Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
25
Atlantshafsbandalagíð
og afvopnun á höfunum
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Hægari efna-
hagsbati?
Bandaríkjamenn hafa nú
vaxandi áhyggjur af því,
að samdráttur sé að verða í
efnahagslífi þar eftir samfellt
vaxtarskeið í allmörg ár. Verð-
bólgan í Bretlandi er komin í
um 10,6%, sem er heldur meiri
verðbólga en þar var á árinu
1979, þegar Thatcher tók við
völdum. A meginlandi Evrópu
má sjá fyrstu merki þess, að
eitthvað sé að draga úr þeirri
efnahagslegu framsókn, sem
einkennt hefur Evrópubanda-
lagsríkin undanfarin ár. Við
Persaflóa ríkir óbreytt ástand,
sem þýðir í raun hærra olíuverð
á næstu mánuðum.
Hér á Islandi má hins vegar
sjá fyrstu merki um bata eftir
efnahagslegan öldudal síðustu
tveggja ára. Afkoma fyrirtækja
á fyrri helmingi þessa árs er
betri en á sama tíma í fyrra
og þar sem um taprekstur er
að ræða er tapið heldur minna
en á sama tíma í fyrra. Batn-
andi afkoma fyrirtækja, sem
hafa gengið í gegnum töluverð-
an hreinsunareld síðustu tvö
árin, er sennilega ein helzta
ástæða þess, að einhver hreyf-
ing er að komast á efnahags-
og atvinnulífið á nýjan leik.
Þjóðin bindur miklar vonir
við byggingu nýs álvers. En
jafnvel þótt samningar verði
gerðir um það á næstu mánuð-
um má ekki búast við því, að
þær framkvæmdir hafi mikil
áhrif á efnahagslífið fyrr en á
árinu 1992. Að vísu má gera
ráð fyrir, að virkjunarfram-
kvæmdir heijist á næsta vori,
en þær verða ekki svo umfangs-
miklar á næsta ári, að það hafi
veruleg áhrif á efnahagsþróun-
ina hér. Það gerist hins vegar
strax á árinu 1992 og á því ári
og næstu tveimur árum á eftir,
þ.e. 1993 og 1994, má búast
við, að miklir fjármunir komi
inn í efnahagskerfí okkar, þjóð-
inni allri til hagsbóta.
Olíuverð hefur ekki hækkað
hér enn sem komið er, en búast
má við því, að það gerist á
næstu vikum. Þá má ætla, að
útgerðarmenn láti í sér heyra
og ýmsir fleiri, sem eru háðir
olíu og benzíni um rekstur sinn.
Olíuverðshækkun ásamt sam-
drætti í efnahagslífi Banda-
ríkjamanna og Breta, sem eru
helztu viðskiptaþjóðir okkar,
getur haft þau áhrif að hægja
á þeirri jákvæðu hreyfingu, sem
er í efnahagsmálum okkar.
Reynslan hefur kennt okkur,
að við verðum jafnan fyrir tölu-
verðum áhrifum af efnahags-
þróun í nálægum löndum, sem
við eigum viðskipti við, hvort
sem um er að ræða uppsveiflur
eða neikvæða þróun.
Af þessum sökum er hætt
við, að efnahagsbati hér, sem
margir hafa búizt við, verði
hægur og að kjarabætur til al-
mennings skili sér seint. Hins
vegar fer ekki á milli mála, að
þanþol launþega er nánast búið.
Þeir geta ekki meir. Það gætir
örvæntingar hjá fólki vegna
versnandi afkomu og vegna
þess, hve þessi kreppa hefur
staðið lengi yfir. Fari svo, að
fólk fínni ekki efnahagsbata í
eigin buddu á næstu mánuðum
er ómögulegt að segja til um
hvaða áhrif eða afleiðingar það
hefur.
Þetta er umhugsunarefni
fyrir atvinnurekendur en þó
fyrst og fremst fyrir ríkisstjórn-
ina, sem stjórnar þeim sjóði,
ríkissjóði, sem hefur langmest
áhrif á þróun efnahagsmála
hér. Það er t.d. ljóst, að ef ekki
væri svo mikill halli á ríkissjóði
á þessu ári og lánsfjárþörf hans
svo mikil, sem raun ber vitni,
hefðu vextir lækkað umtalsvert
frá því, sem nú er vegna þess,
að þá væru bankar og sparisjóð-
ir í vandræðum með að ávaxta
innlánsfé.
