Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 34

Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú þarft að vinna að úrlausn ákveðinna vandamála í dag, og það tekst þér með ágætum. Þú átt gott með að einbeita þér og hugsa skýrt og það færir þér umtalsverðan ávinning. Naut (20. apríl - 20. maí) Iffó Tjáðu hug þinn allan í dag og dragðu ekkert undan. Forðastu þá freistingu að draga þig inn i skelina og þiggðu heimboð sem þér berst núna. Ræddu við böm- in þín. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Vinir þínir tefja fyrir þér núna. Þú heldur nokkur samkvæmi heima hjá þér á næstu mánuðum. Dragðu ekki að taka ákvörðun um málefni sem snertir heimili þitt. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSB Þú ferð bráðum í ferðalag sem reynist hið skemmtilegasta. Það er ekki víst að þér berist strax svörin sem þú bíður eftir. Þú ert bæði skapandi og mikill drif- kraftur í þér núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kemst ekki í ferðalag eins og stendur vegna anna í vinnunni. Dómgreind þín í fjármálum er með afbrigðum skörp um þessar mundir. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú bætir útlit þitt á næstu vikum og hlýtur mikla athygli og hrós fyrir vikið. Hugsun þín er afar skýr í dag. (23. sept. - 22. október) Þig langar til að verja meiri tíma með ástvini þínum en þú átt kost á núna. Þú vegnar vei í dag og þar vegur þyngst á metunum andlegt atgervi þitt . Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Eihleypingar kynnast rómantík- inni á næstunni. Láttu vini þína ganga fyrir í dag. Hafðu athygl- ina vakandi í vinnunni. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) ^3 Einkaviðræður liðka fyrir við- skiptum. Þú hiýtur viðurkenn- ingu í starfi á næstu mánuðum. Eyddu hugsanlegum misskiln- ingi með hreinskiptnum viðræð- um . Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú tekur ákvörðun vegna mennt- unartækifæris sem þér stendur til boða núna. Sumir kynnast rómantíkinni úr fjarlægð. Þú verður fyrir töfum vegna ein- hvers sem þú þarft að koma í verk heima fyrir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Farðu yfir fjármálin með endur- skoðandanum þínum. Hjón eru sammála um hvernig þau ætla að veija sameiginlegum fjármun- um sínum. Eihver sem þú átt skipti við er óáreiðanlegur. Fiskar (19. febrúar — 20. mars) Gerðu upp málin við samverka- menn þína. Þú verð óvenjumikl- um tíma með ástvini þínum á komandi vikum. Það reynist þér auðvelt að ná samkomulagi. AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt með að sjá samhengi hlutanna, en er stundum fullgagnrýnið á annað fólk. Það er haldið vissri fuilkomnunaráráttu og verður að vara sig á að krefjast of mikils af öðrum. Það á auðveldara með að vinna eitt á báti en með öðr- um. Það hefur glöggan skilning á þjóðfélagslegum aðstæðum fólks og yrði því ágætur sálfræð- ingur eða sagnfræðingur. Stjörnuspána á aö lesa sem dægradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMAFOLK Gerir þú eitthvað sérstakt til þess að róa skjólstæðinga þína, þegar þeir koma að tala við þig? Ég gef þeim blöðru. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson EM yngri spilara í Þýskalandi Það er enginn á hættu. Aust- ur opnar í fyrstu hendi á 3 hjört- um, tvö pöss og þú átt að segja með þessi spil í norður: Norður ♦ ÁKG109 ¥- ♦ DG954 *G32 Hvað kemur til greina? Þrír spaðar er auðvitað fyrsta hugsunin, en dobl kemur líka til álita. Makker á vafalaust tölu- vert í hjarta og gæti passað doblið með góðum árangri. Og kannski á hann tígul? En hvað með 4 hjörtu? Norður ♦ ÁKG109 ¥- ♦ DG954 + G32 Vestur ♦ 32 ♦ 9 ♦ 8632 ♦ ÁK10965 Austur ♦ 87 ¥ ÁG86542 ♦ 10 ♦ 874 Suður ♦ D654 ¥ KD1073 ♦ ÁK7 ♦ D Opinn salur. AV: Matthías Þorvaldsson og Hrannar Erl- ingsson. Vestur Norður Austur Suður — — 3 hjörtu Pass Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Lokaður salur. NS: Sveinn Eiríksson og Steingrímur Gaut- ur Pétursson. Vestur Norður Austur Suður — — 3 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Fjögur hjörtu Steingríms í lokaða salnum sýndu tvílita hönd, en menn geta deilt um það hvort styrkurinn er nægur. í þetta sinn átti hann þó réttu spilin og tók alla slagina með hjartaás út. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Worid Open-skákmótinu í Fíladelfíu í sumar kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Joel Benjamin, Bandaríkjunum, og Vitaly Tseshkovsky, Sov- étríkjunum, sem hafði svart og átti ieik. 42. — Bxd4+! og Benjamin gafst upp, því það er sama með hvorum manninum hann tekur biskupinn, svartur svarar með því að máta í borðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.