Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 3

Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 Algjört skipulagsleysi í íslenskum ferðamálum Hver höndin upp á móti annarri, segir Geoffrey Gray-Forton Traðargolfí Laugardal Þessi heiðurshjón, Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi og eiginkona hans Ásdís Jesdóttir, voru að leika minigolf í grasagarðin- um í Laugardal þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um fyrir skömmu. Reykjavíkurborg lagði síðari hluta sl. sumars 9 holu golfvöll, traðargolfvöll eins og Þorsteinn vill nefna það, og er völlur- inn öllum opinn. Sagði Þorsteinn að þau hjónin gengju á hveijum degi fyrir hádegi um garðinn og lékju einn hring. Það væri indælt að leika traðargolf þarna inni á milli tijánna. DAGANA 15. og 16. október var haldin mjög merkileg ráðstefna á Hótel Loftleiðum. Island var í brennidepli sem ráðstefnuland — eða þingað um hvernig best væri að standa að ráðstefnu- og hvata- ferðum til íslands. Um 88 manns sem tengjast, ferðamálum sátu ráðstefnuna. Islenskir ráðstefnu- gestir voru sammála um að hún hefði tekist mjög vel, því býsna áhugavert væri að heyra ólík sjón- armið þess manns sem best þekk- ir til alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Geoffrey Gray-Forton er formað- ur og framkvæmdastjóri samtaka sem hafa yfirumsjón með alþjóð- legu ráðstefnuhaldi. Hann hefur tekið þátt í 550 slíkum ráðgefandi ráðstefnum í 77 ólíkum löndum og stjórnaði umræðum um niður- stöðu íslensku ráðstefnunnar. „Ráðstefnan var ekki árangursrík og mun ekki bera árangur," sagði Forton. „Hér er hver höndin upp á móti annarri í ferðamálum. íslenskt ferðamálafólk er mjög hæft, en get- ur aðeins unnið einangrað. Sam- vinna er ekki til á íslandi og ég ef- ast um að það orð sé til á íslensku. Ef ég væri formaður Ferðamálaráðs Forton rökræðir um ólík sjónarmið við danskan blaðafulltrúa á ráð- stefnunni. eða samgönguráðherra, þá væri það fyrsta sem ég gerði að stefna saman fulitrúum frá viðskipta- og sam- gönguráðuneyti, samtökum hótela og veitingahúsa, flugfélögum, íslenskum ferðaskrifstofum eða frá öllum þeim sem hafa fjárhagslegan ávinning af ferðamálum. Ég myndi gera það innan viku því málið er svo brýpt. Ég efast um að þetta fólk hafi nokkru sinni verið í sama herbergi. Kasparov spillti stórkostlegri skák Skák Margeir Pétursson KASPAROV var nálægt því að fylgja glæsilegum sigri sínum í annarri skákinni eftir, þegar hann mætti Karpov í þriðju ein- vígisskák þeirra í fyrrinótt. Heimsmeistarinn hóf skákina með miklum látum, þótt hann hefði svart, fórnaði skiptamun strax í byrjuninni og litlu síðar gaf hann sjálfa drottninguna fyrir hrók og biskup. Hann hafði metið allt rétt og Karpov var í miklum kröggum. Brá áskorandinn á það ráð að gefa drottninguna til baka til að komast út í endatafl, þar sem hann átti þó einnig í. vök að verjast. Kasparov hafði þá tvö peð fyrir skiptamun, en hann varð of bráður á sér, missti annað þeirra og þegar skákin fór í bið hafði Karpov greini- lega náð að rétta úr kútnum. Líklegasta niðurstaðan í bið- skákinni var því almennt talin jafntefli, þar sem Karpov hafði fengið frítt spil fyrir hrók sinn. Sú varð líka útkoman í gærkvöldi þegar skákin var tefld áfram. Lauk henni með jafntefli eftir 53 teiki þegar nærri öllu liði hafði verið eytt af borðinu. Þessi tregða til að semja gæti bent til þess að grunnt sé á því góða með kepp- endum. Þrátt fyrir mistökin í tímahraki