Ríkissjóður hefur getað aflað
nauðsynlegs lánsfjár á innan-
landsmarkaði vegna þess, að
atvinnufyrirtækin hafa haldið
að sér höndum um fjárfestingar
í nokkur misseri. Um leið og
fyrirtækin leita eftir fjármagni
til fjárfestingar á nýjan leik,
verður erfiðara fyrir ríkissjóð
að afla lánsíjár hér heima til
þess að fjármagna hallarekstur-
inn. Og að öðru jöfnu verður
að ætla, að fyrirtækin hugsi sér
til hreyfings á ný á næsta ári.
Lykilatriði í því að varðveita
þann árangur, sem náðst hefur
í efnahagsmálum undanfarin
misseri og að bæta lífskjör fólks
á næstu mánuðum og misserum
er að hallarekstur ríkissjóðs
verði haminn. Þess vegna verð-
ur fjárlagafrumvarps ríkis-
stjórnarinnar beðið með eftir-
væntingu að þessu sinni. Verða
þar á ferðinni sömu gömlu
lummurnar eða má búast við
raunhæfu framlagi af hálfu
ríkisstjórnarinnar til þess að
stuðla að nýrri uppsveiflu í
efnahagsmálum?
eftirJón Baldvin
Hannibalsson
Það vefst tæpast fyrir nokkrum
manni lengur að kalda stríðinu er
lokið. Nýtt öryggiskerfi í Evrópu,
sem tekur tillit til nýrra aðstæðna
í stjórnmálum, er í farvatninu. Það
hernaðarkerfí sem varð til vegna
kalda stríðsins verður aðlagað
stjórnmálaþróuninni með einhliða
aðgerðum sem og samningum.
Þær afvopnunarviðræður sem
nú eru í gangi miða að því að sa-
mið verði um öll helstu svið vígbún-
aðar: kjarnorkuvopn, hefðbund-
inn land- og flugher í Evrópu
og efnavopn. Innan tíðar verða
skammdræg kjarnavopn tekin inn
í samningaviðræður. Þá er einung-
is eitt veigamikið svið vígbúnaðar
utan samningaviðræðna — vígbún-
aður á höfunum.
Takmörkun vígbúnaðar og
traustvekjandi aðgerðir á höfunum
er málefni sem skiptir íslendinga
augljóslega miklu. Fyrir því eru
tvær höfuðástæður: Hernaðarleg
lega landsins og hættan á mengun
sjávarins af völdum geislavirkra
efna.
Norðurhöf, þ.e. norðausturhluti
Atlantshafsins, voru á tímum kalda
stríðsins einhver mikilvægasti vett-
vangur flotaumsvifa í heiminum.
Þau eru athafnasvæði Norðurflota
Sovétríkjanna, sem hefur höfuð-
stöðvar á Kóla-skaga, þar sem
staðsett er eitthvert mesta
víghreiður á jarðkringlunni. Þau
eru jafnframt athafnasvæði stærri
hluta kjarnorkuvopnavaraforða
Sovétríkjanna — eldflaugakafbá-
taflotans. Hinn mikli fjöldi takt-
ískra og langdrægra kjarnavopna
í Norðurhöfum veldur því að lqarn-
orkuvopnavæðing svæðisins á
sér vart hliðstæður annars staðar.
Er að vænta breytinga á hern-
aðarumsvifum í Norðurhöfum í
kjölfar þess að kalda stríðinu er
lokið? Enn getum við ekki svarað
eftirJónas Gíslason
Fátt hefur vakið meiri athygli
undanfarið og komið meir á óvart
en breytingarnar, sem orðið hafa
í Austur-Evrópu á þessu ári, eftir
að Berlínarmúrinn var brotinn nið-
ur og járntjaldið rifíð. Mikið hefur
verið rætt og ritað um breytingarn-
ar á stjórnmálasviðinu. Minna hef-
ur verið rætt um breytingarnar,
sem orðið hafa í kirkjulegum efn-
um. Þær breytingar eru þó svo
miklar og óvæntar, að undrum
sætir.
Lifandi og dauðar kirkjur
Engin ný kirkja var byggð í
Sovétríkjunum í 73 ár — eða frá
byltingunni 1917. Þvert á móti
fækkaði þeim kirkjuhúsum veru-
lega á þessu tímabili, sem kirkjan
gat notað til guðsþjónustuhalds,
því að mörgum þeirra var lokað
og þeim breytt í söfn eða funda-
hús. I Sovétríkjunum töluðu menn
um lifandi kirkjur, þar sem guðs-
þjónustur voru fluttar, og dauðar
kirkjur, sem teknar höfðu verið til
veraldlegra nota.
