Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBBR 1990 Njósnaforingi á þing iteuter Oleg Kalugin, fyrrverandi hershöfðingi og njósnafor- ingi í sovésku öryggislögreglunni, KGB, hefur verið kjörinn á þing og nýtur nú friðhelgi sem þingmað- ur. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hafði svipt hann orðum og titlum fyrir að gagnrýna KGB og fyrrverandi yfirmenn hans höfðu hafið málssókn gegn honum fyrir að hafa vegna vanhæfni komið upp um mikilvægan KGB-njósnara. Gorbatsjov heimsækir Japan: Hagur Breta á miðj- um aldri aldrei betri Sovétmenn til við- ræðu um Kúríl-eyjar Tokyo. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í Moskvu í gær eftir fund með Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, að Sovétmenn væru reiðubúnir að ræða kröfur Japana um tilkall til fjögurra eyja en ágreiningur um þær hefur valdið miklum stirðleika í samskiptum ríkjanna allt frá heimsstyrjöldinni síðari. Þetta er fyrsta afdráttarlausa yfirlýsing Sovétmanna um að hægt verði að komast að mála- miðlun um eyjarnar sem Rauði herinn tók herskildi í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Ekki hefur enn verið gengið frá friðarsátt- mála milli ríkjanna vegna málsins. A fundi Shevardnadze og Kaif- us var einnig til umræðu efna- hagsaðstoð Japana við Sovétmenn en ekki náðist samkomulag um hana. Þá var tilkynnt um heimsókn Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga til Japans í apríl á næsta ári. Sovéskur þjóðarleiðtogi hefur aldrei heimsótt Japan en þjóðirnar hafa fjórum sinnum átt í stríði á þessari öld. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Fnmannssym, frettantara Morgunblaðsins. ALDURSHÓPURINN 45 til 54 ára verður auðugasti aldurshópur bresku þjóðarinnar á síðasta áratug aldarinnar að því er segir í nýrri spá rannsóknarstofnunar um félagslegar breytingar i Bret- landi. Arin eftir seinni heimsstyrjöldina flogna".. Framfarir í læknavísind- voru mikið barnsfæðingaskeið í Bretlandi eins og víðar. Nú er það fólk, sem fæddist þá, að komast á miðjan aldur. Stofnunin Henley Centre for Forecasting spáir því, að þessi hópur muni öðlast meira efnahagslegt vald en nokkur annar aldurshópur. Árið 1995 er spáð, að fleiri neyt- endur verði eldri en 45 ára en yngri en þrítugir. Árið 2000 verða 7,6 milljónir Breta á aldursbilinu 45-54 ára, sem er 1,8 milljón fleiri en í ár. Þessi kynslóð hefur alist upp við meira frjálslyndi um lífshætti en fyrri kynslóðir og í neyslusamfé- lagi, sem á sér sennilega engan sinn líka. Hún er fágaðri, mennt- aðri og fyllri sjálfstrausts en fyrri kynslóðir. Konur í þessum hóp hafa nýtt sér tækifæri á vinnumarkaði í ríkari mæli en áður. Allar þessar staðreyndir hafa í för með sér breytt viðhorf þessa aldurshóps. Fólk í kringum fimm- tugt er í blóma lífsins, en situr ekki eftir með „ungana alla T€C STEREO LIT5JÓNVARPSTÆKI um hafa lengt meðalævina og sjálft lítur fólkið í þessum aldurshóp ekki svo á að ellin sé á næstu grösum. Þetta fólk hefur flest greitt eigin hús og það er aldurshópurinn, seift erfir mestan auð. Talið er, að árið 2000 muni 10,6 milljarðar sterl- ingspunda eða um 1.170 milljarðar ÍSK erfast í Bretlandi. Búist er við, að þetta fólk starfi lengur en nú tíðkast vegna fækkunar ungs fólks á vinnumarkaði, sem styrkir enn efnahagslega stöðu þess. Þessi breytta aldurssamsetning þjóðarinnar hefur í för með sér breytta félagsmálastefnu ríkisins og breyttar áherslur á neyslumark- aði. Það er talið nauðsynlegt að endurskoða lög um eftirlaunaaldur til dæmis og eftirlaun. Búast má við breyttum áherslum í markaðs- setningu vara. Talið er að hús- gagnaframleiðendur muni njóta góðs af velgengni þessa hóps og sömuleiðis bílaframleiðendur og ferðaþjónusta. í skýrslunni er nefnt sem dæmi um fyrirmynd þessa hóps, að Mick Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Rolling Stones, sem er 47 ára, hafi nýlega farið í hljómleikaferða- lag með hljómsveitinni og enginn ætti von á, að það yrði lokaferðin. Það væri ólíklegt annað en þessi kynslóð nýtti tækifærin, sem henni byðust. „Með þessu móti má styrkja réttarfarið og mönnum, sem staðið hafa utan við lögin, gefst tæki- færi til að bæta ráð