Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990
Vegageró ríkisins:
TUGIR MILUÓNA
í GIRÐINGAR
SAMKVÆMT vegaáætlun er
gert ráð fyrir 26 milljónum
króna til girðinga og upp-
græðslu á þessu ári. Auk þess
er gert ráð fyrir girðingar-
kostnaði við einstaka fram-
kvæmdir og því áætlar Vega-
gerð ríkisins að tugir miHjóna
til viðbótar fari í girðingar,
þótt nákvæmar tölur um heild-
arkostnað liggi ekki fyrir. Ta-
lið er að í sumum tilvikum
geti verið hagkvæmara að
kaupa búskap frekar en girða.
Þannig er t.d. á Reykjanesi,
þar sem talið er að kosti um
25—30 milljónir að girða hólf
fyrir um 1800 kindur.
Girðingar Vegagerðarinnar
eru einungis ætlaðar til að
halda bújörðum lokuðum. í girð-
ingarlögum segir að þegar vegur
er lagður í gegnum tún eða girt
beitiland skuli Vegagerðin leggja
girðingar beggja vegna við, svo
ekki ekki opnist hólf. „Á þessum
grundvelli hefur Vegagerðin girt,
en ekki í þeim tilgangi að friða
veginn fyrir búfé,“ segir Gunnar
Gunnarsson framkvæmdastjóri
hjá Vegagerð ríkisins.
En kröfur hafa færst í vöxt
að Vegagerðin hindri ágang búfj-
ár á vegsvæðin. „Það má segja
að við séum farnir að gera það
í einhveijum mæli, þótt okkur
anna. Þar segir m.a. að málið heyri
undir landbúnaðarráðuneytið og er
skýrt kveðið á um tilgang lagasetn-
ingarinnar: „Markmið þessara laga
er að tryggja vellíðan búfjár, góða
meðferð og að það hafi ætíð nægi-
legt fóður. Haga skal aðbúnaði
búfjár í samræmi við þarfir þess
og eðli. Markmið laganna er einnig
að tryggja að við framleiðslu bú-
fjárafurða skuli eingöngu nota
hraust og heilbrigt búfé.“
í greininni um markmið laganna
er ekki fjallað um hagsmuni öku-
manna, íbúa í þéttbýli eða hags-
muni landeigenda gagnvart átroðn-
ingi búfjár í eigu annarra. Hins
vegar er vikið að þeim málum í
öðrum köflum frumvarpsins.
Önnur nefnd á vegum landbúnað-
arráðuneytisins skilað áliti í desem-
ber á síðasta ári, svokölluð vegkant-
anefnd, undir formennsku Níelsar
Árna Lund, deildarstjóra í landbún-
aðarráðuneytinu. Viðfangsefni
nefndarinnar var að kanna til hvaða
ráðstafana unnt væri að grípa í því
skyni að minnka umferð vörslulauss
búfjár á þjóðvegum og í nánd við
þá, einkum í og út frá þéttbýlis-
svæðum og gera tillögur til úrbóta.
í árbók Landgræðslu ríkisins,
Græðum landið, sem kemur út í
haust, rekur Níels Árni Lund helstu
atriði sem nefndin leggur til að
framkvæmd verði og færir rök fyr-
ir þeim, en nefndin kynnti helstu
niðurstöður sínar sl. vetur.
Mun fleiri óhöpp en skýrslur
segja til um
Vegkantanefnd telur nauðsyn-
legt að koma á vörsluskyldu stór-
gripa allt árið, það er hrossa og
nautgripa. Hrossum hefur stórfjölg-
að á undanförnum árum. Víða eru
þau í vörslu allt árið og hefur því
nokkuð dregið úr hrossabeit í af-
réttum. Hins vegar er töluvert um
að þau gangi laus í heimahögum
og eiga þá oft greiðan aðgang að
þjóðvegum. Og einnig hagar sum-
staðar þannig til, að þjóðvegurinn
liggur um afrétti þar sem hross eru
höfð. Samkvæmt upplýsingum sem
nefndin viðaði að sér frá lögreglu-
stjóraembættum urðu 130 umferð-
skorti lagaheimildirnar," segir
Gunnar. Reyndar eru málin svol-
ítið öfugsnúin, því sýnt hefur
verið fram á að saltefni sem
Vegagerðin notar til að rykbinda
vegi, orsakar að búfé leitar á þá.
Ennfremur þykir ljóst að búfé
sæki í nýgræðing í vegköntum,
einkum 2-3 fyrstu árin eftir sán-
ingu.
