Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 19 þeim einstaklingum sem hafa getu til að finna leiðir út úr þessum ógöngum er ekki gefið tækifæri til þess, en hinum sem hafa þrifist og nærst á því að búa til þetta um- hverfi er treyst fyrir því að breyta. Slíkt mun aldrei leiða af sér nýtt og betra þjóðfélag. Frá hugmyndasköpun til verðmætasköpunar Við þurfum að færa okkur frá þeirri hugsun að lífskjör séu það sama og lífsskilyrði. Að það sé skyn- samlegt að ijárfesta um efni fram og búa sér til félagslegan lúxus með því taka lán í útlöndum er stór- hættuleg hugsun. Slík lán leysa engan vanda. Það er jafnvel veruleg hætta á að nú sé svo komið að þeg- ar við ætlum okkur að njóta elliá- ranna muni grunnskólakynslóðin, sem þarf að greiða til baka alla fé- lagslegu og tæknilegu offjárfesting- una, ekki ráða við að fjármagna hvort tveggja í senn, afborganirnar og lúxúslífið sem við ætlum okkur að lifa á elliheimilium framtíðarinn- ar. Auðvitað eru allir sammála um að félagslegt réttlæti eigi að ríkja, menn eigi að hafa mannsæmandi laun og öllum eigi að líða vel. En það er ekki nóg, því ef við höfum ekki efni á því að uppfylla þessar kröfur og óskir, nema með dýrum erlendum lánum, mun fyrr en síðar koma að því að okkur líður öllum mjög illa. Hér er komið að því að skilja á milli hugtakanna lífskjör, lífsgæði og lífsskilyrði. Ég kýs að líta svo á að lífskjör marki hinn efnislega en lífsgæði hinn huglæga þátt lífsskil- yrðanna. Einkenni okkar í dag virð- ast vera að við leggjum mesta áherslu á lífskjörin en gleymum að meta hvers virði lífsgæðin eru og kunna að verða okkur í framtíðinni. Við hugsum enn eins og veiðimenn og stundum rányrkju á þeirri auð- lind sem er okkur hvað mikilvægust. Það hlýtur að vera mikilvægt að nýta ijölmiðlana og þá möguleika sem þeir bjóða upp á til að byggja upp nýjan skilning á hugtökunum lífskjör og lífsgæði og gera okkur aftur að andans þjóð; breyta okkur úr stressuðum bílistum í andmikla afhafnamenn. Það var lán Ferðafélags íslands að forystusveit þess í árdaga var skipuð merkum mönnum til orðs og afkasta. Einn þeirra var Skúli Skúla- son, ritstjóri og eigandi vikublaðsins Fálkans. Hann var einn af stofnend- um félagsins. Hann stofnaði Sælu- húsasjóð félagsins 1929 og reis sæluhúsið í Hvítárnesi undir ötulli forystu hans. Hann átti sæti í stjórn félagsins 1930-1938 og varð aðal- maður við skipulagningu og undir- búning ferða á vegum félagsins. Hann ritaði meginefni Árbókar 1931 um Þórsmörk, Fljótshlíð og Eyja- fjöll. Aúk þess ritaði hann kafla af Arbók 1936 með Steinþóri Sigurðs- syni, náttúrufræðingi. Hann var kjörinn heiðursfélagi Ferðafélagsins 1947. Skúli Skúlason var fæddur 27. júní 1890 og lést 10. janúar 1982. Ferðafélag íslands býður féiaga sína og velunnara velkomna í Hvítár- nes 22. september. í tilefni þessara tímamóta hefur sæluhúsið verið málað utan sem innan, settir í það opnanlegir gluggar til að bæta brunavarnir og reist nýtt snyrtihús, sem tilbúið verður til notkunar næsta sumar. Að öllum þessum umbótum hafa fórnfúsar hendur félagsmanna unnið með íjárstuðningi ættingja Skúla Skúlasonar og Eimskipafélags íslands. Þeim sé þökk. Líklegt er að 13. áfanga göngunn- ar í Hvítárnes muni ljúka um þrjúley- tið. Göngumanna og gesta munu þá bíða veitingar í þjóðlegum stíl í sælu- húsinu. Þá verður Skúla Skúlasonar minnst sérstaklega en hann hefði nú fyllt öldina að árum væri hann á lífi. Ferðafélag íslands man þá menn vel er unnu því brautargengi. Við samningu þessarar greinar hefur m.a. verið stuðst við sögu Ferðafélags íslands 1927-1977 eftir dr. Harald Matthíasson. Orðrétt not úr því riti eru með hans leyfi. Tónleikaröð á vegnm Camerata Gott dæmi um mikilvægt málefni á villigötum er byggðastefnan. Fátt hefur valdið landsbyggðinni eins miklum skaða og tal um ástand og horfur á hinum ýmsu stöðum úti á