Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 1
64 SIÐUR B 213. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Pfentsmiðja Morgunblaðsins Þýskaland: Verður flóttamönnum borgað fyrir að fara? Bonn. Reuter. HUGMYNDIR eru nú uppi í vestur-þýska stjórnkerfinu um að fiótta- mönnum verði borgað fyrir að fara úr landi. Kom þetta fram í frétt vestur-þýska dagblaðsins Siiddeutsche Zeitung og hafa starfsmenn innanríkisráðuneytisins staðfest að eitthvað slíkt sé í undirbúningi. í stjórnarskrá Vestur-Þýskalands er einfalt og skýrt ákvæði um flótta- menn. Þar segir: „Þeir sem sæta( pólitískum ofsóknum njóta hælis.“ Þetta ákvæði sem skýrt hefur verið sem viðleitni til að bæta fyrir glæpi Þriðja ríkisins veldur því að Vestur- Þýskaland hefur verið griðastaður pólitískra flóttamanna hvaðanæva úr heiminum. Flóttamannastraum- urinn hefur aukist mjög undanfarið og sóttu 119.789 erlendir borgarar um hæli á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Árið 1989 sem var metár sóttu 121.318 um hæli. Þá eru ekki meðtaldir Austur-Þjóðveijar og fólk af þýskum uppruna frá öðrum Evrópuríkjum. Þegar umsóknir eru metnar er reynt að greina milli þeirra sem flýja heimaland sitt vegna pólitískra ofsókna og hinna sem gera það í leit að auknum lífsgæðum. Einung- is 5% umsækjenda fá innflytjenda- leyfi en á meðan mál þeirra eru til umíjöllunar þarf að sjá þeim fyrir fæði, klæði og húsaskjóli. Mál þessi dragast einnig oft á langinn og líða jafnvel ár áður en endanlegur úr- skurður fæst og er erfitt að vísa fólki úr landi þegar börnin eru orð- in hagvön í þýskum skólum. Flóttamannastraumurinn er orð- inn slíkt vandamál að margir stjórn- málamenn, m.a. Oskar Lafontaine, kanslaraefni stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Jafnaðarmanna- flokksins, hafa gælt við þá hug- Nígería: 109 börn lát- ast af völdum eitraðs para- setamóls Lagos. Reuter. Heilbrigðisyfírvöld í Nígeríu hafa hvatt foreldra til að hætta að gefa börnum sínum lyfíð parasetamól í sykurupplausn. Röng merk- ing eiturefnasendingar frá Hollandi veldur því að síðan í apríl hafa 109 börn látist í landinu eftir slíka lyljagjöf. Parasetamól í sykurupplausn hefur verið útbúið á sjúkrahús- um landsins og selt foreldrum til að gefa börnum sínum við höfuðverk og hitasótt. í mixtúr- unni átti að vera propylen glyc- ól keypt frá hollensku fyrirtæki en vegna rangt merktrar send- ingar frá Hollandi var þess í stað notað eiturefnið ethylen glycól. Eitrið veldur banvænni nýrnaveiki. Heilbrigðisráðherra Nígeríu hefur nú ráðlagt for- eldrum að gefa börnum sínum ekki parasetamól nema í töflu- formi. mynd að nota tækifærið sem gefst við sameiningu Þýskalands til að breyta áðurnefndu ákvæði stjórnar- skrárinnar í þá veru að torvelda flóttamönnum aðgang að landinu. Því er spáð að kosningarnar 2. des- ember muni fyrst og fremst snúast um þetta efni. Vestur-þýska stjórnin hefur nú í hyggju eins og áður segir að bjóða flóttamönnum fjárhagsaðstoð ef það má verða til þess að þeir hverfi til ættjarðar sinnar. „Við getum ekki upprætt alla neyð og allt böl heimsins með því að taka við fólki hér í Þýskalandi," sagði Wolfgang Scháuble innanríkisráðherra nýlega í útvarpsviðtali. „Við verðum að taka á orsökum vandans á hveijum stað.“ Reuter Herstöðvaandstæðingar á Filippseyjum Nú fer hver að verða síðastur að mótmæla veru bandaríska hersins á Filippseyjum því Bandaríkjamenn hafa lýst sig reiðubúna til að flytja her sinn þaðan í áföngum. Hér sjást tveir filippseyskir herstöðvaand- stæðingar láta skoðun sína í ljós með ótvíræðum hætti. „Nei við bandarískum herstöðvum. Nei við kjarn- orkuvopnum," stendur á grímum þeirra. Fastafulltrúar í Öryggisráði SÞ beita írak aukinni hörku: Eínungis eftir að staðfesta samkomulag um flugbann Sameinuðu þjóðunuin. The Daily Telegraph og Reuter. FASTAFULLTRÚARNIR í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa náð samkomulagi um flugbann á Irak. Ályktun þar að lútandi hefur verið send ríkisstjórnum landanna fimm, Bandarikjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Kína, til umfjöllunar. Þar kemur fram að öll flugumferð til Iraks og Kúvæts verði stöðvuð nema flug- menn fallist á að vélarnar séu skoðaðar fyrst utan landanna. Búist er við að Öryggisráðið komi saman næstu daga og samþykki flugbannið þegar ríkisstjórnir fasta- fulltrúanna hafa íjallað um ályktun- ina. í drögum að henni eru öll ríki heims hvött til að stöðva flugum- ferð til íraks nema farmurinn sé lyf og hjálpargögn eða annar varningur sem Öryggisráðið heimilar flutning á. Ekki verður veitt heimild til þess að fljúga til yfirráðasvæðis íraks í gegnum lofthelgi aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna nema flugmenn fallist á að lenda áður í einhveiju nágrannaríki til þess að láta skoða farminn. Til að framfylgja banninu verður heimilt að neita flugmönnum um þjónustu á jörðu niðri en ekki að skjóta flugvélar niður. Talið er að bannið muni einkum beinast að vöruflutningavélum en síður að far- þegaflugi. Það eru einkum Líbýa og Jemen sem grunuð eru um að hafa séð Irökum fyrir varningi flug- leiðis eftir að skipaflutningar voru stöðvaðir. írakar sögðust í gær hafa lagt hald á eigur erlendra aðila sem fryst hefðu innistæður íraka erlendis. Vestrænir bankamenn og fulltrúar nokkurra ríkisstjórna sem málið snertir sögðu að hér væri ekki um mikil verðmæti að ræða. Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belgíu, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessari ákvörðun. „Saddam Hussein [íraksforseti] hefur haft margt athyglisverðara fram að færa,“ sagði hann. Talsmaður Eng- landsbanka sagði að þessi aðgerð kæmi ekki illa við Breta því þégar innistæður og skuldir væru teknar saman kæmi í Ijós að þeir væru í þeirri j,ákjósanlegu aðstöðu að skulda Irökum". Heimildarmenn Reuters-írétta.- stofunnar í Saudi-Arabíu segja að um ókomna framtíð muni landið ásamt Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum geta framleitt þá olíu sem írakar og Kúvætar seldu áður. Saudi-Arabía jók olíuframleiðslu um 50% vegna viðskiptabannsins á írak en Sameinuðu arabísku fursta- dæmin um 30%. Sænskir jafnaðarmenn vilja brúa Eyrarsund Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morg^unblaðsins. MEIRIHLUTI þeirra sem samþykkja að smíðuð skuli járnbrautar- og bílabrú yfir Eyrarsund var stærri á ársþingi sænskra jafnaðar- manna en vænst hafði verið. Um þessa nýju samgönguæð milli Svíþjóðar og Danmerkur hefur verið rætt í eina öld. Hugmyndir eru um, að á hluta leiðarinnar verði farið í göngum undir sundið. Líklegt er talið að brúin verði á milli Malmö og Kaupmannahafnar. Þar eru 17 km milli landanna. Verður smíðuð brú frá Svíþjóð sem breytist síðan í göng á gervieyju í um tveggja kílómetra fjarlægð frá dönsku ströndinni. Talið er að mannvirkið kosti 13 milljarða sænskra króna (130 milljarða ISK) og því megi ljúka árið 2000. Ríkis- stjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa nú báðar fengið umboð frá stærstu stjórnmálaflokkunum til að smíða slíka brú. Þing landanna þurfa að, samþykkja að í verkið verði ráðist. Andstæðingar brúarinnar eru ákafir í málflutningi sínum og bera helst fyrir sig, að hún spilli um- hverfinu. í atkvæðagreiðslunni á flokksþinginu, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi, krafðist enginn taln- ingar á atkvæðum og létu menn sér lynda, að fundarstjóri lýsti úr- slitum á þann veg, að mikill meiri- hluti fundarmanna styddi brú- arsmíðina. Meðal hitamála á þinginu er af- staða flokksins til þess, hvort halda eigi fast í áætlun um að leggja sænsk kjarnorkuver niður á ákveðnu árabili frá og með árinu 1995. Var ætlunin að greiða at- kvæði. um málið á þriðjudagskvöld en fallið var frá því, þar sem þing- nefnd vinnur nú að því að samræma texta hinna ýmsu ályktana. Kann að vera gengið til atkvæðagreiðsl- unnar í dag en í síðasta lagi á morgun. Litla hafmeyjan við Löngulínu í Kaupmannahöfn. Nú eru líkur á að aldargömul hugmynd um brú yfir sundið til Malmö verði að veruleika. Rune Molin iðnaðarráðherra hef- ur hvatt fulltrúa á þinginu til að hafna ekki kjarnorkunni frá og með 1995 nema fyrir liggi, hvernig unnt sé að tryggja mönnum at- vinnu með öðrum orkugjöfum. Ráð- herrann sagði, að ekki væri unnt að veita slíka tryggingu um þessar mundir. Þingið samþykkti að efla járn- brautarnetið í Svíþjóð í því skyni að draga úr bílaumferð og mengun á umhverfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.