Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 31

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 31 Miiining: Pétur Bemdsen endurskoðandi Fæddur 19. maí 1923 Dáinn 13. september 1990 Það er oft sagt að fólk fari að lesa minningargreinar þegar það verður gamalt. Það er ansi langt síðan ég hóf þá iðju, þannig að ég hef eflaust alltaf verið gömul, en ég hef oft furðað mig á því hversu fullkomnir og góðir allir eru í þess- um greinum. Ég á kannski auðveld- ar með að skilja þetta núna, þegar einn af mínum nánustu, faðir minn, fellur frá, það er eins og góðu minn- ingarnar verði bara eftir. Þessa síðustu tvo mánuði sem pabbi lifði, sem hann eyddi að mestu á sjúkrahúsum, tengdumst við syst- urnar honum sterkari böndum en nokkru sinni fyrr. Einu tók ég sér- staklega eftir og var hreykin af, það var hversu kurteis og þakkiátur sjúklingur pabbi var, það kom aldr- ei styggðaryrði frá honum sama hve kvalirnar voru miklar. Það hvarflaði heldur aldrei að honum að gefast upp, pabbi ætlaði sér aldr- ei að deyja þrátt fyrir að hann væri haldinn mjög alvarlegum og kvalafullum sjúkdómi. Það var svo margt sem pabba langaði að gera, t.d. að hætta að vinna, til þess að hann gæti ein- beitt sér að skriftum sem hann hafði dundað dálítið við._ Hann var mjög vel lesinn og kunni íslendinga- sögurnar bæði afturábak og áfram. Pabbi hafði mikið dálæti á ljóðum og Steinn Steinarr, Tómas Guð- mundsson og Einar Ben. voru hans uppáhaldshöfundar. Það voru fáir sem kunnu þá list betur en pabbi að segja sögur. Ekki leiddist manni að heimsækja hann í gegnum árin því hann var með fyndnari og skemmtilegri mönnum. Þegar við systurnar fórum allar saman til hans fékk hann stóran hlustenda- hóp. Ég hef auðvitað stærstan hluta lífs míns gert mér fulla grein fyrir því að ævin endar bara á einn veg, en samt sem áður finnst mér ein- hvem veginn að foreldrar manns eigi að vera eilífir. Ég vildi óska þess að pabbi hefði lifað lengur, en ég fékk engu um það ráðið og vona bara að elsku pabba 'líði vel hvar sem hann er. Gerður Berndsen Mig langar til að kveðja elsku pabba minn með þessu litla kvæði eftir Stein Steinarr, sem hann fór með fyrir mig þegar ég var lítil stúlka. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnarbrag. Eg minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfínn dag.. 0, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó. Hanna Sigga Hinsta kveðja frá samstarfsfólki í dag kveðjum við hinstu kveðju starfsfélaga okkar, Pétur Berndsen, en hann lést að kvöldi þess 13. þ.m. 67 ára að aldri. Þó að við vissum, að Pétur hafði ekki gengið heill til skógar að undanförnu, kom andlát hans nú vissulega nokkuð á óvart. Pétur Bendsen var góður og vel menntaður skrifstofumaður. Hann hafði lokið verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla íslands og bóklegu námi í endui-skoðun við Háskóla Islands. Hann starfaði talsvert við endurskoðun en lengst af sem skattendurskoðandi á Skattstofu Reykjavíkur, þar sem. hann naut mikils trausts, sem endurskoðandi framtala fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri. í mars 1978 hóf Pétur störf hjá Fasteignamati ríkisins, sem fulltrúi í Reykjanesdeild, þar sem hann vann til dauðadags. Fólki þótti gott að leita til Péturs. Hann var aldrei svo upptekinn, að hann gæfi sér ekki tíma til að sinna erindum manna og fús að gefa góð ráð og sinna öllum kvörtunum. Sem starfs- félagi var Pétur allra manna hug- ljúfastur, prúður og hæglátur í umgengni. En Pétur kunni einnig mjög vel að gleðjast á góðri stund. Þá gat hann verið allra manna skemmtilegastur. Hann kunni feikn af kvæðum og lausavísum og átti stundum til að láta fjúka í bundnu máli ef svo bar undir. Pétur var mikill listunnandi, hann las mikið og kunni vel að segja frá og miðla öðrum af þekkingu sinni. Við fráfall Péturs Bemdsen er skarð fyrir skildi hér á Fasteignamati ríkisins. Við samstarfsmenn hans kveðjum í dag góðan starfsfélaga með söknuði og vottum konu hans börnum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Fasteigna- mats ríkisins Minningar- og aflnælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birtar. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstaklirig. 77/ SÖLU Eyfirskar kartöflur - kaupmenn - mötuneyti Erum dreifingaraðilar að eyfirskum kartöflum. Dreifing og þjónusta, símar 689990 og 985-21051. Trésmíðavélar} áhöld, uppsláttarmót og fleira Til sölu úr þrotabúi Búts hf., Siglufirði Um 50 lengdarmetrar af steypumótum (Breiðfjörðs flekar), ásamt tilheyrandi fylgi- hlutum. Moldow lakkklefi 380 V, IDM kantlímingar- vél, 80 tonna OTT límpressa,,Rival, tveggja borða bandslípivél, Schleicher dílavél 380 V og Moldow sogkerfi m/ 3 pokum. Auk þess fleiri vélar, smærri áhöld og tæki, 2 ógangfærir bílar, efnislager og afgangar. Upplýsingar veita: Elmar Árnason, Siglufirði í síma 96-71768 (utan venjul. vinnutíma) og Hallgrímur Ólafsson, skiptastjóri í síma 91- 674437. