra. Fjöldi erlendra ferðamanna, sem hingað leggja leið sína, vex með hveiju ári. Hingað koma og „verðmætari ferðamenn" en áður; ferðamenn sem dvelja lengur og eyða meiri fjármun- um. Fyrir tíu árum voru meðal- tekjur á hvem aðkominn ferða- lang rúmir 200 dalir. Þessar meðaltekjur hafa um það bil sexfaldast; voru um 1.256 dalir í fyrra. Þann fyrirvara verður þó að hafa á þessum saman- burði að gjaldeyrisskil eru allt önnur og betri nú en fyrir ára- tug vegna afnáms gjaldeyris- hafta. Sá árangur, sem náðst hefur í fjölgun ferðamanna hefur ekki komið af sjálfu sér. Hann er ávöxtur viðamikils, viðvarandi og kostnaðarsams kynningar- og sölustarfs á vegum ferða- málaráðs, flugfélaga, ferða- skrifstofa, samtaka gisti- og veitingahúsa o.fl. Markaðs- skrifstofa þessara aðila í Evr- ópu hefur skilað góðum ár- angri, eins og skýrslur um heimalönd aðkominna ferða- langa bera með sér. Ferðamála- ráð hefur og - í samvinnu við Reykjavíkurborg og ferðamála- samtök landshlutanna - rekið upplýsingamiðstöð fyrir erlenda ferðamenn í höfuðborginni. Ymsar skemmtilegar nýjungar, eins og ferðaþjónusta bænda og vaxandi ferðaþjónusta í sjáv- arplássum í stijálbýli, hafa auk- ið á fjölbreytni og styrk þessar- ar atvinnugreinar. Ferðamálaráði var ekki bú- inn annar tekjustofn en „þessi frægu 10% af sölu Fríhafnar- innar í Keflavík", svo vitnað sé til orða setts ferðamálastjóra hér í blaðinu. „Skemmst er frá því að segja að við þetta hefur aldrei verið staðið. A þeim 14 árum sem liðin eru frá því að Ferðamálaráð fékk þennan tekjustofn, vantar um 500 m.kr. á núvirði upp á að við þessi lög hafi verið staðið“. Það er víst ekki sterkasta hlið fjár- veitingavaldsins að virða eigin lög um ráðstöfun márkaðra tekjustofna, svokallaðra. Ljóst er hins vegar að þessi tekju- missir hefur gert Ferðamála- ráði erfiðara um vik að sinna verkefnum sínum. Forgangsverkefni þeirra að- ila, sem ferðaþjónustu sinna, eru einkum þrenns konar. I fyrsta lagi að vekja áhuga Is- landsfara á fleiri landshlutum og héruðum en til skamms tíma hafa átt athygli þeirra, þ.e. að dreifa ferðamannastraumnum meir um landið. Nokkuð hefur áunnizt í þessu efni. Vest- mannaeyjar hafa skipað sér á bekk með hefðbundnum áningr arstöðum erlendra ferðamanna. Vestfírðir sigla hraðbyri upp vinsældastigann. Svipuðu máíi gegnir um fleiri stijálbýlis- svæði. í annan stað er það forgangs- verkefni að lengja ferðamanna- tímann, dreifa ferðamönnum á fleiri mánuði ársins, til að nýta betur fjárfestingu og 'þjónustu- aðstöðu. Þetta verkefni tengist öðrum markmiðum, s.s. að vinna Islandi álit sem ráðstefn- ulandi og að gera það áhuga- verðara fyrir fólk sem stundar vetraríþróttir. Þriðja forgangsverkefnið sem tengizt ferðaþjónustu, og máske það mikilvægasta, er að stórefla varðstöðu ríkis og þegna um náttúru landsins, vernda ýmsa viðkvæma staði, meðal annars á hálendinu, og styrkja gróðurvernd og land- græðslu hvers konar í öllum landshlutum. Þessi varðstaða helgast ekki einvörðungu af stórri vanskilaskuld þjóðarinnar við landið, sem myndast hefur á ellefu öldum mannvistar hér. Hún helgast ekkert síður af auðsærri hagsýni, sem felst í því að vernda þá dýrmætu auð- lind til