Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 22

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Ársfundur Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í aðsigi: Fátækustu ríkin óttast um sinn hag Washington. Heuter. RÁÐAMENN í fátækustu ríkjum heims óttast að hækkandi olíu- verð og samdráttur í útflutningi vegna Persaflóadeilunnar komi illa niður á þeim. Eru þeir uggandi um að ársfundur Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok vikunnar veiti þeim litla huggun í þessu efiii. Fulltrúar þessara tveggja áhrifamestu fjár- málastofnana heims segja að til standi að veita fátækustu ríkjum heims fjárhagsaðstoð vegna Persaflóadeilunnar. Of snemmt sé þó að segja til um umfang aðstoðarinnar. Iðnríki heims hafa þegar heitið Egyptalandi, Tyrklandi og Jórd- aníu milljörðum dala í efnahagsað- stoð vegna Persaflóadeilunnar. Einnig hefur aðstoð við austan- tjaldsríki margfaldast að undaf- ömu. Því óttast fátækustu ríki heims að lítið verði eftir handa þeim en benda á að hækkandi olíu- verð og minnkandi útflutningur vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna á írak komi mjög niður á þeim. í ársskýrslum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þó jákvæð tíðindi fyrir ríki þriðja heimsins. Þeim hefur orðið nokkuð ágengt í viðureigninni við gífurleg- ar erlendar skuldir en skulda- kreppan svokallaða er þó langt í frá afstaðin. „Á heildina litið er rík ástæða til að gleðjast yfir ár- angri þeim sem náðst hefur fram til þessa," segir í ársskýrslu al- þjóðabankans sem birt var á sunnudag. „Dregið hefur úr skuld- um og greiðslubyrði á mikilvægum sviðurn." Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn kemst að svipaðri niðurstöðu í sinni skýrslu sem kom út í síðustu viku. Báðar stofnanimar em þó var- kárar í ummælum um framtíðina. „Skuldakreppan á eftir að hijá okkur um langa hríð enn,“ sagði Barber Conable, forseti Álþjóða- bankans, nýlega í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna. Samtals eru er- lendar skuldir þriðjaheims rflq'a nú 1.200 milljarðar dala. Báðar stofnanimar fara lofsam- legum orðum um Brady-áætlunina svokölluðu sem kennd er við Nic- holas Brady, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Samkvæmt henni geta þriðjaheimsríki lækkað skuld- ir sínar hrindi þau vissum efna- hagsumbótum í framkvæmd. Mex- íkó, Filippseyjar, Kosta Ríka og Venezúela em meðal ríkja sem hafa notfært sér þessa áætlun. Samkvæmt útreikningum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sparaði Mexíkó t.d. 1,4 milljarða dala í árlegar afborganir með þessum hætti. Uppboðsmarkaður í Moskvu í gær var haldinn í Moskvuborg fyrsti uppboðsmark- aðurinn í Sovétríkjunum frá því að byltingin var gerð í landinu árið 1917. Fulltrúar ríkisfyrirtækja og sam- vinnufyrirtækja stigu þar fyrstu skrefin á braut fijálsra verslunarviðskipta og seldu og keyptu vörur sem boðnar vom upp á staðnum. Á boðstólunum vom fjölmargir vömflokkar, þar á meðal vefnaðar- vara, húsgögn, plastvömr, vélar, heimilistæki og raf- vörur hvers konar, og er ætlunin að landbúnaðarvör- ur verði einnig seldar á slíkum mörkuðum á næstunni. Forsetakosningar í Póllandi: Jaruzelski biður þing- ið að ákveða kjördag Varsjá. Reuter. Varsjá. WOJCIECH Jaruzelski, fyrrum leiðtogi pólska kommúnista- flokksins, fór þess á leit við pólska þingið í gær að það ákveði starfslok hans sem forseta Pól- lands. Lagði hann til að stjómar- skránni yrði breytt; að nýr for- seti yrði kosinn af þjóðinni en ekki þinginu og fæm forseta- skipti fram tveimur mánuðum eftir kosningar. Pólska þingið mun hefja umræð- ur um tillögu Jaruzelskis í dag. Var fastlega gert ráð fyrir að þeim lyki samdægurs eða í síðastsa lagi á morgun og þá yrði kosningadagur ákveðin. Að sögn Bronislaws Gere- meks, formanns þingflokks Sam- stöðu, er ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja tillögu Jamzelski og efna til kosninga í nóvember. Jamzelski tók við starfi forseta í júlí í fýrra í framhaldi af svo- nefndu hringborðssamkomulagi leiðtoga Samstöðu, óháðu verka- lýðsfélaganna, og fyrrum valdhafa kommúnista. Var þar gert ráða fyr- ir að starfstíma hans lyki ekki fyrr en 1995 en í ljósi stjórnmálaþróun- Þíðan í samskiptum austurs og vesturs: Lýðræðisríkin leiða hjá sér baráttu Eystrasaltsþjóðanna segir Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands Hclsinki. Reuter. JANIS Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands, sagði í gær að leið- togar Vesturlanda hefðu afráðið að leiða hjá sér sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsríkjanna þriggja af ótta við að afskipti af þeim málum kynnu að reka fleyg milli risveldanna og spilla þiðunni í samskiptum austurs og vesturs. Jurkans, sem er í þriggja daga heimsókn í Finnlandi, fór einnig hörðum um Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, sem lýst hafði yflr stuðningi við sjálfstæðisbar- áttu Eista, Letta og Litháa. Jurkans sagði að mjög hefði dregið úr þeim þiýstingi sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, hefði í fyrstu sætt á alþjóðavett- vangi eftir að þjóðemissinnar í Eystrasaltsríkjunum hófu sjálf- stæðisbaráttu sína. „Heims- byggðin er himinlifandi vegna þess stuðnings sem Gorbatsjov hefur veitt I Persaflóadeilunni og stjómmálmenn telja baráttu Eystrasaltsríkjanna óþægilegt málefni," sagði utanríkisráðher- rann. Hann hvattf til þess að málefni Eystrasaltsþjóðanna yrðu rædd á fyrirhuguðum leiðtoga- fundi þeirra ríkja sem aðild eiga að Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) en kvaðst tæpast eiga von á því að sú yrði raunin. Menn vildu umfram allt tryggja þíðuna í sam- skiptum austurs og vesturs og óttuðust að afskipti af sjálfstæðis- baráttu ríkjanna þriggja kynni að reka fleyg milli risaveldanna. Jurkans gat þess að Lettar hefðu bundið miklar vonir við samning um efnahags- og stjórn- málasamvinnu við Sovétlýðveldið Rússland sem drög hefðu verið lögð að í ágústmánuði. Hins vegar hefði enn aðeins verið gengið frá fáeinum þáttum hans og viðræður milli fulltrúa ríkjanna hefðu nú legið niðri um nokkra hríð. Gagn- rýndi hann framgöngu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á þess- um vettvangi. „Hann talaði fjálg- lega um sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna en nú heyrist hvorki frá honum hósti né stuna. Eystra- saltsríkin eru jókerinn í spilastokk Jeltsíns." I máli ráðherrans kom fram að efnahagsástandið færi sívemandi í Lettlandi og vöruskortur væri almennur. Hins vegar hefðu Lett- ar engan hug á því að taka þátt í þeim umskiptum á vettvangi sovéskra efnahagsmála sem ráða- inenn í Moskvu era nú teknir að ráðgera. „Við ætlum ekki að hafa nein afskipti af þeim áætlunum sem kynntar hafa verið á þessum vettvangi. Slíkt jafngilti því að við gengjum beint í gildruna. Þar með væru engin líkindi fyrir því að við næðum fram því sem við ætlum okkur á stjórnmálasviðinu, sagði Janis Jurkans. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, sagði í viðtali sem birt- ist í gær í franska dagblaðinu Le Quotiden að sjálfstæðibarátta ríkisstjórnar hans hefði gjörsam- lega fallið í skuggann af Persaf- lóadeilunni og sameiningu Þýska- lands. Liháar neyddust fyrr í ár Janis Jurkans. til að leggja sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í marsmánuði til hlið- ar eftir að hafa sætt efnahags- þvingunum af hálfu Sovétstjórn- arinnar og kvað Landsbergis Kremlveija enn ekki hafa svarað tillögum Litháa. ar í öðram ríkjum Austur-Evrópu hefur þess verið krafist í auknum mæli að hann segði af sér og fullu lýðræði yrði komið á í Póllandi. Fallist þingið á tillögur Jarazelski, sem áreiðanlegar heimildir hermdu að væru að mestu frá þingflokki Samstöðu komnar, verður hjá því komist að hann segi af sér. Jarazelski leggur tillögur sínar fram aðeins tveimur dögum eftir að Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, tilkynnti að hann hefði afráðið að bjóða sig fram til forseta. Möguleik- ar hans eru taldir miklir en enginn annar hefur tilkynnt um framboð. Nafn Tadeusz Mazowieckis forsæt- isráðherra hefur verið nefnt í þessu sambandi en hann er sagður mjög tvístígandi í afstöðu sinni til fram- boðs gegn Walesa. í gær voru 15 stuðningsmenn Pólska sjálfstæðisbandalagsins (KPN) dregnir í burtu frá forseta- höllinni í Varsjá en þeir tóku sér þar stöðu í gær og kröfðust afsagn- ar Jarazelskis. Rússneska þingið vill af- sögn Ryzhkovs Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið skoraði í gær á Níkolaj Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, að biðj- ast lausnar fyrir sig og ríkis- stjórn sína. Tillaga um að Ryzhkov segði af sér var samþykkt með 154 atkvæð- um gegn fjórum en 18 þingmenn sátu hjá. Var stjórn Ryzhkovs á efnahagsmálum harðlega gagnrýnd við umræður í þinginu og hann sakaður um að skorta kjark til þess að breyta úr miðstýringarbúskap yfir í markaðshagkerfi. „Hann hef- ur lofað hinu og þessu í fímm ár en árangurinn er enginn,“ sagði Alexander Potsjínok, þingmaður frá Tsjeljabínsk í Uralfjöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.