Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990
t
Maðurinn minn, GEIR HALLGRÍMSSON
seðlabankastjóri,
lézt aðfaranótt 1 september.
Erna Finnsdóttir.
t
Faðir okkar,
ÓSKAR GISSURARSON
áðurtil heimilis á Lokastfg 23,
andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 31. ágúst.
Ásgeir Óskarsson,
Helga Óskarsdóttir,
Birna Óskarsdóttir,
Guðlaug Óskarsdóttir.
t
Föðurbróðir okkar,
KRISTJÁN JÓNSSON
frá Snorrastöðum,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
lést í sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 31. ágúst sl.
Jarðarförin auglýst.síðar.
Systkinin frá Snorrastöðum.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓNJÓNASSON
járnsmiður,
Eskihlíð 22,
Reykjavfk,
lést fimmtudaginn 30. ágúst.
Þóra Eiríksdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Gylfi Guðjónsson,
Jón Torfi Gylfason,
Hjalti Gylfason.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
BIRNA EYJÓLFSDÓTTIR,
Asparfelli 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. september
kl. 15.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Eiríkur H. Tryggvason,
íris Eiríksdóttir,
Tryggvi Eiríksson,
Eyjólfur Róbert Eiríksson.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA í. GUÐMUNDSDÓTTIR,
sambýlinu Skjólbraut 1a,
Kópavogi,
sem lést fimmtudaginn 23. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 3. september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðlaug B. Rögnvaldsdóttir,
Björgvin Bergsson.
t
SVERRIR ÞÓR
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 5. septem-
ber kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól og Orgelsjóð
Langholtskirkju.
Ebba Björnæs Þór,
íris Björnæs Þór, Kári Sveinbjörnsson,
Kristján Björnæs Þór,
Friðrik Björnæs Þór,
Jón Þ. Þór, Elfn Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Ingimar Guðmunds-
son - Minning
Fyrir skömmu lést í Sjúkraskýlinu
í Bolungarvík móðurbróðir minn
Ingimar Guðmundsson.
I þessari síðbúnu samantekt viidi
ég minnast þessa góða frænda míns
og riíja upp nokkur minningarbrot
sem mér eru kær.
Ingimar var fæddur í Rekavík bak
Látur árið 1904, sonur Guðmundar
Pálmasonar vitavarðar á Straumnesi
og fyrri konu hans Ketilríðar Þor-
kelsdóttur.
í Rekavík óist Ingimar upp í stór-
um barnahópi. Þegar hann var fjög-
urra ára veiktist hann hastarlega
af kíghósta og líklega hafa einhver
önnur veikindi lagst að um svipað
ieyti. Uppfrá þessu gekk Ingimar
ekki heill til skógar. Hann lamaðist
að nokkru og vinstri hönd og fótur
krepptist og stirðnaði. Honum var
auk þess stirt um mál og talið óskýrt.
Lífsbaráttan var hörð um síðustu
aldamót í afskekktri smávík fyrir
opnu hafi. Fullfrískt fólk mátti hafa
sig allt við til að komast af. Afkom-
an var háð líkamlegu atgervi, kröft-
um og heilsu. Má því fara nærrri
um hversu þeir sem voru minnimátt-
ar urðu að leggja sig fram ef þeir
áttu ekki að vera öðrum byrði.
Eftir að Ingimar varð fullorðinn
dvaldi hann á ýmsum stöðum og
m.a. var hann um skeið heimilismað-
ur hjá séra Jónmundi á Stað í
Grunnavík. Ingimar minntist séra
Jónmundar alla tíð með mikilli þökk
og virðingu. Á prestssetrinu leið
honum vel og sem dæmi um gæsku
og mannkærleika séra Jónmundar
má geta þess að einhveiju sinni tók
hann Ingimar með til Reykjavíkur í
einni af fyrstu ferðum sjóflugvéla
hér á landi. Fyrir fatlaðan ungan
mann sem ekki átti margra kosta
völ í lífinu hefur þessi för verið
ævintýri.
Margra annarra minntist Ingimar
með hlýju, ekki síst Soffíu Bærings-
dóttur í Bolungarvík og barna henn-
ar Vagns og Ásdísar sem hann var
tíður gestur hjá eftir að hann varð
heimilisfastur í Sjúkraskýlinu í Bol-
ungarvík. Ingimar átti marga sanna
vini og hann endurgalt þá vináttu
með því sem hann átti best, — hlýju,
einlægni og trúmennsku.
