Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Henning Christophersen í framkvæmdastjórn EB: Heilbrigðast fyrir íslendinga að semja á breiðum grundvelli Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EYJÓLFUR Konráð Jónsson, formaður Evrópustefnunefndar Alþing- is, segir að fundir nefndarinnar með fulltrúum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) hafí leitt í ljós að Islendingar eigi ýmissa kosta völ í viðræðum við EB. Fundum nefnd- arinnar lauk í Brussel í gær. Á meðan hún dvaldist í borginni ræddi hún meðal annars við Henning Christophersen, einn af varaforsetum framkvæmdastjórnar EB. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði, að viðræðumar við Christophersen U Lögregla kom á flug- vél til að taka „gæsa- snápa Hnausum í Meðallandi. NÚ ER fyrsta frostnóttin á þessu hausti komin. Þann nítjánda þessa mánað- ar hefst sauðfjárslátrun á Kirkjubæjarklaustri. Dilkar sýnast fallegir og hefur óvenju vel viðrað á þá þetta sumar. Nú er gæsaveiðitíminn. Heldur lítil menning er kringum þá veíði. Ein frúin hér sem hefur alltaf verið vel orðhörð kallaði þá veiðimenn „gæsa- snápa“ og er vel til fundið. Hafa sumir slíkir ætt hér um vegina, oftast í leyfisleysi, skjótandi út í loftið og lítið vit- að hvað fyrir var. Hafa þeir drepið kindur og riffilkúlur flogið nálægt mönnum. í fyrra- haust fann einn bóndinn dreif af haglaskotum og eitt mjög stórt riffilskot í túninu. Er ekki víst að gott hefði verið að slá þarna. Hefði þá eitthvað af þessu sprungið. Núna á laugardaginn tók einn bóndinn sig til, fékk lög- regluna á flugvél og lét hana hirða tvo gæsasnápa úr sínu landi, sem vora þar í leyfis- leysi. Er nú sú komið að þeir mega þakka fyrir að sleppa héðan úr Meðallandi á nærbux- unum. Vilhjálmur hefðu verið mjög gagnlegar. Hann hefði rætt máíefni íslands og sam- skipti íslendinga og EB af þekkingu og víðsýni. í máli hans hefði komið fram, að heilladrýgst væri fyrir ís- lendinga að ræða málefni sín gagn- vart EB í heild á breiðum grund- velli og án þess að sjávarútvegs- og fiskveiðimál væra tekin til sér- stakrar meðferðar. Þá sagði Eyjólfur Konráð, að sér virtist að lokinni þessari heimsókn að íslendingar ættu nokkurra kosta völ í viðræðum við EB. Unnt væri að fara þá leið sem Francois Mit- terrand Frakklandsforseti hefði mælt með, hins vegar virtist fríverslun best borgið um sinn að minnsta kosti í viðræðum EFTA og EB. Einnig mætti taka upp viðræð- ur um tolla á sjávarafurðum, þ.e. viðbót við bókun sex. Formaður Evrópustefnunefndar sagði, að nefndin hefði gert öllum viðmælendum sínum glögga grein fyrir því, að veiðar útlendinga í íslenskri lögsögu kæmu alls ekki til greina. „Það var ekki á mönnum að sjá að við væram að segja þeim fréttir og því ber að fagna," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Myndin sýnir Hafstein Jakobsson markaskorara KA í baráttu við Búlgari. Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu; Glæsileg byijun ISLENSKU liðin í Evrópu- keppni félagsliða í knattspymu hafa aldrei byijað jafn vel. Tvö af þremur sigruðu í fyrri leik sínum í fyrstu umferð og eiga góða möguleika á að ná áfram. Fram sigraði sænska liðið Djur- gárden 3:0 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Jón Erling Ragnars- son gerði tvö mörk í byrjun síðari hálfleiks og Pétur Arnþórsson það þriðja skömmu fyrir leikslok. KA sigraði CSKA Sofia frá Búlgaríu 1:0 á Akureyri með marki Hafsteins Jakobssonar á 16. mínútu. Þetta var fyrsti Evr- ópuleikur KA og er það eina liðið sem hefur náð sigri í Evrópu- keppni. FH á hinsvegar litla möguleika á sæti í 2. umferð en liðið tapaði fyrir Dundee United í fyrrakvöld, 1:3. Erlendar lántökur í fyrra 20,2% hærri en árið áður Opinberar lántökur jukust um 3500 milljónir króna, eða 55% ERLENDAR lántökur Islend- inga á árinu 1989 námu alls 25.811 milljónum króna, á með- algengi ársins. Það er 20,2% Fulltrúaráðsfundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík; Prófkjör í Reykja- vík 26. og 27. okt. FULLTRÚ ARÁÐ sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík samþykkti á Réttarball Land- og Holtamanna í Brúarlundi Rétt'ardansleikur Land- og Holtamanna verður haldinn í Brúarlundi í Láhdsveit nk. laugardagskvöld 22. sept., en fresta varð réttum heima- manna