Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 9

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 9 Ég þakka öllum þeim sem glöddu mig á 85 ára afmœlinu mínu 9. september síÖastliÖinn. GuÖ blessi ykkur öll. Jóhanna Rósants, Tunguvegi 7, HafnarfirÖi. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fóanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar. • TOYOTA COROLLA LB ’88 Svartur. Sjálfsk. 5 dyra. Ekinn 17 þús/km. Verð 830 þús. ./// iHS Wm > WH MAZDA 323 SEDAN '86 Blár. 5 gira. 4 dyra. Ekinn 72 þús/km. Verð 470.000 þús. Z MAZDA 929 GLX ’83 Grænn. 5 gíra. 4dyra. Ekinn 97 þús/km. Verð 350.000 þús. 44 1 44 LADA SPORT '89 Hvítur. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 38 þús/km. Verð 550 þús. stgr. NISSAN SUIMNY 4X4 '87 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 54 þús/km. Verð 620 þús. stgr. MAZDA E 2200 ’87 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 140 þús/km. Verð 850 þús. - 44 7 33 TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Ótti við upp- lausn í samtali við Morten Fyhn, blaðamann Aften- postens, segir Harri Hol- keri, að breytingarnar sem nú séu að verða í Sovétríkjunum geri mikl- ar kröfúr til okkar á Vesturlöndum. Hins veg- ar sé mörgum spuming- um ósvarað. Við viturn ekki hvemig við eigum að haga okkur. Markað- imir og kaupmátturinn séu í Vestur-Evrópu. Við verðum hins vegar að vera raunsæ og átta okk- ur á því, að hið hættuleg- asta af öllu sé að skilja Austur-Evrópuþjóðirnar eftir einar í einangrun. Það sé skylda okkar að sjá til þess, að stjóm- málaþróunin leiði ekki til þess að Austur-Evrópa einangrist einu sinni enn. Holkeri skiptir sós- íalisku löndunum sem nú hafa hafnað sósialisman- um í þijá flokka. Austur- Þjóðveijar ferðist nú á fyrsta farrými. í næsta hópi séu Pólveijar, Tékkóslóvakar og Ung- veijar, sem eigi í þjóðar- sál sinni minninguna um lýðræði og markaðshag- kerfi. Þeir þarfnist einn- ig stuðnings og samvinnu til að leysa vandamál sin, en enginn annar sjái sér pólitískan hag af þvi að borga allt fyrir þá. Síðan segir orðrétt: „Loks em það þjóðim- ar sem búa í Sovétríkjun- um. Ef til vill er auðveld- ara fyrir Eystrasaltsþjóð- imar að glíma við vand- ann en aðra. Ég vona að þær geti nýtt sér sjálf- stæðið sem þær kynntust fyrir stríð. Annars staðar í Sovétríkjunum hefúr aldrei verið neitt lýð- ræði. Það var gerð bylt- ing i lénsskipulagi og í 70 ár hafa menn reynt að hrinda einhveiju í framkvæmd þar, sem er misheppnað. Hvemig Finnar og Sovétríkin Finnskir stjórnmálamenn hafa verið kunnir fyrir annað en opinská ummæli um þróun mála í Sovétríkjunum. Á sínum tíma var það notað sem rök f umræðum um svo- nefnda „finnlandíser- ingu“, að í Finnlandi segðu stjórnmálamenn eða fjölmiðlar aldrei neitt misjafnt um Sovétríkin og stjórnvöld þar stæðu í vegi fyrir því, að kvik- myndir eða bækur sem kynnu að særa ráða- menn í Moskvu væru ekki til sýnis eða sölu í Finnlandi. Hafi þetta átt við rök að styðjast eru þau úr sögunni núna eins og sést best á opin- skáum ummælum, sem Harri Holkeri, forsætisráðherra Finna, lét falla í viðtali við norska blaðið Aftenposten fyrir skömmu og vitnað -er til í Staksteinum í dag. Harri Holkeri, forsætisráð- herra Finna. eigum við að geta hjálpað fólki, sem á ákaflega erf- itt með að skilja hvað felst í orðunum lýðræði og markaðshagfræði; sem veit ekki hvaða gildi bókfærsla og markaðs- setning hefúr fyrir at- vinnulífið eftir öll þessi ár undir áætlanastjóm. Ef við látum