Mér er í fersku minni, er ég
fyrir fáum árum kom inn í kirkju
því með fullri vissu. Óvissuþættirn-
ir eru fjölmargir, ekki síst hvað
varðar hina pólitísku þróun. Þær
upplýsingar sem við höfum gefa
þó tilefni til að ætla að einhveijar
breytingar verði, en ekki að
grundvallarbreytinga sé að
vænta.
Hagsmunir íslands
ísland er staðsett í flöskuhálsi
Norðurhafa — Grænland-, ísland-,
Bretland-hliðinu dyrunum að Norð-
urhöfum. Hernaðarlegt mikilvægti
landsins frá lokum seinni heims-
styijaldar hefur fyrst og fremst
byggt á þessari staðreynd. Mikil-
vægi landsins fyrir Atlantshafs-
bandalagið hvílir fyrst og fremst á
legu landsins, sem gefur einstæða
möguleika til að tryggja öryggi
siglingaleiðanna yfir Atlantshaf.
Landfræðileg lega íslands leiðir
til þess að næsta augljóst er, að
ef við sjáum ekki fram á að ein-
hliða aðgerðir hafi í för með sér
veigamiklar breytingar á flotaum-
svifum í nágrenni okkar, hljótum
við að telja æskilegt að samninga-
leiðin verði farin til að draga úr
vígbúnaði í Norðurhöfum. Þar fyrir
utan ber að hafa í huga að -verði
vígbúnaður á höfunum ekki tekinn
inn í samningaviðræður í Evrópu,
getur það undir vissum kringum-
stæðum leitt til aukins vígbúnað-
ar á höfunum. Frá hernaðarlegu
sjónarhorni eru náin tengsl milli
lands og hafs, en það felur í sér
að standi sjóherir utan samninga-
viðræðna er hætta á að farið verði
í kringum samninga um land- og
flugheri og kjarnorkuvopn með því
að auka vígbúnað á höfunum. Af
þessu leiðir, að til þess að samning-
ar um vígbúnað í Evrópu verði
heilstæðir, en ekki opnir í báða
enda, er nauðsynlegt að taka sjó-
heri inn í samningaviðræður.
Það sem undirstrikar hagsmuni
íslendinga átraustvekjandi aðgerð-
um og takmörkun vígbúnaðar á
höfunum er þörfín fyrir að vernda
í Leníngrad, þar sem komið hafði
verið fyrir minjasafni um Lenín.
Allt hafði verið fjarlægt, sem
minnti á kristna trú, en í staðinn
gat að líta flennistórar myndir af
Lenin og alls konar upplýsingar
um líf hans og starf. Mest stakk
í augu risastór mynd af Lenín, sem
komið var fyrir, þar sem altarista-
flan hafði áður verið.
Lifandi kirkjur í Sovétríkjunum
eru að vonum fáar í dag. Þó hefur
allnokkrum kirkjuhúsum nú verið
skilað aftur til kirkjulegra nota,
m.a. að því er ég bezt veit áður-
nefndri kirkju, þar sem Lenínsafn-
inu hafði verið komið fyrir. Þar
hefur Kristur nú leyst Lenín af
hólmi.
Ráðstefnan í Manila 1989
r'
A fjölmennri kristilegri ráð-
stefnu í Manila á Filippseyjum í
fyrrasumar, sem haldin var á veg-
um alheimshreyfingar evangel-
ískra kristinna manna, er nefnist
Lausanne-hreyfingin, gat að líta
meðal þátttakenda allstóran hóp
fólks frá Sovétríkjunum, alls um
70 manns. Þetta fólk var í ýmsum
kirkjudeildum og kom frá flestum
héruðum ríkisins, og áberandi var,
lífríki hafsins fyrir mengun af völd-
um geislavirkni. Traustvekjandi
aðgerðum á höfunum hefur fyrst
og fremst verið beint að því að
koma í veg fyrir slys og hættuleg
atvik, sem eiga sér stað vegna sam-
skipta flota en ekki að slysum, sem
eiga rætur sínar að rekja til bilana
í vélabúnaði. Við urðum vitni að
þremur slysum sovéskra kjarn-
orkukafbáta í Norðurhöfum 1989,
sém áttu upptök sín í slíkum bilun-
um. Sem betur fer hafa slík slys
enn sem komið er ekki haft alvar-
legar afleiðingar í för með sér. En
gerum okkur í hugarlund að skip-
stjóri sovéskra Mike-kafbátsins,
sem sökk undan ströndum Norður-
Noregs, hefði ekki tekist að slökkva
á kjamaofninum, áður en hann
yfirgaf kafbátinn. Við getum ekki
sagt nákvæmlega til úm hvað hefði
gerst. Það sem við getum fullyrt
er að slíkt tilfelli mundi að öllum
líkindum hafa áhrif á umhverfi
sjávar — jafnvel alvarleg áhrif.
