Morgunblaðið - 02.09.1990, Síða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990
F. Williams og Joe Giron
KLUKKAN 10 á
laugardagsmorgni 18. ágúst
var umferðin þegar farin að
þyngjastáMl,
aðalhraðbrautinni norður frá
Lundúnum, enda þótt fyrsta
hljómsveitin færi ekki á svið
fyrr en um hálfþrjúleytið. í
öðrum hverjum bíl mátti sjá
leður, gadda, hár og húðflúr.
Veðrið leit reyndar ekki vel út
í byrjun, en alvöru rokkarar
láta ekki hluti eins og
rigningarskúrir trufla sig
þegar umfangsmesta
tónleikahátíð ársins er annars
vegar. Enda reyndist engin
ástæða vera til þess. Sól skein
í heiði allan daginn, vind
hreyfði varla nema til þess að
veita hinni iðandi kös þvalra
mannslíkama örskamma svölun
og hátíðin fór hið besta fram.
tvö var flötin
fyrir framan sviðið orðin troðfull af fólki og svo langt
sem augað eygði voru þungarokkarar af öllum stærðum
og gerðum búnir að koma sér fyrir. Hópur íslendinga
hafði gert sér ferð til Englands til þess að sjá goðin
troða upp og þegar litið var yfir skarann fremst upp
við sviðið mátti einatt sjá íslenska fánann á lofti. Fáninn
var þó ekki það, sem frekast hélt merki íslands á lofti
— um það sá eðaldrykkurinn Svali frá Sól hf. Sól hafði
augljóslega tryggt sér einkasölurétt á ávaxtasafa á tón-
leikunum og hvert sem litið var var Svali á lofti.
Allir þeir, sem Morgunblaðið átti tal við, voru á einu
máli um að Donington 1990 hefði verið ein best heppn-
aða Donington-hátíðin til þessa. Auk veðurblíðunnar
bættist við að dagskráin hélst samkvæmt áætlun, ólæti
voru engin og slys á fólki sáralítil. í fyrra var hátíðinni
aflýst, meðal annars vegna þess að árið áður höfðu
tveir tónleikagesta troðist undir. Að þessu sinni skyggði
ekkert á tónleikana. Múgurinn var í góðu skapi og
óvenju vingjarnlegur. Jafnvel þegar blaðamaður og ljós-
myndari hans tróðust inn í þvöguna miðja og stigu á
mann og annan var slíkum óþægindum tekið með brosi
á vör og afsakanir teknar til greina.
Jafnvel fyrstu hljómsveit á svið, Thunder, var vel
tekið, en fyrsta hljómsveit má jafnan eiga von á hríð
dósa og plastflaskna frá óþolinmóðum áheyrendum, sem
vilja heimsfræg númer og engar reijar. Það er reyndar
ekki ólíklegt að hljómsveitirnar hafí verið valdar nokkuð
með tilliti til þess til hvaða hóps þær höfða, því í hópn-
um var engin brotajárns- eða dauðarokksveit á borð við
Metallicu eða Slayer. Af þessum sökum var hljóm-
sveitavalið nokkuð einhæft og poppað. Um það þarf þó
enginn að efast, að þessir foringjar skiluðu vænu dags-
verki.
Á heildina litið heppnuðust tónleikarnir stórvel. Hið
eina, sem unnt er að kvarta undan, var hljómkerfið, sem
einfaldlega var ekki nógu kröftugt. Það er að vísu fast-
ur liður að aðalhljómsveit tónleikanna — að þessu sinni
Whitesnake — láti fara sparlega með kerfið þangað til
hún stígur á stokk, en jafnvel Whitesnake hefði að
ósekju mátt vera kröftugri, enda þótt auðheyrt væri að
kerfið var keyrt af meiri krafti en áður þegar þeir hófu
leikinn. Miðað við hversu vel þessir tónieikar tókust
þrátt fyrir kraftleysi kerfisins, má ætla að framtíð Don-
ington-tónleikahátíðarinnar sé tryggð.
