Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg:
Margar íslenskar
bækur komnar út eða
að koma út í Svíþjóð
Gautaborg. Frá Jóhanni tb'álmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
MARGIR íslenskir rithöfundar voru á Bóka- og bókasafnastefnunni
í Gautaborg, Meðal þeirra sem settu svip á stefnuna voru Thor Vil-
hjálmsson, verðlaunahafi Norðurlandaráðs og Matthías Johannessen,
en bók hans Dagur af degi var tilnefnd til verðlaunanna á þessu ári.
Ulf Örnkloo, bókmenntafulltrúi
sænska útvarpsins, sem er mikill
áhugamaður um íslenskar bók-
menntir, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Halldór Laxness gnæfði
vissulega upp úr í hugum sænskra
lesenda, en meðal höfunda í miklum
metum nú væru Thor Vilhjálmsson,
Svava Jakobsdóttir og Einar Kára-
son. Einnig mætti nefna Einar Má
Guðmundsson og Þórarin Eldjárn
og vissulega fleiri. Eftir helstu ljóð-
skáld íslendinga nú, skáld eins og
t.d. Matthías Johannessen og Stef-
án Hörð Grímsson, væri alltof lítið
til í sænskum þýðingum, en það
stæði vonandi til bóta.
Ekki gafst kostur á að taka alla
íslensku rithöfundana tali að þessu
sinni. Þeir höfðu í nógu að snúast
og blaðamaður líka. En hér á eftir
eru sýnishom þess sem nokkrir
þeirra höfðu fram að færa þegar
unnt reyndist að króa þá af.
Vigdís Grímsdóttir er meðal
kunnari íslenskra rithöfunda er-
lendis. Hún kom fram á stefnunni
ásamt mörgum öðrum íslenskum
rithöfundum. Skáldsaga hennar frá
í fyrra, Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón
var meðal þeirra bóka sem menn
Perúska
Boeing-þotan;
Leit hætt
LEIT hefur verið hætt að
perúsku Boeing-þotunni, sem
fórst í hafí á leið frá
Keflavíkurflugvelli um 300
kílómetra suðaustur af Ný-
fundnalandi, þann 11. þessa
mánaðar.
Perúmennirnir 16 sem um
borð voru eru nú taldir af, að
sögn kanadískra björgunar-
manna.
ræddu hvað mest á stefnunni, en í
haust kemur út ljóðabók eftir
Vigdísi sem getur hefur sér gott
orð sem ljóðskáld.
Þórarinn Eldjárn hefur að und-
anförnu fengist við þýðingar og
væntanleg er á næstunni þýðing
hans á Þjófnum, skáldsögu Görans
Tunströms. Þórarinn kvaðst einkum
hafa fengist við ljóðagerð og skrifað
smáögur með þýðingarstarfinu.
Guðrún Helgadóttir kvartaði yfir
því að lítið væri að gera á stefn-
unni, hún væri vanari önnum. Guð-
rún hefur nýlega skilað handriti til
útgefanda síns, ekki barna- og
unglingabók eins og hún er þekkt-
ust fyrir, heldur spennusögu sem
hún sagði í samtali við Morgunblað-
ið „að væri á jaðri trúverðugleik-
ans“. Guðrún bætti við: „Börnin
mín sem lesið hafa handrit allra
bóka minna og gefið mér góð ráð
eru víðsfjarri, svo að ég veit eigin-
lega ekki hvers konar bók er hér á
ferðinni."
Óvenju margar íslenskar bækur
eru nú komnar út eða að koma út
í sænskri þýðingu, meðal þeirra
úrval ljóða eftir Jón og Vör og úr-
val úr tveim síðustu ljóðabókum
Stefáns Harðar Grímssonar, önnur
þeirra er verðlaunabókin Yfir heið-
an morgun. Vandratað í veröldinni
eftir Franzisku Gunnarsdóttur er
komin út og á bókastefnunni var
kynnt bók með smásögum eftir 25
íslenska höfunda sem Mál og menn-
ing og Norræni bókaklúbburinn
gefa út í sameiningu.
Dr. Esbjörn Rosenbiad, kynnti
nýja bók sína um ísland, Island i
saga och nutid, og fjölmargt annað
mætti vissulega nefna sem tengist
íslandi og íslenskri menningu.