landi. Eilíft umtal um hversu slæmt það sé að búa á viðkomandi stað, í samanburði við höfuðborgarsvæðið, hefur átt stóran þátt í því að flæma fólk frá landsbyggðinni. Besta byggðastefnan væri að byggja upp þokklega stóran kjarna einhvers staðar úti á landi, t.d. við Eyjafjörð, sem hefði 30-50 þús. íbúa, þar sem þrifist gott og heilbrigt mannlíf sem skapaði höfuðborgarsvæðinu eðli- lega samkeppni um fólk; um at- hafnamenn í menningu, listum og atvinnu. Slíkt myndi síðan hafa margfeldisáhrif, þannig að upp risu nýir kjarnar víðar um land. Þrífst menning’ í alþjóðavæddu atvinnulífi? í framhaldi af öllu þessu vaknar óneitanlega sú spurning hvort menning þrífist í alþjóðavæddu sam- félagi. Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar að svarið hljóti að vera já, því það virðist vera að koma í ljós að þar sem alþjóðavæðing atvinnulífs- ins og samband einstaklinga er mik- ið þrífst menningin vel. Til að reka hér lífvænlegt samfé- lag í framtíðinni þurfum við á mik- illi menningu að halda, sem ekki fæst nema við tökum þátt í þeirri alþjóðavæðingu atvinnulífsins sem er hafin í lýðræðisríkjum um allan heim og grundvallar' þau lífsskil- yrði, í formi góðra lífskjara og mik- illa lífsgæða, sem einstaklingarnir munu sækjast eftir. Ef þjóðfélagið býður ekki upp á slíkt mun fólkið einfaldlega flytja í burtu og setjast að þar sem lífsskilyrðin eru betri. Höfundur er verkfræðingur. Kammerhljómsveitin Camer- ata undirbýr nú tónleikaröð sem ætlað er að hefjist í Neskaupstað laugardaginn 22. september nk. -Camerata sem stofnuð var sl. sumar samanstendur að þessu sinni af 21 hljóðfæraleikara úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Markmið kamm- ersveitarinnar er meðal annars að flytja verk eftir íslensk tónskáld sem tengjast hinum ýmsu byggðar- lögum landsins. í þessari frumraun sveitarinnar verða meðal annars flutt verk eftir Inga T. Lárusson og Jón Þórarinsson í Neskaupstað og á Egilsstöðum. Á tónleikum Camerata sem haldnir verða í Hafnarfirði 24. þessa mánaðar, í tengslum við 40 ára afmæli Tónlistarskóla Hafnaríjarð- ar, mun hljómsveitin flytja verk eftir Friðrik Bjarnason, sem sér- staklega hefur verið útsett fyrir það tækifæri. Á lokatónleikunum í þess- ari tónleikaröð,_sem haldnir verða í Reykjavík 28. september, verður frumflutt nýtt tónverk eftir Ríkharð Örn Pálsson. Stjórnandi Camerata er Örn Óskarsson. Reykjavik: Austurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferðir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195. Róm er einstök! Þar má ganga dögum saman innan um helstu afrek mannsandans, og fylgjast með því er fortíðin og líðandi stund heilsast á einkar viðfelldinn hátt. - Páfagarður, Sixtinska kapellan, Péturs- torgið, Péturskirkjan og Forum Romanum eru nokkrir þeirra nafntoguðu staða sem hinir margrómuðu fararstjórar Ólafur Gíslason og Halldóra Friðjónsdóttir munu leiða okkur um. Hitastigið í borginni eilífu seinni hluta september er notalegt og einkar ákjósanlegt fyrir þá sem vilja sveifla sér um súlnagöng og sigurboga. Allt leggst þetta á eitt um ógleymanlega ferð! Brottför er 24. sept., þá verður flogið til Rimini og haldið þaðan næsta dag til Rómar. Flogið verður heim 1. okt. Verð er aðeins 41.610 kr. Innifalið í verðinu er gisting eina nótt á Rimini og 6 nætur á stór- hótelinu Ergife Palace í nágrenni Vatikansins, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. XCSt Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 12.sept. 1990. VIKUNA24.8EPT.-1.0KT. Fyrir þá sem vilja skoða Ítalíu á eigin vegum er flug og bíll á Rimini afar hagkvæmur kostur. Þannig er staðgreiðsluverð á mann aðeins 24.985 kr. miðað við 4 í bíl í A flokki. Ef tveir eru um samskonar bíl staðgreiðir hvor um sig 29.545 kr. gTEEEEEJ Samvinnuferðir - Landsýn Höfundur er forseti Ferðafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.