Thunder
Það verður að játast að undirritaður hafði aldrei heyrt I
í Thunder áður og sá þar að auki ekki nema hluta dag-
skrár þeirra. Það sem hann sá lofaði hins vegar mjög
góðu, þrátt fyrir að hljómburðurinn væri afleitur. En
miðað við að sveitin er fremur lítið þekkt og að það er
ávallt erfitt að vera fyrsta hljómsveit á tónleikum sem
þessum, getur Thunder unað vel við sitt. Miðað við fagn-
aðarlæti áheyrenda á sveitin góða framtíð fyrir sér, en
tónlistin er það sem kalla má klassískt þungarokk —
heppileg blanda af ensku og bandarísku hvítramanna-
rokki.
Quireboys
Næstir á sviðið voru fyllikarlarnir í Quireboys. Blaða-
manni hafði reyndar auðnast að hitta þá baksviðs áður
en þeir fóru á svið og þeir voru jafnedrú og æðstitempl-
ar á bingói. Af btjóstastærð fylgikvenna þeirra var hins
vegar augljóst hvert aðaláhugamál sveitarinnar var og
Jack Daniels beið þess eins að þeir kæmu af sviði. Ég
spurði söngvarann Spike hveiju íslenskir aðdáendur
mættu eiga von á og hann svaraði:„Fullt af rokki og
róli,“ og spurði svo á móti: „Er það satt sem við höfum
heyrt um dömurnar á íslandi?" „Vafalaust," svaraði ég
án þess að vita hvað hann hefði heyrt, en minnugur
þess að sviðsstjóri þeirra kom til íslands með Led Zepp-
elin í árdaga, og hann sagði: „Segðu þeim að vera tilbún-
ar þegar við komum á svæðið.“ Blaðamaður hafði heyrt
af því að sveitin hafi gengist fyrir blautbolakeppni hvar
sem þeir komu í Bandaríkjunum og spurði þvLgítarleikar-
ann Guy Griffin hvort á slíku væri von á Islandi. „Er
ekki allt of kalt fyrir slíkt,“ spurði hann á móti. „Það
fer eftir því hversu heitt ykkur er í hamsi,“ svaraði ég.
„Ja, við afþökkum aldrei sjálfboðaliða,“ sagði hann um
leið og hann snerist á hæli og stormaði inn á sviðið.
Um leið og fyrsti tóninn hljómaði ærðist allt meðal
áheyrenda. Quireboys slógu aldrei af og keyrðu án nokk-
urrar viðstöðu í gegn um dagskrána. Reyndar fannst
manni hljómsveitin eiga betur heima á reykmettuðum
bar, en okkar menn létu það ekki hafa nokkur áhrif á
sig og fengu áheyrendur á band með sér í lögum eins
og „Man on the Loose“ og „Whipping Boy“. Þrátt fyrir
að Quireboys séu fyr’st og fremst rokkhljómsveit sýndu
þeir og sönnuðu í lögu'm eins og „Roses and Rings“ að
þeir eiga nóg af tilfinningu án þess að rokkstaðallinn
sé nokkuð lækkaður. Áfram var haldið í gegn um lög
eins og „I Don’t Love You Anymore" og „There She
Goes Again“. Áður en nokkur veit af er allt búið og
þeir hlaupa út af sviðinu. Mannfjöldinn ætlar að fara
klappa þá upp aftur en áður en af því verður í alvöru
eru þeir komnir inn aftur og bassaleikarinn Nigel Mogg
trúir áheyrendum fyrir því að þeir
verði að taka eitt lag í viðbót til
þess að fá borgað. Mannskapurinn
er alsáttur við það og kórdrengirnir
hella sér útí „Heartbreaker".
Quireboys eru engir ævintýralegir
hljóðfæraleikarar, en þeir kunna að
rokka afturábak og áfram, sem hef-
ur reynst mörgum gott veganesti
eitt og sér, samanber Guns’n’Roses.
Á þessum tónleikum sneru þeir aftur
sem týndu synirnir, sem hafa gert
það gott vestanhafs, og sýndu lönd-
um sínum hvernig á að rokka.
Poison
Þrátt fyrir að sjálfur hafi ég haft
gaman að Poison hafði ég ákveðnar
efasemdir um hvort þeir væru rétta
bandið til þess að troða upp á Don-
ington. Breskir þungarokkarar hafa
lengi haft horn í síðu bandarískra
kollega sinna, aðallega vegna þess
að þeim finnst kaninn selja útvarps-
stöðvum sálu sína fullódýrt. Fyrir
nokkrum árum lá við að Van Haler,
væri hrópuð niður af sviði í Doning-
ton. Hvernig skyldi Poison þá reiða
af?