þetta fólk sigla sinn sjó, er upp- lausn [kaos] ef til vill of veikt orð til að lýsa af- leiðingunum," segir Hol- keri. Gamlar hug- myndir Forsætisráðherrann segir, að það séu „gamal- dags“ hugmyndir að telja að nágrannalandið Finn- land verði sérstaklega illa úti, ef upplausn ræð- ur ríkjum i Sovétríkjun- um. Hann bendir á, að þjóðir Evrópu hafi færst svo nær hver annarri, að nokkur hundmð kíló- metrar til eða frá skipti engu máli lengur. Hann bætir einnig við þessum orðum: „Finnsk saga hef- ur kennt okkur og aðrir ættu kannski að læra af henni, að þótt Rússland sé veikt er það enn nægi- lega öflugt til að vera risaveldi." Holkeri fagnar þvi, að Sovétmenn og Band- rikjamenn séu sammála um mörg mikilvæg mál- efni og kalda stríðinu sé lokið. Hann telur, að þeir séu hins vegar „alltof blá- eygir“ sem haldi, að það geti ekki komið til átaka þótt stórveldin reyni að nálgast hvert annað. Þess vegna verði Finnar að halda fast í hlutieysis- stefnuna. „Við tökum þátt í efna- hagslegum samruna Evr- ópu en við viljum ekki binda okkur pólitískt,“ segir hann um Evrópu- bandalagið (EB). „Við vit- um ekki hvemig Evrópa verður eftir 1993 og fyr- ir 1993 getum við alls ekki taiað um aðild.“ Hann segir, að fram til þess tima hafi ríkisstjóm aðeins samningaviðræð- ur EFTA og EB um evr- ópska efnahagssvæðið (EES) á dagskrá. Sama Evrópa Harri Holkeri segir, að EES verði að koma til sögunnar svo unnt sé að snúa sér að enn mikil- vægari verkefnum, sem séu stefnumarkandi fyrir alla Evrópu. Þeir sem aðeins tali um hvemig unnt sé að sameinast EB séu á eftir timanum og minnir á það sem hann sagði um Austur-Evrópu og Sovétrikin. Öll lifúm við í sömu Evrópu, það séu örlög okkar. Hann endurtekur þá skoðun sina, að hið versta sem geti gerst sé, að við á Vesturlöndum látum þjóðimar í Austur-Evr- ópu sigla sinn sjó. Hann tekur umhverfismálin sem dæmi. Við vitum, að úrræði inega ekki drag- ast á langinn en hins veg- ar sé það lítt til vinsælda fallið að segja, að við þurfúm ehinig að standa undir kostnaðinum. Þetta geti þó orðið enn dýrara, þegar fram líði stundir. Holkeri ininnir á, að í Leníngrad einni séu íbúamir álíka margir og í öllu Finnlandi. Hann fagnar samvinnu Finna, Norðmanna og Svia um umhverfisvemd á Kóla- skaganum. Hins vegar séu Norðurlöndin of lítil til að veita Rússum alla þá aðstoð sem þeir þurfa. „Við verðum að hefjast handa við að lijálpa ná- grönnum okkar, en óvíst er hvort unnt er að að- stoða þá við að koma á markaðshagkerfi. Þetta er ekki aðeins tal um peninga heldur um stjómun og mannafla," segir Harri Holkeri að lokum í samtalinu við Aftenposten HLUTABREF - Ný útboð - í dag heQum við sölu á hlutabréfum í Sæplasti hf. á Dalvík. Útboðsgögn liggja fyrir hjá Kaupþingi hf., Kringlunni 5, Rvík. og Kaupþingi Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, Akureyri. Sölugengi í dag, 20. september, er 6,8. Síðasti söludagur hlutabréfa.í ÚtgerðarfélagiAkureyringa hf. erámorgun. Tekið er við pöntunum hjá verðbréfadeild Kaupþings ísíma 68 90 80. BREYTTUR OPNUNARTÍMI f vetur verður afgreiðsla Kaupþings hf. í Kringlunni 5 opin frá kl. 9 til 17 alla virka daga. Sölugengi verðbréfa 20. sept. *90: EININGABRÉF 1.......................5.086 EININGABRÉF2........................2.765 EININGABRÉF3........................3.349 SKAMMTÍMABRÉF.......................1.715 KAUPÞING HF Löggilt verdbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími 91-689080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.