Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 39 MARAÞON Hálfmaraþonið jafnframt íslands- meistaramót Búist er við spennandi keppni í hálfmaraþonhlaupi á morgun þegar Reykjavíkurmaraþon fer fram kl. 12. Hlaupið er jafnframt íslandsmeistaramótshlaup. Allir helstu langhlauparar íslands verða með, eins og Islandsmethafann í hálfmaraþoni, Sigurð Pétur Sig- mundsson, Gunnlaug Skúlason, Jón Stefánsson, Jóhann Ingibergsson og sigurvegarann frá því í fyrra, Kristján Skúla Ásgeirsson. Þá er Martha Ernstdóttir í góðri æfingu og setur stefnuna á nýtt íslandsmet kvenna KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Besti útlendingurinn í Kólumbíu til Akureyrar Þór, Njarðvík og Keflavík hafa fengið nýja leikmenn frá Band.aríkjunum PATRICK Releford, sem lék með Njarðvíkingum sl. keppnistímabil, kemur ekki til Þórs á Akureyri eins og fyrir- hugað var. Þórsarar hafa tryggt sér annan Bandaríkja- mann - Cedric Evans, sem var útnefndur besti útlend- ingurinn í 1. deildarkeppninni í Kólumbíu sl. keppniatímabil. Evans, sem er 25 ára miðheiji, er 2,06 m hár og 100 kg. Hann lék með háskólaliðinu í Alabama áður en hann hélt til Kólumbíu. Þórsarar binda miklar vonir við við Evans, sem er sterk- ur leikmaður. Hann kemur til landsins 23. ágúst. Patriek Releford, sem lék með Njarðvíkingum, komst ekki til Akureyrar vegna persónulegi-a aðstæðna. Nýir leikmenn á Suðumesin Njarðvíkingar og Keflvíkingar verða með nýja leikmenn fi'á Bandaríkjunum í herbúðum sínum. Blökkumaðurinn Robinr son, sem er 23 ára og lék með háskólaliði Ohio, mun þjálfa og leika með Njarðvík. Hann verður tiil reynslu sem þjálfari í mánuð. Keflvíkingai- hafa fengið Tom- as Lytli til liðs við sig. Lytli er 23 ára og hefur leikið með há- skóialiði í Montana. Jóo Kr. Gísla- son raun þjáifa Keflavíkuiiiðið, en þó nokki-ar breytingar hafa verið ií herbúðum Keflyíkinga. Þrír af lykiimönnum liðsins si. keppn- istímabils eru famir til Banda- ríkjanna í nám - Guðjón Skúla- son, Magnús Guðfinnsson og Nökkvi Jónsson. Fiá Bandaríkjun- um kemur aftur á móti Matti Stef- ánssoíi og svo að sjálfsögðu Jón Kr. Gísiason, sem lék með danska iiðinu SISU. KNATTSPYRNA / ENGLAND „Eins og Bftlamir væruá férðinni" - segirGuðni Bergsson, landsliðsmiðvörður. Geysileg stemmning í herbúðum Tottenham. Uppselt á fjóra fyrstu heimaleiki liðsins „ÞETTA er ævintýri líkast. Við höfum verið á ferðinni í ír- landi, Noregi og Skotlandi og hvert sem við höfum komið hefur fólk fjölmennt f kringum okkur. Þeir Paul Gascoigne og Gary Lineker, sem stóðu sig svo vel í heimsmeistarakeppn- inni á Ítalíu, hafa slegið í gegn. Það er eins og gömlu góðu Bftlarnir væru á ferð þar sem þeir mæta. Við hinir „vindlarn- ir“ fáum að fljóta með,“ sagði Guðni Bergsson, landsliðsmið- vörður og leikmaður með Tottenham. Guðni sagði að það væri mikill hugur í mönnum hjá Totten- ham. „Við erum ákveðnir að byija keppnistímabilið eins vel og við enduðum síðasta keppnistímabil. Þá tryggðum við okkur þriðja sætið á góðum lokaspretti. Menn eru ákveðnir að láta ekki sömu söguna endurtaka sig í ár, eins og undan- farin ár - það er að byija illa. Til að vera með í meistarabaráttunni Spaugararnir Guðni Bergsson og „Gazza“ - Paul Gascoigne, bregða á leik. verðum við að byija vel,“ sagði Guðni. Tottenham hefur leikið fjölmarga æfingaleiki að undanförnu og ekki fengið á sig nema tvö mörk. Félag- ið er nú með öflugt lið og er mikii bjartsýni í herbúðum Tottenham að bikar vinnist í ár. Guðni tryggði sér fast sæti í byrjunarliði Tottenham á loka- sprettinum sl. vetur og hefur hann haldið sæti sfnu, en annars er reikn- Guðni Bergsson í baráttu við Brian Marwood hjá Arsenal. að með að byijunarlið Tottenham verði þannig: Erik Thorstvedt í