var taflmennska Kasparovs í þriðju skákinni mjög aðdáunar- verð. í síðustu tveimur skákunum hefur hann glögglega sýnt að við mat á styrkleika taflmannanna gildir ekki eingöngu hvort þeir heita drottning, hrókur, biskup eða riddari, heldur líka staðsetn- ing þeirra og samvirkni við aðra menn. Þeir sem skoðaþriðju skák- ina gætu haldið að manngangnum hafi verið breytt og vægi drottn- ingarinnar minnkað. Heimsmeistaraeinvígið hefur reyndar aldrei verið talið heppileg- ur vettvangur fyrir slíkar glans- sýningar, til þess eru þær of hættulegar. Haldi heimsmeistar- inn áfram uppteknum hætti og komist hann upp með það, verða vafalaust þeir fáir orðnir eftir sem vefengja að hann sé öflugasti skákmaður sögunnar. Eftir fyrstu skákina fyrir viku benti ég á að Kasparov tefldi agaðar gegn Karpov en öðrum skákmönnum, en það á þó engan veginn við um þriðju skákina. Biðskákinni lauk um kl. 23 í gær- kvöldi að ísl. tíma, en Kasparov hefur hvítt í þeirri fjórðu í kvöld. 3. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Rf3 í fyrstu skákinni lék Karpov hér 5. f3 sem er saemisch- afbrigði, en nú beitir hann af- brigði sem verið hefur nokkuð vinsælt að undanförnu og er kennt við júgóslavneska stórmeistarann Svetozar Gligoric. Það hefst með 7. Be3, en í þeirri stöðu er yfir- leitt stutthrókað, eins og Karpov er reyndar vanur að gera. 5. - 0-0 6. Be2 - e5 7. Be3 - De7 8. dxe5 — dxe5 9. Rd5 — Dd8!? Þetta hefur hingað til verið ta- lið ómögulegt, því eftir næsta leik hvíts verður svartur að gefa skiptamun. Kasparov hefur þó greinilega metið stöðuna þannig að hann fái fullnægjandi bætur. 10. Bc5 - Rxe4 11. Be7 - Dd7 12. Bxf8 - Kxf8 13. Dc2 Karpov ætlar ekki að leggjast í vörn, en hyggst vinna tíma með því að leggja undir sig d-línuna strax. Það er heldur ekki hægt að lá honum að hafa ekki reiknað með ótrúlegu svari Kasparovs. Eftir hið rólega framhald 13. 0-0 — c6 14. Re3 kemur upp allt öðruvísi staða. 13. - Rc5 14. Hdl - Rc6H Svartur er nýbúinn að fórna skiþtamun fyrir peð og nú er sjálf drottningin boðin á útsöluverði, fyrir aðeins hrók og biskup, sem þykir almennt magur prís fyrir henriar hátign. Karpov bíður einn leik með að þiggja fórnina. 15. 0-0 - Re6! 16. Rb6 - axb6 17. Hxd7 - Bxd7 18. Dd2 Be8 19. b3 - e4 20. Rel - f5 21. Bdl - Re5 Það hefur hlaupið nokkur flótti í hvíta liðið eftir að Karpov þáði drottningarfórnina. Þótt svartur hafi aðeins tvo menn og peð fyrir drottninguna er hvergi. snöggur blettur á stöðu hans og hvíta drottningin nýtur sín því illa, skot- mörkin vantar. Hvíta staðan er því a.m.k. mun vandtefldari og sennilega líka lakari frá hlutlægu sjónarmiði. A.m.k. er Karpov á þeirri skoðun, hann gefur nú drottningu og peð fyrir hrók og riddara til að létta á stöðunni. 22. Rc2 - Hxa2 23. Dd5 - Ke7 24. Rb4 - c6 25. Dxe6+ - Kxe6 26. Rxa2 Línurnar hafa skýrst og svartur er kominn út í vænlegt endatafl þar sem hann hefui' tvö peð fyrir skiptamun og vel staðsettan kóng. 26. - Rf7 27. Be2 - Rd6 28. Rb4 - Bc3 29. Rc2 - f4 30. Hdl - h5 31.f3! Utsjónarsemi Karpovs í vörn er við brugðið. Þetta virðist ljótur leikur, því svartur fær valdað frípeð á e3. Hvítur gat hins vegar ekki beðið með aðgerðir og Karpov ætlar nú með kóng sinn til e2 og setur síðan upp víggirð- ingu á hvítu reitunum. 