frambúðar, sem erlendir ferðamenn eru fyrst og síðast að kaupa aðgang að: óspillta náttúru og fegurð iands okkar, sem hvarvetna blasir við — en býr við margs konar nútíma- hættur. Fæðingarheimili Reykjavíkur. Fæðingarheimili Reykjavíkur 30 ára eftir Guðjón Guðhason 18. ágúst 1960 var Fæðingar- heimili Reykjavíkur, FHR, opnað formlega og á fyrsta sólarhringn- um fæddu 5 konur þar. Svo skemmtilega vildi til að fyrsta kon- an sem þar fæddi var eiginkona rafvirkjans „okkar“, sem frá upp- hafí hefur sinnt „rafmagnsmálum“ heimilisins. Um sl. áramót höfðu 23.133 böm fæðst á heimilinu, þar af 60 tvíburar. Við, sem hófum störf á FHR, vorum allflest tiltölulega ung, full bjartsýni og vilja tjl að gera þessa stofnun að heimilisleg- um og notalegum stað fyrir fæð- andi konur en um leið veita þeim allt það öryggi sem hægt var að bjóða á þeim tíma. Nálægðin við fæðingardeild Landspítalans stuðlaði frekar að því að uppfylla þessi skilyrði. Þótt sambúðin hefði stundum mátt vera betri seinasta áratuginn, kom sú misklíð ekki niður á sængurkonum, því að samvinnan við starfsfélag- ana handan götunnar hefur alltaf verið góð. Oft hefur verið spurt hvers vegna FHR var stofnað. Einfalt svar: „Brýn þörf!“ Skal nú greint frá aðdraganda þess að FHR hóf starfsemi sína og hvaða aðstæður voru á þeim tíma fyrir sængurkonur. Hér á eftir vitna ég í grein eftir dr. Jón Sigurðsson, fyrrv. borgar- lækni í Morgunblaðinu fyrir 10 árum (18. ágúst 1980): „Fæðing- ardeild Landspítalans tók til starfa í nýjum húsakynnum í byijun árs 1949, en áður hafði deildin starfað í aðalbyggingu spítalans. Þá voru 40 sængurkvennarúm á hinni nýju deild ásamt 14 rúmum vegna kven- sjúkdóma. Strax eftir að deildin tók til starfa kom í ljós að hún var alltof lítil. Þrengslin urðu mikil strax í byijun og erfitt að koma konum inn á deildina til fæðinga. Yfirlæknir deildarinnar, Pétur H. Jakobsson, skrifaði í okt. 1954 bréf til heilbrigðisyfirvalda, þar sem hann lýsti átakanlega aðbún- aði og þrengslum á deildinni og taldi hann brýna nauðsyn á stækk- un hennar eða að sjúkrarúmaskort- urinn yrði leystur á annan hátt. . . Seinna segir: „Landlæknir (Vil- mundur Jónsson) kvaðst ekki geta mælt með því við ríkisstjórnina að hún taki þátt í stækkun fæðingar- deildar Landspítalans og stæði undir slíkum kostnaði frekar en önnur sveitarfélög til þess að koma upp sérstökum fæðingarstofnun- um fyrir eðlilegar fæðingar ...“ Síðan segir dr. Jón Sigurðsson að borgarstjóri (Gunnar Thorodd- sen) teldi að ekki væri stætt á því fyrir bæjarsjóð að standa undir kostnaði við byggingu viðbótar- húsnæðis og kostnaði við rekstur deildarinnar. Síðan heldur J.S. áfram: „Það var því ljóst að ekki væri hægt að leysa málið á þessum grundvelli og ekki heldur þótt byggingin yrði reist í tveimur áföngum. Hin aðkallandi vandamál deildarinnar varð að leysa á annan hátt. Á þessum tíma var æ algeng- ara að konum var fyrirmunað að fæða heima, ýmist vegna óhent- ugra húsakynna eða .og einkum vegna skorts á heimilishjálp. Vandamálið var þannig að miklu leyti félagslegs eðlis, varð æ alvar- legra og þurfti skjótrar úrlausnar við. Úr því að ógerlegt var að koma upp fullkominni fæðingardeild var afráðið að gefa konum, sem vænta máttu eðlilegra fæðinga, kost á að fæða við góðar aðstæður á vist- legu fæðingarheimili og draga með því úr aðsókn að fæðingardeild Lsp.