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Auglýst eftir framboðum til prófkjörs á Vestfjörðum Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins i Vestfjarðarkjördæmi við næstu alþingiskosningar fari fram 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til kjörnefndar innan ákveðins frests sem nefndin setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönn- um búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðenum skv. a-lið, eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs skv. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosn- ingum. 20 flokksbundnir sjálfstæöismenn búsettir í Vestfjarðakjör- dæmi skulu standa að hverju framboði. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 4. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til formanns kjörnefndar, Einars Odds Kristjánsson- ar, Sólbakka, Önundarfirði, 425 Flateyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi 12. október nk. Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði verður haldinn fimmtudaginn 20. septemb- er nk. í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Matthías Bjarnason alþingismaður ræð- ir þjóðmálin. 3. Önnur mál. Stjórnin. Garðabær Aðalfundur Hugins, FUS Aðalfundur Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, verð- ur haldinn mánudaginn 24. september kl. 20.00 í Lyngási 12. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning formanns, stjórnar, fulltrúaráðs, fulltrúa í kjördæmisráð og tveggja endurskoðenda. 5. Viktor B. Kjartansson, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi ávarpar fundinn. 6. Önnur mál. Fundarstjóri Sigurður Bernhöft. Stjórn Hugins. ¥ ÉLAGSLÍF St.St. 59909207 VIII Gþ. I.O.O.F. 11 = 1729208V2 = I.O.O.F. 5 = 1729208'/2 = Svarti september Fjalla fólk Er laugardaginn 22. september [ Næturklúbbnum, Borgartúni 32. Verð kr. 500.- Húsið opnar kl. 10. Mætum öll. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kvöldvaka í umsjá Heimilasam- bandsins i kvöld kl. 20.30. Majór Ester Blomsö talar, majór Anna Gurine stjórnar. Happdrætti. Kaffi og meðlæti. Verið velkomin! j_{/nn'tTr HÚTIVIST GRÓFIHNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI 1460f Haustlita- og grillveisluferð í Bása 21.-23. sept. og siðasti áfangi Þórsmerkurgöngunnar. Gistirými í Básum fer nú ört minnkandi þessa helgi. Pantanir óskast þvi sóttar fyrir lokun skrif- stofu fimmtud. 20. sept. hvort sem farið er föstudagskvöld eða að morgni laugardags. Eftir þann tíma verður ekki hægt að halda frá gistiplássi í skála. Næg pláss laus i ferðinni ef gist er í tjaldi. Vegna veisluhalda í Básum fell- ur niður dagsferðin sunnudag 23. sept., Sleggjubeinsskarð - Orrustuhóll . Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sæluhús 60 ára Af mælishátíð í Hvítárnesi laugardaginn 22. sept. Ferðafélag iálands býður félaga sína og aðra velunnara vel- komna í Hvitárnes laugardaginn 22. september til að fagna 60 ára afmæli Hvítárnesskála, elsta sæluhúss félagsins. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin kl. 08.00. Verð farmiða er kr. 2.000, frítt fyrir börn 15 ára og yngri með foreldrum sínum. Dagskrá: Genginn lokaáfangi afmælis- göngunnar Reykjavík - Hvítár- nes, sem hófst 22. apríl í vor, stutt og auðveld leið frá Svartá og Ath. að það þurfa ekki allir að taka þátt í göngunni. Minnst verður Skúla Skúlasonar. Boðið verður upp á afmæliskaffi i þjóðlegum stíl. Dregið verður i afmælisgetrauninni o.fl. verður á dagskránni. Hver verður þús- undasti þátttakandinn í afmælis- göngupni? Afmælisferð á Kjöl 21.-23. september. I tilefni afmælishátíðarinnar er í boði helgarferð með brottför föstudagskvöldið kl. 20.00. Verð f. félaga kr. 4.500- en 5.000 f. aðra. Einnig hægt að fara á laugardeginum og dvelja til sunnudags. Verð f. félaga kr. 3.150 en 3.500 f. aðra. Gist í Hvítárnesskála eða Hveravöll- um. Ferð fyrir þá sem ekki vilja missa af neinu í Hvítarnesi um helgina. Nauðsynlegt er að panta fyrirfram, bæði dags- og helgarferðina. í helgarferðina þarf að taka farmiða á skrifstof- unni. Haustlitaferð í Þórsmörk helgina 22.-23. sept. brottför laugard. kl. 08.00 Frábær gistiaðstaða í Skag- fjörðsskála i hjarta Þórsmerkur. Fjölbreyttar gönguleiðir til allra átta um Þórsmörk, Goðaland og víðar. Gönguferðir við allra hæfi. Grill á staðnum. Fararstj. Hilmar Þór Sigurðsson. Verð kr. 3.250,- f. félaga og 3.600,- f. aðra. Haustlitaferð með uppskeru- hátíð og grillveislu verður 5.-7. okt. Allir með! Dagur fjallsins, sunnudaginn 23. sept. Gengið á Esju kl. 13.00. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Gengin Ferðafélagsleiðin á Ker- hólakamb. Einnig hægt að koma á eigin bílum að Esjubergi. Ath. breytingu á dagskrá: Haustlita- ferð í Heiðmörk er seinkað til 7. október. Allir eru velkomnir í Ferðafé- lagsferðir, en það borgar sig samt að gerast félagsmaður, árbók og fleiri fríðindi fylgja. Eignist nýútkomin spil með merki Ferðafélagsins og styrk- ið þar með byggingasjóð F.í. Ferðafélag íslands, félag fyrir þig. 'P3 nnhjólp i kvöld verður almenn söng- og bænasamkoma í Þríbúðum kl. 20.30. Af fingrum fram. Stjórn- andi Gunnbjörg Óladóttir. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.