Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
Kosningamar í vor - og
kosningarnar í haust
eftir Benedikt
Sigurðarson
Þjóðarflokkurinn bauð fram við
sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor
í einu einasta sveitarfélagi á
Tandinu. Framboðið kom mörgum
á óvart og skapaði satt að segja
meiri „titring" í röðum alþingis-
flokkanna sem þegar höfðu boðið
fram en hægt var að búast við
fyrir fram. Undirbúningurinn var
skammur og fjármunir til útgáfu
og áróðurstarfs af skornum
skammti. Samt sem áður er það
mat mitt að framboð Þjóðarflokks-
ins hafi ráðið verulegu um gang
kosningabaráttunnar á Akureyri
og haft bein áhrif á úrslitin.
Við veittum því athygli að fram-
bjóðendur hinna flokkanna óttuð-
ust allir „sprengiframboð“ vegna
þessa að óánægja með frammi-
- stöðu bæjarstjórnarinnar virtist
útbreidd sl. kjörtímabil. Bræðra-
lagið í gömlu flokkunum er lika
með þeim hætti að klíkan sem
verður ofan á lætur gjarnan kné
fylgja kviði svo ýmsir liggja sárir
eftir hveija viðureign — trúir því
að pólitík snúist um það eitt að
skapa sjálfum sér og vinum sínum
aðgang að embættum og aðstöðu
— skítt með allar hugsjónir.
Einnig verður að segja að endur-
tekinn „einleikur" bæjarstjórans
fráfarandi hafði fallið í mjög mis-
jafnan jarðveg.
Þjóðarflokkurinn kom því á
óvart með því að safna ekki saman
í efstu sætin „fallkandídötum“ úr
prófkjörum hinna flokkanna og við
komum líka á óvart fyrir það að
reka ekki „yfirborðspólitík".
í stefnuskránni lagði sá hópur
fólks er stóð að framboðinu áherslu
á lýðræðislega þátttöku íbúanna,
opna pólitík, aðhald að kjörnum
fulltrúum og ráðnum um leið og
við lögðum sérstaka áherslu á
metnaðarfulla nýsköpun j atvinn-
ulífinu sem byggðist á þeim ein-
stöku gæðum sem íslensk náttúra,
umhverfí, hugvit og menning hefur
upp á að bjóða.
Við veittum því athygli og það
kom okkur á óvart, að skyndilega
vildu allir hefja „flokkun sorps“ —
vinna stórátak í mengunarvörnum
á fjörum og stórefla starfsemi
íbúasamtaka og „hagsmunahópa“
(eins og framsóknarmenn kalla
slíkt). Nú vildu menn jafnvel gera
„stórátak í atvinnumálum“ — og
svo framvegis.'
Við fengum með öðrum orðum
miklu betri undirtektir við okkar
baráttumál í kosningahitanum en
við áttum von á — við vitum hins
vegar að þegar kyrrð hversdagsl-
ífsins færist yfir og „meirihlutaró-
in“ tekur við eftir fyrsta spenning-
inn þá munu mörg hin fögru fyrir-
heit hopa fyrir valdstjórnargleð-
inni. Við höfðum þannig áhrif á
umræðuefnin í kosningabaráttunni
og þannig e.t.v. árangur sem síðar
kann að koma í ljós.
Að hinu leytinu höfðum við þau
áhrif að við réðum kannski beinlín-
is úrslitum með því að „fella“ end-
anlega frambjóðanda Kvennalist-
ans sem talinn var sigurstrangleg-
ur af stuðningskonum fyrir fram.
Þó við trúum því að framboð Þjóð-
arflokksins hafi gert vonir Kvenna-
listans að engu verðum við að
muna að við „töpuðum" kosning-
unum þar sem við fengum engann
fulltrúa kjörinn — og okkur mi-
stókst að sýna þeim 15% kjósenda
sem ekki tóku þátt í kosningunum
hér á Akureyri að Þjóðarflokkurinn
væri valkostur gegn miðstýring-
unni og flokksræðinu.
Það er ekki hægt að fallast á
að það sé eðlilegt ástand á Akur-
eyri að einungis um 70% kjósenda
notfæri sér sinn lýðræðislega rétt.
Þessi staðreynd er e.t.v. síst af
öllu ósigur Þjóðarflokksins heldur
miklu fremur ósigur gömlu flokk-
anna sem hafa einokað bæði vald-
ið og umræðuna til margra ára.
Framboð Þjóðarflokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar á Ak-
ureyri var tímabær ákvörðun og
árangurinn ætti einungis að vera
okkur hvatning til að halda áfram
og vinna ótrauð að undirbúningi
næstu kosninga.
Hvenær verður kosið næst?
