Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
FÓR SKÆLANDI
FRÁ HRÍSEY
Rætt við Björgu Valdemarsdóttur, sem er níræð í dag
Morgunblaðið/Þorkell
Björg Valdemarsdóttir.
„Þegar ég 'ætla að baka eitt-
hvað verulega gott þá fer ég í
matreiðslubókina hennar
Jónínu Sigurðar," segir hús-
móðirin og ýtir nær mér hnoð-
aðri lagköku með sveskjusultu.
Ég er stödd inni í Sæviðar-
sundi, á heimili Bjargar Valde-
marsdóttur. Þó hún sé orðin
níutíu ára gömul bakar hún enn
til heimilisins, rétt eins og forð-
um daga þegar hún stýrði um-
svifamiklu heimili í Hrísey. „Ég
kynntist Jónínu þegar ég var
ung stúlka í vist á Akureyri,
hún stóð þá fyrir hóteli og bjó
til mjög góðan mat,“ segir
Björg. Ur vistinni á Akureyri
segist hún hafa farið 16 ára útí
Hrísey til foreldra sinna, sem
þangað voru þá nýlega flutt.
Þar giftist hún árið 1921 fyrri
manni sinum Friðbirni Björns-
syni. Björg hefur, einsog marg-
ar konur af hennar kynslóð,
eytt drýgstum hluta æfi sinnar
í heimilishald og barnauppeldi
og aldrei „unnið úti“ einsog það
er kallað._ Síðari manni sínum,
Garðari Olasyni giftist Björg
árið 1941 og þau fluttu til
Reykjavíkur árið 1952.
„Ég hafði oftast um og yfir
tuttugu manns í heimili á sumrin
fyrstu áratugina sem ég var hús-
móðir í Hrísey,“ segir Björg.
„Friðbjörn, fyrri maðurinn minn
rak verslun og útgerð í Hrísey og
verkafólkið bjó heima hjá okkur
á sumrin. Ég hafði alltaf stúlku
í eldhúsinu og veitti ekki af, auk
matargerðarinnar bökuðum við í
sameiningu allt matarbrauð og
kaffibrauð fyrir heimilið, nema
hvað við fengum einstaka sinnum
kringlupoka frá Akureyri. Yfir-
leitt bökuðum við ekki færri en
átta brauð á dag. Og svo voru
endalausir þvottar og önnur þjón-
usta. Á veturna fluttum við Frið-
björn með börnin úr stóra húsinu
suður á eyju, að Selaklöpp, húsi
tengdaforeldra minna, en þar vor-
um við í sér íbúð á veturna. Okk-
ur Friðbirni varð sex barna auðið
en misstum tvö þeirra. Næstelsti
drengurinn okkar, Valdemar, dó
á öðru ári. Hann fæddist hraustur
en svo fór að dofna yfir honum.
Það blés upp á honum hálsinn og
loks skar læknirinn skurð á bark-
ann og setti slöngu í en drengur-
inn lifði stutt eftir það. Ég hafði
þá skömmu áður eignast þriðja
drenginn. Hann var skírður
Valdemar við kistu síns látna
bróður. Nokkrum árum seinna dó
Friðbjöm maðurinn minn úr
lungnabólgu. Mánuði fyrir andlát
hans höfðum við misst tæplega
ársgamlan dreng, Pálma Kristinn.
Maður þekkir orðið lífið.“
Trú hinum gamla íslenska arfi
bregður Björg varla svip þegar
Orkneyingasaga er komin út
á frönsku í þýðingu og með
löngum formála eftir Jean Re-
naud, sem er háskólakennari í
Caen í Normandí. En í Nor-
mandí er mjög mikill áhugi á
norrænum víkingatíma, _ enda
settust víkingar þar að. Útgef-
andi er bókaforlagið Aubier, 13
Quai de Conti í Paris og nefnist
hún segir mér frá sárustu atburð-
um æfi sinnar. Hún talar hægt
með hörðum norðlenskum fram-
burði og hjá henm fylgir auðheyri-
lega hugur máli. í viðmóti hennar
skynja ég þann tæra heiðarleika
sem helst verður vart hjá sumu
fólk úr hópi aldamótakynslóðar-
innar. Kannski er þessi tærleiki
það eina sem eftir stendur af hinu
vonglaða íslenska þjóðfélagi sem
kreppan varpaði seinna dimmum
skugga sínum á.
Björg Valdemarsdóttir er fædd
20. september aldamótaárið 1900
að Árskógi á Árskógsströnd. For-
eldrar hennar voru Þórdís Björg
Hallgrímsdóttir frá _ Stóru-
Hámundarstöðum á Árskógs-
strönd og Guðlaugur Valdemar
Guðmundsson frá Fagraskógi í
Arnameshreppi. Þau eignuðust
eilefu börn og var Björg sú sjötta
í systkinaröðinni. Af þeim hóp er
nú aðeins ein systir á lífi auk
Bjargar. Þegar Björg var átta ára
fluttu foreldrar hennar til Ólafs-
fjarðar og þar gekk húní barna-
skóla. Um aðra skólagöngu var
ekki að ræða. Daginn eftir ferm-
ingardaginn fór Björg til Akur-
eyrar til þess að vinna á heimili
Bjöms Líndals yfirdómslögmanns
og konu hans, Bertu, sem var af
dönskum og þýskum ættum. Þau
áttu þrjár dætur og sú fjórða
fæddist meðan Björg var hjá þeim.
