Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 12

Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 AR LÆSIS Lestu upphátt eftir Guðlaugu Guðmundsdóttur VIÐ menntaskólann við Sund er lestur fornrita stór þáttur í íslenskukennslu. Þar eru lesnar langar og stuttar fornsögur og yfirleitt nýtur þetta námsefni tölu- verðra vinsælda. Kennarar hafa margs konar lag á því að bera fornsögurnar á borð fyrir nemend- urna enda bjóða þær upp á mikla fjölbreytni þegar kennslufræðin er annars vegar. Síðastliðinn vetur var Hrafnkels saga Freysgoða lesin í 2. bekk á haustönn en hún er í hópi hinna stuttu íslendingasagna sem kunn- ugt er. Til að koma nemendum af stað við lestur sögunnar var hafíst handa með því að lesa upphátt. Það sem vakti fyrir kennaranum var að benda nemendum á leiðir til að átta sig á upphafi sögunnar t.d. með því að teikna upp ættartöl- ur, staðsetja persónumar í tíma og rúmi og fleira í þeim dúr. Þeg- ar þessu væri lokið áttu nemendur síðan sjálfír að bera ábyrgð á lestr- inum eins og venjan er oftast. En viti menn. Það teygðist á lestrinum og svo fór að lokum að einn nemandi tók við af öðrum og lesið var upphátt þar til sögunni lauk. Algjör vinnufriður ríkti í stof- unni og hið lesna orð réði ríkjum. Við stöldruðum við snúin orð og orðasambönd og þau voru útskýrð jafnóðum. Glósubókin var að sjálf- sögðu við hendina. Úrelt kennsluaðferð? Ég, kennarinn, var dálítið skömmustuleg þegar ég viður- kenndi að hafa beitt þessari gamal- dags kennsluaðferð næst þegar íslenskukennarar funduðu en starfsfélögunum þótti þetta for- vitnilegt. Við veltum þessu fyrir okkur og ýmsar staðreyndir komu upp á yfirborðið. Til dæmis það að texti íslendingasagna lætur einkar vel í eyrum og hefðin er sú að sögurnar voru sagðar eða lesn- ar upphátt í aldanna rás. Eyru manna hafa lítið breyst en ungling- ar nú til dags, sem komnir eru langt frá sagnahefðinni, þurfa leið- arhnoð til að nálgast bókmennta- arfínn. Þessi leið reyndist fær. Allir lásu, allir heyrðu og allir voru með þegar staldrað var við fleygar setningar sem hugsanlega hefðu farið framhjá nemanda sem af skyldurækni þvældi sér til að lesa nokkra'kafla heima. Vandi að lesa Það er vandi að lesa upphátt og allt of lítið gert af því hversdags. Núna er það að Iesa upphátt bund- ið við svefnherbergi litlu bamanna. En við eygjum breytingu þar á því skólinn hefur tekið framsögn og munnlega tjáningu inn í náms- efnið. Þessi kennsla er í mótun og þykir löngu tímabær. í MS var kennsla í framsögn hafín í fyrra og það varð úr að þessi yfirferð á Hrafnkels sögu varð liður í framsagnarkennslunni þótt það hafí ekki verið ætlunin í upphafi. Nemendur heyrðu fljótt að það var ekki sama hvernig les- ið var og sumir gátu þetta betur en aðrir. Helstu vandamál voru of hraður lestur og eintóna. En æf- ingin skapar meistarann og þeir sem sístir voru í byijun tóku mikl- um framförum. Ég held að margir hafí undirbúið lesturinn heima því allir sem reyna komast að því að það er ekki vandalaust að lesa þúsund ára gamlan texta óundir- búið ef vel á að vera og lesarinn er óvanur. Það leið ekki á löngu þar til allir höfðu