Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 11 óþreytandi í norrænu menningar- samstarfi. Með henni í nefndinni eru Lars-Ake Engblom, forstjóri Norræna hússins og Sigrún Val- bergsdóttir, fulltrúi menntamála- ráðuneytisins. Ljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í að gera íslensku dag- skráratriðin sem best úr garði og verður forvitnilegt að fylgjast með þeim. En það er ýmislegt annað sem kemur til með að vekja athygli. Meðal þess sem undirritaður vildi síst af öllu missa af er dagskrá Heidi von Born um Margaret At- wood „rithöfundinn sem er Kanada". Einnig mætti nefna dag- skrá um Barcelonaborg, „miðju heimsins" og samtal um Eystra- saltlönd og Katalóníu, samveru með brasilískum rithöfundum sem við vitum alltof lítið um og kynni af Leikhúsi ljóðsins í Moskvu. Eflaust fýsir marga að hlusta á Willy Brandt ræða á norsku um stjórnmálaferil sinn og Þýskaland samtímans. Ekki er heldur ólíklegt að glæpasagnahöfundurinn breski, P.D. James, dragi að sér athygli. Því miður verður gestur á Bóka- og bókasafnastefnunni að velja og hafna, getur ekki notið alls sem á boðstólum verður. Hitt er svo annað mál hvað dagskráin skilur eftir, hvaða gildi allt tilstandið hefur. Vonandi mun hlutur íslands verða góður, að minnsta kosti er hér rétt- ur vettvangur til að beina sjónum manna að menningarviðleitni Is- lendinga. Undir orð Önnu Einarsdóttur er óhætt að taka að betra tækifæri fáum við íslendingar ekki til að kynna íslenskar bókmenntir erlend- is og greiða þeim götu inn á norræn- an markað. Hún benti m. a. á þann fjölda bókavarða alls staðar frá á Norðurlöndum sem auk annarra áhrifamanna kemur til Gautaborg- ar. Bok och Bibliotek sem stendur að Bóka- og bókasafnastefnunni er einkafyrirtæki og er forstjóri þess Svíinn Bertil Falck. Stjórnin er skip- uð norrænum fulltrúum og situr Anna Einarsdóttir í henni fyrir ís- lands hönd. Meðal stjórnarmanna er Ann Sandelin sem nú stýrir menningarsetrinu á Hanaholmen í Finnlandi, en var áður forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. einkum sveitunum. Til undantekn- inga má telja langa og ýtarlega ferðasögu frá Hornströndum. Konur eru enn í minnihluta meðal höfunda. Hins vegar vekur at- hygli hve ungt fólk er áberandi í þessari Húnavöku. Flest mun það vera skólagengið. Ekki er þó sýnt að hinir eldri skrifi verr, enda þótt þeir hafi einungis forframast í skóla lífsins sem svo er kallað. Stíll sprettur ekki af lærdómi held- ur af skapgerð: sjálfsaga og dóm- greind. Þó minningarorð séu oft yfir- borðskennd er ekki svo um ævi- ágrip þeirra Húnvetninga sem lét- ust á fyrra ári og birt eru í þess- ari Húnavöku. Miklu fremur auka þau fræðigildi ritsins, kunna enda að þykja merkileg þegar frá líður. En meðal látinna var Sigurjón Oddsson sem lengi bjó á Rútsstöð- um, góðkunningi Lárusar í Grímstungu; kjarnakarl sem ferðamenn hittu tíðum á Hvera- völlum á árum áður. Þetta voru erfiðismenn en réðu tíma sínum sjálfir og voru því frjálsir ferða sinna. Og fjallamenn miklir. Og komust hátt á tíðræðisaldurinn! Um frágang og útlit þessarar Húnavöku er flest jákvætt að segja nema hvað Efnisyfirlit hefur óvart lent inn í miðjum formála. Fag- maður sá, sem vann það verk, þarf að fá sér ný gleraugu sem fyrst! Myndir margar eru í ritinu, þar með taldar landslagsmyndir í