Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 AUGLYSINGAR Deildarstjóri í kennslumiðstöð Námsgagnastofnun auglýsir starf deildar- stjóra í kennslumiðstöð laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón með rekstri og starf- semi kennslumiðstöðvar, þ.m.t. skipuiagn- ingu á dagskrám, ráðstefnum, kynningar- fundum o.s.frv. Leitað er að vel menntuðum starfsmanni með skipulags- og stjórnunarhæfileika. Skilyrði er að viðkomandi hafi kennaramennt- un svo og kennslureynslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhalds- menntun er tengist kennslu- og skólastarfi og reynslu af skipulags- og stjórnunarstörfum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist Námsgagnastofnun, Lauga- vegi 166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192, 125 Reykjavík, eigi síðar en 1. sept. nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 28088. ST. JÓSÉFSSPÍTALI, LANDAKOTI Lausar stöður Á móttökudeild vantar hjúkrunarfræðinga á 1-2 næturvaktir í viku (þriðju hvora helgi). Starfið er aðallega fólgið í því að taka á móti og veita fyrstu meðferð þeim sjúkling- um, sem lagðir eru inn á bráðavakt spítalans. Nánari upplýsingar gefa Björg J. Snorradótt- ir hjúkrunarframkvæmdastjóri í símum 604308/604300 og Jarþrúður Jónsdóttir deildarstjóri í síma 604314. Á barnadeild vantar hjúkrunarfræðing og sjúkraliða. Deildin er blönduð lyflækninga- og handlækningadeild með 26 rúmum. Hjúkrunin er hóp- og einstaklingsmiðuð. Boðið er uppá 3ja mánaða.starfsaðlögun. Lögð er áhersla á símenntun með skipulagðri fræðslustarfsemi á vegum deildarinnar. Möguleiki á dagheimilisvistun. Nánari upplýsingar gefa Auður Ragnarsdótt- ir hjúkrunarframkvæmdastjóri og Steinunn Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri í síma 604326. UAGVIBT BAHWA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. AUSTURBÆR Alftaborg s. 82488 Garðaborg s. 39680 Hlíðaborg s. 20096 Kvistaborg s. 30311 Stakkaborg s. 39070 Skóladagheimilið Stakkakot S. 84776 Steinahlíð s. 33280 Sunnuborg S. 36385 Prentari Óskum eftir að ráða prentara í vaktavinnu. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í sima 671900 frá kl. 14.00- 16.00 mánudag og þriðjudag. Starfsfólk ívélasal Óskum einnig eftir að ráða starfsfólk í véla- sal og aðstoðarmann í prentsal. POæssúes KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900 Læknisstaða við heilsugæslustöðina á Vopnafirði Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslu- stöðina á Vopnafirði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil. Upplýsingar um stöðuna veita Baldur Frið- riksson læknir í síma 97-31225 og Emil Sigur- jónsson formaður stjórnar í síma 97-31478. Stjórnin. Bifvélavirki Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa nú þegar. Upplýsingar um starfið gefur verkstjóri á bif- reiðaverkstæði Olís hf., í Laugarnesi, í síma 91-689800, á vinnutíma. Verslunarstörf Kringlunni HAGKAUP vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf í verslunum fyrirtækisins í Kringlunni. Sérvöruverslun. ★ Afgreiðsla á kassa (heilsdagsstörf). ★ Afgreiðsla í leikfangadeild (vinnu- tími 14-19). ★ Afgreiðsla í barnafatadeild (vinnu- tími 13-18). ★ Afgreiðsla í herradeild (vinnutími 13-19). ★ Afgreiðsla í skódeild (vinnutími 13-19). ★ Störf á kaffistofu starfsfólks (heils- dags- og hlutastarf eftir hádegi). Matvöruverslun. ★ Uppfylling í kjötdeild (heilsdagsstörf). ★ Uppfylling í matvörudeild (vinnutími sveigjanlegur). ★ Afgreiðsla í fisk- og kjötborði (heils- dagsstörf). ★ Starf á lager (heilsdagsstarf). ★ Umsjón með innkaupavögnum (heils- dagsstarf). Nánari upplýsingar um störfin veita verslun- arstjórar viðkomandi verslana á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Vélstjórar, rafvélavirkjar, bifvélavirkjar, vélvirkjar Óskum eftir að ráða sem fyrst góða menn með þekkingu á vinnuvélaviðgerðum. fyrir gott vinnuvélaverkstæði. Annar maðurinn þarf að hafa góða þekkingu á rafkerfum vinnuvéla og lyftara , hinn þarf að hafa hald- góða þekkingu á þungavinnuvélaviðgerðum. Laun og starfskjör samkomulagsatriði. SMSÞJÓNUSWN »/í BrynjólfurJónsson • Nóatún 17 105 Rvik • simi 621315 • Alhliöa radningaþjónusta • Fyrirtælyasala • Fjármálarádgjöf fyrir fyrirtæki Gott fólk! Viljum ráða gott og þjónustulipurt starfsfólk íverslun okkar í Kaupstað í Mjódd. Sérvörudeild: ★ Afgreiðsla í dömudeild (heilsdagsstarf). ★ Afgreiðsla á útsölumarkaði (hálfsdags- starf eftir hádegi). Áhugasamir hafi samþand við verslunarsjóra sérvörudeildar mánudaginn 27. ágúst kl. 10.00-14.00 (ekki í síma). Matvörudeild: ★ Störf í kaffiteríu: - umsjón, - afgreiðsla - smyrja brauð (heilsdags- og hálfsdagsstörf) ★ Umsjón með ávaxtaborði (heilsdagsstarf) ★ Umsjón með fiskborði (heilsdagsstarf) ★ Starf á lager (heilsdagsstarf) Áhugasamir hafið samband við verslunar- stjóra matvöru á staðnum (ekki í síma). KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD LANDSPITALINN Gjörgæsludeild Vegna vaxandi starfsemi óskum við eftir fleiri áhugasömum hjúkrunarfræðingum til þess að starfa með okkur við einstaklingshæfða hjúkrun (80-100% starfshlutfall æskilegt). Á gjörgæsludeild dveljast milli 1200-1300 sjúklingar árlega (börn og fullorðnir) með margsvísleg heilsuvandamál. Störf hjúkrunar fræðinga á deildinni eru oft erfið og krefj- andi, en bjóða upp á mikla fjölbreytni og dýrmæta reynslu varðandi hjúkrun og með- ferð mikið veikra einstaklinga á öllum aldri. Á deildinni er samstilltur hópur fólks, sem hefur það að markmiði að veita skjólstæðing- um sínum og ástvinum þeirra sem besta umönnun og stuðning. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi og þroskandi starfi þá bjóðum við: A) 12 vikna starfsaðlögun (lesdagar ásamt 40-50 fyrirlestrum) hefst 1. október 1990. B) Morgunvaktir byrja kl. 8.00 og unnið er þriðju hverju helgi - 12 tíma vaktir. C) Góðan starfsanda. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar veitir Lovísa Baldurs- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, síma 601000. Reykjavík 26. ágúst 1990.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.