náð nokkrum tökum á lestrinum þannig að hann varð áheyrilegur og eðlilegur. Siðferði og sannleikur Þessi aðferð sem hér er lýst er afar hentug og kom á óvart að því leyti að hún bauð upp á nýjar leið- ir í umfjöllun um söguna. Nemend- um þótti gaman að þessu og Hrafnkelssaga reyndist hæfilega <S J löng. Þegar lengri sögur eru ann- ars vegar t.d. Egla eða Njála er kjörið að velja úr ákveðna kafla og lesa upphátt í tímum. Það sem kom mér mest á óvart var hvað nemendumir höfðu gaman af þess- ari eldgömlu sögu. Umræður um siðferðilega breytni og sannleiks- gildi sögunnar vom oft líflegar. Við sem búin emm að slíta barnsskónum emm svo heppin að hafa dálítil tengsl við sagnahefðina þ.e. við höfum heyrt sögur sagðar og lesnar eins og kynslóðirnar á undan okkur áttu að venjast. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi þekkir hins vegar alls konar græj- ur mun betur en gömlu sögurnar en einhverra hluta vegna virðist ákveðin lotning og forvitni gagn- vart fomsögum hafa skilað sér til ungs fólks. Það er því kjörið tæki- færi að lesa þessar sögur saman hvort heldur er heima eða í skólan- um. Höfundur er kennnri. Varíð land í Kúvæt eftir Hreggvið Jónsson Árás íraka á smáríkið Kúvæt hefur fengið alla hugsandi menn til að staldra við. Hvemig má það vera, að á árinu 1990 sé sjálfstætt smáríki innlimað með hervaldi af nágranna sínum? Hvernig má það vera að á tímum slökunar geti slíkt átt sér stað? Hvernig má koma í veg fýrir viðlíka ofbeldi í framtíðinni? Allt bendir til að lausn okkar íslendinga sé farsælust. Varið land er eina ör- ugga ráðið, jafnvel árið 1990. Smáríki eiga ekki aðra betri mögu- leika. Þetta leiðir jafnframt hugann að þeim breytingum, sem hafa átt sér stað í löndum kommúnista og ástæðum þess að þær gerðust. Þá er fróðlegt að rifja upp málflutning fulitrúa þessarar stefnu og fram- göngu ákafra talsmanna vinstri- manna hér á landi í fjölda ára. Hvers vegna biðja forystumenn vinstriafl- anna þjóðina ekki afsökunar á röng- um og ósönnum málflutningi sínum í fjölda ára? Innrásin í Kúvæt sannar réttmæti NATO Innrás íraka í Kúvæt sannar rétt- mæti og tilverurétt NATO og varn- arliðsins hér á landi. Smáríki jafnvel þó þau séu með eigin her standa varnarlaus án þátttöku í vamar- bandalagi eins og NATO, ef menn á borð við Saddam Hussein komast til valda. Þátttaka okkar í NATO Auðbrekku 14, Kópavogi símar 642209 og 641309. Mtivilubhd á hwrjum degi! er enn um stundir besti kostur okk- ar Islendinga. Eru vinstrimenn bundnir þagnareið? Nú er af sem áður að forystumenn vinstrimanna, sem voru sífellt gjammandi og varð ekki illyrða vant í garð okkar, sem héldum fram yfír- burðum fijálslyndrar hgfegri stefnu. Þær raddir eru nú hljóðnaðar. Ég minnist þeirra daga þegar við sem stóðum í fararbroddi fyrir Vörðu Landi vorum ásakaðir um landráð af annars dagfarsprúðum mönnum og var jafnvel hótað lífláti af æstum öfgamönnum til vinstri. Hvað skyldu þeir hugsa og segja núna, allir menn- ingarvitamir, háskólaspekingamir, sem aldrei hefur orðið orðs vant fyrr en nú. Er skuld þeirra ef til vill of stór? Eru þeir andlega gjald- þrota? Það er lágmarks krafa