Eitt slíkt tilfelli undan ströndum
Islands gæti haft verulega alvar-
legar afleiðingar fyrir lífsbjörg ís-
lendinga. Jafnvel grunur um að
sjávarafurðir okkar væru mengað-
ar af völdum geislavirkni gæti haft
alvarleg áhrif á markaði erlendis.
í kjölfar kjamorkukafbátaslysanna
á síðasta ári bárust okkur erindi
frá útlendum fískkaupendum þar
sem spurt var, hvort fiskistofnarnir
hefðu orðið fyrir mengun. Þetta
gerðist þrátt fyrir að slysin áttu
sér stað töluvert langt undan
ströndum íslands. Við eigum engan
annan kost en að taka tillit til þess
að nútímamarkaðurinn er í auknum
mæli viðkvæmur fyrir hvers konar
mengunargrun.
Ljóst er að vestrænir kafbátar
eru tiltölulega öruggir. Það á ekki
við um sovéska kafbáta. Það eru
þeir síðarnefndu sem við höfum
fyrst og fremst áhyggjur af. Sem
fyrsta skref til að finna lausn á
þessu máli höfum við lagt til á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna að
að fæst þekktist það innbyrðis fyr-
ir ráðstefnuna.
Þessi ráðstefna var því afar
mikilvæg fyrir þessa sovésku þátt-
takendur. Um leið og þeir reyndu
að blanda sem mest geði við fólk
hvaðanæva úr heiminum, lögðu
þeir sérstaka áherzlu á umræður
í eigin hópi um ástand kristni og
kirkju í Sovétríkjunum. Meginum-
ræðuefnið var eitt: Hvernig getum
við bezt unnið að útbreiðslu krist-
innar trúar heima fyrir?
Sovésku þátttakendurnir voru
bjartsýnir á framtíð kristilegs
starfs í Sovétríkjunum. Aldrei fyrr
hafði jafn stór hópur kristinna leið-
toga fengið leyfi til þess að fara
til útlanda til þátttöku í kristilegri
ráðstefnu. Hitt kom áreiðanlega
engum til hugar þá, að breyting-
arnar yrðu jafnsnöggar og raun
ber vitni.
Mikilvæg ráðstefha í Moskvu
Árangurinn af þátttöku þeirra í
ráðstefnunni í Manila 'er nú að
koma í ljós. í samráði við leiðtoga
Lausanne-hreyfingarinnar hefur
verið ákveðið að efna til fjölmennr-
ar ráðstefnu kristinna kirkjuleið-
toga í Sovétríkjunum.
Gjört er ráð fyrir um 1.000 þátt-
takendum á ráðstefnunni, þar af
850 frá Sovétríkjunum, auk 150
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
gefi út leiðbeinandi reglur um
kjarnaofna í hafi. Slíkar reglur
hafa verið gefnar út af Alþjóðasigl-
ingamálstofnuninni fyrir kjam-
orkuknúin kaupskip en einungis
fáein slík skip eru til. Reglurnar
ættu einnig að ná til herskipa. Við
verðum að gera okkur grein fyrir
að það sem við erum í reynd að
tala um eru hreyfanleg kjamorku-
ver. Það eru nálægt 600 slík kjarn-
orkuver í liöfunum. Það er engin
gild ástæða fyrir því að um kjarn-
orkuver í höfunum gildi ekki álíka
reglur og eiga við um kjarnorkuver
á landi.
Atlantshafsbandalagið og
röksemdir gegn afvopnun
á höfunum
Umræðan innan Atlantshafs-
bandalagsins um takmörkun víg-
búnaðar og traustvekjandi aðgerðir
á höfunum hefur ekki enn verið
leidd til lykta. Atlantshafsba,nda-
lagið hefur hvorki samþykkt að
taka upp slíkar viðræður né hafnað
því endanlega. Á leiðtogafundi
NATO í júlí sl. var samþykkt að
bandalagið héldi áfram að kanna
möguleika á takmörkun vígbúnað-
ar og traustvekjandi aðgerðir á
fléiri sviðum. Það er hins vegar Ijóst
að einkum og sér í lagi helstu flota-
veldin eru um þessar mundir ekki
hlynnt samningaviðræðum við Sov-
étríkin um sjóhernað.
