Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 34

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 t Eiginmaður minn, STEFÁN KARL ÞORLÁKSSON, Kleppsvegi 134, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 13. október. Fyrir hönd ættingja, Lydía Þorláksson. t Faðir minn, stjúpfaðir og bróðir, HAUKURHELGASON, Haukanesi 20, lést í Landakotsspítala 15. þessa mánaðar. Karl Hauksson, Klara Karlsdóttir, Óskar Karlsson, Jóhanna Helgadóttir, María Helgadóttir og Ólafur Helgason. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, MAGNÚS ARNAR SIGTRYGGSSON, Rjúpufelli 35, lést mánudaginn 15. októbér. Louise Biering, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR Á. BJÖRNSSON, Espigerði 2, Reykjavfk, andaðist sunnudaginn 14. október á Borgarspítalanum. Útförin verður gerð fimmtudaginn 18. október kl. 10.30 frá Foss- vogskirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem minnast vilja hins látna, er bent á Hjartavernd. Sigríður Flygenring, Ásta Guðmundsdóttir, Kjartan B. Guðmundsson, Gunnar S. Guðmundsson, Bryndís S. Guðmundsdóttir, Ingvar Guðnason og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, VALURARNÞÓRSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. október kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Sigríður Ólafsdóttir. t Bróðir okkar, uppeldisbróðir og mágur, BJÖRN SCHEVING ARNFINNSSON, Hraunbæ 160, ' Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 19. október kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Lára Arnfinnsdóttir, Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Sigríður Arnf innsdóttir, Ásdís Arnfinnsdóttir, Jóna Scheving Arnfinnsson, Arnfinnur Scheving Arnfinnsson, Margrét Arnfinnsdóttir, Ragnar Scheving Arnfinnsson, Ragnar Már Amazeen, Guðmundur Brynjólfsson, Þorleifur Finnsson, Ingunn Jónasdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingar í síma 91 -687111. HÚmfj.l.AND Soffía Magnúsdóttir Lambaa - Minning Fædd 6. nóvember 1899 Dáin 20. september 1990 Fallin er fyrir sigð dauðans og flutt til sælla lands í ríki stjarnanna ein sú kona sem við Aðalheiður Tómasdóttir, kona mín, eigum mik- ið að þakka, og sem markað hefur djúp spor í minningu okkar og Sig- urðar sonar okkar, með langri og traustri samveru og ómetarjlegri hjálp í tíma mikilla erfiðleika, sem þá steðjuðu að á heimili okkar. Þessi kona er Soffía Magnúsdóttir Lambaa frá Færeyjum. Frá vöggu til grafar líða dagar og ár og hverfa í tímans straum. með ómótstæðilegu afli stéðjar hann fram og við fáum ekki rönd við reist. ■ En er við lítum yfir farinn veg, verður óhjákvæmilega margt, sem tímans veldi nær ekki að varpa í djúp gleymskunnar að fullu. Minn- ingar lifa í vitund þeirra sem lifað hafa, og þær leita upp á yfirborðið á hljóðum stundum og friðsælum, þegar fátt truflar. Þegar ég var að alast upp í Ár- neshreppi á Ströndum gerðist þar atburður, sem vakti athygli manna í sveitinni og varpaði eins og björtu ljósi inn í tiltölulega fábreytta til- veru íbúanna: í sveitina kom ung og falleg stúlka úr framandi landi. Slíkt hafði ekki gerst fyrr í þessu afskekta héraði. Og bærinn, sem hún vistaðist á, var Stóra-Ávík, eitt af bestu býlum sveitarinnar. Þar bjuggu þau heið- ursjón Guðmundur Jónsson, bóndi, föðurbróðir minn og Anna Bene- diktsdóttir, við mikla rausn. Börn þeirra voru tvö og hétu Jón og Ingi- björg. Unga stúlkan útlenda hét fullu nafni Angelica Sufía Malena Jacobsen (síðar gift Lambaa) og var frá Færeyjum. Hún var fædd 6. nóvember 1899. Faðir hennar hét Magnús Jacobssen (f. 1849. — d.1933.) en móðir María Reinert (f. 1857. - d. 1935.) og áttu þau heima í Hoyvík á Streymoy til 1907. Soffía — eins og hún verður hér kölluð — átti sex systkini, en öll eru þau nú dáin. Soffía kom í Stóru-Ávík vorið 1927 og varð brátt hvers manns hugljúfi