Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Hversu lífvænleg er fram- tíð fámennrar þjóðar? Lífskjör (efnisleg) + lífsgæði (huglæg) = lífsskilyrði eftirPálKr. Pálsson Frá landbúnaðar- til þekkingarþj óðfélags Allt frá upphafi tilveru sinnar hefur maðurinn gengið í gegnum tímabil þar sem ákveðinna einkenna gætir í hegðun hans og lífsmynstri. Eftir því sem tíminn hefur liðið hafa þessi tímabil styst. Þannig stóð land- búnaðartímabilið, sem einkenndist af skipulegri nýtingu lands til rækt- unar, t.d. mun skemur en iðnað- artímabilið sem stóð nokkuð fram yfir miðja þessa öld og einkenndist af skipulegri nýtingu tækni. Þá tók við upplýsingaþjóðfélagið sem varð til með tilkomu tölva og einkenndist af upplýsingaöflun og upplýsinga- miðlun um flesta hugsanlega hluti. Öll leiddu þessi tímabil, saman- borið við næsta tímabil á undan, til aukinnar framleiðni í formi bættrar nýtingar á þeim aðföngum sem maðurinn hafði til að móta lífskjör sín. Á hveiju tímabili varð einnig til ákveðin menning sem endurspe- glaði það umhverfi sem fólkið bjó í og hafði áhrif á þróun þess. Ýmsir velta því fyrir sér hvaða þjóðfélag taki við þegar upplýsinga- þjóðfélagið rennur sitt skeið á enda. Margt virðist benda til að næsta þjóðfélagsskeið muni grundvallast á þekkingu einstaklinganna. Það mætti því kalla það þekkingarþjóð- félag eða vísindaþjóðfélag. Gera má ráð fyrir að með þekkingarþjóðfé- laginu verði viss kaflaskipti í þeirri þjóðfélagsuppbyggingu og valda- formi sem við eigum að venjast. Þekkingarþjóðfélagið mun einkenn- ast af nýtingu þekkingar til að auka framleiðni og bæta lífsskilyrðin. Hvernig sem horft er á þessa hluti og hvaða áðurnefnt tímabil sem litið er á kemur í ljós að ein aðalundirstaða öflugs mannlífs og þar með menningar er öflugt atvinn- ulíf. Island í samfélagi þjóðanna í framhaldi af þessum hugleiðing- um vaknar sú spurning hvernig samfélag okkar muni þróast í framt- íðinni. Munum við fylgja þjóðum Vestur-Evrópu í þróuninni frá upp- lýsingaþjóðfélagi til þekkingarþjóð- félags? Það sem skiptir meginmáli er að við áttum okkur á breytingun- um og verðum þátttakendur í þeirri samfélagslegu byltingu sem mun eiga sér stað þegar þekkingar- eða vísindaþjóðfélagið tekur við af upp- lýsingaþjóðfélaginu. Hér skiptir mestu máli að nýta þau tækifæri sem okkur gefast og vinna bug á þeim ógnunum sem við stöndum frammi fyrir. Ýmislegt virðist benda til að nýtt form menningar muni blómstra í þekkingarþjóðfélaginu. Líkur eru á að þá verði vaktir til lífsins vannýtt- ir kraftar meðal náttúruvísinda og raunvísindamanna. Við munum hugsanlega upplifa nýtt skeið þar sem saman fara vísindalegar rann- sóknir og listsköpun hjá sömu aðil- um. Slík dæmi eru reyndar þekkt úr sögunni og nægir í því sambandi að nefna Leonardo da Vinci. Frá alþjóðavæðingu menningar til alþjóðavæðingar atvinnulífs Enginn lætur sér lengur detta í hug að banna íslenskum listamönn- um og áhugamönnum um menningu að taka þátt í alþjóðavæðingu menn- ingarinnar; fylgja þeim straumum og nema þá þekkingu sem þar verð- ur til og „flytja hana inn“. Margir virðast hins vegar óttast að alþjóða- væðingu atvinnulífs fylgi fjötrar fjármagns og auðhyggju, sem ná muni tökum á þjóðfélagsmyndinni og gera okkur að ómeðvituðum sporgöngumönnum „alheimskapít- alismans". En það er einmitt í þess- um svokallaða alheimskapítalisma sem menningin þrífst best, lífskjörin eru best og lífsgæðin eru mest. Þangað flykkist fólkið og þar vilja flestir búa. Alþjóðavæðing atvinnulífsins feist í því að