Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 7

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 7 John Voight í hlutverki sínu í Flóttalestinni. Jon Voight til Islands BANDARÍSKI leikarinn Jon Voight er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til íslands 29. ágúst næstkomandi ásamt fímm manna föruneyti til að kynna nýjustu mynd sína, Eternity. Kvikmyndin verður tekin til sýn- inga í haust í Bíóborginni og Bíóhöllinni. Með Voight í för verður meðal annarra leikstjóri kvikmynd- arinnar, Steven Paul. Hingað kemur hópurinn frá Stokkhólmi en hann hefur verið á ferðalagi um Norður- löndin til að kynna kvikmyndina. Héðan heldur hópurinn til Lundúna 31. ágúst. Voight hefur leikið í fjölda stór- mynda og má þar nefna Heimkom- una (Homecoming) og Flóttalestina (Runaway train), en þær hafa báð- ar verið sýndar hérlendis. Voight er hér í boði Árna Samúelssonar bíóstjóra og sagði Árni líklegt að Voight vildi sjá eitthvað af landi og þjóð. Handgerð húsgögn í Epal LAUGARDAGINN 25. ágúst opn- uðu Halldóra Emilsdóttir og Sig- rún Kristjánsdóttir sýningu á handgerðum húsgögnum í sýn- ingarsal Epal við Faxafen. Halldóra sýnir færanleg skilrúm sem hún hefur myndskreytt, en hún sýnir einnig þessa dagana smámyndir í sýningarsal Sævars Karls við Bankastræti. Sigrún sýnir einnig færanleg skilrúm sem hún hefur hannað og eru innlögð og skorin í tré. Einnig sýnir hún borð unnin með svipaðri tækni, úr tré og jámi. Halldóra lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum úr mál- ardeild en stundaði síðan fram- haldsnám við Rietvald Akademie í Amsterdam. Sigrún stundaði nám í húsgagnasmíði við Iðnskólann að loknu stúdentsprófi. Hún var síðan við nám í hönnun við London Coll- ege of Furniture og Rietveld Aka- demie í Amsterdam. Sýningin verð- ur opin um helgina frá kl. 14-18 og á búðartíma út vikuna. Sýning- unni lýkur 31. ágúst. IIÝTT SIMANÚKAER BLAÐAAPSRE'ÐSLU Samgöngiiráðherra: Undirbúningur loftferðasanm- ings við Sovétríkin eðlilegur STEIN GRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra segir að und- irbúningur að loftferðasamningi við Sovétríkin af hálfu sam- gönguráðuneytisins hafi verið með eðlilegum hætti. Ráðherr- ann hefur undanfarið óskað upp- lýsinga um framgang málsins í utanríkisráðuneytinu, en drög að samningi þessum voru send þangað fyrir um ári. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt afskipti sam- gönguráðuneytisins af málinu, og segir samningagerð við er- lend ríki vera mál síns ráðuneyt- is. að er fullkomlega eðlilegt þegar um loftferðasamninga er að ræða að samgönguráðuneytið hafi málið með höndum í samstarfi við utanríkisráðuneytið," sagði Stein- grímur á fréttamannafundi um málið. „Þetta veit Jón Baldvin, enda hefur sami háttur verið hafður á um loftferðasamninga milli íslands og annarra ríkja.“ Hins vegar sagði ráðherra að sá seinagangur sem einkenndi meðferð utanríkisráðu- neytisins á málinu væri óeðlilegur. Um þau ummæli utanríkisráð- herra að drögin að loftferðasamn- ingi við Sovétríkin sem ráðuneytið fékk frá samgönguráðuneytinu væru gróf þýðing á samningsupp- kasti sem upprunnið væri í sovéska sendiráðinu hafði Steingrímur eftir- farandi að segja: „Vissulega feng- um við send ófullkomin samnings- drög frá sendiráðinu, en síðan hefur ráðuneytið látið hlutaðeigandi aðila gera úttekt á málinu, svo sem flug- ráð og flugumferðarstjórn." Þá sagði ráðherra að þau drög sem nú iiggja í utanríkisráðuneytinu hafi farið til umsagnar hjá hagsmunaað- ilum, t.d. Flugleiðum hf. ÍT' r^Tí>.‘V vA - . m pmmm t S’ V ■>• ... gæðir gamlar, slitnar flísar ... á baðgólf og önnur blaut- ... til viðgerða á gróður- nýjuiífi... svæði... húsum og þakljórum ... ... til þéttinga á hleðslu- gleri... ... á bátsdekk og alls staðar þar sem mikið mæðir á Eru tröppunrar sprungnar, Kjótar og era þær sleipar ó vetuma? Ek er gólfið i svölunum ónýlt og Ijótt? Pallar M. kynna Coefrons, hógæða vestur-þýskt góHefni sem leysir þesu hvimleiðu vandamál ™ vHimician, n|9IH$l|dI IrliroHlCr^gdi IMhR* Coetrans er glært Urethan efni sem t.d. ef litaður grófur kvartsmulningur er hrærður út í myndar fyrirtaks og afar fallegt gólfefni. Coetrans hentar alls staðar þar sem þörf er á slitsterku og fallegu gólfi hvort sem það er innanhúss eða utan. Vegna þess hve Coetrans gólfefnin eru veðurþolin og sterk, henta þau sérstaklega vel á tröppur og svalagólf. Coetrans er einnig kjörið á ganga, verslanir, verksmiðjugólf, sundlauga- bakka, búningsklefa og sturtugólf, eða alls staðar þar sem þörf er á slitsterku, fallegu gólfi sem þolir mikla umferð. Coetrans gólf verður ekki sleipt þó það blotni og er auðvelt að þrífa. Coetrans hentar einnig til ýmissa annarra nota svo sem til viðgerða á flísalögðum gólfum og veggjum sem leka eða eru orðin mött og ljót. Coetrans er einnig mjög gott til viðgerða á lekum gróðurhúsum, garðstofuþökum, þakljórum og á báts- dekk. Coetrans kvartsmulningurinn er fáanlegur í rauðum, gulum, grænum og svörtum litum sem má blanda saman eftir þörfum og smekk hvers og eins. Coetrans gólfefnin eru mjög meðfærileg og auðveld í ásetn- ingu, þannig að handlagnar húsmæður og jafnvel heimilis- feður geta auðveldlega unnið með efnin. Að sjálfsögðu útvega Pallar hf. fagmenn ef þess er óskað. Hríngið og sölumenn okkar veita túslega al'.ar nánari upplýsingar. Pallar hf. DALVEGUR 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.