á bænum. Einkum munu börnin hafa hænst að henni. Er hún kom, var hún kona ekki einsömul, eins og raunar var áður vitað um, og þann 10. ágúst 1927 varð hún léttari og ól son. Ekki náðist í ljósmóður eða lækni í tæka tíð, og var leitað til Sigríðar Jóns- dóttur (f. 1866) í Litlu-Ávík til afi taka á móti barninu, en hún mun hafa haft allmikla reynslu á þvi sviði og hafði hjálpað mörgum kon- um, er svo stóð á, (hafði tekið alls á móti 30 börnum). Allt gekk þetta að óskum, og heilsaðist ungu kon- unni vel og einnig baminu. Þetta var drengur. Var hann skírður á því sama hausti í Árneskirkju af séra Sveini Guðmundssyni og gefið nafnið Ólavur Breiðá. Áður en lengra er haldið, get ég ekki stillt mig um að nefna í stuttu máli forsögu þessa máls, en hún er á þá leið að í Færeyjum var uppi á þessum tíma mikil dugnaðar- og athafnamaður sem hét Jóhannes Lambaa, (fæddur 1870). Hann hafði verið stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum um fjölmörg ár og síðast á eigin skipi (,,Spurn“) árin 1906-1918. Ár eftir^ ár stundaði hann fiskveiðar við ísland, og þá stundum eða oftast við Norðurland. Oft kom hann að Iandi hjá bænum Stóru-Ávík. Tókst vinátta milli Jó- hannesar og húsbændanna í Stóru- Ávík og gagnkvæmt traust. Var hann þar jafnan aufúsugestur, er hann þurfti að leita vars í veðrum. Svo gerist það löngu síðar, eftir að Jóhannes er hættur sjómennsku og er orðinn verslunareigandi í Færeyjum, snemma árs 1927, að Guðmundi i Stóru-Ávík berst'bréf frá þessum fornvini sínum í Færeyj- um, Jóhannesi, þar sem hann óskar eftir að þau hjón taki að sér um óákveðinn tíma, unga stúlku (um 27 ára gamla) sem eigi von á barni af hans völdum. Sé þar ekki gott í efni því hann sé giftur og eigi með þeirri konu nokkur börn, sem reynd- ar séu uppkomin. (Þetta allt vissu nú raunar þau Stóru-Ávíkurhjón áður.) Jóhannes kvað sig langa til að halda þessu leyndu fyrst um sinn, ef mögulegt væri. Er ekki að orðlengja, að þau Guðmundur og kona hans féllust á, að verða við óskum þessa fær- eyska vinar síns og kom unga stúlk- an, Soffía Jacobsen, um vorið eða snemma sumars til Stóru-Ávíkur, eins og minnst er á hér að framan. Kem ég nú aftur að því, sem fyrr var frá horfið. Móðir og barn urðu áfram saman i Stóru-Ávík um eins árs skeið. Að þeim tíma liðnum sneri Soffía aftur til Færeyja, en drengurinn varð eftir í Stóru-Ávík og naut uppeldis og atlætis húsbænda, svo sem væri hann þeirra eigið barn, og sama var að segja um börn þeirra, Jón og Ingibjörgu, sem þá voru enn ung, að þau litu á litla drenginn sem kæran bróður, og átti Ingibjörg mikinn þátt í að sinna honum og annast á allar lundir. Árið 1933 andaðist kona Jóhann- esar Lambaa: Paulina Hojsted (f. 1856). Var þá engin hindrun í vegi þess lengur, að barn þeirra Soffíu gæti komið aftur til móður sinnar í Færeyjum. Þessi góða fjölskylda í Stóru- Ávík varð því að láta af hendi sinn elskaða dreng, sem nú var orðinn fímm ára gamall og var þeim þetta öllum mikið harmsefni. En lífið verður að hafa sinn gang og dugar lítt gegn að sporna. Eftir þetta ólst Ólafur upp hjá móður sinni og föður, sem brátt munu hafa hafið sambúð í Þórshöfn í Færeyjum og gifst, en þar hafði Jóhannes komið sér upp verslun, sem fyrr sagði, og stundaði hana sem atvinnu. Mjög mun sambúð þeirra Soffíu og Jóhannesar hafa verið farsæl, eftir því sem síðar fréttist. En því miður entist heilsa Jó- hannesar ekki lengi eftir þetta og var hann illa haldinn af erfiðum sjúkdómi mörg af síðustu æviárum sínum. Mun Soffía hafa veitt honum hina kærleiksríkustu umönnun allt til síðustu stundar ævi hans, eins og hennar var von og vísa. Hann andaðist þann 16. mars 1950. Um Ólaf son þeirra er það að segja, að hann gekk í menntaskóla (eða verslunarskóla), lauk þar stúd- entsprófi 1944. Tók hann þá við rekstri verslunar föður