fjármagn og þekking flæða óhindrað á milli landsvæða þannig að verðmætasköpun leitar til þeirra staða þar sem framieiðni við viðkomandi verðmætasköpun er mest. Auðvitað er þetta umhverfi ekki fullkomið frekar en annað sem grundvallast á frelsi og þrá einstakl- ingsins til að tjá sig og skapa. Eitt hljótum við þó að geta verið sam- mála um, þ.e. að lýðræðið á Vestur- iöndum sé það samfélagsform sem gefur manninum mest frelsi og möguleika tii að tjá sig og þrosk- ast, sé horft á þau þjóðfélagsform sem við þekkjum og höfum reynslu af. Vissulega eru til ýmis smástirni alheimshamingju og eilífrar gleði sem svífa um á himinhvolfí hug- myndafræðinnar, en af þeim höfum við enga raunverulega reynslu. En hvaða máli skiptir sagan í þessu sambandi? Hver verður þörfin fyrir að þekkja söguna í þekkingar- þjóðfélagi framtíðarinnar? Ég tel víst að rætur þekkingarþjóðfélags- ins muni grundvallast á menningar- legri fortíð og hefð hverrar þjóðar þannig að í þekkingarþjóðfélaginu mun menningin gegna öðru og veigameira hlutverki en hún gerði í landbúnaðar-, iðnaðar- og upplýs- ingaþjóðfélaginu. Ég held að við munum læra að meta tunguna okk- ar og varðveita hana jafnvel enn betur en við gerum í dag. Þá munu tungumál gegna lykilhlutverki í þjóðfélagi framtíðarinnar. Við þurf- um hugsanlega að kunna tvö, jafn- vel þijú önnur tungumál en íslensku til að geta nýtt okkur þau fækifæri sem við höfum. Hvort við munum upplifa menn- ingarlega gullöld eins og margir telja að við höfum átt á Sturlunga- öld og þeim tíma sem sjálfstæðisbar- áttan stóð sem hæst, er erfitt að segja til um. En það eru miklar líkur á að ef við ætlum okkur að lifa í samfélagi þjóðanna og halda þeim lískjörum sem við búum við í dag og bæta lífsgæðin verði ekki hjá því komist að við búum okkur til nýja og enn merkilegri „gullöld" en þær sem við höfum átt áður. Miklar líkur eru á að möguleikar okkar eftir 40-60 ár felist fyrst og fremst í þekkingu. Það er þegar komið í ljós að aðgangur að hráefn- um er ekki lengur grundvöllur að lífskjörum eða lífsgæðum í há- tæknivæddu samfélagi nútímans á borð við það sem þekkist í Japan, Vestur-Þýskalandi og Sviss. Segja má að það sem grundvalli Iífskjör okkar í dag byggist á aðgangi að ákveðnum hráefnum, en það sem mu’n grundvalla lífskjörin eftir 40-60 ár er fyrst og fremst hæfni til að hugsa og nýta hugsunina við verðmætasköpun. Vandi okkar virðist öðru fremur felast í því að við eigum erfítt með að greina á milli meðalmanna og snillinga og ef einhver sýnir af sér eiginleika og hæfni til að vera snill- ingur, er honum gjarnan gert lífið leitt og dregið úr vilja hans og krafti til að nýta snilligáfu sína. Hvítáraes, fyrsta sæluhús Ferðafélags Islands, 60 ára eftir Höskuld Jónsson Þess verður minnst 22. september nk. að 60 ár eru liðin frá byggingu sæluhúss Ferðafélags íslands í Hvítámesi. Reyndar hafa félagar FÍ verið að minnast þessa atburðar frá því snemma í vor þegar þeir hófu áfangagöngu til Hvítámess frá væntanlegu félagsheimili sínu við Mörkina 6 í Reykjavík. Lokaáfangi þeirrar göngu er á sunnudaginn en þá verður gengið frá Svartá að sælu- húsinu. Ferðafélag Islands var stofnað 27. nóvember 1927. Eitt aðalverkefni þess samkvæmt stofnlögum var að beita sér fyrir byggingu sæluhúsa í óbyggðum, stærri og betur búnum en þá tíðkaðist. Ekki verður annað sagt en félagið hafí skjótlega sinnt þessu verkefni: Ýtti þar helst á Skúli Skúlason, ritstjóri vikublaðsins Fálk- ans, en blað hans hafði lagt fram eittþúsund krónur til stofnunar sæluhúsasjóðs. Á