Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 33

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 33 græðingar og fyrirtækjasamruna". Meira að segja umfjöllun fjöl- miðlanna um veður er svo hlut- dræg að þar er alltaf reynt að þegja góðviðri fyrir norðan eða austan í hel, en á sama tíma eru „uppdiktaðar sólarmyndir“ dregn- ar undan húsvegg í Reykjavík þó að hiti skríði rétt yfir 10 gráður. „Útvarp Reykjavík" þekki tæp- ast annað sjónarhorn og enginn ijölmiðill — ekki einu sinni Dagur á Akureyri — sýnir þor til að bjóða valdstjórninni fyrir sunnan byrg- inn. Við horfum t.d. upp á sjávarút- vegsráðherrann og allt heila ráðu- neytið hans semja reglur um „kvóta“ og alla skapaða hluti er að sjávarútveginum snýr. Ráðher- rann kappkostar að sönnu „virkt samstarf við hagsmunaaðila" sem er e.t.v. eitthvað það óskynsamleg- asta sem hægt er að hugsa sér við þær aðstæður að þessi sami ráð- herra skuli hafa komið í gegn á Alþingi lögum sem veita þessum sömu „hagsmunaaðilum" einokun- arforræði um óvissa framtíð á fiskimiðum þjóðarinnar. Þannig eru einmitt þessir umræddu hags- munaaðilar þeir einu sem ekki ættu að skilgreina leikreglurnar fyrir sig einir. Við horfum upp á að miðstýring- in í heilbrigðiskerfinu tekur á sig æ háskalegri mynd í kjölfar breyttra laga um kostnaðarskipt: ingu milli ríkis og sveitarfélaga. I kjölfar þeirra laga hafa sveitar- stjómir víða afsalað sér öllu for- ræði og áhrifum á skipan og jafn- vel rekstur heilbrigðisstofnana. Reykjavíkui-valdið skipar nú mál- um án viðhlítandi staðarþekkingar og oft án nokkurrar virðingar fyr- ir því samfélagi sem stofnuninni er ætlað að þjóna. Borgarlæknir í Reykjavík hefur vakið á þessu at- hygli með eftinninnilegum hætti og jafnvel virðist mér að landlækn- ir hafi verið að ýja í þessa átt í nýlegu blaðaviðtali. Guðmundur Bjarnason er svo rækilega „geng- inn í bland við tröllin“ að það skipt- ir auðvitað engu máli hvaða „fram- sóknarvini“ hann skipar í forsvar fyrir stjórnir og nefndir — þeirra hlutverk er alltaf fyrst og fremst að vera varðhundar „flokksins" eins og skipunarfyrirkomulagið gerir ráð fyrir. Þessir menn eru svo bara rétt eins og gengur „mis- jafnlega skemmtilegir“. Svo rækilega hafa menn afsalað sér áhrifum á þennan málaflokk að venjulegir sveitarstjórnarmenn eru jafnvel hættir „að fara suður“ til að leita úrbóta í heilbrigðisþjón- ustu. „Guðmundur frændi“ er bara látinn ótruflaður í dýrðinni meðan hann truflar engan valdsmanninn um of. Við verðum vitni að því að prestaköll eru sameinuð — lögð niður — eða afrækt án þess svo mikið að „láta menn vita fyrir norð- an og austan". Við verðum vitni að því að „spá- dómar“ Byggðastofnunar eða „til- lögur“ nefnda taka að ákvarða ráðstöfun fjármuna í bankakerfinu og fyrirgreiðslu íjárfestingarsjóða án þess að rökstuðningur sé hald- betri en hver önnur kredda. Nægir þar að mina á „mjólkursamlags- skýrsluna" sælu sem ekkert tillit tók til þess að þar var fjallað um sjálfstæð fyrirtæki sem ennþá lúta a.m.k. að nokkru forræði eigenda sinna. Við sjáum að fræðsluráð grunn- skólanna eru gerð valdalaus og fræðslustjórarnir sviptir ábyrgu valdi til úrskurðar um staðbundin málefni. Þess í stað er fræðslu- skrifstofan gerð að auvirðilegu útibúi frá Reykjavík — að fram- lengingu á miðstjórnarvaldinu sem kann svo vel við sig í skjóli Esjunn- ar. Við verðum vitni að því að mið- stýringin í Reykjavík knýr fram niðurskurð á öllum útgjöldum ríkisins til sameiginlegra verkefna í uppeldi, heilbrigðisþjónustu og samgöngum — niðurskurð á öllum þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir mannlífið á landsbyggðinni. A sama tíma herðir miðstýrða sjóðakerfið og kvótahugsunin að atvinnulífinu og kemur í veg fyrir að eðlilegt fjármagnsstreymi fari í gegn um framleiðslugreinarnar. Miðstýringin og hágengisstefnan niðurgreiða innflutninginn en nið- urlægja landsbyggðina um leið og þær auka völd fyrirgreiðslu- pólitíkusanna — sem sælir hygla sínum vinum. Meðan svona er umhorfs verður sífellt ríkari þörf fyrir að fólkið í landinu sameinist til eflingar á lýð- ræðinu, hugsanafrelsinu, atvinnu- frelsinu og ekki síst til eflingar á félagslegu réttlæti sem hefur farið halloka fyrir valdspilltum pólitíkus- um og kerfiskörlum. Við munum geta lært það af reynslu Austur-Evrópu að það eiga ekki allir „kremlveijar" lögheimili í Moskvu — og miðstjórnarvaldið getur verið jafn óhagkvæmt þó ekki sé það stutt hugsanalögreglu eða óvígum her. Viðhorf okkar íslendinga og réttlætisskilningur gengur þvert á öll flokksbönd og þvert á kynferði og aldursskiptingu. Við eigum sameiginlegan arf að veija og það verðum við að gera áður en at- vinnupólitíkusum tekst að eyði- leggja okkar einstæða fámennis- samfélag. Þjóðarflokkurinn mun auðvitað bjóða fram við næstu kosnir.gar hvenær sem þær dynja yfir — það má ekki bregðast. Það er þörf á að sameina alla íslendinga um skynsamlega pólitík og nauðsyn að hafna flokkspoti og fyrirgreiðsluspillingu. Að því vill Þjóðarflokkurinn vinna. líöfundur er skólastjóri á Akureyri. F PC-Tölvunám Ritvinnsla -Töflureiknir 60 stundir, frábært verð Tölvuskóli íslands s:_67_1_4 66,_op_ið til kl.22 PETIT í bollann Síll A HEIMSMÆLIKl'ARÐA ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nu er haldin í þriöja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í ses$i sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs. Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR ¥ Oplð 10 - 18 alla daqa VIS ' WSVattAN '83

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.