Vegagerðin telur í mörgum
tilfellum skynsamlegra að girða
af hólf, fremur en að girða með-
fram vegunum. „Það hefur t.d.
verið til skoðunar að Vegagerðin
taki þátt í að girða ákveðið hólf
á Reykjanesskaganum í stað þess
að girða meðfram Reykjanes-
brautinni, alveg frá Hafnarfirði
suður í Voga. Við teljum okkur
hafa heimild til að vinna þannig
að málum," segir Gunnar. En
hvernig miðar þessu máli
áfram?„Ég gæti trúað að það
hafi dagað einhvers staðar uppi,
því það er sjónarmið sumra, að
það sé svo fátt um búfé á Reykja-
nesi, um 1800 kindur, að það
borgi sig mun frekar að kaupa
þann búskap upp, frekar en að
girða þetta hólf. Ég hef heyrt
að það muni kosta um 25-30
milljónir króna. Mönnum hefur
líklega blöskrað kostnaðurinn
miðað við hagsmunina,“ segir
Gunnar Gunnarsson.
arslys á þriggja ára timabili, á árun-
um 1986-1988, þar sem ekið var á
hross og lögregla kölluð á vettvang.
Talið er fullvíst að töluvert fleiri
óhöpp hafi orðið, en lögregla ekki
kölluð á vettvang og því engar
skýrslur gerðar. Á sama þriggja ára
tímabili drápust 320 kindur í um-
ferðinni. Engar nákvæmar tölur eru
til um hvað þetta hafi kostað, en
nefndin telur tjónið nema tugum
milljóna króna, þegar horft er til
skemmda á ökutækjum og bónus-
missis bifreiðaeigenda, að ógleymd-
um slysum á fólki. Þá er við að
bæta eignatjóni bændanna, sem oft
er verulegt.
Nefndin leggur til breytingar á
umferðarlögum sem rýmka h'eimild-
ir til bótaskiptingar þegar búfé á
hlut að umferðaróhappi. Nú er
málum þannig háttað, að þegar
bótakröfur berast til tryggingafé-
laganna vegna búfjár sem ferst í
umferðinni eru bætur fyrir sauðfé
í langflestum tilvikum greiddar at-
hugasemdalaust eftir mati sem
Framleiðsluráð landbúnaðarins ger-
ir tillögu um. Fyrir stórgripi eru
bætur ákveðnar hveiju sinni. í raun
eru það tryggingafélögin sem úr-
skurða í hverju slíku máli og í fæst-
um tilvikum er höfðað mál til að
hnekkja úrskurði. Því er það bif-
reiðaeigandinn sem ber yfirleitt tjó-
nið. Engu að síður eru heimildir í
Brýnast að banna
lausagöngu á
Reykjanesskagan-
um og jafnvel í
landnámi Ingálfs
öllu, segir Sveinn
Runólfsson land-
græóslustjóri
LOKAD MÁNUDAG
í Toppskónum Veltisundi
Útsalan hefst þriðjudaginn 28. nk.
kl. 9.00
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
0 Yogastöðin Heilsubót auglýsir
Starfsemin hefst 3. september eftir sumarfrí.
Æfingarnar sem við bjóðum yður eru byggðar ó HATHA-YOGA. Þær
eru ekki svo mjög fróbrugðnar venjulegri leikfimi.
AAarkmiðið er að verjast og draga úr hrörnun, að efla heilbrigði ó sól
og líkama.
Æfingarnar henta konum og körlum ó öllum aldri.
Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar.
Sértimi fyrir ófriskar konur
Allar nónari upplýsingar í síma 27710. Innritun hafin.
Visa- oq Eurokortaþjónusta. „ ........... .
Ljós og gufa. YOQaStOðlll HOllSUbOt
Hótún 6Á, sími 27710.
VESTFROST A FRABÆRU VERÐI
VERÐFRA:
Frystikistur í mörgum stœrðum
• Yfir 25 ára reynsla á íslandi.
• Niðurfall í botni fyrir afþíðingu
• óryggisrofar v/hitabreytinga og bama
• Spamaðarstilling - djúpfrystirofl
• Ljósíloki
• Danfoss kerfi
Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð
r
Úrval kœli- og
frystiskápa
Orkusparandi -
Tvœr pressur í
sambyggðum
skápum
Hœgri eða vinstri
opnun
Djúpfrystirofi -
öryggisrofi
Danfoss kerfi
SMS'&Sl
• FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •
N! Á X í •