„Á heimili Líndalshjónanna lærði
ég margt og mikið, sérstaklega
ahskyns _ handavinnu," segir
Björg. „Ég bý enn að þessum
tæplega þremur árum sem ég
dvaldi hjá þeim. En sextán ára
sagan á frönsku La Saga des
Orcadiens.
í kynningu á bókarkápu segir
að Orkneyjasaga sé einna elst Is-
lendingasagna, meistaraverk mið-
aldabókmenntanna. í upprunalegri
mynd sé hún frá 12. öld. Þetta sé
dýrmæt heimild um útþenslu
víkinganna og frumheimild um sögu
Orkneyja, lítillar eyjar norður af
gömul fór ég til Hríseyjar. Þangað
voru þá foreldar mínir nýlega
fluttir með allan bamahópinn.
Faðir minn vann þá við bátasmíð-
ar en áður hafði hann verið sjó-
maður á hákarlaskipum. Hann
þótti laginn við smíðar. Þó þau
væru alltaf fremur fátæk bjuggu
þau sér þar notlegt heimili. Hjá
þeim var ég að mestu þar til ég
giftist 21 árs gömul Friðbirni
Björnssyni kaupmanni og útgerð-
armanni í Hrísey. Hann var borinn
og barnfæddur í eynni, sonur
hjónanna Guðrúnar Margrétar
Jónsdóttur og Björns Jörundsson-
ar óðalsbónda og útgerðarmanns
í Hrísey. Við Friðbjörn kynntumst
á samkomum í eynni, hann var
góður maður og þótti álitlegt
mannsefni. Hann stjórnaði oft
skemmtunum og var mjög músk-
ialskur, lék bæði á píanó og org-
el. Við áttum hljóðfæri frá upp-
hafi okkar búskapar. Það var fjör-
ugt félagslíf í Hrísey. Þar var
karlakór starfræktur. Einnig var
heilmikil leikstarfsemi heima, þar
var Hreinn Pálsson söngvari
framarlega í flokki. Við vorum
af þeirri kynslóð sem skemmti sér
sjálf. En þó félagslífið væri stund-
um fjörugt þá var það aldrei þann-
ig að konur væru að hlaupa að
tilefnislausu hver inn til annarrar
til þess að drekka kaffi og heyra
slúðursögur. Það datt engum í
hug að vera að flækjast erindis-
leysu í hús. Við höfðum það mik-
ið að gera að við máttum ekki
vera að slíku. Maður vissi hreint
ekki hvað va_r verið að sjóða í
næsta potti. I þá daga var iíka
Skotlandi, sem komi á óvart fyrir
athafnasemi _á sviði stjórnmála og
menningar. í þijár aldir ríktu yfir
eyjunum jarlar, hver öðrum merki-
legri, einn þeirra samkvæmt sög-
unni enginn annar en hálfbróðir
Göngu-Hrólfs, fyrsta hertogans í
Normandí.
I löngum formála gerir Jean
Renaud grein fyrir sögunni, heim-
ildum og sögustaðnum Orkneyjum,
þar sem hann hefur dvalið. Sagan
sjálf er yfir 200 blaðsíður. í bókar-
lok eru ættartölur, skrá yfir jarla
Orkneyja, svo og konungaskrá á
Hjaltlandi, eyjunni Mön, L Noregi
og Skotlandi. Þá er nafnaskrá og
staðanafnaskrá.
meira um að ættingjar hefðu ná-
inn samgang. Þijár systur mínar
bjuggu í Hrísey og við hittumst
oft.
Við Friðbjöm bjuggum saman
í 12 ár en þá missti ég hann frá
fjórum ungum börnum. Eftir ára-
mótin árið 1934 fór hann eitt sinn
sem oftar til Akureyrar til þess
að gera upp reikninga. Kalt var
í veðri og snjór, hann ofkældist
og veiktist á Akureyri. Það var
hringt í mig og mér tókst að kom-
ast til hans og hjúkra honum þar
til yfir lauk. Þá vpru engin lyf til
við lungnabólgu. Ég var yfir hon-
um í tvo sólarhringa, þá dó hann
eftir hart dauðastríð.
Eftir lát Friðbjarnar flutti ég
að Selaklöpp og varð ráðskona
hjá tengdaföður mínum, sem þá
hafði nýlega misst konu sína.
Hann var með stórt bú og margt
fólk í heimili. Börn mín þijú,
Björn, Guðrún og Óli Dagmann
fylgdu mér en Valdimar fór-til
föðursystur sinnar að Hóli á Ufsa-
strönd þar sem hann dvaldi til
fermingaraldurs, en þá kom hann
heim aftur. Auk þess fylgdi mér
fóstursonur, Björn Kristinsson,
sem við Friðbjörn höfðum tekið
að okkur níu ára gamlan. Þá urðu
foreldrar hans að láta hann frá
sér vegna fátæktar og heilsuleys-
is. Hann var orðinn stálpaður þeg-
ar Friðbjörn dó og hann fór ekki
frá mér fyrr en hann gifti sig.