“ Síðar í greininni segir J.S. frá því að í árslok 1956 hafi legið fyr- ir tillöguuppdráttur að viðbótar- byggingu við fæðingardeildina, sem húsameistari ríkisins hafði unnið. Enn taldi landlæknir deild- ina þegar nægilega stóra til þess Dr. Jón Sigurðsson fyrrverandi borgarlæknir. að gegna hlutverki sínu sem kennslustofnun, er aðallega annað- ist afbrigðilegar fæðingar og al- menna kvensjúkdóma. Landlæknir kvað þörfina fyrir stækkun fæð- ingardeildarinnar eingöngu stafa af síauknum fjölda eðlilegra fæð- inga, sem fram færu á deildinni. Æskilegt væri að þær fæðingar færu að jafnaði fram í heimahúsum og ríkið gæti ekki stutt Reykjavík- urbæ frekar en önnur sveitarfélög, þegar nægilegt rými væri fýrir þær konur sem þyrftu á fullkominni fæðingardeild að halda. í lokin segir: „Konur í Reykjavík þrýstu mjög á þessa lausn (stofnun fæðingarheimilis) og bendu á að tvö hús í eigu bæjarins á gatnamót- um Eiríksgötu og Þorfinnsgötu, sem nýta mætti í þessum tilgangi. Þar hafði Helga Níelsdóttir ljós- móðir rekið lítið fæðingarheimili á sínum tíma í hluta húsnæðisins. Þegar þessi hugmynd, sem bæjar- stjórn samþykkti, kom fram, bjuggu 16 húsnæðislausar fjöl- skyldur í húsinu og þurfti að byija á að losa það... Eftir það voru feikn miklar endurbætur gerðar og hófust þær fyrir alvöru á árinu 1959. Fæðingarheimilið var tekið í notkun á afmælisdegi Reykjavík- urborgar 18. ágúst 1960 og hefur borgin rekið það síðan sem sér- staka stofnun.“ (Nú sem deild af Borgarspítalanum.) .. . Fæðingarheimilið sannaði þegar í upphafí tilverurétt sinn, bætti á ákjósanlegan hátt úr þeim Hulda Jensdóttir fyrrverandi forstöðukona FHR. Guðjón Guðnason vanda, sem var fyrir á þeim tíma, sem það var stofnað. Varð fljótt vinsæl stofnun, sem naut trausts og almennrar virðingar." Þannig mælti sá mæti maður, sem öllum öðrum fremur á heiður skilinn fyrir stóran þátt sinn í til- komu og síðan vexti og velgengni FHR meðan hans naut við. Síðan má ekki gleyma miklum og öflug- um stuðningi kvennasamtaka í borginni (m.a. Bandalagi kvenna), sem alltaf unnu ötullega að þessu málefni og komu því farsællega í höfn. Ennfremur má segja, að Vil- mundur Jónsson, fyrrv. landlækn- ir, hafi með afstöðu sinni og ef til vill óviljandi stuðlað að stofnun FHR! — Þau rök sem hann færði þá gegn stækkun fæðingardeildar Lsp. voru að sjálfsögðu ekki að skapi allra eins og gefur að skilja. Að öðru leyti var Vilmundur Jóns- son mjög framsýnn og oft finnst mér að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð. Verður hans lengi minnst fyrir störf í þágu heil- brigðismála á íslandi. Víkjum aftur að sögu FHR. — Það var mikið lán fyrir heimilið að í stöðu forstöðukonu valdist hæfi- leikakonan Ilulda Jensdóttir, en hún hafði um árabil starfað sem ljósmóðir bæði hérlendis og erlend- is, ýmist á fæðingarstofnunum eða sjálfstætt við heimafæðingar. Auk þess var hún brautryðjandi sem hafði kynnt sér og boðað kenning- ar fæðingarlækna, sem aðhylltust nýja stefnu í fæðingarfræðum, þ.e.a.s. að