að þeir hreinlega játi andlega blindu sína, að þeir hafí talað gegn betri vitund, og ekki notað höfuðið til að Hreggviður Jónsson hugsa. Það verður auðvitað ekki létt að stíga þetta spor fyrir þessi stór- menni, sem margir hveijir hafa talið sig andlega leiðtoga þjóðarinnar á undanfömum árum. Víst er, að þess- ir ágætu menn geta ekki látið eins og ekkert hafi gerst. Hernaðarlegt mikilvægi Islands vex Við atburðina í Kúvæt hefur mik- ilvægi Islands vaxið hernaðarlega. Auðsýnt er, að staðsetning landsins og vægi þess, bæði fyrir flugher og flota, hefur mikla þýðingu þegar atburðir eins og í Kúvæt eiga sér stað. Jafnframt sýnir það sig að Is- lendingar geta aðeins tryggt sjálf- stæði landsins og öryggi með núver- andi skipan mála. Otrúleg tiltæki og ósvífni einræðisherra á borð við Saddam Hussein em slík, að ekki er vogandi að taka áhættu af óvörðu landi. Mörgum kann að þykja slíkt ólíklegt, en á spjöld sögunnar eru þeir atburðir skráðir að tryggara er að hafa vaðið fyrir neðan sig. Ekki hvað síst, þegar skýrt hefur verið Stutt lokasvar til Arn- órs Hannibalssonar eftir Helga Haraldsson Kæri Arnór. Mér er helgaður kafli í tékkator- reki þínu í Morgunblaðinu 21. ágúst. Um það hef ég þetta eitt að segja: Einstaklingum og samtökum sem reyndu að halda uppi menningar- sambandi austur um tjald á dögum kalda stríðsins var leiður vandi á höndum. Með því að fordæma opin- berlega mannréttindabrot þar eystra hefði þetta fólk átt á hættu að ijúfa þessi tengsl. Það var því eðlilega deiluefni í Tékknesk-íslenska félag- inu hve mikið mætti þola þegjandi. Það mun hafa ráðið úrslitum að opinská mótmæli hefðu síst hrinið á þeim sem skyldi, en svipt mæta menn og konur sambandi við Vest- urlönd sem þeim var mikill styrkur að í myrkrinu og kuldanum. Fyrir einstaklinga gat þetta einnig varðað samband við nána vini og vanda- menn. Hér er skýringin á því að félagsskapurinn mótmælti* ekki of- sóknunum gegn Havel. Ég er þeirri afstöðu algerlega sammála, og sjálf- ur tók ég af sömu orsökum ekki þátt í neinni opinberri fordæmingu. En mér var það ósvikið gleðiefni þegar valdboðskerfið hrundi, og ég stóð ásamt fleirum úr félaginu og fagnaði af einlægni Havel við komu hans til íslands. Þessi „tvöfeldni" gerir mig samkvæmt forskriftum þínum að svívirðilegum hræsnara. Samt læst þú ekki skilja hvað ég er að fara í grein minni 8. mars. Þú gerir mér upp aðrar forsendur en þær sem voru raunverulegt til- efni greinar minnar, sum sé að skv. skilgreiningu hlýt ég heyra til hópn- um sem þú lýsir þannig 28. febrúar: „ .. . þetta fólk þagði og bað um gott veður hjá Gústavi Húsak. Það lagði sig í líma að segja ekkert sem hinum heittelskaða þjóðarleiðtoga gæti mislíkað eða sendimönnum hans hér á landi. Mótmælti það, þegar Václav Havel var fangelsaður? Eða þá beerar honum var slenert inn fyrir múrana síðastliðið sumar? Fáar voru fréttir af því.