sitt,“ sagði Gaviria í sjónvarpsútsendingu. í áætlun hans er komið til móts við kröfur eiturlyfjabaróna, sem þeir settu í janúar þegar þeir buðust til að binda endi á eiturlyfj astríðið gegn yfirvöldum og gefa sig fram ef þeir yrðu ekki framseldir. Þeir lýstu yfir vopnahléi í júlí í stríðinu sem þá hafði kostað hundruð manna lífið í sprengjutilræðum og skotbardögum. Forveri Gaviria í embætti, Virgilio Barco, hafði til- boð eiturlyfjabarónanna að engu. í áætlun Gaviria eru eiturlyfja- salar hvattir til að gefa sig fram og segja til annarra eiturlyfjasala. Þeir verða að koma fyrir dómara, viðurkenna glæpi sína, láta af hendi vopn og ólöglegar eignir og veita upplýsingar um aðra glæpa- menn. I staðinn yrðu fangelsis- dómar yfir þeim styttir um allt að helming. í áætluninni er komið mjög til móts við kröfur eiturlyfjasalanna sem segja hættuna á framsali sínu hafa verið aðalástæðuna fyrir því að þeir fóru í stríð við yfirvöld. Þeir óttast framsal til Banda- Kólombía: Reuter Cesar Gaviria, forseti Kólombiu, les tilboð sitt upp í sjónvarpi á þriðjudag. ríkjanna þar sem þeirra bíður löng fangelsisvist. Áætlunin er yfirvöldum í Bandaríkjunum ekki að skapi því þau krefjast framsals Pablos Esco- bars, forsprakka Medellin-eitur- lyíjahringsins, auk annarra eitur- lyfjabaróna. Stjórnmálaskýrendur hafa efa- semdir um hvernig yfirvöldum i Kólumbíu eigi að takast að dæma umsvifamestu eiturlyijabarónana og hvernig þau ætla að vernda þá sem veita upplýsingar. Áram sam- an hafa eiturlyijabarónar komist hjá fangelsisvistun með því að myrða vitni og múta embættis- mönnum dómskerfisins. Bogota. Reuter. CESAR Gaviria, forseti Kólombíu, hefur heitið eitur- lyíjasölum, sem gefa sig fram, styttri fangelsisdómum en ella og því að þeir verði þá ekki framseldir. Hann sagði að tekið yrði vægðarlaust á málum þeirra sem ekki tækju boði hans og tilkynnti jafnframt að þrír menn, sem grunaðir eru um eit- urlyfjasölu, yrðu framseldir til Bandaríkjanna. Þetta eru fyrstu aðgerðir Gaviria í baráttunni gegn eiturlyfjasölum síðan hann tók við embætti forseta fyrir u.þ.b. mánuði. Tilkynnt var um þær á þriðjudag og er markmið þeirra að sundra sam- stöðu eiturlyfjabaróna. Gaviria hefur einnig heitið því að styrkja stoðir dómskerfis lands- ins. Kóreuríkin: Lítt miðaði í viðræð- um forsætisráðherra Seoul. Reuter. FUNDI forsætisráðherra Norður- og Suður-Kóreu lauk í Seoul í gær án þess að nokkuð hefði miðað í samkomulagsátt í helstu deilumálum ríkjanna. Talsmaður stjórnvalda í Suður- Kóreu sagði að viðræður forsætis- ráðherranna hefðu í sjálfu sér verið merkur áfangi en svo háttsettir fulltrúar ríkjanna hafa ekki áður komið saman til fundar frá því Kóreuskaganum var skipt upp í tvö ríki eftir heimsstyijöldina síðari. Maður að nafni Hong Sung-chul, er stjórnar ráðuneyti sameiningar- Tlutcuzcv Hcílsuvörur nútímafólks mála sunnanmanna sagði að afráð- ið hefði verið að efna til frekari viðræðna m.a. um hugsanlega aðild Kóreu-ríkjanna að Sameinuðu þjóð- unum. Þá yrðu málefni fölskyldna er Kóreu-stríðið sundraði einnig tekin til skoðunar í þeirri von að ynnt reyndist að sameina ættmenni á ný. Yon Hyong-muk, forsætisráð- herra, Norður-Kóreu lauk heimsókn sinni með því að sækja heim Roh tae-woo, forseta Suður-Kóreu, í embættisbústað hans í Seoul, sem norðanmenn jöfnuðu við jörðu á dögum Kóreustríðsins. Mun Roh hafa lýst áhuga sínum á að eiga viðræður við Kim Il-sung, leiðtoga kommúnista í Norður-Kóreu, hið fyrsta. 28 FIATUR FERKANTAÐUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING, BEIN TENCING FYRIR MYND- ÖANDSTÆKI, TENGING FYRIR HEYRNARTÓI./ AUKA HÁTAIARA. SVEFNROFI. SUMARTILBOÐKR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20" MONO M/FJARST. TILB. 35.950 stgr. RF.TT VERÐ 42.750 sigr. 14" MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr. RETT VERÐ 28.800 slgr. 10" 12 VOLT og 220 VOLT í SIÍMARBÚSTAÐINN EÐA ELDHÚSIÐ TILBOÐ 33.950 stgr. RETT VERÐ J8.000 sigr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA 35 Afborgunarskilmálar jjj[] VÖNDUÐ VERSLUN IHJÓKÍCO FAKAFEN 11 — SIMI 688005 ! Eiturlyúasölum gert tilboð gegn uppgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.