konur ættu með fræðslu, slökunaræfingum og heilbrigðum lifnaðarháttum í meðgöngu að geta fætt óttalaust og á eðlilegan hátt (Dr. G.D. Read, dr. F. Lamaze o.fl.). í þeim anda hefur FHR verið rekið og varð strax það vinsælt meðal kvenna að varla leið sá dag- ur í a.m.k. 17 ár að ekki þyrfti að vísa konum frá vegna þess að allt var yfirfullt. Þessvegna var ráðist í að kaupa húsið nr. 14 við Þorfínnsgötu (1974) og við það jókst legurýmið úr 25 í 30 sængur- kvennarúm og fæðingarstofum var fjölgað úr 3 í 4. Auk þess fengum við stórbætta aðstöðu fyrir starfs- fólk og sængurkonur. Strax frá upphafí var FHR búið öllum þeim tækjum sem sjálfsögð þóttu á slíkri stofnun, oft rausnarlegar gjafír frá velunnurum heimilisins. Rík áhersla hefur verið lögð frá fyrstu tíð á að allt sé gert til að tryggja öryggi móður og barns, — að skapa notalegt umhverfi og heimilislegt andrúmsloft þar sem öllum má líða vel. Einnig hefur verið lögð á það rík úhersla frá byijun að tengja fjölskylduna saman um fæðinguna eins og best hefur verið við komið. Þess vegna hafa feður alltaf verið velkomnir að taka þátt í fæðingu barns síns og systkini alltaf vel- komin í heimsókn strax að fæðingu lokinni. Þessir þættir voru harðlega gagnrýndir í byijun svo og margt annað sem við brydduðum upp á fyrst, en nú þykja þetta allt sjálf- sagðir hlutir. Þegar fæðingardeild Lsp. var loksins stækkuð árið 1977 og nafni hennar breytt í Kvennadeild Lsp. varð gjörbreyting á öllum rekstri þeirrar deildar og aðstaða orðin mjög góð fyrir sængurkonur. Jafn- framt var mikil áhersla lögð á að konur fæddu allar (?) á fullkominni gjörgæsludeild. Annað væri ekki góð fæðingarhjálp. Þessari skoðun sem komið var á framfæri við konur varð til þess að aðsókn fór minnkandi á FHR og fæðingum fækkaði árlega til 1988, en hafa aðeins verið á upp- leið síðan. Fyrir 10 árum eða svo var þessi „gjörgæslustefna" nokk- uð ríkjandi í nágrannalöndum okk- ar, en nú er þetta að breytast aft- ur. Konur vilja fæða í heimilislegu umhverfí og fá það í æ ríkara mæli bæði vestan hafs og austan. Af ofangreindum ástæðum höf- um við á Fæðingarheimilinu farið í gegnum frekar erfitt tímabil, allt frá því að á árunum 1978—1979 voru talsverðar umræður í fjölmiðl- um um nauðsyn þess að spara inn- an heilbrigðisþjónustunnar og leggja niður ýmsar þjónustustofn- anir á vegum borgarinnar. Kom þar upp m.a. nafn FHR. Umræða þessi átti m.a. rætur að rekja til þáverandi borgarstjórnar og náði hámarki haustið 1980. Mönnum sýndist sitt hveijum og um tíma leit út fyrir að FHR yrði selt Rikis- spítölum. Þá eins og svo oft áður tóku konur til sinna ráða, söfnuðu undirskriftum í þúsunda tali og áttu þannig stóran þátt í því að hindra frekari aðför. Þrátt fyrir margvíslegar þreng- ingar á undanförnum árum, jafn- vel neikvæð skrif og ummæli, erum við sem störfum á FHR bjartsýn, fullviss sem fyrr að við erum á réttri braut í fæðingarhjálp fyrir konur sem eiga von á eðlilegri fæðingu. Mér fínnst viðeigandi að ljúka þessari afmælisgrein á orðum Huldu Jensdóttur, sem hún skrifar í tímaritsgrein í des. 1982: „Fæðingarheimili Reykjavíkur er því enn á sínum stað á horni Eiríksgötu og Þorfinnsgötu og trú mín er sú að þannig verði það um mörg ókomin ár, því íslenskar kon- ur, bæði sem einstaklingar og fé- lagasamtök gera sér ljósa grein fyrir nauðsyn þessarar stofnunar og hvers virði hún er í þjónustu við þær og börn þeirra.