Þrátt fyrir fötlun sína var Ingimar
verkmaður góður. Öll þau verk sem
honum voru falin og hann réði við
leysti hann af hendi með stakri
prýði. Hann var snyrtimenni mikið
og vandaði allt sem hann gerði svo
sem honum var frekast unnt. Þegar
ég var að alast upp í foreldrahúsum
í Eyrardal í Súðavík voru vélar yfir-
leitt ekki komnar til sögunnar við
heyskapinn. Ingimar, sem gjarnan
dvaidi á heimilinu á sumrin, var lið-
tækur við að riija og raka. Hins
vegar var hann ekki alltaf ánægður
með flýti og vinnulag annarra og
hafði því oft sérstakan flekk í sinni
umsjá. Þar voru rifgarðar þráðbeinir
Svava Guðmunds-
dóttír - Minning
Fædd 20. júlí 1916
Dáin 23. ágúst 1990
Mágkona mín, Svava Guðmunds-
dóttir, fékk hvíldina snemma morg-
uns, fimmtudaginn 23. þ.m., eftir
langvarandi heilsuleysi, sem hijáð
hafði hana um árabií, en hún barð-
ist við af æðruleysi og óbilandi
krafti, sem var aðdáunarverður.
Foreldrar Svövu voru Guðlaug
Klementsdóttir og Guðmundur Jak-
obsson bílstjóri hjá Smjörlíkisgerð-
inni Smára í fjöldamörg ár. Þau
hjón voru Húnvetningar að ætt, en
búsett hér í borg um árabil, og eign-
uðust í sínu hjónabandi átta börn,
6 dætur og 2 syni. Ein af dætrun-
um, Svava, og Rögnvaldur bróðir
minn gengu í hjónaband 20. nóvem-
ber 1940 og eignuðust þau eina
dóttur, en slitu samvistir, annar
maður Guðlaugar var Halldór
Bjarnason, stýrimaður, hann fórst
með mb. Maríu 1. febrúar 1973,
börn þeirra eru fjögur, þrjár dætur
og sonur sem fæddist 26. maí 1973,
skömmu eftir lát föður síns. Um
árabil hefur Guðlaug verið í sambúð
með Björgvini Bjarnasyni sjómanni,
Austfirðingur að ætt, Svava mat
hann mikils og var hann mikili vin-
ur barna og barnabarna og góður
heimilisfaðir. Árið 1978 fluttu þau
Svava og Röggi í Fannborg nr. 1,
þar leið þeim vel þrátt fyrir heilsu-
leysi beggja, þar andaðist Röggi
22. maí 1980, og Svava þá orðin
LEGSTEIIXIAR
GRANÍT - MARMARI
Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður,
pósthólf 93, símar 54034 og 652707.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI ÞORLEIFSSON,
sem lést á Hrafnistu 27. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu 4. september kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, er bent á Hrafnistu, Reykjavík.
Maria Júlía Helgadóttir, Reynir Guðsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ELLEN JÓNA KRISTVINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. september
kl. 15.00.
Birgir Jónsson,
Ása Sólveig, Ellen Birgis,
Linda Björk, íris Ösp,
Axel Jón.
og jafnir, föng og lanir eins og lista-
verk og hvergi strá í óreiðu.
Enda þótt ég eigi margar góðar
og hlýjar minningar um Ingimar er
mér þó minnisstæðast hversu ein-
lægur hann var, trúr og áreiðanleg-
ur. Það var sama hvort það var stórt
eða smátt sem honum var trúað fyr-
ir. Hann lagði allt í sölurnar til að
reynast traustsins verður.
Þegar fólk sem maður með sanni
getur talið til vina sinna, hverfur á
braut verða slíkar minningar skýrari
og maður gerir sér betur grein fyrir
hversu dýrmætar og gefandi þær
eru. Hafi Ingimar þökk fyrir allt það
góða sem hann gaf af sjálfum sér.
Hrólfur Kjartansson
einstæðingur, en með góðra manna
hjálp fluttist hún í febrúar ’87 í
sambýlið Skjólbraut la í Kópavogi,
og þar eins og áður leið henni vel,
sagðist vera á dásamlegu, góðu
heimili, allir góðir. Sjálf var hún
einstaklega hjartahlý og góð kona.
Hreinlætið og notalegheitin á heim-
ili hennar var einstætt.
Við, fjölskyldan, þökkum sam-
fylgdina og vitum að nú mun Svava
sameinast Rögga á Guðs vegum.
Með þökk fyrir allt.
Guðmundur Kristjánsson
108 Reykjavík, Sími 31099
Opiö öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.