“ Og niðurstaða þín er að við hefðum siðferðilega séð ekkert átt með að standa þarna og ættum heima í pólitískum og mór- ölskum skammakrók. Þegar menn reyna bera hönd fyr- ir höfuð sér eftir fjölmæli af þessu tagi sæmir ekki að líkja því við há- spennu á ímyndunaraflið, eins og þú kallar það. Við áttum langa viðræðu um þetta mál eftir að varnargrein mín birtist í mars. Mér fannst þá um stund þú átta þig á að þarna hefðir þú ausið auri persónur sem áttu það síst skil- ið. Þú talaðir jafnvel um að gera bragarbót. Kannski er þetta mis- minni. Ef til vill hefur óskhyggjan hleypt háspennu á ímyndunaraflið. „Það var því eðlilega deiluefni í Tékknesk- jslenska félaginu hve mikið mætti þola þegj- andi. Það mun hafa ráð- ið úrslitum að opinská mótmæli hefðu síst hrinið á þeim sem skyldi, en svipt mæta menn og konur sam- bandi við Vesturlönd sem þeim var mikill styrkur að í myrkrinu og kuldanum.“ Um þær mundir hringdi eitt sinn ég í stofnun sem er ætlað það hlut- verk að efla menningarsamskipti íslands við Norðurlönd. Þegar ég bar upp erindi mitt í nafni Tékknesk- íslenska félagsins, samtaka með hliðstæð markmið, kom svarið fljótt, skýrt og skorinort: „Við leigjum ekki pólitískum félögum." Þú getur ekki kvartað undan því, Arnór, að skrif þín í Morgunblaðið beri ekki árangur. Eftir lestur ágústgreinar þinnar geri ég mér litlar vonir um þú látir frá Iygilegum athöfnum valdhafa í Austur-Evrópu. Myrkraverk þeirra eru svæsnari, en í mögnuðustú skáldsögum. Meðan hermenn sem lúta stjórn einræðisherra ganga grá- ir fyrir járnum búnir vopnum, sem geta á andartaki þurrkað út líf á stórum svæðum er vissara að eiga að góða bandamenn. Það verður ekki fyrr en þjóðir heimsins taka sér plóg í hönd í stað vopna, að við getum treyst þvý að hugur þeirra standi til friðar. Á meðan er okkar trygging fólgin í friðarbandalagi NATO og þeirri lögregluvernd, sem þær þjóðir bjóða gegn einræðissk- úrkum nútímans. Sagði ekki einn af æðstu mönnum Islands í dag, að Ceausescu væri óskaplega gæfuleg- ur maður? Minni vinstrimanna er ekki mikið, þrátt fyrir allar þær gáfur sem þeir hafa talið sig bera í höfðinu. Og að lokum ein lítil spurn- ing til að velta fyrir sér; Gætu STASI og KGB hafa átt eða eiga einhveija hjálpsama kunningja á Islandi? Ut- anríkisnefnd Alþingis gæti t.d. tekið þessi mál til umræðu, mörg ómerk- ari mál hafa verið rædd þar. Höfundur er þingmnður Sjálfstæðisflokksins i Reykjnneskjördæmi. Helgi Haraldsson af brigslum þínum gagnvart mér og mínum líkum, hvaða þráhyggja sem að baki kann að liggja. I þessari grein notar þú samhengislausar ívitnanir til að alhæfa um manninn. Svo notar þú manninn til að alhæfa um heil samtök og hreyfingar. Haf- irðu þannig komið óbótastimpli á einhver samtök, lætur þú hann gilda sjálfkrafa um önnur samtök ef ein- hveijar persónur eru í báðum. Er það svona rökfræði sem þú berð á borð fyrir nemendur þína í Háskóla íslands? Með aðferð þinni mætti gera alla markaðshyggjumenn sam- seka um hrýðjuverk Pinochets í Chile og gjörvalía kristnina ábyrga fyrir framferði Rannsóknarréttarins um aldur og ævi. Þessi aðferð er ekki ný. Það eru hár úr yfirskeggi Stalíns í þessari súpu þinni, Arnór. Við slíkan málflutning tjáir ekki að etja. Ég mun því ekki framar stinga nið- ur penna til að karpa við þig. Höfundur erdósent i rússneskn viðHáskóla íslnnds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.