lit. Þeirra á meðal er tylft litmynda frá Hornströndum. Það má kalla að bera í bakkafullan lækinn, svo víða sem því landsvæði hafa verið gerð skil á undanförnum árum í máli og myndum. Nóg ætti að vera myndefnið innanhéraðs. ^^FAXAFENI 14, NÚTÍÐ, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR 687480, 687580 O OG 37878 Innrítun daglega frá kl. 10-20 Svona gerum við Þaö sem vió kennum í vetur: Barnadansar gamlir og nýir er undirstaða fyr- ir allan samkvæmisdans. Söng- dansar og leikir og splúnkunýr barnadans, verðlaunadans frá Danmörku í sumar, Barna- Lambada, sem Henny hefur aðlagað íslenskum börnum. Gömlu dansarnir verða í vetur á föstudagskvöld- um og auk gömlu, góðu dans- anna, eins og vínarkrus, polka, skottís, marsúrka, ræls og m.fl., dönsum við þar „party-dansa“ og gamla enska og danska dansa, sem við ein kennum. þar sem grunnurinn er 10 dans- arnir í heimskerfinu. Fyrir börn, unglinga og fullorðna. Þar geta pörin, hjónin og vinirnir komið saman og átt skemmtilega kvöldstund í góðra vina hópi því mikið er lagt upp úr félagslega þættinum um leið og við öðl- umst öryggi á dansgólfinu og umgengni við annað fólk. Skemmtilegir tímar. Allt það nýjasta fyrir keppnisdansara. Frábærir gestakennarar vænt- anlegir ívetur. ®EPP fyrir alla stráka og stelpur, unga og gamla. Madonna verður með í lagavalinu. Nýir dansar. Mikiðfjör. Suður- amerískir dansar j 1 1 dansa og Mambo, Boggie, Salsa eru uppáhaldsdansar margra og enn fáum við nýjan dans í vetur, Soca, upprunninn frá eyjunum í Karíbahafinu, arftaki Lambada. Sértímar fyrir 10-12 ára og 13-16 ára. Rock’n Roll rieln! borgarar - Kaffikvörnin þar sem kaffið er á könnunni og dansað á milli sopanna og spjalls, verður á föstudögum kl 16 í vetur. Dönsum létta og skemmtilega dansa og hittum góðafélaga. Jazzleikskólinn ersérgrein okkar. Þarfæreinstaklingurinn, börn 3ja-6 ára, að njóta sín óþvingaður á dansgólfinu. Síðan við byrjuðum á Jazzleikskólanum fyrir 6 árum, hefur það sýnt sig og sannað, að þörnin fá góða undirstöðu í tónlist og fyrir allan dans til áframhaldandi náms. Spennandi leikdansar, sem börnin sýna ívor. Jazzleikskólinn er sérgrein okkar. Varist eftirlíkingar. Jazzdans - Discojazz -Freestyle fyrir alla, sem vilja hreyfa sig eftir nýjustu lögunum „Vouge“ og „Hip-Hop“ og læra nýja dansa. er alltaf einn af tískudönsunum. Allir muna eftir lagi eins og „Rock around the Clock". Við erum með fjöldan allan af nýjum sporum og samsetningum, m.a. eftirgestakennara okkar, Per Henckell, og konu hans, Kittyfrá Danmörku, en þar kynntum við okkur allt það nýjasta í rokk- dansinum. Yngsta rokkpar landsins kemur nýjum nemend- um á sporið á kynningardegin- um í Faxafeni 14 kl. 16 á sunnu- dag. Félagasamtök og starfsmannahópar verða að hafa samband við okkur sem fyrst. Einkatímar eftir samkomulagi. Raðgreiðslur og annað. Foreldrar: Gefið barninu ykkar bestu fáan- legu undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í öllum dansi og tónlistarnám. ídansinum er lífsgleði og þar er holl og góð hreyfing. / danstímunum ert þú / góðum félagsskap. FAXAFEN114. HÚSIÐ NÚTÍÐ O <►^0 Faglærðir danskennarar. Nýtt húsnæði, sem liggur vel við íbúðarhverfum borgarinnar. Tveir kennslusalir. Næg bílastæði. Grensásstöð SVR er stutt frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.