Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 21 Mikilvægi Kefla- víkurstöðvarimiar fer síst minnkandi - segir Yigleik Eide, formaður her- málanefndar Atlantshafsbandalagsins ' SÁ niðurskurður sem iyrirhug- aður í herliði Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu breytir engu um það lykilatriði í varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem lýtur að birgða- og liðsflutningum yfir Atlantshaf skapist óvissu- eða hættuástand. I ljósi þessa mun mikilvægi varn- arstöðvarinnar í Keflavík síst fara minnkandi og raunar má halda því fram að það komi frek- ar til með að aukast. Þetta kom fram í máli Vigleiks Eide, for- manns hermálanefndar Atlants- hafsbandalagsins, á blaðamanna- fundi sem boðað var til í Reykjavík í gær en Eide, sem er Norðmaður, hefur átt viðræður við íslenska ráðamenn og kynnt sér starfsemina í varnarstöðinni í Keflavík. Vigleik Eide kvað ástæðu til að ætla að samningaviðræður austurs og vesturs um fækkun liðsafla og vígtóla í Evrópu kæmu til með að skila árangri. Þótt samið yrði um verulegan niðurskurð myndu Sov- étríkin eftir sem áður ráða yfir mjög öflugum herafla, bæði á kjarn- orkusviðinu sem hinu hefðbundna auk þess sem áfram yrði unnt að kalla út liðsafla með tiltölulega skömmum fyrirvara. Því væri mikil- vægt að tryggja jafnvægi og stöð- ugleika og í ljósi þessa þyrfti Atl- antshafsbandalagið að geta gert slíkt hið sama, kæmi sú staða upp í alþjóðamálum að það reyndist nauðsynlegt. „Til þess að það verði unnt þarf að tryggja öryggi á sigl- ingaleiðinni yfir Atlantshaf. Og ef til vill mun mikilvægi siglingaleiðar- innar yfir Atlantshaf verða enn meira en áður því ef dregið verður úr styrk liðsaflans í Vestur-Evrópu verður að tryggja að bæði verði unnt að flytja hersveitir og birgðir yfir hafið,“ sagði norski herforing- inn. „í ljósi þessa mun ísland áfram gegna lykilhlutverki og þess vegna tel ég að Keflavíkurstöðin verði áfram mjög mikilvæg," bætti hann við. Hann sagðist telja að ef til vill myndi mikilvægi varnarstöðvarinn- ar aukast í réttu hlutfalli við niður- skurðinn í Vestur-Evrópu en kvaðst jafnframt líta svo á að ekki væri að vænta frekari hernaðaruppbygg- ingar hér á landi. Vigleik Eide minnti á að sú stefna hefði verið mörkuð á vettvangi NATO að framtíðarvarnir banda- lagsríkjanna myndu í senn saman- standa af hefðbundnum herafla og kjarnorkuvopnum. Kjarnorkuvopn væru liður í fælingarstefnunni, sem ætlað væri að afstýra hugsanlegum átökum. Afvopnun á höfunum væri Morgunblaðið/Emilía Vigleik Eide, formaður hermála- nefndar Atlantshafsbandalags- ins. fyrir ýmissa hluta sakir gríðarlega flókið viðfangsefni. Slfkar hug- myndir snertu m.a. grundvallar- reglur um siglingafrelsi sem hér eftir sem hingað til yrðu mikilvæg- ur liður í vamarviðbúnaði banda- lagsríkjanna. Gat hann þess að ekki hefði verið unnt að koma alþjóðlegu herliði til Persaflóa væru núverandi reglur um siglingafrelsi ekki í fullu gildi. Eide var spurður hvort hann tæki undir það sjónarmið íslenskra ráðamanna að fækkun vopna á landi mætti ekki leiða til aukinnar vígvæðingar á höfunum. „Eg tel að það sé ákaflega mikilvægt að sú jákvæða þróun sem orðið hefur bæði á sviði afvopnunarmála og slökunar á spennu í samskiptum austurs og vesturs verði ekki til þess að gera stöðu tiltekinna svæða erfiðari en ella. Því tel ég þetta sjón- armið eðlilegt. Hins vegar tel ég ekki að sú þróun sem nú er hafin leiði til aukinnar spennu og meiri vígvæðingar á Norður-Atlantshafi,“ sagði hann. Eide sagði fréttir af endurnýjun herafla Sovétmanna á Kóla-skaga valda vissum áhyggjum. Hins vegar hefði þíðan í samskiptum austurs og vesturs, að hans mati, dregið úr líkunum á átökum á norðurslóð- um. Ekki væri um að ræða fjölgun í landhersveitum á Kóla-skaga og tæpast væri unnt að ræða um aukna vígvæðingu þó svo ákveðnir þættir í þeirri endurnýjun sem þar færi fram væru áhyggjuefni. Menn yrðu þó að gæta þess að oftúlka ekki þær breytingar sem orðið hefðu og vonandi yrði í framtíðinni unnt að ná fram samningum við Sovétmenn um samdrátt í herstyrknum á Kóla og á norðurslóðum almennt. Forstjóraskipti hjá aðalverktökum: Tengist á engan hátt breyttri eignaraðild -segir Thor Ó. Thors THOR Ó. Thors, sem lét af störf- um forstjóra íslenskra aðalverk- taka sl. þriðjudag, segir að það tengist á engan hátt breytingum á eignaraðild fyrirtækisins, en þar á ríkissjóður nú meirihluta. Thor tók um leið við stöðu stjórn- arformanns fyrirtækisins af Ste- fáni Friðfinnssyni sem var ráðinn forstjóri. Thor Ó. Thórs sagði við Morgun- blaðið, að það hefði verið að bijót- ast um í honum lengi, að hætta sem forstjóri íslenskra aðalverktaka, en hann hefur gengt því starfi frá stofnun félagsins. „Það þarf að endurnýja mannskapinn eins og vélarnar,, og ég hafði þá skoðun að minn tími væri kominn,“ sagði Thor. Hann sagði að sér hefði þótt Stefán Friðfinnsson vera líklegur eftirmaður sinn, eftir viðkynningu af honum sem stjórnarformanni íslenskra aðalverktaka, og að skipt- in milli hans og Stefáns tendust ekki á neinn hátt þeim samningi sem utanríkisráðherra gerði í sumar um breytta eignaraðild að Aðal- verktökum, og fyrirhugaða breyt- ingu á rekstrarformi þess. KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer í skamm- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fýrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. KX-T 2386 BE - Kr. 12.332 stgr. Sími með símsvara — Ljós f takkaborði — Útfarandi skila- boð upp í Vi mín. — Hvert móttekið skilaboð gelur verið upp í Vh mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið iesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.