markinu. Guðni Bergsson hægra megin i vöminni og welski landsliðsmaðurinn Pat Van den Hauwe á vinstri vængnum. Miðverðir þeir Gary Mabbutt, fyrir- liði og Steve Sedgley. Á miðjunni þeir Nayim, David Howells, Paul Gascoigne og Paul AUen. í fremstu víglínu Gary Lineker og Paul Stew- art eða Paul Walsh. Uppselt er á fyrstu fióra heima- leiki Tottenham og það þarf að leita allt til 1982 til að finna betri sölu á ársmiðum hjá félaginu. ÍÞRÖmR FOLX ■ MIKILL áhuffi er í Frakklandi fyrir Evrópuleik íslands og Frakklands í knattspymu, sem fer fram á Laugardalsvellinum 5. september. Fjölmargir Frakkar hafa haft samband við KSÍ og pant- að miða á leikinn, en hópferðir verða famar frá Frakklandi til Islands í sambandi við leikinn. ■ MICHEL Platini, þjálfari Frakka, var ánægður með Ieik sinna manna gegn Pólveijum, þrátt fyrir jafntefli, 0:0, í París. Hann er bjartsýnn fyrir „létta leik- inn“ í Reykjavík,- eins_ og hann segir um leikinn gegn Islending- upi- ■ BO Johannsson, landsliðsþjálf- ari Islands, var meðal áhorfenda á leik Frakklands og Póllands í París á þriðjudaginn. ■ STJORNUMENN í handknatt- leik em nú í æfíngabúðum í Aust- urríki. ■ VALSMENN fara i æfinga og keppnisferð til Spánar og Frakk- lands, þar sem þeir leika gegn Granollers (Geir Sveinsson) og Asnieres (Júlíus Jónasson) í ferð- inni. ■ VÍKINGAR eru á förum til Svíþjóðar, þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti. 32 lið taka þátt í mótinu. ■ EYJAMENN em famir í æf- inga- og keppnisferð til Kanarý- eyja, þar sem þeir taka þátt í móti með liðum frá Spáni og Júgó- slavíu. Ferðin stendur yfir í tólf daga. ■ GUÐMUNDUR Torfason var ekki valinn í úrvalslið „útlendinga“ sem leikur gegn úrvalsliði Skot- lands á Hampden Park í dag. Forráðamenn St. Mirren vora ekki ánægðir með valið á útlendingaher- sveitinni og sögðu það hneykli að Guðmundur hafi ekki verið valinn. ■ ELÍAS Friðriksson, vamar- maður Eyjaliðsins í knattspymu, varð að fara af leikvelli eftir aðeins .níu mín. í leiknum gegn Val - meiddur á kálfa. Elías var nýbyij- aður að æfa eftir langvarandi meiðsli, sem héldu honum utan vall- ar í um eitt ár. Brann með stórfeik Brann tryggði sér rétt tii að leika í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar þegar félagið vann stórsigur á meistumm Lillerström, 4:2. Brann hefur alltaf komist í undanúr- slit undir stjóm Teits Þórðarsonar og þá hefur félagið leikið tólf sinn- Erlingur Jóhannsson skrifar frá Noregi um í undanúrslitum á síðustu 23 áram. Ólafur Þórðarson átti mjög góðan leik með Brann, sem og aðrir leikmenn, en það er mál manna í Noregi að það sé langt síðan Brann hafi leikið eins vel - leikmennimir léku sem mjög sterk liðsheild. Pólveijinn Filipzcak lék á ný með Brann og við það varð sóknarleikurinn mjög ógnandi. Brann var búið að skora fjögur mörk. áður en Lillerström náði að skora tvö mörk rétt fyrir leikslok. Brann leikur gegn hinu liðinu frá Bergen, Fyllingen, í undanúr- slitum, en Rosenborg og Kongsin- vingen leika í hinum leiknum. KNATTSPYRNA / BRASILIA Falcao bjargvættur? Brasilíski knattspymumaðurinn Paulo Roberto Falcao ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Falcao, sem dró sig í hlé frá atvinnumennsk- unni 1987, var í gær ráðinn þjálfari brasilíska landsliðsins og er það frumraun hans sem þjálfari. Falcao er aðeins 36 ára. „Það er ekki nóg að skipta um þjálfara. Hugarfarið þarf einnig að breytast," sagði Falcao um málið og bætti við að menn yrðu að gera sér ljóst að Brasilíumenn væru í augnablikinu langt frá því að vera besta knattspymuþjóð heims. Það skilyrði fylgdi ráðningu Fal- cao að hann notaði til að byrja með aðeins ieikmenn sem leika með brasilískum liðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.