“ Hulda lét af störfum fyrir réttu einu ári og við tók sem yfirljósmóð- ir Sólveig Þórðardóttir. Undirritað- ur hefur starfað við FHR frá upp- hafi. Höfundur er yfírlæknir Fæðingiirheimilis Reykjn víkur og mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Bráðabirgðalög og efling löggjafans eftir Pétur Kr. Hafstein Það er nauðsynlegt, að fram fari á hveijum tíma alvarleg og mark- viss umræða um stöðu löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- valds í stjórnskipun landsins og réttarframkvæmd. Staða dóms- valdsins hefur verið nokkuð til umræðu undanfarin misseri í tengslum við fyrirhugaðan aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Þó er ljóst, að miklu nánar þarf að hyggja að þeim málum á næstunni og þá ekki síst þeim atrið- um, er lúta að aðstöðu dómstóla til þess að rísa með reisn undir þeim kröfum, sem að réttu lagi ber að gera til dómsvaldsins um hraða og örugga málsmeðferð. Löggjafarvaldið styrkist Svo er að sjá, sem skilningur sé að aukast á því, að styrkja beri stöðu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu, sem illu heilli hefur borið yfir það ægishjálm. Stundum mætti svo virðast, sem löggjafinn væri á mála hjá ríkis- stjórninni. Þetta er þó væntanlega að breytast til hins betra. Þar má nefna nýlega löggjöf um stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og tilflutning ríkisendurskoðunar frá fjármálaráðuneyti til Alþingis. Viðspyrna alþingismanna að und- anförnu gegn aukafjárveitingum að ákvörðun framkvæmdavaldsins og raunar sú nýbreytni fjármálaráð- herra að leggja fram frumvarp til fjáraukalaga á yfírstandandi fjár- lagaári ber að sama brunni. Hins vegar slær í bakseglin, þegar kem- ur að útgáfu bráðabirgðalaga ríkis- stjórnar, þegar Alþingi situr ekki. Enginn vafí er á því, að sú heimild, sem ríkisstjórn er fengin í stjórnar- skránni til þess að gefa út bráða- birgðalög, „þegar brýna nauðsyn ber til“, hefur alltof oft verið mis- notuð i skjóli pólitískrar ábyrgðar eða ábyrgðarleysis, eftir því hvernig á málin er litið. Aðstæður hafa breytzt Heimild til útgáfu bráðabirgða- laga var fyrst tekin í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands árið 1874, og var þar fylgt fordæmi dönsku grundvallarlaganna frá ár- inu 1866. Þá voru þjóðfélagsað- stæður allt aðrar en siðar hefur orðið, og rök til slíkrar heimildar hafa misst sögulega fótfestu. Til dæmis má nefna, að fram til ársins 1911 kom Alþingi oftast ekki sam- an nema annað hvert ár og sat lengi framan af miklu skemur en nú er. Þá eru atvinnuhættir og samgöngur nú á dögum þannig, að það er í rauninni hægt um vik að kveðja Alþingi saman til aukafunda með skömmum fyrirvara, þegar nauðsyn krefur. Það er því rétt, sem segir í forystugrein Morgunblaðsins hinn 4. ágúst sl: „Þess vegna á að vera óþarfi að veita ríkisstjórnum nokk- urn rétt til útgáfu bráðabirgðalaga. Ef Alþingi hefði verið kallað saman til að setja þessi lög (þ.e. bráða- birgðalög um launamál vegna BHMR-málsins - innskot PH), hefði enginn grundvöllur verið fyrir því að telja siðferðilegar forsendur skorta fyrir setningu laganna. Ástæða er til að taka til alvarlegrar umræðu að afnema rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga. Til þess er þingið að setja lög.