Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 31 Lykilorðin eru næmni, áhugi og hugmyndaflug * - segir Peter Hubner, sem kynnt hefur Is- lendingum hvernig markaðsseija megi listir „Unnendur lista hafa löngum átt erfitt með að hugsa sér markaðs- setningu þeirra en nú er að verða breyting á og hún felst í sam- vinnu listamanna og þeirra sem vilja koma listunum á framfæri og því að þess sé vandlega gætt hvernig listir eru markaðssett- ar.“ Svo farast lögfræðingnum, sellóleikaranum og kórstjóranum Peter Húbner orð en hann var gestur á námstefnu sem Banda- lag íslenskra listamanna hélt í Norræna húsinu fyrir skömmu og var yfirskriftina „Markaðsmál lista“. Peter Hiibner fæddist í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi árið 1954. Hann lauk lagaprófi 1983 og lagði sérstaka stund á fjölmiðlarétt. 1983-86 var hann framkvæmda- stjóri tónlistarhátíðar í Stuttgart en frá 1986 hefur hann verið fram- kvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar í Slésvík-Holsetalandi. Sú hátíð fékk markaðssóknarverðlaun Þýskalands 1987. Árið 1989 tók Húbner við nýju starfi hjá tónlistarhátíðinni; sérstökum fjáröflunarverkefnum sem eru að ryðja sér til rúms, „kost- un“ Á sama tíma varð hann aðal- kennari við Tónlistarháskólann í Hamborg í stjórnun lista ogmenn- ingarmála og markaðssókn lista. „Hugmyndin með komu minni var að segja dálítið frá tónlistarhátíðinni í Slésvík-Holstein og því hvernig markaðsfræðin .tengist listum í æ ríkari mæli,“ segir Húbner. „Fólk hefur átt erfitt með að sameina þessi atriði en á fyrrnefndri tónlist- arhátíð markaðssettum við tónlist- ina til að ná sem flestum á hát- íðina; frá sjónvarpstækjum og úr spilasölum.Við reynum að selja list- ina með því að bjóða hana sem fyrsta flokks möguleika á að eyða frítíma sínum. Lykilorðin eru næmni, hugmyndaflug og áhugi. Þegar við kynntum hátíðina í Slésvík-Holstein reyndum við til dæmis að tengja tónlistina öðru sem svæðið hefur upp á að bjóða; lands- lagi, arkitektúr o.s.frv. Að sameina tónlistina öðrum þáttum, t.d. innan lista ekki breyta efnisskránni eða tónlistinni sjálfri. Rétt eins og ef ég gef vini mínum plötu með verki eftir Beethoven. Ég vel umbúðir, slaufu, ef hún á að vera og kortið. Ég reyni að gera útlit pakkans spennandi og læt hugmyndaflugið ráða en innihaldið er eftir sem áður hið sama.“ Nýungar í markaðs- framsetningu hafa lengi verið þekktar á öðrum sviðum en í tónlist og það er engin ástæða til að undan- skilja hana. Það verður að setja hlut- ina fram á þann hátt að listamannin- um líði vel. Að unnið sé í samvinnu við listamanninn, ekki fyrir hann. Það er ímyndunaraflið sem skiptir máli, fagmenn þarf ekki alltaf til. Listamenn er stundum svo blin- daðir af tilfinningum,-þeir flytja list • sína af þvílíkri innlifun að þeir gleyma því að það kostar sitt að koma henni á framfæri og því þarf að kynna hana vel. En ég hef ekki orðið var við annað en að þeir taki því með þökkum að vera minntir á það.