Annað fósturbarn tókum vi_ð um
tíma. Það var stúlka frá Ólafs-
firði, Guðfinna Jónsdóttir. Hún
kom til okkar ellefu ára og var
hjá okkur til sextán ára aldurs.
Eftir að Friðbjörn dó lifði ég
mínu lífi í Hrísey. Mér fannst ég
aldrei einangruð og hafði aldrei
tíma til að láta mér leiðast. Ég
þurfti jafnan að keppast við til
þess að geta lokið heimilisverkun-
um og svo þurfti ég að sauma föt
og gera við. Ég lét krakkana allt-
af hjálpa mér talsvert. Drengina
ekki síður en telpurnar. Það var
ekki til það verk á heimilinu sem
ég kenndi drengjunum ekki að
vinna, þó þeir væru kannski ekki
alltaf ánægðir með þau störf. Ég
sagði þá stundum við þá að það
ætti kannski fyrir þeim að liggja
að eignast konu og þá yrðu þeir
fegnir að geta létt undir með
henni.
Ég var ekkja þar til arið 1941.
Þá giftist ég Garðari Ólasyni og
við áttum saman eina dóttur,
Dagbjörtu. Garðar var bróðurson-
ur Friðbjarnar fyrri manns míns
og fimm árum yngri en ég. Við
þekktumst frá fornu fari. Þegar
ég var sautján ára var ég fengin
til að hjálpa móður hans eitt
haustið í slátrum. Hún var veik
og þau veikindi ágerðust þar til
hún var flutt á sjúkrahús. Þar dó
hún skömmu fyrir jól frá manni
og tveimur drengjum. Garðar var
þá níu ára gamall. Ég treysti mér
ekki, svona ung, til þess að standa
fyrir heimilinu svo það varð úr
að drengirnir tveir fóru til afa
síns og ömmu, en þau urðu fáum
árum seinna tengdaforeldar
mínir.
Mér fannst mikið traust í því
fólgið að eignast mann aftur. Ég
hefði heldur ekki getað verið
heppnari. Garðar reyndist börnum
mínum sem besti faðir og studdi
mig til að koma þeim til náms.
Synir mínir Björn og Valdemar
fóru báðir í Stýrimannaskólann,
Guðrún fór í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og Óli fór í Sam-
vinnuskólann. Fljótlega eftir að
við giftum okkur keyptum við
Garðar hús af Hreini Pálssyni
þegar hann flutti suður. Það heit-
ir Aldan og stendur enn. Seinna,
þegar Garðar tók að þreytast á
sjómennskunni og börnin voru öll
farin að heiman nema Dagbjört
litla ákváðum við að flytja suður.
Við seldum ríkinu húsið og það
er núna prestsetur. Það er stórt
og gott hús og ég óskaði þess oft
að það hefði verið hægt að koma
því suður. Við fluttum til
Reykjavíkur árið 1952. Mér
fannst erfitt að fara, ég fór skæl-
andi úr Hrísey. Þegar suður kom
var ég þó ánægð að geta verið í
nágrenni við börn mín og þeirra
fjölskyldur. Garðar fór að vinna
hjá Olíuverslun íslands. Það var
Hreinn Pálsson sem útvegaði hon-
um þá vinnu. Við keyptum litla
íbúð í Hlíðunum en fluttum tvisv-
ar áður en við keyptum þessa íbúð
hér í Sæviðarsundinu. Hér höfðum
við búið í nokkur ár þegar Garðar
dó fyrir rúmum tveimur árum.
Mér finnst alltaf verið að gera
fólki erfiðara að lifa lífinu. Hrað-
inn er svo mikill á öllu í dag. Það
hlýtur að vera erfitt að vera alltaf
í einlægri spennu einsog margir
eru núna. Ég er þakklát fyrir að
hafa ekki þurft að lifa við það.
Ég hef aldrei verið „stressuð" ein-
sog það er kallað. En mesta lán
mitt er að hafa átt góða menn
og vináttu barna minna og systk-
ina.
Texti: Guðrún Guðlaujjsdóttir
Hjúkrunarfræðingar
sinni ekki stundakennslu
EFTIRFARANDI ályktun um
stundakennslu félagsmanna
Félags háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga var sam-
þykkt á félagsfundi FHH 13.
september sl.
„Félagsfundur FHH, haldinn
13. september 1990, beinir þeim
tilmælum til félagsmanna sinna
að þeir taki ekki að sér stunda-
kennslu á vorönn 1991, hafi þá
ekki náðst samkomulag við ríkis-
valdið um leiðréttingu á kjörum
þeirra stundakennara, sem ekki
fá greidd laun skv. kjarasamn-
ingi Félags háskólakennara."
Orkneyingasaga komin
út í franskri þýðingu