Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 28
ÍS 3
28 C
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASÖGUR
SUNNUDAGUR 2! SEPTEMBER 1990
STJORNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þér fmnst þú ekki geta um frjálst
höfuð strokið í dag fyrr en þú
hefur lokið af ákveðnu verkefni.
Þó er eins víst að vinir þínir eigi
það til að setja strik í reikninginn
með því að trufla þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí) <rí%
Þú verður að verja meira tíma
með baminu þínu en venjulega.
Taktu ástvini þína fram yfir
starfið í dag. Mættu maka þínum
á miðri leið og tryggðu að kvöld-
ið verði ánægjulegt.
. Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur reynst þér erfitt verk
að útskýra skoðanir þínar núna.
Áríðandi mál á vinnustað eða
heima fyrir koma í veg fyrir að
þú getir brugðið þér bæjarleið
eins og þú hafðir í huga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HS
Pér getur orðið á að ofnota krítar-
kortið í dag. Þú verður að leita
eftir samningum vegna tafa sem
orðið hafa á fjárgreiðslum til þín.
Það geta orðið einhver vandræði
út af baminu þínu í kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skoðanaágreiningur kemur upp
milli þín og nákomins ættingja
eða vinar. Reyndu ekki að bera
gamlar lummur á borð fyrir fjöl-
skylduna í kvöld. Einhver mun
þá neita að gefa eftir í málinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Ásetningur þinn er vissulega af
hinu góða, en ekki er víst að þú
komir eins miklu í verk og þ ú
vildir. Gættu þess að sökkva ekki
í fen smáatriða. Reyndu fremur
að hafa yfirsýn yfir það sem þú
ert að gera.
“ T
(23. sept. - 22. október)
Þijóskukast hjá baminu þínu
veldur þér. áhyggjum í dag.
Reyndu samt ekki að ýta of fast
á um svör við spumingum þínum.
Þú kannt að verða taugatrekktur
út af tiifinningamálunum í kvöld.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember) HSS
Þú ert á báðum áttum um hvort
þú eigir fremur að veija tímanum
með fjölskyldunni eða heimsækja
vini þína. Vertu ekki of harð-
hnjóskulegur við þína nánustu í
kvöld.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) m
Þetta er ekki rétti tíminn fyrir
þig til að kynna hugmyndir þínar.
Þér finnst eins og einhver sé að
leyna þig einhveiju núna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Eitthvert heimilistækjanna gæti
bilað í dag. Þú getur orðið að
sætta þig við lítils háttar útgjöld
þess vegna. Þú getur lent í sjálf-
heldu í máli sem varðar kunn-
ingja þinn.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) &&
Þú verður að halda dómgreind
þinni vakandi í notkun krítar-
kortsins í dag. Láttu viðskiptin
sem þú ætlaðir að ráðast í liggja
í láginni í bili. Ekkert liggur á.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) !£
Tilhneiging þín til að hverfa inn
í skelina kemur nú þvert á áform
nákomins ættingja eða vinar og
það er ekki gefið að hann taki
„nei“ sem gott og gilt svar.
AFMÆLISBARNIÐ er vkh
kvæmt, samvinnufúst og á auð-
velt með að umgangast annað
fólk. Það er ríkt að samúð og
mundi verða frábær félagsráð-
gjafi. Það hefur mikla sköpunar-
hæfileika og ríka þörf fyrir fjár-
hagsöryggi. Það vinnur best þeg-
ar ándinn kemur yfir það, en á
til að vera svolítið uppstökkt. Það
getur náð langt á skapandi svið-
um.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DYRAGLENS
GRETTIR
/ £>TUNOUH\ ÓSKA ÉG \
Pess kð és gæti sopie
\At-CAKJ DAGlklM eiKS CgJ
iþclt SReme)
AÐ MISSA
SVEFN.TIL
D/ZMIS'
TOMMI OG JENNI
Wfr ———
LJOSKA
( Z
FtHrúGJO*. fr/ueou )
> •JH, pnveK. ,
íau£>v£lt pyzie frc)
1 Aose&r/t Þao> >
FERDINAND
SMAFOLK
Jlívn gcvufrL&at aM-
Lyyun- JxttiAú, MFOug/iítuTWLdL
J2 upvu.