“ Kostun er sá þáttur sem Húbner leggur einna ríkasta áherslu á. Hún hefur lengi tíðkast í íþróttum en hann segir að ekki megi setja kostun fram á svipaðan máta í tón- list. „Sviðinu má ekki spilla, við vilj- um ekki sjá flytjendurna í merktum bolum eða risastóra borða með nöfn- um fyrirlækja í bak- eða forgrunni. Þegar tónieikarnir heíjast má ekk- ert verða til þess að trufla áhorfend- ur eða flytjendur. En ef ákveðnir litir eru í merki fyrirtækis, er hægt að skreyta salinn í þeim litum. Áður en tónleikarnir hefjast má minna á að fyrirtækið styrki þá, t.d. með því TOSHIBA örbylgjuofnarnir skara ótvírætt fram úr 17 gerðir - Verö vió allra hæfi Toshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum því eru Toshiba - ofnarnír ávallt búnir því besta og nýjasta. I nýlegri skoðanakönnun Neytendasamtakanna kemur fram, að Toshiba - ofnar eru langmest seldu ofnarnir og að eigendur þeirra nota þá mikið við alla matseld. Þú geturvalið úr 17gerðum i brúnum eða hvítum.lit. Þú ert velkominn til okkar og við munum leiðbeina þér um val á réttum ofni fyrir þína notkun. Fritt námskeið i matreiðslu í ofnum hjá Dröfn Far- estveit fylgir með. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði og öll gögn á ísiensku. Yfir 50 valdar uppskriftir ásamt leiðbeiningum á íslensku fylgja með. Aðild að Toshiba - uppskriftaklúbbnum stendur þér til boða. Veldu réttan örbylgjuofn strax £ Greidslukjör Peter Hiibner fræddi félaga í Bandalagi íslenskra listamanna uni markaðssetningu lista í síðustu viku. að varpa nafni þess á tjöldin. Um leið og þau eru dregin frá og tónleik- arnir heijast, hverfa skilaboðin og ekkert verður til þess að draga at- hyglina frá tónlistinni. En það er ekki eingöngu um kost- un að ræða, einnig það að fá fólk á tónleika. Þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvetjir það eru og hvernig hægt er að ná til þeirra. Um fram allt að vera skap- andi, reyna alltaf að finna áhrifarík- ustu leiðina, hvort sem peningar eru fyrir hendi eður ei.“ Hvað varðar Listahátíðina í Reykjavík, tel ég hana byggja á góðum grunni. Þar er boðið upp á ■ ólíkar listgreinar og mér sýnist ekki hætta á að hún missi flugið. En það er ævinlega hægt að gera betur og mér fyndist t.d ekki vitlaust að reyna að færa hátíðina meira út fyrir Reykjavík. Það væri ekki á hveijum degi sem listunnendum gæfist kostur á að sjá og hlýða á heimsþekkta listamenn á stöððum þar sem landslagið er engu líkt. Ég hef látið mér detta í hug flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er einhver hlýlegasta og skemmtilegasta flug- stöð sem ég hef komið í. Þar gæti skapast skemmtíleg tónieikastemn- ing.“ CORAL GÓLFBÚNAÐUR • CORAL GÓLFBÚNAÐUR ■ CORAL GÓLFBÚNAÐUR Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bflastæði HREINSISVÆÐI -hindrar að óhreinindi berist inn Coral hreinsisvæði er sérstakur gólfbúnaður sem fangar óhreinindi og bleytu. Hver fermetri af Coral getur sogað upp 61 af vatni eða 5 kg af götuskít. Coral gólfbúnaður burstar óhreinindin af og þegar gengnir hafa verið 6 metrar af Coral verða að jafnaði 90% óhreininda eftir á hreinsisvæðinu' Coral gólfbúnaður lækkar ræstingarkostnað, eykur hreinlæti og bætir útlit. iKIARAN Gólfbúnaður * SÍÐUMÚLA 14 »SlMI (91 >83022« tr => Q < co u_ _] O ö < cc o o tr ZD Q < z o CQ ll _l 'O o _l < tr O O CORAL GÓLFBÚNAÐUR # CORAL GÓLFBÚNAÐUR A CORAL GOLFBUNAÐUR -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.