Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.09.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 37 Regína S. Metúsalems- dóttir - Minning Fædd 30. mars 1914 Dáin 12. september 1990 Með örfáum orðum viljum við minnast föðursystur okkar Regínu Sigurlaugar Metúsalemsdóttur, Gínu, eins og hún var nefnd. Gína andaðist á Elliheimilinu Grund 12. september og verður til moldar bor- in í dag. Hún fæddist á Óspakseyri við Bitrufjörð 30. mars 1914. For- eldrar hennar voru bæði þingeysk, Sigrún Sörensdóttir frá Tjörnesi og Metúsalem Jóhannsson fæddur á Svalbarðseyri en fluttist síðar að Einarsstöðum. Sigrún og Metúsal- em hófu búskap sinn á Akureyri en fluttust 1912 til Óspakseyrar þar sem Metúsalem stundaði útgerð, búskap og verslun. Börn þeirra voru Óli Vernharður kaupmaður, búsett- ur í Reykjavík, en nú látinn. Eftirlif- andi kona hans er Sigríður Agústs- dóttir. Sören sem lést í Reykjavík 20 ára gamall, Jóhann sem dó í barnæsku, Fríða sem einnig lést í blóma lífsins innan við tvítugsaldur, Helga gift Páli Nikulássyni bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð eru nú bæði látin og yngst var Gína sem hér er minnst. Hún var aðeins 2ja ára gömul þegar hún missir móður sína og fluttist þá fjölskyldan til Reykjavík- ur þar sem Gína ólst upp og naut ástar og atlætis föður og systkina. Eftir hefðbundna skólagöngu í Reykjavík dvaldi hún erlendis í nokkur ár, aðallega á Norðurlönd- um. Gína hafði alla tíð sterkar ræt- ur til Svíþjóðar enda lagði hún þar stund á nám í snyrtingu. Eftir heim- komuna setti hún á stofn snyrtistof- una Grace og stundaði síðan snyrt- ingu allan sinn starfsaldur. Gína var ógift en eignaðist eina kjördóttur, Sigrúnu Jóhönnu Met- úselems, fædd 25. desember 1964. Sigrún er gift Ómari Ragnarssyni og eiga þau eina dóttur, Vigdísi Björtu. Gína bjó sér fagurt heimili þar sem hún tók á móti gestum með höfðingjabrag. Minnisstæðar eru veislumar á jóladag þar sem fjölskyldan kom saman hjá Gínu og naut hennar alkunnu gestrisni. Gína var mjög barngóð og nutum við systumar þess í ríkum mæli. Ótaldar em þær stundir er við sem smástelpur heimsóttum hana á snyrtistofuna og fengum að gera tilraunir með snyrtivömmar. Þegar heilsan bilaði var Gína svo lánsöm að fá að dvelja á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Gmnd. Þar undi hún hag sínum vel og var hvers manns hug- ljúfi. Hafði hún oft orð á hversu alúðlegt og hjálpsamt starfsfólkið þar var, sérstaklega hlakkaði hún til tímanna í föndrinu. Með þessum orðum kveðjum við frænku okkar. Blessuð sé minning hennar._ Ólöf Erla Óladóttir, Sigrún Fríða Óladóttir. Þann 12. september andaðist móðursystir mín, Regína Sigurlaug Metúsalemsdóttir, eftir langvarandi veikindi. Gína eins og hún var allt- af kölluð af sínum nánustu, fæddist á Óspakseyri í Bitrufirði 30. mars 1914, dóttir hjónanna Sigrúnar Sörensdóttur og Metúsalems Jo- hannssonar, er rak þar verslun og búskap. Þau eignuðust 6 börn og kveður nú Gína síðust þeirra. Hin systkinin vom Óli kaupmaður í Reykjavík, lést 1977, Helga hús- móðir í Kirkjulæk í Fljótshlíð, lést 1980, Sören og Fríða létust bæði í blóma lífsins og Jóhann lést 4ra ára. Móðir sína missti Gína aðeins tveggja ára gömul og fluttist þá Metúsalem með börn sín fyrst til Hafnarfjarðar og síðan til Reykjavíkur, en hann rak verslun þar. Óll börnin ólust upp hjá föður sínum og var samheldni fjölskyld- unnar mikil og ríkti alltaf sterkur systkinakærleikur milli Gínu, Óla og Helgu, og er mér minnisstætt hvað við systkinin á Kirkjulæk hlökkuðum alltaf mikið til er þeirra var von í heimsókn ásamt Siggu konu Óla, enda var alltaf komið færandi hendi. Það voru sannkall- aðir hátíðisdagar hjá okkur krökk- unum. Gína giftist ekki en hélt heimili með föður sínum og Óla, þar til hann kvæntist. En Metúsal- em faðir þeirra fluttist til Danmerk- ur og bjó þar síðustu árin og þá fór Gína til hans og sýnir það hvað vænt henni