Við sem byggjum landsbyggðina
reynum á eigin skinni hvern dag
Benedikt Sigurðarson
„ Við sem byggjum
landsbyggðina reynum
á eigin skinni hvern dag
hversu háskalega stöðu
miðstýringin hefur nú
þegar komið okkur í.“
hversu háskalega stöðu miðstýr-
ingin hefur nú þegar komið okkur
í. Við verðum vör við vaxandi til-
hneigingar alþingisflokkanna til
að auka miðstýringu og forræðis-
hugsun Reykjavíkurvaldsins í öllu
efni — nú hvað mest undir yfir-
skyni svokallaðrar „rekstrarha-
NEYTENDAMAL
Léleg meðferð eggja
Hér á neytendasíðu hefur
verið vakin athygli á nauðsyn
næringarríks morgunverðar
skólafólks og hefur verið mælt
með eggum í morgunverð að
minnsta kosti af og til. Það var
gert í þeirri trú að ástand í
eggjasölumálum myndi batna
og að neytendum yrði séð fyrir
nýrri, ferskri vöru. Ekkert
virðist benda til þess að breyt-
ing verði á í næstu framtíð. í
flestum verslunum hér á höfuð-
borgarsvæðinu nema í Mikla-
garði standa eggjabakkar í
rekkum á gólfum þar til eggin
hafa selst upp. Gildir þá einu
hvort eggin eru merkt sem
kælivara og hafa dagsetningu
eða ekki.
Dagsetningin á þessum eggja-
bökkum, þar sem það hefu verið
Oleyfileg litarefni
í innfluttu sælgæti
Eggjabakkinn er greimlega merktur sem kælivara.
Þrjú óleyfileg litarefni
voru í innihaldi þessa sæl-
gætispakka; EllO Sunset
yellow, E124 Ponceau 4R
og E13 Patent blue.
Óleyfileg litarefni er enn að
fínna bæði í matvælum og
sælgæti sem hér eru á mark-
aði, þrátt fyrir að reglur um
aukefni og merkingar á um-
búðum matvæla hafí tekið
gildi fyrir tveim árum síðan.
Það virðast enn vera til inn-
flytjendur sem láta sér fátt um
finnast þó að í vörum séu
óleyfileg varasöm efni eins og
azo-litarefni og koltjöruefni
sem geta verið skaðleg fólki
sem haldið er ofnæmi.
EllO Sunset Yellow er
kemískur koltjörulitur og azo-
litur. Þetta er gulur litur sem
margir hafa ofnæmi fyrir. Ein-
kennin geta m.a. komið fram
í útbrotum, bólgu í æðaveggj-
um, magaverkjum og uppköst-
um.
E124 Ponceau 4R er rauður
litur og einnig kemískur kolt-
jörulitur og azo-litur sem fólk
haldið astma eða er með
asprínofnæmi ætti að forðast.
E131 Patent blue er dökk-
bláfjólublár litur. Hann er
einnig kemískur, koltjörulitur
og azo-litur sem fólk með til-
hneigingu til ofnæmis ætti að
forðast. Ofnæmiseinkennin
geta komið fram strax eða
nokkrum mínútum eftir
neyslu. Þau geta komið fram
í kláða og útbrctum í húð.
Alvarlegri tilfelh eru öndunar-
truflnanir og jafnvel lost. Ein-
kenni geta einnig lýst sér í
ógleði, skjálfta og lágum blóð-
þrýsti.
M. Þorv.
gert, er sérstakur kapítuli. Dag-
setningin getur spannað fimm
vikna tímabil eins og á eggjum
sem keypt voru í síðustu viku.
Þeim var pakkað 20.8.90 og er
síðasti söludagur 28.9.90. Egg
þessi eru merkt kælivara, þau
voru tekin úr rekka á gólfi í fjöl-
sóttri matvöruverslun og eru
reyndar ekki uppseld enn. Versl-
unarstjórinn var spurður hvers-
vegna þessi egg, sem merkt eru
kælivara með 5 vikna geymslu-
þoli, væru ekki geymd í kæli.
„Ég hef ekki pláss,“ sagði
hann. Honum var bent á að kæli-
vara eigi að vera í kæli. „Já, ég
veit þett-a er slæmt mál,“ sagði
hann og þar með var málið afgeitt.
Viðbrögð við öllum ábendingum
neytenda um betri meðferð mat-
væla er venjulega mætt á þennan
hátt. Vandamálið er ekki pláss-
leysi, flestar verslanir hafa pláss
fyrir eggin í kælborðum ef vilji
er fyrir hendi, vandinn er fyrst
og fremst þekkingarleysi sölu-
fólks í matvöruverslunum á ör-
yggi matvæla sem það selur við-
skiptarvinum.
Annað séríslenskt vandamál
kemur fram í viðbrögðum við
ábendingum neytenda yfirleitt.
Jú, menn láta sig hafa það að
hlusta, en það þykir sjálfsagt að
gera ekkert með það. Þessvegna
situr hér margt í sama fari ár
eftir ár og mun sjálfsagt gera um
sinn.
M. Þorv.
Meðferð eggja til fyrirmyndar í Miklagarði. Eggin geymd í kæli.
Egg geymd á gólfi í stórverslun.