Höfuðröksemdin gegn því að
fara út í samningaviðræður er
byggð á eðli Atlantshafsbandalags-
ins sjálfs; þ.e.a.s. þeirri staðreynd,
að það er bandalag sjóvelda, sem
eru mjög háð höfunum. Mikilvægi
sjóleiðanna yfir Atlantshafið fyrir
öryggi Vestur-Evrópu hefur ekki
dvínað og mun jafnvel aukast, í
kjölfar samdráttar í hefðbundnum
vopnum í Evrópu og fækkunar í
bandarískum herstyrk á meginl-
andinu. Aftur á móti eru Sovétríkin
landveldi, sem fyrst og fremst eru
háð landleiðum fyrir flutninga. Af
Jónas Gíslason
„Kristið fólk í Austur-
Evrópu hefur sýnt mik-
ið hugrekki og stað-
festu, þrátt fyrir ýmis
konar þrengingar og
oft beinar ofsóknir af
hálfu yfirvalda. Það
vekur athygli, að í flest-
um þessara landa var
kristin kirkja í farar-
broddi, er almenningur
reis upp gegn alræðis-
valdi kommúnismans
og hristi af sér hlekki
ófrelsis og kúgunar.“
Lenín eða Kristur
Frá kirkjulífí í Austur-Evrópu
Jón Baldvin Hannibalsson
„Eitt slíkt tilfelli undan
ströndum íslands gæti
haft verulega alvarleg-
ar afleiðingar fyrir
lífsbjörg íslendinga.
Jafnvel grunur um að
sjávarafurðir okkar
væru mengaðar af völd-
um geislavirkni gæti
haft alvarleg áhrif á
markaði erlendis.“
þessu er síðan leidd sú röksemd
að ekki eigi að hrófla við öryggi
þjóðbrautanna með því að fara út
í samningaviðræður um takmörkun
vígbúnaðar á höfunum.
Þetta er grundvallarröksemd-
in. Hún leiðir til þeirrar megin-
spurningar hvort sú staðreynd,
hversu Atlantshafsbandalagið er
háð höfunum, veiki stöðu fyrir
bandalagið, ef það færi í samninga-
viðræður um takmörkun vígbúnað-
ar? Ég tel að svo sé ekki. Þvert á
mót.i tel ég að við ættum að kanna,
hvort takmörkun vígbúnaðar á höf-
unum bjóði ekki upp á tækifæri
til að efla öryggi flutningaleið-
anna fremur en öfugt.
Það er næsta augljóst að öryggi
flutningaleiðanna yrði betur tryggt
með minni sovéskum flotastyrk í
Norðurhöfum, einkum minni styrk-
leika kafbátaflotans. í Mið-Evrópu,
þar sem Sovétríkin hafa öll eftir-
stríðsárin haft mikla yfírburði á
sviði hefðbundinna vopna, hefur
Atlantshafsbandalagið verulegan
ávinning af samningaviðræðum,
sem greinilega munu leiða til niður-
stöðu sem Atlantshafsbandalagið
gat ekki náð með því að byggja
upp eigin herstyrk, þ.e.a.s. jafn-
vægi í herstyrk á meginlandinu.
Á höfunum eru það ekki Sov-
étríkin heldur. Atlantshafsbanda-
lagið sem hefur verulega yfirburði
á sviði flotavígbúnaðar. í ljósi ólíkr-
ar landfræðilegrar legu eru þetta
nauðsynlegir yfirburðir til að
tryggja öryggi á hafinu. Það má
jafnframt líta svo á að þessir yfir-
burðir séu meiri en svo að þeir
nægi einungis til að vega upp á
móti því, hversu miklu háðari Átl-
antshafsbandalagið er höfunum en
Sovétríkin. En það felur í sér hag-
stæða samningsstöðu gagnvart
Sovétríkjunum, hvað varðar tak-
mörkun vígbúnaðar.'Pólitískar að-
stæður sem og hagstæð samnings-
staða Atlantshafsbandalagsins
virðast þannig staðfesta þá skoðun,
að fremur beri að líta á samninga-
viðræður um höfin sem tækifæri
en öfugt.