Kæra Palla Jóns. Mér þykir leitt að Einhvern tímann munum við hlæja HA! Nei, einhvern tímann.
öll bréfín þín voru endursend. að þessu.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Úrslitaleikur Handaríkjanna og Pakistans
1981. Spil 72.
Leikurinn var í járnum fyrstu
48 spilin, en í fjórðu 16 spila
lotunni gekk allt á afturfótunum
hjá Pakistönum og Bandaríkja-
menn skoruðu 65 IMPa gegn
9. Meckstroth og Rodwell voru
í bullandi stuði, það var sama
hvað þeir gerðu, allt heppnaðist.
Meira að segja ...
Vestur gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ 2
¥108
♦ ÁKD10852
♦ 642
Vestur Austur
♦ D987 4G54
¥ AD964 Ullll ¥ G32
♦ 6 ♦ G3
+ K97 +ÁDG53
Suður
♦ ÁK1063
¥ K75
♦ 974
♦ 108
Opinn salur.
Vestur Norður Austur Suður
Solodar Masood Levin Zia
2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass
Pass 3 tíglar 3 hjörtu Pass
Pass 4 tíglar Allir pass
Eftir Flanneryopnun vesturs
koðnuðu sagnir friðsamlega nið-
ur í 4 tíglum, sem unnust slétt
eftir trompútspil austurs. 130 í
NS.
Lokaður salur.
Vestur Norður Austur Suður
Munir Meckst. Fazli Rodwell
1 hjarta 3 hjörtu Dobl 3 grönd
Pass Pass Dobl Pass
Pass Redobl Aiiir pass
Með 3 hjörtum ætlast Meckst-
roth til að makker segi 3. grönd
með fyrirstöðu í hjarta, en þegar
doblið kemur fær hann bak-
þanka, því venjulega eiga menn
a.m.k. eina fyrirstöðu í hliðarlit
fyrir slíkri sögn. Redoblið er sem
sagt af SOS-gerðinni. Rodwell
vissi auðvitað að einhvers staðar
var gat í spilinu, en Munir átti
eftir að hitta á rétt útspil. Og
sjálfur átti Rodwell ómeldaðan
5-lit í spaða. Og það var eins
og við manninn mælt. Eftir
langa íhugun spilaði Munir út
spaða og Rodwell tók 9 slagi —
750. Með laufi út fær vörnin 10
slagi og 2200!!
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu skákmóti í Lúxemborg
í sumar kom þessi staða upp í
skák V-Þjóðveijanna W. Winter-
stein (2.275), sem hafði hvítt og
átti leik, og alþjóðameistarans
Sönke Maus (2.400).
22. Hxf5! - exf5, 23. Rd5 -
Da7, (Hótar að fráskáka með
riddaranum á c5, en hvítur gefur
lítið fyrir það:) 24. Rf6! - Re4+,
25. Be3 (Nú missir svartur drottn-
inguna eða verður mát.) 25. -
gxf6, 26. Bxa7 - Hxa7, 27. exf6
- Hd7, 28. Hxe4! og svartur
gafst upp, því eftir 28. - fxe4,
29. Dg4 tapar hann hrók.
Sigurvegarar á þessu móti urðu
enski alþjóðameistarinn William
Watson og tékkneski stórmeistar-
inn Vlastimil Jansa. Þeir hlutu
báðir 7 v. af 9 mögulegum. Næst-
ir urðu stórmeistaramir Plaskett,
Englandi, Rajkovic, Júgóslavíu,
Farago, Ungveijalandi, og Kirov,
Búlgaríu, og alþjóðameistararnir
Motwani, Skotlandi, og Schmitt-
diel, V-Þýzkalandi. Þeir hlutu allir
6'A v. Flugleiðir voru á meðal
styrktaraðila mótsins,