“ Siðferðilegar forsendur Hér er ef til vill komið að kjarna málsins. Það er óþarfi að ögra rétt- lætisvitund manna, þegar hægur vandi er að komast hjá slíku. Það er óþarfi að gefa fólki færi á að draga trúnað í efa, þegar það má auðveldlega forðast. Það er óþarfi að vekja upp þá spurningu, hvort siðferðilegar ástæður fyrir laga- Pétur Kr. Hafstein „ Afnám þessarar úreltu heimildar myndi hins vegar óefað skapa meiri festu og stöðug- leika í stjórnarfram- kvæmd, og slíkt verður ekki metið til fjár.“ setningu skorti, þegar löggjafinn sjálfur getur þegar í stað tekið af öll tvímæli um slíkt. Það eru ein- mitt þessi sjónarmið, sem eni meg- inforsendur hinnar nýju löggjafar um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði, þ.e. að trúnaður dómsvaldsins verði ekki dreginn í efa fyrir þær sakir einar, að sami maður fari með framkvæmdavald og dómsvald, jafnvel þótt engin áþreifanleg dæmi verði fundin um misbeitingu dómsvalds af hendi þess dómara, sem þannig hagar til um. Það eiga í eðli sínu ekki önnur rök við um framkvæmdavald en dómsvald að þessu leyti, þótt hin pólitíska ábyrgð komi þar vissulega til umfram það, sem gerist á sviði dómsvaldsins. Sú meinta ábyrgð má þó ekki verða skálkaskjól mis- viturra stjórnmálamanna til þess að koma fram vilja sínum við þær aðstæður, sem þeir sjálfír telja sér bezt henta á hveijum tíma. Það er staðreynd, að ábyrgðartilfinning kjósenda er slök að þessu leyti og dofnar æ meir, eftir því sem lengra líður milli misbeitingar valds í pólitískum tilgangi og kosninga. Mat á skilyrðum um brýna nauðsyn Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár- innar eru þau þrjú skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga og gildi þeirra, að Alþingi sitji ekki, að þau btjóti ekki í bága við stjórnarskrána og til útgáfu þeirra beri brýna nauð- syn. Fyrsta skilyrðið veldur litlum vafa í framkvæmd, og dómstólar eiga almennt úrskurðarvald um það, hvort lög, þ. á m. bráðabirgða- lög, bijóti gegn ákvæðum stjórnar- skrár. Það er einkum spurningin um hina brýnu nauðsyn, sem til álita getur komið. Islenzkir fræði- menn hafa talið, að ríkisstjórnin sjálf hefði það mjög á valdi sínu að meta þetta atriði. Þannig sagði Bjarni Benediktsson í afmælisriti Ólafs Lárussonar árið 1955 m.a.: „Þó að hlutlausum athuganda muni eflaust virðast sem þar hafi ærið oft verið teflt á tæpasta vað um það, hversu nauðsynin hafi verið brýn, er staðreynd, að Alþingi, sem helzt mætti ætla, að á móti væri gert, hefur fallizt á slíka fram- kvæmd, og verður nú orðið að telja, að hún sé helguð af venju og viðtek- in sem skýring á þessu stjórnar- skrárákvæði.“ Ólafur Jóhannesson tók í sama streng í riti sínu Stjórn- skipun íslands og taldi, að „þetta yrði bráðabirgðalöggjafinn sjálfur, þ.e.a.s. í reyndinni ráðherra, að meta að viðlagðri ábyrgð gagnvart Alþingi og eftir atvikum fyrir lands- dómi.