Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 4

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Jón Reyrtir Sigurvihsson Háhyrningavöður um alltDjúp ísaArði. Mikið af háhyrningi hefur sést í ísafjarðardjúpi undanfarnar vikur. Hafa sjómenn jafnvel séð margar vöður á sama tíma. í vöðunni sem þessir háhymingar voru í voru sex fullorðin dýr og fjórir kálfar. Fylgdu þeir bátnum um tíma og syntu kringum hann. Mikill fiskur hefur verið í Djúpinu undanfarið, bæði sfld, þoskur og ýsa og er líklegast að háhyrningurinn fylgi sfldargöngunum. Á myndinni er hluti af háhymingavöðunum sem sáust í ísafjarðardjúpi. - Úlfar Alþjóðlegir kappsiglarar áhuga- samir um keppni til Islands 1992 Undirbúningur fyrir alþjóðlega siglingakeppni á leiðmni frá Graveli- nes í Frakklandi til íslands, sem áformuð er í ágústmánuði 1992, geng- ur vel. 15-20 bátar hafa lýst áhuga á þáttöku. Eftir undirbúningsfund þeirra aðila ,sem að keppninni standa, í Dunkerque 17. október, munu þeir koma til viðræðna við hafnarstjórn og borgaryfirvöld í Reykjavík í byrjun nóvember og verður þá væntanlega ákveðið endanlega hvort af keppninni verður og tilhögun hennar. Það er fyrirtækið Laxalón, sem stofnað var í Frakklandi fyrir tveim- ur ámm, sem átti hugmyndina að þessari keppni, en stjómarformaður þess er íslensk kona, Lilja Skafta- dóttir Benetov. Franski þingmaður- inn og borgarstjórinn í Gravelines, M. Albert Denver, hefur sýnt mál- inu mikinn áhuga. Var fyrirtækinu „Wake upp“, sem m.a. sérhæfir sig í undirbúningi sérstakra atburða, falið að kanna áhuga alþjóðlegra siglingamanna og aðstæður allar. En það fyrirtæki er um þessar mundir einnig að undirbúa ferð þriggja þyrla með bandarískri, rúss- neskri og franskri áhöfn kring um hnöttinn á tveimur mánuðum. Munu þær leggja leið sína þvert yfir meginland Evrópu, gegn um Sovétríkin og Kína, um Alaska, Kanada, Grænland og frá austur- strönd Grænlands til norðurstrand- ar íslands, en þaðan um Reykjavík og Færeyjar og ljúka ferðinni í París á þjóðhátíðardag Frakka 14. júlí 1992. Bruno Cassajus frá fyrirtækinu „Wake upp“ kom með Denvers borgarstjóra og Lilju Benetov til íslands í ágústbyrjun sl. og áttu þau stuttan fund með hafnarstjór- anum í Reykjavík. Síðan hefur Cassajus farið um og kannað undir- tektir atvinnu siglingamanna. Mið- að er við 20 metra langar keppnis- skútur með minnst 3ja manna áhöfn og mest 4-5 menn um borð. Hafa milli 15 og 20 alþjóðlegir siglinga- kappar lýst sig reiðubúna til þát- töku, og eru þar í hópi franskir, amerískir, enskir, ástralskir og nýsjálenskir keppendur. Fyrstu verðlaun verða um 2 milljónir íslenskra króna, en 2. og 3. verð- laun lægri. Hefur verið samþykkt fjárhagsáæltun fyrir keppnina upp á 60 milljónir og útvegað fé til henn- ar. Sögðu aðstandendur keppninnar fréttamanni Mbl. að afloknum fundi í Dunkerque 1. október sl. að horf- ur væru góðar. Var ákveðinn annar vinnufundur þar 17. október og síðan var ákveðið að efna til tveggja daga fundar í Reykjavík í byrjun nóvember og ræða m.a. við Reykjavíkurborg um móttökur hér. En kring upi slíka keppni er mikið umstang. Reiknað með að 15 frétta- menn a.m.k. muni fylgjast alfarið með henni og frá keppninni verði sjónvarpað út um heim. Er mikil landkynning að slíkum keppnum. Munu bátarnir leggja upp frá Dun- kerque og startmarkið vera út af Gravelinesbæ, en síðan er siglt sem leið liggur tií Reykjavíkur og til- baka, sömu leið sem frönsku ís- landssjómennirnir sigldu um aldir á fískiskútum sínum. VEÐUR VEÐURHOl RFUR í DAG, 17. OKTÓBER YFiRLIT í GÆR: V austur en yfir ves ið Færeyjar er 985 mb lægð, sem hreytist norð- tanverðu Grænlandshafi er hæðarhryggur, sem hreyfist austur. V Heldur kólnar í ve SPÁ: Norðangola axandí lægð við Labrador hreyfist norðaustur. ðri. justast á landinu, en annarsstaðar hægviðri. Smá skúrir við suðurst 'öndina og él á hálendinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFÚR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Sunnart og suðaustan átt, vfða allhvöss sunnan- og vestanlands, en hægari austan lands. Á Norður- og Norðvesturlandi verður úrkomulaust, en rigning í öðrum landshlutum. Hiti 5-9 stig. y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- -|Q Hitastig: 10 gráður á Cels stefnu og fjaðrirnar Y Skúrir vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V Él / / / r r r r Rigning = Þoka / / / = Þokumóða * r * 5, 5 Súld r * r * Slydda r. * r OO Mistur * * * —Skafrenningur * * * * Snjókoma # * * |~7 Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað ki. 12:00 í gær að ísl. tíma hW: veóur Akureyri 1 skýjað Reykjavik 3 skýjað Bergen iH skýjað Helsínki 9 þoka Kaupmannahöfn 1S þokumóða Narssarssuag mm skýjað Nuuk -0 alskýjað Ostó 12 þokumóða Stokkhólmur 13 þokumóða Þórshöfn 9 rlgning Algarve 22 skýjaö Amsterdam ie hálfskyjaö Barcelona 23 mistur Beriín 20 mistur Chicago 10 alskýjað Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt í 8 þokumóða Qlasgow 12 skýjað Hamborg 19 skýjað Las Palmas 25 skýjað London 17 hálfskýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 16 skýjað Madríd vantar Malaga 22 hálfskýjað Matlorca 24 léttskýjað Montreal 6 léttskýjað NewYork 14 heiðskfrt Orlando 23 skýjað París 17 lúttskýjað Róm 24 skýjað Vín 18 heiðskírt Washington 13 léttskýjað Wlnnipeg +0 atskýjað Uppsagnir og endurráðningar á hér- aðssjúkrahúsum: Ottast að starfsfólk fá- ist ekki á sjúkrahúsin - segir forsljóri Sjúkrahúss Suðurlands STARFSFÓLK héraðssjúkrahúsa fékk uppsagnarbréf um síðustu mán- aðamót þar sem því var sagt. upp störfum þann l.október síðastliðinn. Ætlunin er að stjórnir sjúkrahúsanna leiti eftir því að endurráða starfs- fólkið frá og með áramótum að telja, þegar uppsagnarfresturinn renn- ur út. Þetta er gert í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hafsteinn Þorvaldsson forstjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi segist óttast að þessu fylgi, að allir fari á ríkissamninga og ekki verði lengur hægt að greiða svokallaðar staðaruppbætur til fag- fólks. „Það mundi þýða að þjónustan færi suður,“ segir hann. Hafsteinn segir alls konar yfir- Reykjavík, launaskrifstofa ríkisins borganir vera í gangi á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum víða úti um land, enda sé akki annarra kosta völ, ef fá eigi menntað starfsfólk í stöðurnar. Með breytingunum nú, segir hann allt starfsfólk sjúkrahú- sanna verða ríkisstarfsmenn. Fyrst um sinn sé gert ráð fyrir að fólkið fái að halda aðild sinni að þeim stéttarfélögum sem það er nú í, en þurfí ekki að ganga í Starfsmanna- félag ríkisstofnana. Hann segist hins vegar óttast að heilbrigðisþjónustunni á lands- byggðinni verði fjarstýrt frá reikni og greiði launin og um leið hverfi möguleikarnir á að laða starfsfólk að með launauppbótum. Þá þýði þetta einnig að störfum fækki á landsbyggðinni' við þessa þjónustu, þar sem launafærslurnar færu allar suður. Hann segir hafa verið rætt með- al forsvarsmanna sjúkrahúsa, að lausn á þessu gæti falist í að skipta landinu niður í svæði, þannig að hvert svæði fengi fjárveitingu á fjárlögum, sém síðan yrði skipt inn- an svæðisins niður á einstakar stofnanir. Morgunblaðið/Björn Blöndal Starfsmenn flugþjónustudeildar vinna við að koma matvælunum um boíð í bresku þotuna frá DAS Air Transport sem hingað kom til að flytja matvælin til Persaflóa. íslendingar aðstoða stríðshrjáða við Persaflóa: Matvæli og teppi til Amman Keflavík. RAUÐI kross íslands sendi fyrir helgi í breskri leiguflugvél sem hingað kom til landsins fyrir milli- göngu Flugleiða hjálpargögn að andvirði tæplega 26 milljóna króna sem flogið var með til Amman í Jórdaníu. Mestur hluti farmsins var matvara, reykt síld, kex, kindakjöt og niðursoðið grænmeti - auk þess voru 7.500 teppi i farminum. BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.