Önnur röksemd gegn takmörk-
un vígbúnaðar á höfunum byggir
á því að sjóherir ýmissa ríkja Atl-
antshafsbandalagsins, einkum
Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakklands, tengist ekki einungis
öryggi Evrópu heldur einnig
pólitískum skuldbindingum í öðrum
heimshlutum. Að vissu leyti er
þetta mjög skiljanleg röksemd.
Flotastyrkur þessara ríkja tengist
ekki einungis öryggi Evrópu heldur
gegnir mun víðtækara hlutverki.
En felur þetta ekki öllu fremur í
sér ákveðinn ramma um samninga-
viðræður um takmörkun vígbúnað-
ar á höfunum heldur en að útiloka
beri þær? M.a. felur þetta í sér að
takmarkanir á hernaðarstyrk til að
bregðast við hættuástandi, eins og
nú hefur skapast við Persaflóa,
koma ekki til greina. En staðreynd
er að ákveðin einkenni á sjóherjum
stórveldanna hafa lítið sem ekkert
að gera með skuldbindingar í öðr-
um heimshlutum. Þau ber fyrst og
fremst að líta á í austur-vestur
samhengi. Hér er einkum um að
ræða taktísk kjarnorkuvopn og
kjarnorkuknúna árásarkafbáta.
Takmarkanir á sviði þessara vopna
hefðu þess vegna ekki áhrif á
skuldbindingar utan Evrópu.
Þriðja röksemdin sem einkum
hefur verið sett fram gegn traust-
vekjandi aðgerðum er, að þær
mundu skerða frelsi til siglinga
um höfín. Það er vissulega rétt að
ákveðnar traustvekjandi aðgerðir,
sem lagðar hafa verið til, mundu
setja verulegar hömlur á sjóheri.
En það er einnig fjöldi tillagna, sem
ekki mundi gera slíkt. Þetta á t.d.
við um tilkynningaskyldu um flota-
æfíngar, skipti á skoðunarmönnum
og upplýsingaskipti um sjóheri.
Aðgerðir sem skerða frelsi til sigl-
inga hafa í besta falli vafasamt
gildi. Það sem við þurfum, á þessu
stigi í stjórnmálaþróuninni, er fyrst
og fremst aðgerðir sem -lúta að
auknu upplýsingaflæði og aðgerðir
sem styrkja þá samninga og regl-
ur, sem lúta að því að koma í veg
fyrir slys á höfunum.
Vettvangur
samningaviðræðna
Þegar komið er að spurningunni
um eiginlega takmörkun vígbúnað-
ar virðist mega greina þrennt, sem
væri æskilegt og mögulegt að
semja um: Taktísk kjarnavopn,
stýriflaugar sem skotið er af sjó
og kjarnorkuknúna árásarkaf-
báta. Samningaviðræður um þessi
svið vígbúnaðar "á höfunum yrðu
væntanlega annaðhvort tvíhliða
milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna eða tækju til allra helstu
kjarnorkuveldanna. Traustvekjandi
aðgerðir eru annað mál og mundu
kalla á þátttöku fleiri ríkja.
Vettvangur samningaviðræðna
um traustvekjandi aðgerðir er
vandasamt atriði. Ráðstefnan um
öryggi og samvinnu í Evrópu
(CSCE) gæti verið rétti vettvang-
urinn fyrir ákveðnar tegundir
svæðisbundinna aðgerða en ekki
allar. Höfin hafa engin landamæri
og því erfítt að ákveða aðgerðir sem
skuldbinda sum ríki en ekki önnur.
Að auki ber að hafa í huga að
mörg hinna 35 ríkja, sem þátt taka
í CSCE, eru umlukt landi og hafa
litla hagsmuni á höfunum.
Sú staðreynd að höfin hafa eng-
in landamæri bendir til þess að
rétti vettvangurinn væri alþjóðleg-
ur, á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Þó þannig að einungis ríki, sem
tengjast hafinu, væru þátttakend-
ur. Eins og allir vita er vandinn sá
að við þyrftum sennilega að bíða
alllengi eftir árangri. Að auki meg-
um við ekki missa sjónar á þeirri
staðreynd, að það er sú hlið sjó-
hernaðar sem lítur að Evrópu, sem
við höfum áhuga á. Möguleg lausn
væri vettvangur þeirra þátttök-
urikja CSCE, sem tengjast haf-
inu.
En hvar eiguni við að byrja?
