Morgunblaðið - 02.09.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 2. SEPTEMBER 1990
C 29
VILTU LÁTA TAKA FRÁ FYRIR ÞIG
... með því að kaupa þér aðgangskort, sem gildir að sex
sýningum leikársins? Þá færðu 20% afslátt af miðaverði, þú
hefur þitt fasta sæti og síðast en ekki síst, þú efnir loforð við
sjálfan þig um að fara í leikhúsið.
Sjaldan eða aldrei hefur verkefnaval Leikfélags Reykjavíkur verið
jafn fjölbreytt og nú.
Fyrirhuguð verkefni leikársins em: Nýtt leikrit, Ég er Meistarinn,
eftir ungan íslenskan höfund; Hrafnhildi Hagalín Guðmunds-
dóttur (litla sviðið), sprellfjörugur söngleikur eftir þá Ólaf
Hauk Símonarson og Gunnar Þórðarson, leikrit sem nefnist
„1932“ eftir Guðmund Ólafsson leikara og rithöfund,
öndvegisverk snillingsins Tennessy Williams; Köttur á heitu
blikkþaki og verðlaunaleikritið „Ég er hættur! Farinn!, eftir
Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Sérstök athygli er vakin á því
að hið vinsæla leikrit um Sigrúnu Ástrósu verður tekið upp frá
fyrra leikári. En fyrsta sýning vetrarins verður á hinum
óborganlega gamanleik; Fló á skinni eftir Feydeau.
BORGARLEIKHÚSIÐ
við Listabraut er án efa glæsilegasta musteri leiklistarinnar á
íslandi. Þangað er auðvelt að komast, alltaf næg bílastæði,
rúmgóð fatageymsla, sannkölluð lúxussæti með góðri yfirsýn -
og ekki má gleyma kaffibamum í forsalnum þar sem
heimabökuðu sælgætiskökumar hennar Ástríðar bíða
sýningargesta í hlé.
Sala aðgangskorta stendur yfir í Borgarleikhúsinu frá 3.
september, og miðasala er opin daglega frá kl. 14 til 20.
Aðgangskort á fmmsýningar kostar kr. 14.000, en kr. 7.500 á
aðrar sýningar. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 6.500
Sala aðgöngumiða á einstakar sýningar hefst 12. september og
við minnum á hópafsláttinn, skólaafsláttinn og afslátt til elli- og
örorkulífeyrisþega.
Fáðu þér aðgangskort - það hjálpar til við efndirnar og
hver sýning verður ódýrari.
UPPSKRIFT
AÐ ÁNÆGJULEGU KVÖLDI:
Aðgangskort - en það gefur þér góðan fyrirvara:
• til þess að útvega góða bamfóstm
• hóa saman vinum (sem eiga áskriftarkort á sömu sýningar)
• fara út að borða, á Hard Rock eða Kringlukrána fyrir leiksýningu.
(Afsláttur fyrir gesti Borgarleikhússins, gegn framvísun
aðgöngumiða).
• fullkomna kvöldið og skiptast á skoðunum um leiksýninguna
á öðmm hvomm ofangreindra veitingstaða að sýningu lokinni.
BORGARLEIKHUSIÐ
- EIN BJARTASTA HLIÐIN
Á SKAMMDEGINU.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Borgarleikhúsið við Listabraut,
sími 680680.
AUK k660-1