í Noregi kemur út á næstunni
safn þýddra ljóða eftir íslensk
nútímaskáld í þýðingu Knuts Öde-
gárds. Danir og Finnar virðast ekki
heldur ætla að forsmá íslenskar
bókmenntir.
Suðurland:
Heyskap víða ólok-
ið í uppsveitum
VÍÐA í uppsveitum á Suðurlandi-
er heyskap enn ólokið vegna
óþurrka, og einhver dæmi eru
Hörður Torfa-
son í Nor-
ræna húsinu
HÖRÐUR Torfason heldur tón-
leika í Norræna húsinu nk.
fímmtudagskvöld kl. 21.00. Þetta
eru aukatónleikar sem haldnir
eru vegna fjölda áskorana.
Hörður Torfason er um þessar
mundir að gefa út plötu í Dan-
mörku, en sú plata verður með
dönskum söng og ætluð fyrir þar-
lendan markað.
Hörður hefur verið nefndur fyrsti
íslenski trúbadúrinn, en hann hélt
tónieika í Norræna húsinu fyrir
stuttu og flutti þá lög sem ekki
hafa komið út á plötum. Komust
færri að en vildu og vegna óska
fjölmargra sem þurftu frá að hverfa
hefur því verið ákveðið að endur-
taka tónleikana eins og áður sagði.
um að bændur eigi verulegan
hluta af heyskapnum eftir. Að
sögn Sveins Sigurmundssoriar,
framkvæmdastjóra Búnaðarsam-
bands Suðurlands, er þó ekki
talið líklegt að til vandræða horfí
hjá einstökum bændum vegna
þessa.
Þurrkdagar á Suðurlandi hafa
verið mjög fáir frá því um miðjan
ágústmánuð, og því hefur tíð til
heyþurkkunar þar verið mjög erfið.
Að sögn Sveins eru þó margir
bændur búnir að ná verulegum
hluta af heyjum sínum og sumir
nær öllu.
„Það er þó dálítið eftir, en í fæst-
um tilfellum er það heyskapur sein
skiptir sköpum um afkomu búanna.
í uppsveitum Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu eru þess þó dæmi að
verulega sé eftir. Hjá þeim sem
fóru lítið af stað í þurrkinum í júl-
íbyijun, þ.e. uppsveitamenn og þeir
sem beita fé mikið á tún, þar hefur
verið mjög erfítt til heyþurrkunar.
Hins vegar hefur rúlluheyskapurinn
bjargað ansi miklu, en dagsþurrkar
duga til að hægt sé að ná heyinu
í rúllur.“
Sigurður Björnsson ríður íjöllin á Landmannaafrétti.
Fjallferö með Land- og Holtamönnum
Land- og Holtamenn smöluðu
Landmannaafrétt í vikunni í
öllum tegundum af veðri, allt
frá glampandi sól til blynd-
hríðar, sem tafði þá um einn
sólarhring og því verður ekki
réttað í Afangagili fyrr en á
föstudagsmorgunn 21.sept. Það
hefur löngum verið sagt að
Landmannaafréttur sé 100
Qalla smölun og má með sanni
segja því víða er óljóst hvar
Ijall tekur við af fjalli í hinni
sérstæðu náttúru á Land-
mannaafrétti.
Blaðamenn Morgunblaðsins
fylgdust með leitarmönnum , en
fyrstu dagana gera þeir út frá
Landmannalaugum, leita Jökulgi-
lið, inn að Hrafntinnuskeri og til
allra átta, en seinni hluta fjallferð-
arinnar gista leitarmenn í Land-
mannahelli. Meðfylgjandi myndir
tók Ragnar Axelsson ljósmyndari
Morgunblaðsins
Einn daginn urðu fjallmenn að halda kyrru fyrir í Landmanna-
helli vegna snjókomu, en þá gripu þeir Stefán Sigurðsson og
Karl Gislason til þess að búa til snjókellingu.
Kristinn Guðnason í Skarði Landsveit, Qallkóng- Einn fjallmanna, Jón Þórðarson frá Fosshólum,
ur Landmanna, að Ieggja af stað á fjall í morg- í sólskinsskapi á hesti sínum.
unsárið, en i glugga hesthúss gangnamanna
gægist einn af hestum íjallmanna.