Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 19
œztzzr...,>w ----------æl----
~ T • j • n . . Morgunblaðið/Bjami
Guobjorg Lind við eitt verka sinna.
Guðbjörg Lind sýnir í Nýhöfn
Þessa dagana stendur yfir sýning á myndverkum barna í Gerðubergi.
Gagn og gaman í Gerðubergi
GUÐBJÖRG Lind opnar mál-
verkasýningu í Listasalnum Ný-
höfn, Hafnarstræti 18, laugar-
daginn 8. september klukkan
14-16. Á sýningunni eru málverk
unnin á sl. tveimur árum.
Hörður Torfason trúbador, held-
ur sinn árlega haustkonsert í
Norræna húsinu, föstudags-
kvöld.
Sögur við
torgið
HINN árlegi haustkonsert Harð-
ar Torfasonar trúbadors, verður
að þessu sinni haldinn í Norræna
húsinu, í kvöld föstudagskvöldið
7. september klukkan 21.
Á efnisskrá tónleikanna eru lög
og textar eingöngu eftir Hörð, ólíkt
því sem hann er vanur, að leggja
áherslu á eigin lagasmíðar við ljóð
annarra skálda.
Þessir textar Harðar og lög sem
flutt verða á konsertnum eiga það
sameiginlegt að hafa ekki komið
út á hljómplötum og tengir Hörður
þá saman sem heild og kallar kons-
ertinn „Sögur við torgið“ með und-
irskriftinni: „Undir þessum stjörnu-
skara standa menn bara ... og
stara.“
Stjórnarráðið:
Lokaðeft-
ir hádeg’ið
Vegna útfarar Geirs Hall-
grímssonar, fyrrverandi for-
sætisráðherra, verður Stjórnar-
ráð íslands lokað eftir hádegi
í dag, föstudaginn 7. septem-
ber.
Guðbjörg Lind er fædd á ísafirði
árið 1961. Hún stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og útskrifaðist úr málaradeild 1985.
Þetta er fjórða einkasýning Guð-
bjargar en hún hefur einnig tekið
þátt í samsýningum.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá klukkan 10-18
og frá klukkan 14-18 um helgar.
Lokað á mánudögum. Henni lýkur
26. september.
Isafjörður:
Tolli sýnir í
Slunkaríki
ÞORÁKUR Kristinsson, Tolli,
opnar sýningu á verkum sínum
í Slunkaríki Isafírði, þann 8. sept-
ember klukkan 15.
Tolli mun sýna þar steinþrykk,
myndir unnar í serigrafiu og ný
olíumálverk. Steinþrykksmyndirnar
vann Tolli á hinu þekkta UM stein-
þrykksverkstæði í Kaupmannahöfn
fyrr á þessu ári og er þetta í fyrsta
sinn sem Tolli heldur sýningu á
verkum þessum. Sýningin verður
opin til 23. september.
Þess má geta að Tolla hefur ver-
ið boðið að sýna verk sín í Æveiro
í Portúgal seinna í þessum mánuði
og þá mun hann opna sýningu í
Korean Art Gallery í Seoul í Suður
Koreu í október nk.
Þorlákur Kristinsson, Tolli.
ÞESSA dagana stendur yfir sýn-
ing á myndverkum barna í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi.
Verkin voru unnin í listsmiðjunni
Gagn og gaman í sumar og eru
viðfangsefnin þrjú; hafið, blóm
og ekki er allt sem sýnist.
, Laugardaginn 8. september verð-
ur leiðsögn um sýninguna, starfs-
maður listsmiðjunnar kynnir að-
ferðir hennar og markmið.
Sýningin verður opin klukkan
10-21 mánudag-fimmtudags en
klukkan 13-16 á föstudögum og
laugardögum, en henni lýkur þann
8. september. Aðgangurerókeypis.
SUMIR ERU
EINFALDLEGA
BETRIEN AÐRIR
Enn einu sinni hefur verið leitt í Ijós,
að Mitsubishi Colt/Lancer hafa meira rekstraröryggi
en aðrir bílar í sama stærðarflokki.
í árlegri könnun, sem hinn virti félagsskapur ADAC (Félag bifreiöaeig-
enda í V-Þýskalandi) lætur gera á bilanatíðni bifreiðaaf öllum tegund-
um og gerðum, kom fram að í flokki smærri fólksbíla reyndust Mitsu-
bishi Colt/Lancer hafa lægsta bilanatíðni. Athuganir náðu yfir fyrstu
þrjú notkunarár þeirra bifreiða, sem valdar voru í könnunina, en tals-
verð aukning er nú á bilanatíðni bifreiða almennt á þýsku vegunum og
sinntu hjálparsveitir ADAC 1,3 milljónum beiðna um aðstoð sl. ár. Á
sama tíma lækkaði enn bilanatíðni bllanna frá Mitsubishi, og er þetta
í sjöunda sinn, sem áðurnefnd samtök setja Mitsubishi bifreiðir í
efsta sæti á lista sinn yfir rekstraröryggi bifreiða.
MITSUBISHI COLT/LRNCER
A
MITSUBISHI
MOTORS
Mitsubishi Colt
HF
i Laugavegi 170 -174 Simi 695500