fundi 6. maí 1929 var rætt um að reisa sæluhús við Hvítárvatn. Vom fjórir menn skipað- ir til að koma málinu fram, þeir Gunniaugur Einarsson, Niels Dung- al, Skúli Skúlason og Valtýr Stefáns- son. Jón Víðis teiknaði húsið og var þegar hafíst handa við-að hlaða tóft sumarið 1929. Tók Jón Jónsson, bóndi í Laug í Biskupstungum verk- ið að sér í ákvæðisvinnu fyrir 800 kr. ásamt að tyrfa þekjuna er húsið væri fullgert. Hann tók einnig að sér að flytja 100 Ije^tburði af bygg- ingarefni frá Geysi yfír Hvítá óbrú- aða, að hússtæðinu. Smíðin var boð- in út. Jakob Thorarensen, skáld, tók verkið að sér fyrir 1.287 krónur og var innifalin öll trésmíði á húsinu. Hann byijaði á smíðinni 23. júlí 1930 og hafði lokið henni að fullu hinn 24. ágmst. Vann hann verkið við annan mann. Húsið var allt þilj- að innan með panih Jón í Laug tví- „ferniseraði" allan panilinn og tyrfði þakið. Var húsið fullgert 24. septem- ber. Húsið kostaði fullbúið 8.114,33 kr. og rúmaði 30 næturgesti. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, skar myndir þær sem prýddu vind- skeiðamar. Stétt var lögð framan við húsið og út í enda hennar er sérstakur kafli, sem lagður var 1977, gerður af einum steini úr hverri sýslu landsins. Árið 1934 fór Ferðafélagið fyrstu ferð sína í Hvítárnes. Hafði þá verið ruddur vegur að Hvítá með fjárfram- lagi frá félaginu. í ferð þessari voru 70 þátttakendur. Farkosturinn var sex vörubílar, sennilega svokallaðir boddýbílar, þar sem farþegahús með trébekkjum var sett ofan á pall á venjulegum vömbíl. För þessi hefur verið ærið ströng. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 4 laugardaginn 4. ágúst og komið inn að Hvítá í birtingu. Áin var þá enn óbrúuð. Síðan var haldið inn að sæluhúsi ríðandi og gangandi, hvílst þar, haldið í Karlsdrátt aflíðandi hádegi, gist í sæluhúsinu um nótt- ina, í tjöldum eða undir bemm himni Páll Kr. Pálsson „ Við þurfum að færa okkur frá þeirri hugsun að lífskjör séu það sama og lífsskilyrði. Að það sé skynsamlegt að Qár- festa um efni fram og búa sér til félagslegan lúxus með því taka lán í útlöndum er stór- hættuleg hugsun.“ Staðreyndin er að það skortir ekki hugmyndir heldur fólk til að velja bestu hugmyndimar og hrinda þeim í framkvæmd. Samfélag okkar byggist mikið á afskiptum hins opin- bera og þeirri afstöðu að frumkvæði einstaklinga til athafna eigi sér ann- arlegar rætur; þar hljóti jafnvel að búa að baki einhver annarleg hvöt; til að hagnast persónulega. Þá má nefna að flestir em sam- mála um að menntakerfið okkar sé á villigötum, að atvinnureksturinn sé bundinn í viðjar reglugerðahag- * kerfis, að bjartsýnismenn séu barðir til svartsýni o.s.frv. En samt tekst okkur ekki að bijótast út úr þessu umhverfí. Ástæðan er ósköp einföld; Höskuldur Jónsson „Ferðafélag íslands býður félaga sína og velunnara velkomna í Hvítárnes 22. septem- ber.“ en þátttakendur voru miklu fleiri en sæluhúsið tók. Hafa þá vafalaust einhveijir farið ferðlúnir og van- svefta heim á mánudegi. Sæluhúsið í Hvítámesi boðaði byltingu í aðbúnaði ferðamanna í óbyggðum. Sæluhúsið var frábmgð- ið öllum þeim húsum sem áður höfðu verið athvarf ferðamanna á hálend- inu. Þau hús höfðu verið byggð til að skýla leitarmönnum eða sem neyðarafdrep og mátti gott heita héldu þau vatni og vindum. Sagt hefur mér maður úr Biskupstungum, sem bjó við slæman húsakost á jörð sinni, að honum hefði fundist sem í höll kominn þegar hann gisti sælu- hús Ferðafélagsins í Hvítárnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.