Vínarviðræðurnar um traustvekj-
andi aðgerðir byggja á erindis-
bréfínu frá Madríd 1983. Það
gefur ekki mikið svigrúm til að
semja um traustvekjandi aðgerðir
á höfunum. Þó leyfír það útvíkkun
á ákvæðum Stokkhólmssáttmálans
um landgöngulið. Að okkar mati
veitir það einnig svigrúm fyrir upp-
lýsingaskipti og málþing um sjó-
heri. Hvers vegna ekki að byija
með því að samþykkja slíkar að-
gerðir? Eina röksemdin sem við
höfum heyrt gegn því að bytja á
að semja um slíkar aðgerðir er
kennd við „hálan ís“ og segir, að
ekki sé óhætt að samþykkja slíkt
enda gæti reynst erfítt að nema
staðar, þegar af stað er farið.
Spurning mín er þessi: Hvar er að
fínna í sögu Atlantshafsbandalags-
ins og þátttöku þess í samningavið-
ræðum um takmörkun vígbúnaðar,
að slíkt hafí raunverulega gerst?
Hafí það einhvern tíma gerst hefur
okkur ekki tekist að fínna. slík sögu-
leg tilfelli.
Samningsbundin takmörkun
vígbúriaðar mun að líkindum gegna
veigamiklu hlutverki á komandi
árum sem leið til að aðlaga hernað-
arkerfið í Evrópu nýjum pólitískum
aðstæðum í stjórnmálum álfunnar,
austur-vestur samskiptum og til
að tryggja stöðugleika í kjölfar
þess að kalda stríðinu er lokið.
Verið er að gera heildarsamninga
um takmörkun vígbúnaðar í Evr-
ópu. Stjórnmálaleg sem og hernað-
arleg rök benda til að þeir eigi að
ná til allra helstu sviða vígbúnað-
ar, einnig vígbúnaðar á höfun-
um. Að útiloka höfín væri hvorki
í samræmi við hernaðarlegar for-
sendur, sem greinilega sýna fram
á tengslin milli lands og hafs, né
heldur í samræmi við þá pólitísku
nauðsyn að koma í veg fyrir að
hægt sé að fara í kringum samn-
inga, með því að byggja upp her-
styrk á höfunum. Atlantshafs-
bandalagið er hvorki veikt hernað-
arlega eða stjórnmálalega. Það
hefur efni á því að nálgast tak-
mörkun vígbúnaðar og traustvekj-
andi aðgerðir á höfunum með opn-
um hug. Það ætti því að íhuga,
hvort takmörkun vígbúnaðar og
traustvekjandi aðgerðir bjóði ekki
upp á tækifæri til að tryggja ör-
yggi á Norður-Atlantshafssvæðinu
og í Evrópu á sama tíma — betur
en við óbreytt ástand.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins.
kirkjuleiðtoga frá öðrum hlutum
heims. Er þar fyrst og fremst um
að ræða fólk, sem tekið hefur þátt
í útbreiðslustarfi kristinnar kirkju
við svipaðar aðstæður og nú eru
þar eystra, þar sem fólk flyzt í
stórum stíl úr sveitunum til stór-
borganna.
Miklar vonir eru bundnar við
þessa fjölmennu ráðstefnu. Stefnt
er að því, að þar verði lagður
grundvöllur að nýrri sókn evangel-
ískrar kirkju í Sovétríkjunum. Ég
mun reyna að segja frá ráðstefn-
unni seinna.
Undirbúningur ráðstefnunnar
Aðalframkvæmdastjóri
Lausanne-hreyfíngarinnar, Tom
Houston frá Skotlandi, var nýlega
á ferð í Sovétríkjunum til þess að
aðstoða við undirbúning ráðstefn-
unnar.
Mér hefur borizt fréttabréf frá
honum, þar sem hann lýsir ferð
sinni um Sovétríkin. Hvarvetna
hefur hann hitt kristna menn úr
mörgum kirkjudeildum, sem marg-
ir hafa verið ofsóttir árum saman
vegna trúar sinnar. Þeir binda all-
ir miklar vonir við ráðstefnuna.
Houston hvetur kristna menn
um víða veröld til þess að taka
höndum saman og styrkja þetta
mikilvæga starf með fyrirbæn.
Þessi ráðstefna getur markað
tímamót í starfi kristinnar kirkju
í Sovétríkjunum.
Auk þess er kostnaður geysi-
mikill, en sovéska kirkjan getur
einungis staðið undir þéim kostn-
-a.ði, sem hægt er að greiða í rúbl-
um. Gjaldeyrisskortur er mikill í
landinu. Ef einhver fyndi hjá sér
hvöt til þess að styrkja þetta mikil-
væga starf, þá get ég komið þeim
styrk til skila til leiðtoga ráðstefn-
unnar.
Hið íslenzka biblíufélag hefur
tekið þátt í því að útvega fjölmarg-
ar Biblíur á rússnesku, sem dreift
hefur verið um Sovétríkin.
Öflugt starf
Nú eru margar ráðstefnur
haldnar víðsvegar í Evrópu, þar
sem evangelískir kristnir menn
bera saman bækur sínar um,
hvemig kristin kirkja geti snúizt
við þeim nýju vandamálum, sem
fylgja í kjölfar breytinganna í
Áustur-Evrópu.
Evrópunefnd Lausanne-hreyf-
ingarinnar heldur fund í Frankfurt
rétt fyrir mánaðamót, þar sem
þessi mál verða rædd. Þá verður
haldin fjölmenn ráðstefna í Stuttg-
art á Þýzkalandi 9.-12. október,
þar sem rætt verður sérstaklega
um ástand kristni og kirkju í sam-
einuðu Þýzkalandi.
Mér hefur verið boðið að sækja
þessar ráðstefnur, auk þess sem
ég ætla að heimsækja gamla vini
í Austur-Þýzkalandi. Mun ég eftir
heimkomuna reyna að segja nán-
ari fréttir af því helzta, sem þar
er á döfínni.
Biðjum fyrir öllu þessu nýja
starfi, sem hafið er til að efla og
auka áhrif kristinnar trúar í
Austur-Evrópu. Með nýfengnu
frelsi streyma þangað alls konar
áhrif frá Vesturlöndum, m.a. frá
alls kyns nýaldar-hreyfingum, sem
eru í algjörri andstöðu við kristna
trú. Kristið fólk verður að halda
vöku sinni, ef kirkjan þar eystra á
ekki að verða undir í þessari flóð-
bylgju nýrra áhrifa að vestan.
Kirkjan í fararbroddi
Kristið fólk í Austur-Evrópu
hefur sýnt mikið hugrekki og stað-
festu, þrátt fyrir ýmis konar þreng-
ingar og oft beinar ofsóknir af
hálfu yfirvalda. Það vekur athygli,
að í flestum þessara landa var
kristin kirkja í fararbroddi, er al-
menningur reis upp gegn alræðis-
valdi kommúnismans og hristi af
sér hlekki ófrelsis og kúgunar. í
Póllandi var rómversk-kaþólska
í frétt frá samgönguráðuneytinu
segir að hér sé um lítillega minni
hækkun að ræða en Flugleiðir hafí
farið fram á, en ákvörðun ráðu-
neytisins sé tekin í ljósi mikillar
óvissu um þróun eldsneytisverðs
vegna ástandsins við Persaflóa.
kirkjan í fararbroddi, í Sovétríkjun-
um hefur rétttrúnaðarkirkjan tekið
forystuna og í Austur-Þýzkalandi
safnaðist fólk saman í lúterskum
kirkjum og þar hófust mótmælin
gegn einræði kommúnismans.
Þrátt fyrir áratuga tilraunir
tókst aldrei að útrýma kristni og
kirkju úr þessum löndum, ekki
heldur í Sovétríkjunum, þar sem
þessar tilraunir hafa staðið lengst.
Það sannast nú sem oft áður,
að kristinni trú verður ekki útrýmt
með valdboði eða ofsóknum. Á
dögum frumkirkjunnar var talið,
að blóð píslarvottanna væri bezta
útsæði kristinnar kirkju. Svo hefur
enn reynzt á okkar dögum.
Höfundur er vígslubiskup.
Þá segir: „Líta ber á þessa hækkun
sem bráðabirgðahækkun og mun
ráðuneytið og Flugeftirlitsnefnd
fylgjast nákvæmlega með þróun
verðlags á eldsneyti á næstu vikum
og taka þá þessa ákvörðun til end-
urskoðunar, ef nauðsyn ber til.“
Flugleiðir fá 3,5%
fargj aldahækkun
Samgönguráðuneytið hefur heimilað 3,5% hækkun á fargjöldum
Flugleiða milli íslands og Evrópulanda og Bandaríkjanna frá og
með 1. október næstkomandi vegna hækkana á eldsneyti.
t.