þótti um hann að þegar stríðið skall á noitaði hún að fara heim til íslands og vildi heldur vera hjá honum, en hann var þá farinn að kenna þess sjúkdóms er varð hans banamein, en hann lést í Kaupmannahöfn 1941. Var hún þá orðin ein í erlendu landi, en fyrir dugnað og kjark komst hún yfir til Svíþjóðar. Þar fór hún að læra snyrtingu og vann við það þar til hún komst heim til íslands rétt áður en stríðinu lauk með ferð er var skipulögð fyrir nokkra íslend- inga og var það ekki hættulaus ferð. Þegar heim kom keypti Gína sér íbúð á Snorrabraut 40 og vann þar að iðn sinni. Þegar ég svo fór til náms í Reykjavík bauð Gína mér að vera hjá sér og var ég hjá henni í fjóra vetur og skal þess nú minnst og þakkað. Oft var glatt á hjalla á Snorrabrautinni, því Gína var glað- sinna og mjög gestrisin og voru mínar vinkonur ávallt velkomnar ekki síður en hennar. Seinna flutt- ist Gína í íbúð á Gunnarsbraut 40 og bjó þar meðan heilsa entist. Árið 1964 tók Gína litla telpu að sér sem hlaut nafnið Sigrún Jó- hanna Metúsalems og ól hana upp sem hennar dóttir væri. Hún er nú gift og búin að stofna sitt eigið heimili. Maður hennar er Ómar Ragnarsson og eiga þau eina dótt- ur. Síðustu æviárin var Gína á Elli- heimilinu Grund þar sem henni leið vel og vel var um hana hugsað. Að síðustu þakka ég Gínu alla þá hjálp og umhyggju er hún veitti mér á unglingsárunum því hún var mikil. Eg votta dóttur hennar inni- lega samúð og öðrum aðstandend- um. Megi frænka mín hvíla í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt ðg allt. (V. Br.) Sigrún Pálsdóttir NIÐURHENGD LOFT CMC korti fyrir ni&urhongd loft, er ur galvanisoruðum mtlml og eldþolið. CMC kerfi er au&velt i uppsetningu og mjög sterkt. CMC kerfl er fest með stillanlegum upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CMC kerfi fæst i mórgum gerðum baeðl sýnilegt og fallð og verðið er ótrulega ligt. CMC kerfi er serstaklegá hannad Hnngið eftir fyrir loftplotur frá Armstrong frekan upplysingum Þ. ÞORGRIMSSQN & CO Ármúla 29 - Reykavik - sími 38640 Ákveðið hefur verið að kenna olíumálun í framhalds- deild í vetur frá 8. október 1990 - 1. maí 1991. Kennarar verða Svanborg Matthíasdóttir, Hringur Jó- hannesson, Margrét Zophoníasdóttir, Daði Guðbjörns- son og jafnvel fimmti kennarinn, fjórar til fimm vikur hver. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.30-22.00 og opin vinnuaðstaða á laugardögum frá kl. 14.00. Umsóknir ásamt innsendum verkum berist fyrir 25. september. Tímar í bókalýsingu verða á laugardögum kl. 9.00- 13.30. Þeir eru ætlaðir nemendum með teikniundir- stöðu. Kennari Anna Cyntia Leplar. Listasögufyrirlestrar verða á fimmtudögum frá kl. 20.00-21.30. Kennari Ólafur Kvaran. Uþplýsingar í síma 11990 á skrifstofu skólans frá kl. 10.00-19.00. Skólastjóri. Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Gríptu tækifærid! GoldStar síminn m/símsvara á aðeins kr. 9.952.- (stgr..m/vsk). • Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýranlegurðn aukatækja úr öllum tónvalssímum - hvaðan sem er • 10 númera skammvalsminni • Fullkomnar leiöbeiningar á íslensku • 15 mánaða ábyrgö • Póstsendum. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Minnum á GoldStar tölvurnar og símkerfin /in Frigor TILBOÐ FRYSTIKISTUR MÁL H-xBxD STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B20 31.950 90x98x65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B50 43.470 Aratucareynsla DÖNSK GÆÐATÆKI A GÓÐU VERÐI VISA // Samkort Mfsm SAMBANDSINS a VIÐ MIKLAG ARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 _Dale . Camegie þjálfun Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Taliö er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. P Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. ■■■ Innritun og upplýsingar í síma: 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie námskeiðin"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.