31. - e3 32. g3 - g5 33. Bd3 - h4 34. Kfl c5 35. Ke2 Karpov hefur náð að hrinda áðurnefndri varnaráætlun sinni í framkvæmd og er nú tilbúinn til að leika 36. gxf4 — gxf4 37. Hgl og ná spili fyrir hrókinn eftir d- línunni. Þetta knýr Kasparov til vafasamra aðgerða, sem leiða þó aðeins til þess að hvítur kemur hrók sínum fyrirhafnarlaust í spil- ið. Til greina kom 35. — Bf7 eða 35. - Kf6. 35. - b5? 36. cxb5 - Rxb5 37. Bc4+ - Ke7?! Nú missir svartur peð að óþörfu. Hægt var að leika 37. — Kf6 38. Hd8 — Rc7, þótt hvítur hafi náð virkni og ætti ekki að vera í neinum vandræðum eftir 39. gxf4 - gxf4 40. Hb8. 38. Hd5! - Bf6 39. Hxc5 - Rc3+ 40. Kfl - Bg6 40. - Bc6 41. gxf4 - gxf4 42. Hf5 - b5 43. Be2 — Rd5 44. Rel er einnig í góðu lagi á hvítt. 41. Rel í þessari stöðu fór skákin í bið og svartur, Kasparov, lék biðleik. Framhaldið var nokkurn veginn eins'og búist hafði verið við, en greinilegt var að það var Ka- sparov sem var að reyna að vinna. Lokin urðu þannig: 41. — Kd6 42. Ha5 - fxg3 43. hxg3 - hxg3 44. Rg2 - b5 45. Ha6+ - Ke7 46. Ha7+ - Ke8 47. Ha8+ - Bd8 48. Rxe3! Fórnar manni, en þetta er ein- faldasta leiðin til jafnteflis. 48. — bxc4 49. Rxc4 — g4 50. Kg2 - Re2 51. Re5 - gxf3+ 52. Kxf3 - g2 53. Hxd8+ og hér var samið jafntefli, enda gæti staðan ekki verið mikið einfaldari. Ég myndi jafnvel setja fulltrúana í einangrað herbergi og loka þá af þangað til þeir hafa komið sér sam- an um að setja upp ráðstefnumiðstöð íslands. Jafnvel ákveðið hvernig lýs- ingin eigi að vera og liturinn á tepp- unum! I leiðinni gætu þeir komið sér saman um hvernig og hvar þið ætlið að markaðssetja fsland. Ég myndi ráðleggja ákveðna markaðssetningu fyrstu tvö árin í Evrópu, næstu tvö í Bandaríkjunum og síðan um allan heim. Ef þið viljið fá ráðstefnur, þá er mjög brýnt að stofna hér „ráðstefnu- skrifstofu íslands“ sem verður að vera fullkomlega sjálfstæð og hlut- laus og rekin sem einkafyrirtæki. Þið eruð ekki með virkt ferðamála- ráð éða virka markaðssetningu er- lendis. Allir vinna einangrað. Flug- leiðir eru sendiherrar ykkar erlendis. Á rtæstu ferðamálaráðstefnu erlend- is legg ég til að allir íslensku fulltrú- arnir séu með merki í barminum sem á stendur „ísland“ og ekkert annað, hvorki nafn íslenskra hótela eða ferðaskrifstofa. í svona fámennu landi eigið þið að vinna sem einn maður, öðruvísi gengur þetta alls ekki. Þið eruð hlutlaus þjóð. Búið við öryggi og hreint land. Állt geysi- mikilvægir þættir. Þið kunnið bara ekki að nýta ykkur möguleikana, af því þið kunnið ekki að vinna saman. Og þið talið um að gera hlutina en þið gerið þá ekki — af sömu ástæðu." O.Sv.B. SIF: Magnús Gunnars- son hættir MAGNÚS Gunnarsson hefur ákveðið að segja af sér sem fram- kvæmdastjóri Sölusamtaka íslenskra fiskútflytjenda. Dag- bjartur Einarsson sljórnarfor- maður samtakanna sagði að það hefði ráðið úrslituin uin ákvörð- un Magnúsar að félagsfundur felldi í lok síðustu viku tillögu þess efnis sem borin var upp af stjórn og hagsinunanefnd að fé- lagsmenn í SÍF flytji ekki út ferskan flattan fisk á saltfisk- markaði. Dagbjartur sagði að ákvörðun Magnúsar hefði komið sér á óvart en hann hefði vonað í lengstu lög að hann breytti henni. „Úr því þetta er komið í ijölmiðla þá held ég að það sé kannski erfiðara að breyta því,“ sagði Dagbjartur. Hann sagði að Magnús hefði tek- ið niðurstöðu fundarins í síðustu viku mjög nærri sér en hins vegar hefðu þeir komið sér saman um í samtali í fyrradag að Magnús gæfi sjálfur yfirlýsingu um ákvörðun sína. -Nú væri hann hins vegar staddur í Frakklandi á vegum SIF, í ferð sem hafi verið ákveðin fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.