Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 35

Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 35 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur^ Sjaldan fellur eplið . . . Arnar Geirsson, sem er 19 ára FH-ingur, hóf ferilinn í 1. deild í gærkvöldi, þegar íslandsmeistarar FH sóttu bikarmeistara Vals heim. Arnar er af kunn- ustu handknattleiksfjölskyldu landsins og er hér með föður sínum, Geir Hall- steinssyni, eftir leikinn. Sæti Þýskalands í HM „Pólitískt mál“ - segirframkvæmdastjóri IHF. Dregið aftur í B-keppninni EKKI hefur verið tekið ákvörðun um hvort sameinað lið Þýskalands taki þátt í Heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993 eða B-keppninni í Austurríki 1992. Samkvæmt reglum IHF á nýtt lið að byrja einum styrkleikaflokki neðar og þá myndi eitt sæti losna á HM og samkvæmt sömu regl- um ættu íslendingar að taka það. Þjóðverjar, sem hafa mikil áhrif innan IHF, róa að því öllum árum að Þýskaland taki sæti Austur-Þýskalands í H M og verði því með í loka- keppninni í Svíþjóð og Belgar færist upp í B-keppnina. Fari svo verður að draga aftur í B-keppninni þar sem for- sendur hafa breyst. Jörg Bahrke, framkvæmda- stjóri IHF, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti ekki sagt til um hvar lið Þýskalands yrði. „Þetta er pólitískt mál og við fáum ekki niðurstöðu fyrr en á heimsþinginu í lok október," sagði Bahrke. Flestir gera þó ráð fyrir því að lið Þýskalands taki þátt í Olympíu- leikunum í Barcelona 1992. Ef Þjóðveijar taka þátt í HM koma Belgar upp í B-keppnina og mæta Islendingum í milliriðli. Ef hinsvegar Þjóðveijar verða settir niður í B-keppninni færast íslendingar upp og taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1992. í reglum IHF (1.9.4.) segir: „Ef land sem á þátttökurétt tekur ekki þátt í HM fer það sjálfkrafa niður um einn styrkleikaflokk. Þátttaka varaþjóðar fer eftir heþmsálfu [Evrópu].“ í reglu 1.9.6. segir: „Ef þjóð hættir við þátttöku og ný kemur í staðinn, hvort sem um HM eða B-keppni er að ræða, skal draga aftur í riðla í síðasta lagi 6 mánuð- um fyrir HM og 4 mánuðum fyrir önnur mót [B-keppni].“ Kjartan Steinbach, í stjórn HSÍ, sagðist ekki eiga von á öðru en að Þýskaland yrði með í Heims- meistarakeppninni. „Það verður ákveðið af stjórn á þinginu og Þjóðverjar eru gífurlega sterkir innan IHF.“ ÚRSUT 1.DEILD KARLA Valur-FH 25:24 (13:10) íþróttahús Vals að HUðarenda, íslandsmót- ið í handknattleik, 1. deild, miðvikudaginn 19. september 1990. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 11/4, Jakob Signrðsson 4, Finnur Jóhannsson 3, Júlíus Gunnarsson 2, Jón Kristjánsson 2, Brynjar Harðarson 2, Ingi R. Jónsson 1. Mörk FH: Stefán Kristjánsson 9/3, Guðjón Árnason 5, Óskar Ármannsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Gunnar Beinteinsson 2, Pétur J. Petersen 1. Stjarnan-Grótta 27:20 (12:8) íþróttahúsið i Garðabæ, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, miðvikudaginn 19. september 1990. Mörk Stjörnunar: Hafsteinn Bragason 7, Skúli Gunnsteinsson 6, Magnús Sigurðsson 4, Patrekur Jóhannesson 4, Sigurður Bjarnason 3, Hilmar Hjaltason 2, Axel Björnsson 1. Mörk Gróttu: Svafar Magnússon 6, Vladímír Alexívits 5, Stefán Amarson 4, Páll Bjömsson 2, Svernr Sverrisson 1, Frið- leifur Friðleifsson 1, Ólafur Sveinsson 1. ÍR-Víkingur 24:27 (7:12) íþróttahús Seljaskóla, Islandsmótið í hand- knattleik, 1. deild, miðvikudaginn 19. sept- ember 1990. Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 10/1, Jóhann Ásgeirsson 5, Frosti Guðlaugsson 4, Magn- ús Ólafsson 2, Róbert Rafnsson 2, Njörður Árnason 1. Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 6, Björg- • M jf Morgunblaðið/Einar Falur Valdimar Grímsson var óstöðvandi í gærkvöldi. Hér er eitt marka hans í uppsiglingu og félagar hans í landsliðinu, Guðjón Árnason og Óskar Ármannsson fá ekki rönd við reist. fpRsm FOLK ■ JÚLÍUS Jónasson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði fimm mörk þegar Asnieres vann sinn fyrsta leik í frösnku 1. deildar- keppninni. Félagið vann Creteil, en með því leikur Júgóslavinn Is- akovic. ■ ANTON Björn Markússon, miðvallarspilari úr Fram, hefur verið valinn í 21 árs landsliðið, sem leikur í Tékkóslóvakíu í næstu viku. ■ NESTOR Lorcnzo, landsliðs- maður frá Argentínu, æfir nú með Nottingham Forést. Lorenzo, sem er varnarleikmaður, var um tíma undir smásjánni hjá Bari á ítaliu. ■ NICK Faldo, einn besti kylfing- ur heims, hefur unnið lengi að kennsluþáttum fyrir myndband. Þegar hann var að leggja síðustu hönd á myndbandið vár öllu efninu stolið. Hann hefur nú lofað um hálfri annarri milljón, verði efninu skilað.og golfkennslu í hvaða fangelsi sem er,“ bætti hann við. Bikarmeistaramir á fljúgandi ferð vin Rúnarsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Karl Þráinsson 4, Alexej Trúfan 4/3, Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmundur Guðmundsson 1. 1.DEILD KONUR Valur-FH 16:18(7:12) íþróttahús Vals að Hlíðarenda, íslands- mótið, 1. deild kvenna, miðvikudaginn 19. september 1990. Mörk Vals: Anita Pálsdóttir 6/4, Una Steinsdóttir 4, Arna Garðarsdóttir 3, Berg- lind Ómarsdóttir 2, Ásta Sveinsdóttir 1. Mörk FH: Arndís Áradóttir 6/4, Eva Bald- ursdóttir 3, Rut Baldursdóttir 2, Hildur Harðardóttir 2, María Sigurðardóttir 2, Kristín Pétursdóttir 1, Berglind Hreinsdótt- ir 1, Helga Gilsdóttir 1. Grótta-Fram 12:21 (6:10) íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Islandsmótið, 1. deild kvenna, miðvikudaginn 19. septem- ber 1990. Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 3/2, Helga Sigmundsdóttir 3/2, Gunnhildur Ól- afsdóttir 2, Elísabet Þorgeirsdóttir 1 og Erna 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7/6, Þórunn Garðarsdóttir 4, Ósk Víðisdóttir 3, Ingunn Bernótusdóttir 3, Sigrún Blomster- berg 2, Hafdís Guðjónsdóttir 1 og Inga Huld Pálsdóttir 1. Stjarnan-Selfoss 29:10 (13:7) íþróttahúsið í Garðabæ, íslandsmótið, 1. deild kvenna, miðvikudaginn 19. september 1990. Mörk Stjörnunnar: Guðný Gunnsteinsdótt- ir 7, Drífa Gunnarsdóttir 5, Eria Rafnsdótt- ir 5, Ragnheiður Stephensen 4, Sigrún Másdóttir 3, Margrét Theódórsdóttir 2, Ásta Kristjánsdóttir 1 og Herdís Sigur- bergsdóttir 1. Mörk Selfoss: Auður Hermannsdóttir 2, Kristjana Aradóttir 2, Guðbjörg Bjamadótt- ir 2, Hulda Bjarnadóttir 1, Inga Tryggva- dóttir 1, Guðrún Helgadóttir 1 og Hulda Hermannsdóttir 1/1. BIKARMEISTARAR Vals með Valdimar Grimsson í farar- broddi byrjuðu með miklum látum gegn íslandsmeisturum FH að Hlíðarenda ígærkvöldi. Heimamenn voru með þriggja marka forystu íhálfleik, 13:10, mest munaði sjö mörkum eftir hlé, 18:11, en undir lokin var mikill darraðardans. Gestirnir voru hársbreidd frá því að jafna, en urðu að sætta sig við eins marks tap, 25:24. Valdimar Grímsson var at- kvæðamestur hjá Val með 11 mörk. „Við komum vel undirbúnir til þessa móts,“ sagði landsliðsmað- ^■■liHI urinn, „en okkur Steinþór vantar leikæfingu Guðbjartsson og höldum því ekki skrifar enn ^ ; qq ml'nútur. En það eru 30 leikir eftir, við erum með stóran hóp og ég hef engar áhyggjur af vetrin- um.