í Áfangagili um einn dag vegna veðurs sem tafði smölun. Hijómsveitin Karma mun leika fyrir dansi. fundi sínum í gær að efna til prófkjörs til komandi Alþingis- kosninga dagana 26. og 27. októ- ber nk. Tillaga stjórnar fulltrúa- ráðsins þessa efnis var samþykkt mótatkvæðalaust. Samkvæmt tillögu stjómar full- trúaráðsins hafa kosningarétt í prófkjörinu allir fullgildir félags- menn í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík. Jafnframt hafa þeir kjósendur kosningarétt í borginni, sem undirritað hafa inntökubeiðni í eitthvert flokksfélaganna fyrir lok kjörfundar. Á fundi fuiltrúaráðsins komu fram tillögur um að prófkjör yrði opið bæði flokksbundnum og óflokksbundnum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og um að efnt yrði til forvals í fulltrúa- ráðinu til þess að velja frambjóðend- ur í prófkjörið. Báðar þessar tillög- ur vora felldar með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða. aukning frá árinu áður þegar erlendar lántökur voru 21.474 milljónir króna, á verðlagi 1989. Lántökur opinberra aðila jukust úr 6.127 milljónum 1988 í 9.522 milljónir, eða um 55,4%. Lántök- ur lánastofnana lækkuðu nokk- uð, en lántökur einkaaðila hækkuðu úr 2.332 milljónum í 3.675 milljónir, eða um 57,6%. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fjármálatíðinda, sem Seðla- bankinn gefur út. Á meðan erlendar lántökur voru 25.811 milljónir króna í fyrra, vora afborganir af erlendum lán- um 9.124 milljónir, þannig að er- lend lán jukust um 16.687 milljón- ir króna á árinu 1989. Um helm- ingur þeirrar upphæðar er til kom- inn vegna breytingar skammtíma- lána í langtímalán, að sögn Jakobs Gunnarssonar hjá Seðlabankan- um. Vaxtagreiðslur af erlendum lán- um í fyrra vora 12.290 milljónir króna og greiðslubyrði afborgana og vaxta var 19,3% af útflutnings- tekjum. Staða erlendra lána í árslok 1989 er 166.015 milljónir króna, qn reiknað á meðalgengi ársins er skuldastaðan 150.887 milljónir, sem er 51,3% af vergri Iandsfram- leiðslu 1989. Lántökur lánastofnana voru í fyrra alls 12.614 milljónir og skipt- ast þannig, að fjárfestingarlána- sjóðir tóku 4.385 milljónir að láni og viðskiþtabankar 8.229 milljón- ir. Ekki era ítarlegar upplýsingar um hvemig lántökur fjárfesting- arlánasjóða skiptast á atvinnu- vegi, en stærsti hlutinn fer í gegn um Byggðastofnun, 1.657 milljón- ir, næst kemur Iðnlánasjóður með 800 milljónir, þá Fiskveiðasjóður með 704, Iðnþróunarsjóður með 617 og Framkvæmdasjóður með 607 milljónir króna. I Fjármálatíðindum er í grófum dráttum gerð grein fyrir skiptingu lántaka á notendur fjárins. Fram kemur að ríkissjóður og stofnanir taka 6.671 milljón að láni, en tóku um 5,3 milljarða króna að láni 1988, að sögn Jakobs Gunnarsson- ar. Mestur hluti lántökunnar í fyrra var til að greiða 5 milljarða skuld við Seðlabanka vegna ríkis- sjóðshalla árið áður. Lántökur sveitarfélaga hækk- uðu úr 78 milljónum króna 1988 í 1.806 milljónir í fyrra. Mest munar um 1.287 milljónir til hita- veitna þar sem bróðurparturinn er til Hitaveitu Reykjavíkur, 600 milljónir, og Hitaveitu Suðurnesja, 500 milljónir. Þá tók Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins 140 milljón- ir að láni. Lán til skipakaupa hækkuðu talsvert milli áranna 1988 og 1989. Fyrra árið voru þau 1,4 milljarðar, en í fyrra 4,1 milljarð- ur. Lán til endurbóta fiskiskipa vora 1987 0,5 milljarðar, 1988 1,8 milljarðar og í fyrra um einn millj- arður. Undir liðnum annað í sjáv- arútvegi voru teknir að láni 2,6 milljarðar króna 1988 og rúmur milljarður í fyrra. 1987 var lántak- an mun minni. Að sögn Jakobs Gunnarssonar er sú lántaka eink- um vegna fjárhagslegrar endur- skipulagningar í sjávarútvegi. Kolfreyjustaöur í Fáskrúðsfírði: Prestur- innsákirkj- una fjúka KIRKJAN á Kolfreyjustað fauk í fárviðri sem geysaði á Fáskrúðsfirði aðfaranótt miðvikudags og skemmdist kirkjan mikið, en flestir kirlqumunir eru þó heilir eftir áfallið. Séra Þorleifur K. Krist- mundsson varð vitni að því þeg- ar kirkjan fauk um koll. Heima- menn hafa þegar ákveðið að byggja kirkjuna upp, en hún var byggð 1878, og um síðustu verslunarmannahelgi var hafist handa við endurbyggingu hennar, því hún var orðin fúin og úr sér gengin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.