Morgunblaðið - 20.09.1990, Síða 48
TNINCHESTER T£
BYSSUR OG SKOTFÆRI
~ Heildsöludreifing:
I.Guðmundsson, simi :24020
BRiTLANP
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Rangámar
gáfu flesta
laxana í ár
SJÖ laxar veiddust í Rangánum
í gær og þar með eru þær orðn-
ar efstar laxveiðiáa á landinu
með 1.611 laxa. Enn getur bætst
við því síðasti veiðidagurinn í
ánni er í dag. Laxá í Kjós er
með næst flesta laxa veidda í
sumar eða 1.604 en þar er veiði
lokið.
Ótrúleg aukning hefur orðið á
laxveiðinni í Rangánum, því í
fyrrasumar veiddust í ánum 120
laxar og var það besta veiðin frá
upphafi. Mikið af gönguseiðum var
sett í árnar í fyrra og einnig tals-
'-»vert í hitteðfyrra. Laxinn í ánum
hefur mest verið eins árs fiskur
6-9 pund að stærð. Stærsti laxinn
sem Morgunblaðið hefur haft
fregnir af að fengist úr ánum í
sumar var 16 pund.
Morgunblaðið/Einar Falur
Bestí árangur
Islands í
Evrópukeppni
íslensk félagslið náðu besta árangri
sínum í Evrópukeppni frá upphafi
í gær þegar Fram sigraði sænska
liðið Djurgárden með 3-0 og KA
búlgarska liðið ZSKA Sofia með
1-0. Myndin sýnir liðsmenn Fram
Jón Erling Ragnarsson og Ríkharð
Daðason fagna, en sá fyrrnefndi
skoraði tvö marka Fram.
Sjá bls. 2 og íþróttasíður 46-47.
Rætt um að skólar geti lagt á
gjöld til sérstakra verkefna
Ekki skólagjöld meðan ég er í ráðuneytinu, segir menntamálaráðherra
VÖKUBLAÐIÐ, sem kemur út í
dag, segir frá því á forsíðu að
hugmyndir séu á lofti um taka
upp skólagjöld í Háskóla íslands.
Blaðið, sem gefið er út af Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúdenta
og dreift til allra háskólastúd-
enta, segist hafa áreiðanlegar
heimildir fyrir því að ráðherrar
fjármála og menntamála hafi
rætt þessi mál sín á milli í fullri
alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson
Ijármálaráðherra segir að rætt
hafi verið um að opna fyrir þann
möguleika að skólar á æðri
menntastigum geti lagt á tíma-
bundin gjöld til að afla fjár til
verkefna, sem ekki fást peningar
til á Ijárlögum. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra segir hins
vegar að ekki verði tekin upp
skólagjöld við Háskólann á með-
an hann sé menntamálaráðherra.
* „Talsmenn þessara hugmynda
[um álagningu skólagjalda] skiptast
í tvennt,“ segir í forsíðugrein Vöku-
Viðræður um vetnisfram-
leiðslu hefjast í lok október
FULLTRÚAR Háskóla íslands og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins halda utan til Vestur-Þýskalands í lok október til að
ræða við þýska aðila um framleiðslu á vetni hér á landi. Viðræður
eru í gangi við þýska rannsóknaráðuneytið um að það Ijármagni
þróunarverkefni hérlendis sem kosta mun 1,4 milljónir þýskra
marka, eða rúmar 50 milljónir íslenskra króna.
Að sögn dr. Þorsteins I. Sigfús- gangi milli Þjóðveijanna og kanad-
sonar, . sem er i forsvari fyrir
íslenska háskólahópinn, var fund-
urinn ákveðinn í framhaldi af
heimsókn hinna þýsku aðila hingað
til lands í júlí síðastliðnum þar sem
þeim voru kynntir möguleikar Is-
lands í orkuframleiðslu og þeim
meðal annars sýnd orkumannvirki
Landsvirkjunar.
Samskonar verkefni er nú í
ískra aðila í Quebeq-fyiki en ráð-
gert er að vetni verði framieitt í
100MW verksmiðju í Kanada og
flutt í fljótandi formi með þar til-
gerðum skipum ti! Hamborgar.
Þorsteinn sagði að tillögur Þjóð-
veijanna gengju út á það að hrund-
ið yrði af stað hliðstæðu verkefni
hér á landi, en þörf á aukinni og
hreinni orku í Evrópu er mikil.
Verkefnið er þróunarverkefni og
5-10 ár gætu liðið áður en það
yrði að veruleika.
