Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 2

Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 2 b Svoerég skammaður fyrir aðsofahjá einkaritaranum Þau voru 49 ára þegar leiðir þeirra lágu fyrst saman og þau hittust í Iyftu í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Bæði voru þau í hamingjusömum hjónaböndum þegar þau urðu fyrir því að missa maka sína með sex mánaða millibili árið 1982. Konan hans varð bráðkvödd og eiginmaður hennar dó úr krabbameini. Dætur hennar tvær voru giftar og fluttar að heiman svo hún seldi húsið sitt á Lynghaganum og flutti í blokkaríbúð í Espigerði 2. Tvö af fjórum börnum hans voru líka flutt að heiman og hann tók það ráð að selja sitt hús í Garðabænum og keypti sér blokkaríbúð í Espi- gerði 2. Síðan þá hafa veður skipast í lofti hjá þeim Grét- ari Hjartarsyni og Ólöfu Klemensdóttur. Þau búa nú saman á 9. hæð í Espigerði 4 og starfa saman að rekstri Laugarás- bíós. Hann er forstjór- inn og hún hef- ur það hlut- verk að sjá um miðasöluna og einstaka bréfaskriftir auk þess sem hún er einkaritarinn hans í inn- kaupaferðum á erlendum vettvangi. „Og svo er ég skammaður fyrir að sofa hjá einkaritaranum mínum að vinnudegi loknum,“ segir Grétar. „Já, það gerðist einu sinni þegar við vorum á American Film Market í innkaupaferð. Við vorum í boði eitt kvöldið og talið barst að því hvort kynni okkar væru náin og ég svaraði sem satt var að ég væri einkaritari hans í viðskiptaferðum en sambýliskona í einkalífi," segir Ólöf. Grétar segist lítið hafa kunnað til verka í eldhúsinu þegar hann allt í einu stóð uppi eínn með börn- in tvö sem eftir voru heima þegar áfallið dundi yfir. „Það var allt í einu klippt áþráðinn eftir 27 ára farsælt hjónaband og þá var annað hvort að standa sig eða ekki. Ég átti góða kunningja, sem leiðbeindu mér, en því miður keypti maður allt of mikið af tilbúnum réttum sem eru svona heldur ólystugir til lengd- ar,“ segir Grétar. „Ég verð að segja þér eina sögu ef þú lofar að setja hana ekki á prent,“ segir Ólöf. „Tengdamóðir hans, sem er yndisleg kona og mér mjög góð, varð á orði þegar hún frétti að við ætluðum að fara að búa: „Já. Það er gott Grétar minn. Nú þarftu ekki að fá þér ráðs- konu.“ Grétar segir að böm og tengdafólk hafí strax í upphafi sýnt mikinn skilning. „Ég held að ef fólk hefur átt góð hjónabönd eigi það mjög erfitt með að verða eitt síðar meir. Fyrstu jólin okkar sam- an héldum við tvö jólaboð, eitt fyr- ir hvora fjölskyldu. Svo ákváðum við að vera ekkert að því. Við skellt- um öllu venslafólkinu saman í eitt boð og það gengur mjög vel.“ Grétar hefur verið forstjóri Laug- arársbíós frá árinu 1975 og hóf Ólöf störf þar 1987. Hún vinnur í miðasölunni annan hvem dag frá kl. 16.00 til 23.30 og aðra hvöra helgi. Á þeim tímum tekur Grétar að sér dyravörslu. „Það getur verið ansi skemmtilegt þegar krakkarnir em að kvarta við dyravörðinn um helv... kerlinguna í miðasölunni," segirÓlöf. „Þettavinnufyrirkomu- lag er hið besta mál. Ég þarf ekki að elda nema annan hvern dag og aðra hvora helgi.“ Grétar segist ekki sjá neitt nema kosti við það að vinna saman. „Við njótum góðs hvort af öðru. Olla er mjög víðsýn. Hún hefur farið víða, er góð mála- manneskja og er mér stoð og stytta í innkaupaferðunum. Þetta er hörkuvinna. Ég er aftur á móti meira á viðskiptasviðinu." Ólöf segist ekki heldur sjá neina galla á fyrirkomulaginu. Aftur á móti myndi hún ekki vilja vera rit- ari hans á skrifstofunni hér heima. „Ég hef mitt ákveðna svið að sjá um. Það kemur auðvitað fýrir að hann er að skipta sér af mínum málum, en þá nota ég bara hina mjúku aðferð og fer rólega mínu fram. Við reynum eftir megni að forðast umræðuefnið „bíó“ á meðal vina og kunningja. Fólk, sem talar eingöngu um atvinnu sína, getur verið afar hvimleitt." Þau fá húshjálp einu sinni í viku. Að öðru leyti eru þau sammála um að verkaskiptingin á heimilinu sé í góðu lagi. Hún sér um matseldina og hann um að halda baðherberginu hreinu. Hún á gluggana að innan, en hann að utan. Hún á bílinn að innan og hann að utan. Hann brá sér oft á hestbak í frístundum áður en þau kynntust. Á fimmtugsafmælinu gaf hann henni hross og hún reyndi að fá bakteríuna. Þegar hún var búin að detta nokkrum sinnum af baki, gafst hún upp. Hann seldi hrossin og keypti sér lítinn Sómabát í stað- inn. Nú skreppa þau á sjóinn í frístundum og veiða í matinn, ýmist á sjóstangir eða færarúllur. Þau segjast líka alltaf hafa jafn gaman af ferðalögum. „Ætli við förum ekki svona fimm til sex sinnum út á ári. í öllum tilvikum er um vinnu- ferðir að ræða og svo reynum við að framlengja ferðimar um nokkra daga til að slappa af. Bíóbransinn er afskaplega erfið- ur og erfiðastur er reksturinn á sumrin. Það liggur stundum við taugaáfalli," segir Grétar. „Ég elda þá gjarnan eitthvað gott handa honum og gef honum í glas á eft- ir,“ segir frúin meira í gamni en alvöru og bíóstjórinn fær að halda áfram: „Hinsvegar finnst mér þetta framúrskarandi skemmtileg vinna þó maður leggi oft ansi mikið und- ir. En ég tel að ef rétt er á spilum Morgunblaðið/Börkur ,Fólk, sem talar eingöngu um atvinnu sína, getur verið afar hvimleitt," segja Grétar Hjartarson og jlöf Klemensdóttir í Laugarásbíói. haldið, þá uppsker maður það sem maður sáir,“ segir Grétar. „Þetta er bara eins og hvert annað happ- drætti. Við njótum þess kannski að horfa á myndir, sem svo ganga ekki neitt, og svo öfugt,“ segir Ól- öf. Grétar segist persónulega vera hrifnastur af góðum spennu- og gamanmyndum. „Einnig finnst mér gaman að sjá góðan og fallegan leik og það verður líka að vera eitt- hvert innihald í því sem maður er að horfa á — ekki eintómar spreng- ingar og læti. Tíðarandi kvikmynd- anna er síbreytilegur. Fyrir fimmt- án árum þegar ég var að byija í bransanum, þurfti helst að vera búið að drepa helminginn af liðinu fyrir hlé. Þá gekk ekkert nema of- beldi. Þetta hefur verið að róast svolítið upp á síðkastið og nú eru góðar spennumyndir með skemmti- legu ívafi vinsælastar auk gaman- mynda. Þá virðist eins og erótíkin sé að ná einhveiju taki á fólki, en létt-erótískar myndir eru nú mjög í sókn.“ Tókum fyrst tal saman á strætóstoppistöðinni ÞAU HAFA komið sér vel fyrir í eigin húsnæði á þriðju hæð í tiltölulega nýlegu húsi ofarlega á Laugaveginum og stunda þar lögfræðistörf. Það er ekki laust við áhyggjutón í röddum þeirra þegar við ræðum um gamla miðbæinn. „Ennþá að minnsta kosti er mun líflegra að koma út á Laugaveginn heldur en að labba út á bílastæðin í nýja miðbænum,“ segir þau Svala og Gylfi Thorlacius. „Okkur líkaði svo sem ágætlega í Húsi verslunarinnar, þar sem við vorum með stofu áður, en svo ákváðum við að kaupa okkar eigin atvinnuhúsnæði í fyrra og varð Laugavegurinn fyrir valinu.“ Gylfí og Svala eru skóla- systkin úr Menntaskó- lanum í Reykjavík. Þau vissu svona hvert af öðru í skólanum, en tóku fyrst tal saman á strætóstoppistöðinni Háteigsvegur-Hlíðarhverfi þar sem þau biðu saman eftir strætó á morgnana til að komast í skólann. Þá bjó Svala á Háteigsveginum og Gylfí í Bólstaðahlíðinni. Lagadeildin var sjálfstæð ákvörðun beggja og það var ekki fyrr en þau fóru að skjóta sér saman í fimmta bekk að upp komst um fyrirætlanirnar. Þau urðu samferða í gegnum lagadeild- ina og útskrifuðust árið 1968. Þá fóru þau að vinna sem fulltrúar á sitthvorri lögfræðiskrifstofunni. Árið 1970 hóf Svala störf sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu og var þartil ársins 1976. Gylfí opnaði aftur á móti sjálfstæða lögfræði- skrifstofu árið 1973 og varþar konulaus fyrstu þijú árin. „Ég hafði aldrei hugsað mér fréttamannsstarfið sem ævistarf. Ég stefndi alltaf á lögmennskuna. Það lá alltaf í loftinu að við jnyndum starfa saman, en eins og gefur að skilja tekur það sinn tíma að koma eigin stofu á laggirnar. Við höfðum aldrei hug á að fara í opinbera þjón- ustu eða önnur slík störf og það hefurgengið eftir,“ segir Svaia. Þau hjón hafa starfað saman í fjórtán ár. Samstarfið gengur prýðilega enda skipta þau sér sem minnst hvort af öðru. „Eins og gengur hjá samstarfsfólki berum við saman bækur okkar og ræðum málin og það er ekkert nema gott eitt um það að segja enda er fagið þess eðlis að ekki er alltaf hægt að segja til um rangt eða rétt þegar að lög- fræðinni kemur. Þetta er mjög svo „ó-absolut“ fag. Vafaatriði geta verið mörg í málum enda er það töluvert algengt að Hæstiréttur klofni í minnihluta og meirihluta. Það eitt segir manni að lögfræðin er afskaplega ófullkomin grein,“ segir Svala. Hver vinnudagur í lífí þeirra hjóna er skipulagður langt fram í tímann. Þau fara saman í vinnuna milli klukkan átta og níu á morgn- ana og koma yfirleitt saman heim rétt undir kvöldmatarleytið. Verka- skipting á skrifstofunni er ekki fyr- irfram ákveðin, en þau vinna mikið fyrir einstaklinga og sjást kannski ekki allan daginn. Þau eru með sitt hvort herbergið og fólk kemur með fyrirfram ákveðnar huginyndir um hvort þeirra það ætlar að tala við. „Við erum kannski í viðtölum við fólk allan daginn, í sitt hvoru réttar- : haldinu eða á fundum hist og her. Oftast vitum við ekki hvað hitt er að sýsla daginn út og inn. Eini málaflokkurinn, sem við vinnum sameiginlega að, eru skaðabótamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.