“ Valsmenn eru með mjög sterka vörn og sem fyrr eru þeir snöggir upp í hraðaupphlaup. í því sam- bandi hefur markvarsla Einars Þor- varðarsonar ekki síst mikið að segja. „Ég neyðist til að halda áfram í vetur,“ sagði Einar, en Páll Guðnason, arftaki hans í Vals- markinu, á við meiðsl að stríða og á auk þess erfitt með að stunda æfingar vegna skólasetu á sama tíma. Slakur varnarleikur varð FH fyrst og fremst að falli. Guðmundur Hrafnkelsson fann sig ekki í mark- inu í fyrri hálfleik, en Bergsveinn Bergsveinsson bætti um betur eftir hlé. „Ég hef ekki áhyggjur af mark- vörslunni í vetur," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH. „Við eigum eftir að njóta góðs af því að vera með tvo góða markmenn, en þeir eins og aðrir þurfa að átta sig á nýrri vörn frá síðasta tímabili. Ég er hins vegar ánægður með baráttuna síðasta stundarfjórðung- inn og ef slík barátta varir í 60 mínútur er ég þokkalega bjart- sýnn.“ Mikið má út af bregða til að Valur og FH verði ekki í lokabar- áttunni um titilinn í vor. Einar Þor- varðarson vildi samt ekki gera mik- ið úr frammistöðunni, því veturinn væri langur og margt gæti haft áhrif á gang mála eins og meiðsl og fleira. „Því hefur þessi sigur ekki eins mikið að segja og áður — og mótið er rétt að byrja.“ Þorgils Óttar tók undir orð hans: „Það er 31 leikur eftir og við eigum þá eft- ir heima.“ ■ HAFNABOLTALIÐIÐ Chicago Cubs hefur fundið nýja leið til að auglýsa á leikjum sínum. Á pylsum sem seldar eru á Wrigley Field, heimavelli Cubs, eru auglýs- ingar um næstu leiki liðsins! Þetta er gerí með nýrri tækni þar sem blaði er vafið um pysluna áður en hún er soðin. Þegar það er tekið af skilur það stafina eftir og kaup- andinn fær auglýsingu með pyls- unni. Það skal tekið fram að ekkert aukabragð fylgir. ■ JEAN Walsh, kynningarfulltrúi ólympíunefndarinnar í Melbourne, vann ötuilega að því að fá leikana 1996 til borgarinnar. Henni varð ekki að ósk sinni, en starfið var ekki unnið fyrir gýg — Melbourne ætlar að sækja um Ólympíuleik- ana árið 2000, en Peking og Berlín hafa einnig áhuga. Víkingar á sigurbraut Víkingar unnu annan útileikinn í röð í 1. deild þegar þeir sigruðu ÍR 27:24 í Seljaskóla í gærkvöldi. Liðið er greinilega miklu betra en í fyrra, þegar það var í fallhættu. Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna því Víkingarnir höfðu náð 9 marka forystu um miðjan seinni hálfieik. Þá slökuðu þeir á en ÍR-ingar náðu sínum bezta leikkafla og söxuðu á forskot Víkinga. Víkingar léku iengst af sterka vörn og skqruðu grimmt úr hraða- upphlaupum og vel útfærðum sóknum, þar sem Árni Friðleifsson og Alex- ei Troufan voru aðalmenn. Ólafur Gylfason var langbeztur ÍR-inga og reyndar bezti maður vallarins. Dómgæzla Rögnvald Erlings og Stefáns Arnaldssonar var nánast óað- finnanleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.