“ Hann benti þó á, að þessi skilningur væri engan veginn sjálf- sagður samkvæmt eðlisrökum og ætti að vera aðhald í skilyrði sem þessu, væri úrskurðarvaldið bezt komið hjá dómstólum. „En eins og framkvæmdinni hér hefur verið háttað," segir Ólafur, „er hæpið, að almennir dómstólar treysti sér til að leggja dóm á þetta atriði.“ Afstaða dómstóla og Alþingis Það hefur þannig verið viðtekin skoðun, að dómstólar muni fremur halda að sér höndum við skýringu á því, hvort biýna nauðsyn hafí borið til útgáfu bráðabirgðalaga. Án þess að blak verði borið af dóms- valdinu að þessu leyti, er ástæður þess vafalaust einkum að fínna í því, hversu Alþingi sjálft hefur látið sér setningu bráðabirgðalaga í léttu rúmi liggja. Það hefur síðar stað- fest yfirgnæfandi meirihluta allra bráðabirgðalaga. Sum laganna hafa ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á þingi, en aðeins örfá þeirra hafa beinlínis verið felld úr gildi. Þannig hefur löggjafarvaldið í reyndinni nánast selt framkvæmdavaldinu sjálfdæmi um mat á nauðsyn bráða- birgðálaga - ef til vill vegna þess, að það hefur löngum staðið frammi fyrir gerðum hlut ríkisstjórnar. Frá árinu 1874 til þessa dags hafa ver- ið gefín út 437 bráðabirgðalög hér á landi, flest árin 1940 og 1979 eða 15 lög hvort árið. ' Kaleikinn burtu Þegar á allt er litið, skaðar þessi hömlulitla beiting bráðabirgðalaga ekki aðeins löggjafarvaldið sem slíkt, heldur einnig og ekki síður ásýnd og trúverðugleika stjómmál- anna. Það myndi tvímælalaust styrkja löggjafarvaldið til mikilla muna og væri um leið öðrum þátt- um ríkisvaldsins og stjórnmála- starfsemi í landinu fyrir beztu, ef þessi beizki kaleikur yrði sem fyrst tekinn frá ríkisstjórn á hveijum tíma. í þessu efni má ekki horfa í kostnað, sem af því hlýzt að kalla þingið saman, enda má ætla, að þess yrði ekki raunveruleg þörf' nema tiltölulega sjaldan. Afnám þessarar úreltu heimildar myndi hins vegar óefað skapa meiri festu og stöðugleika í stjómarfram- kvæmd, og slíkt verður ekki metið til fjár. Það er auk þess langt frá því, að ríkisstjórnir í lýðfijálsum ríkjum geti illa verið án slíks stjórn- tækis, sem heimild til setningar bráðabirgðalaga er. Þar nægir að nefna bæði Breta og Bandaríkja- menn, sem ekki hafa samsvarandi úrræði nema þá ef til vill á sérstök- um hættutímum. Verk að vinna Stjórnarskráin íslenzka grund- vallast á þrígreiningu ríkisvaldsins. Það er orðin knýjandi nauðsyn að skerpa þá þrígreiningu og um leið vitund manna — ekki sízt þeirra, sem við stjórnmál fást, - fyrir vald- mörkum þessara þriggja þátta ríkis- valdsins. Á sama hátt og aðskilnað- ur dómsvalds og umboðsvalds í héraði mun styrkja dómsvaldið, þá mun afnám heimildar til setningar bráðabirgðalaga efla löggjafarvald- ið og stuðla að því ásamt ýmsum öðrum tiltækum ráðstöfunum að fá því þann sess í stjórnmálastarfinu, sem því raunverulega ber en það hefur ekki nú. Allt mun þetta auka veg og virðingu stjórnmálanna, sem full þörf sýnist nú vera á. Hér er verk að vinna, sem enginn nema Alþingi sjálft getur leitt til farsælla lykta. Höfundur er bæjarfógeti á ísafírði og sýslumaður Isaíjardarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.