síns, en vann síðar í ýmsum stofnunum. Síðar kvæntist hann Hildi Karólínu frá Suðurey og áttu þau saman tvær dætur. Soffía Lambaa kom aftur til dval- ar á íslandi 1957. Hún ílentist hér og gerðist síðar íslenskur ríkisborg- ari. Var hún aldrei langdvölum í Færeyjum eftir það. Nú skal þess getið að nokkru, hvernig á því stóð, að við hjónin kynntumst þessari góðu konu. Árið 1956 hafði Áðalheiður Tómasdóttir, kona mínr orðið fyrir því óláni að veikjast af mjög erfiðum og lang- varandi sjúkdómi (e.k. lömun, Ak- ureyrarveikinni svokölluðu), og var hún alllengi ýmist á sjúkrahúsum eða heima, og þá stundum allt að því rúmliggjandi. Var mjög erfitt að fá heimilis- hjálp á þessum tíma, svo fullt gagn væri að. Þá var það, sem Soffía Lambaa kom sem bjargandi engill á heimili okkar haustið 1957. (Hún hafði um sumarið verið í Stóru- Árvík.) Hún tók að sér öll störf á heimil- inu, þar með talið umönnun á Aðal- heiði, eftir því sem þörf var á. Sig- urður, sonur okkar, sem þá var ungur, hændist að þessari góðu og sístarfandi konu og mat hana mik- ils. Einnig var Ragnheiður, móðir konu minnar, á heimilinu, þá all- mjög farin að eldast, en þó enn hress og kvik á fæti. Þær urðu brátt góðar vinkonur. í einu orði sagt voru öll störf Soffíu til mikillar fyrirmyndar og unnin af mikilli alúð og samvisku- semi, svo ekki gat orðið á betra kosið. Hún reyndist okkur vel á allan hátt og mynduðust gagnkvæm vináttubönd sem ekki sofnuðu þau mörgu ár, sem síðan eru liðin. í rúmt ár var hún á heimili okk- ar, að þessu sinni, en að þeim tíma liðnum var Aðalheiður farin allmjög að hressast og geta verið á fótum og starfað meira og minna. Eftir þetta stundaði Soffía ýmis störf og átti heima á ýmsum stöð- um, eins og t.d. í Vestmannaeyjum og Siglufirði, en oft var hún um tíma á sumrin í Stóru-Árvík. All- lengi starfaði hún á Vífilsstöðum og lengi var hún búsett á Akra- nesi. Síðar átti hún t.d. heima á efri hæðinni í húsi okkar hjóna í Kópavogi um eins árs skeið. Þegar ellin fór að sækja á og heilsan að bila, komst hun í dágóða en litla íbúð í Fannborg hér í Kópa- vogi, og átti þar heima í allmörg ár. Nú síðustu árin var hún þrotin að heilsu og kröftum og fékk þá inni sem sjúklingur í Sunnuhlíð í Kópavogi og naut þar góðrar umönnunar starfsfólks og lækna. Þess skal geta, að eftir að hún veiktist alvarlega fyrir um það bil tveimur árum, kom Ólafur, sonur hennar, frá Færeyjum og var hér óslitið síðan, til þess að geta heim- 'sótt hana og fylgst með líðan henn- ar til síðustu stundar. Sýndi hann með þessu sonarlega ástúð og um- hyggju henni til handa. I Sunnuhlíð andaðist hún fimmtudaginn 20. september sl. Kveðjuathöfn fór fram í Fossvogs- kapellu mánudaginn 24. september. Lík hennar var flutt til Færeyja með flugvél, þar sem jarðarför fór fram laugardaginn 29. september. Með Soffíu Lambaa er gengin einn traustasti og kærasti sam- ferðamaður okkar hjóna. Og segja má með sanni, að jafnframt því sem hún var tryggur þegn upprunaþjóð- ar sinnar, þá var hún jafnframt og ekki síður traustur og einlægur og sannur Islendingur og öllum kær, sem kynntust henni. Nú eru henni allar raunir þessa jarðlífs að baki og við getum fagn- að með henni, nýrri og betri vist í fullkomnara heimkynni, þar sem fyrrum farnir vinir hafa glaðst yfír komu hennar á hið bjarta lífsins land, þar sem aldrei þrýtur ham- ingju og samvist með þeim sem saman eiga. Margir munu þeir vera, sem minnast hennar með hlýju og þakk- læti, og einkanlega veit ég um þann hug sem henni fylgir frá systkinun- um úr Stóru-Árvík, sem áttu þess kost að kynnast henni vel, á meðan hún átti heima meðal þeirra á Akra- nesi. Við hjónin og sonur okkar þökk- um hinni nýförnu, órofa tryggð hennar og trausta vináttu á langri samleið. Ingvar Agnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.