Þorsteinn sagði að framleiðsla
vetnis væri vel þekkt hér í heimin-
um en hins vegar ættu jarðarbúar
enn eftir að tileinka sér notkun
vetnis sem orkugjafa. Ætlun Þjóð-
veijanna er að nota vetni á strætis-
vagna í Hamborg og til húshitunar
og fjölmörg evrópsk fyrirtæki eiga
aðild að þróunarverkefnunum, þar
á meðal Daimler-Benz bifreiða-
verksmiðjurnar.
blaðsins. „Annars vegar eru það
kennarar við Háskólann sem vilja
nota hugmyndir um skólagjöld sem
vopn á fjárveitingarvaldið til að fá
hærri fjárveitingar og hins vegar,
sem er öllu verra, yfirvöld flár- og
menntamála í landinu sem vilja
minnka halla ríkissjóðs. í umræðu
þessari er verið að tala um skóla-
gjöld sem yrðu ekki undir 100.000
krónum á ári. Stúdentar krefjast
þess að ráðamenn þjóðarinnar gefi
skýr svör um afstöðu sína í þessu
máli.“
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði varpað
fram hugmyndum, sem gerðu ráð
fyrir að æðri menntastofnanir gætu
fengið svigrúm til að leggja gjöld
á nemendur sína til að greiða fyrir
ýmis verkefni, sem kennurum og
nemendum þættu brýn, en ekki
fengist fé til á fjárlögum.
„Þessi gjöld yrðu mismunandi frá
einni stofnun til annarrar og eftir
því sem þörfin er talin af hálfu
þeirra sem innan hennar starfa,
sama hvort það eru nemendur,
kennarar eða aðrir. Hins vegar er
það rangt, sem þarna kemur fram
í frétt Yökublaðsins, ag Uppi hafi
verið hugmyndir að leggja 100.000
króna skólagjöld á nemendur við
HÍ,“ sagði Olafur Ragnar. „Skóla-
gjöld eru dálítið annað fyrirbæri.
Þau eru almenn gjöld, sem lögð eru
á nemendur í skóla ár eftir ár, til
dæmis eins og gert er i Verzlunar-
skóla íslands. Það sem ég er meira
að tala um eru þróunar- eða verk-
efnisgjöld, sem gætu verið breytileg
frá einu ári til annars, frá einum
skóla til annars og ekki ákveðin af
fjármálaráðuneyti eða mennta-
málaráðuneyti," sagði hann.
Ólafur sagði að þessar hugmynd-
ir væru hluti af þeirri stefnu að
taka upp sértekjur ríkisstofnana í
ríkara mæli en verið hefur. „Ég hef
varpað fram hug-myndum, sem
margir hafa tekið undir, um að það
kynni að vera skynsamlegt að þróa
okkar ríkiskerfi meira inn á þá
braut að sjálfstæði stofnana til að
ráðstafa þeim ij'áiTnunum, sem þær
fá í sinn hlut, væri aukið og um
leið opnaðir mögujeikar þeirra á því
að afla sér sértekna að einhveiju
leyti. Þessi stefna gæti alveg eins
átt við skóla eins og rannsóknar-
stofnanir eða ákveðin fyrirtæki,
sérstaklega á æðri menntastigum,
til dæmis Háskólann," sagði Ólafur
Ragnar.
Er Morgunblaðið bar staðhæf-
ingar Vökublaðsins undir Svavar
Gestsson menntamálaráðherra,
sagðist hann telja að innheimta
skólagjalda við Háskólann kæmi
ekki til greina. „Ég synja því alger-
lega,“ sagði Svavar. „Menntamála-
ráðuneytið hefur ekki fjallað um
þennan möguleika. Hvað einstakir
menn hafa rætt um annars staðar,
skal ég ekkert um segja. En þetta
verður ekki gert á meðan ég er í
ráðuneytinu.“
Réttum er um það bil að ljúka, en gengið hefur á ýmsu hjá leitarmönnum víða um land vegna leiðinda veðurs. Þó hefur verið skin eftir skúrir eins
og sjá má af myndinni þar sem Ófeigur Ófeigsson frá Næfurholti, einn af fjallmönnum Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti, er að
ganga fjöllin við Dómadal. Ófeigur er einn þolnasti fjallmaður landsins og er frægur fyrir að fara hraðfari langar leiðir. Sjá ramma á bls.20.
Ólafur Ragnar Grímsson, íj ármálaráðhcrra:
Við Dómadal á Landmannaafrétti
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson