Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 35

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 35 Jón Sigurðsson frá Stóra-Fjarðarhomi Þegar mér barst fréttin um að Jón Sigurðsson frá Stóra-Pjarðar- horni væri látinn kom hún að vísu ekki á óvart, en þáttaskil gera það að verkum að maður rifjar upp liðna tíð og atburði. Jón Sigurðsson and- aðist þann 23. ágúst 1990 á Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, en þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið. Jón Sigurðsson fæddist 9. ágúst 1899 á Bessastöðum í Hrútafirði. Fluttist með foreldrum sínum, þeim Sigurði Þórðarsyni og Kristínu Ingi- björgu Kristjánsdóttur, að Stóra- Fjarðarhorni árið 1903 er þau hófu búskap þar. Jón ólst upp í föðurhús- unum ásamt sjö systkinum sínum og uppeldissystur. Ekki mun hafa verið mikið um skólagöngu að ræða, vinnan varð að ganga fyrir öllu, enda var bókvitið ekki í askana lát- ið, en hvað um það. í Stóra-Fjarðar- horni lærðu allir að lesa, skrifa, reikna og ríflega það. Þegar frístund gafst frá vinnu eða leik var tekin bók í hönd og lesin enda var Sigurður faðir Jóns mjög bók- hneigður maður og hélt bókinni að bömum sínum. Árið 1933 hóf Jón búskap í Stóra-Fjarðarhorni á móti Sigríði systur sinni og Alfreði Hall- dórssyni manni hennar. Jón var talinn af sínum samtíðarmönnum góður bóndi. Ávallt átti hann úr- vals sauðfé og var glöggur á hvern- ig mætti rækta það bæði með tilliti til fijósemi og afurða, enda var hann fljótur að koma sér upp falleg- um bústofni eftir að allt fé var skor- ið niður vegna mæðiveiki. Sömu sögu var einnig hægt að segja þeg- ar hann stundaði refarækt sem auka búgrein, ávallt átti hann fal- lega og arðsama silfurrefi. Hvað viðkom rækturnarmálum á jörð sinni gerði hann stórar umbæt- ur, þurrkaði flóa, girti og ræktaði tún. Vélvæðing í sveitum var ekki þekkt á fyrstu búskaparárunum en um leið og slíkar vélar vom fluttar til landsins var Jón fljótur að til- einka sér nýjustu tækni, dráttarvél var keypt, sláttuvél, plógur, herfi ofl. Mun það hafa verið fyrsta drátt- ai-vélin I sveitinni og reyndar á stóru svæði, var svo um nokkurra ára skeið. En Jón hafði í fleiru að snúast en búskap. Félagsmálastörf tóku einnig sinn tíma, sv,o sem stofnun ungmennafélags, hreppsnefndar- störf, sýslunefnd, stjórn Kaupfélags Steingrímsijarðar, stjórn Búnaðar- sambandsins auk margra annara nefndar- og félagsstarfa. í mörgum þessara félaga og nefndum gegndi hann foi-mennsku. Öli þessi störf rækti Jón af mikilli trúmennsku og festu. Þegar minnst er á félagsstörf Jóns má ekki gleyma störfum hans innan Framsóknarflokksins. Hann var ávallt traustur baráttumaður fyrir málefnum þess flokks og gekk vel fram í því að Hermann Jónasson bauð sig fram til alþingiskosninga í Strandasýslu árið 1934 og stuðl- aði að því með ráðum og dáð að Hermann var kosinn þingmaður Strandasýslu og síðar þingmaður Vestfjarðakjördæmis eftir kjör- dæmabreytinguna. Mjög var gestkvæmt á heimili Jóns og Maríu Samúelsdóttur í Stóra-Fjarðarhorni, margt kom til að margir sóttu þau heim, bærinn í þjóðbraut, gestrisni mikil, sagt var að Jón hafði aldrei haft svo mikið að gera við búskapinn að ekki gæf- ist tími til að sinna góðum gesti. Börn Jóns og Maríu eru fimm, Gísli og Jónas búsettir í Reykjavík. Sigurrós búsett á Akureyri. Sigurð- ur býr í Stóra-Fjarðarhorni, og Sigríður býr á Kollaijarðarnesi. Fanney, sem Jón átti áður með Sólveigu Andrésdóttir, er búsett í Reykjavík. Öll eru börnin gift og er afkomendahópurinn orðinn all stór. Jón og María brugðu búi arið 1975. Fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar í Hraunbæ 182. Kom sér nú vel fyrir Jón að vera vel kunnugur í Reykjavík frá fyrri tíð, enda fór hann 'allra sinna ferða um borgina, einnig mörg ár eftir að hann varð fyrir því óhappi að verða fyrir bíl og slasast á höfði er leiddi til þess að heyrnin var verulega skert sem hindraði hann að taka þátt í umræðum þar sem margir voru saman komnir, en ekki heyrð- ist Jón kvarta undan sínu hlut- skipti, það hafði hann aldrei gert og það var svo sem ekki heldur þörf á því nú. Þegar ég nú kveð Jón frænda eru margar góðar minningar sem sækja á, þeirra verður ekki allra getið hér, en minningin um stór- brotin bónda, bókelskan og vel les- inn, bónda sem hafði tíma til að sinna félagsmálum auk annarra embættisverka sem honum voru falin, mann sem var eðlilegt að stjórna og hafa forráð. Um leið og ég þakka Jóni fyrir allt gott á mínum uppvaxtarárum, vil ég votta þér María mína dýpstu samúð, svo og öllum aðstandendum. Jón var jarðsettur að Kollaijarð- arnesi 1. september að viðstöddu ijölmenni. Páll Hjartarson Minning: Einar Vídalín Einars- son fv. stöðvarstjóri Fæddur 28. apríl 1907 Dáinn 4. október 1990 Foreldrar Einars voru Einar Jónsson útgerðarmaður og Sigur- borg Einarsdóttir. Kynni mín af Einari Vídalín hóf- ust í desember 1929. Vídalín, en það var hann ætíð kallaður af vinum sínum, bjó þá á Spítalastíg 10 í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Þóru Gísladóttur. Var ég þar tíður gestur, þar sem heitkona mín, María, systir Þóru, var þeim hjónum til aðstoðar við heimilisstörf og fyrsta barn þeirra væntanlegt. Á þessum árum starfaði Vídalín á ýmsum togurum sem loftskeyta- maður og ekki voru nú margir frí- dagarnir eftir langa túra á sjó. Þetta var á kreppuárunum svoköll- uðu. Lengst af var Vídalín á þessum árum loftskeytamaður á togaranum Skallagrími með aflaskipstjóranum Guðmundi Jónssyni, og sigldi fyrstu stríðsárin, en eins og kunnugt er vann áhöfn togarans eitt mesta björgunarafrek þess tíma, þegar þeir björguðu 356 mönnum af skipi, sem skotið var í kaf. Árið 1942 hætti Vídalín á sjón- um. Hóf hann þá störf hjá Radíóeft- irliti Landssímans til ársins 1945, en þá var hann ráðinn sem stöðvar- stjóri á Stuttbylgjustöðinni á Vatns- enda og upp úr árinu 1960, þegar starfsemi stöðvarinnar lagðist niður að hluta, réðst hann aftur til Radíó- eftirlitsins til starfsloka. Vídalín var kvæntur Þóru Gísla- dóttur, sem fæddist á Eskifirði 19. júní 1906, en hún lést í Reykjavík 17. janúar 1967. Minningarnar um yndislegar samverustundir okkar hjóna hjá Þóru og Vídalín eru ógleymanlegar, en þau voru höfð- ingjar heim að sækja hvar sem þau bjuggu, á Spítalastíg 10, Bjargi á Seltjarnarnesi, Vatnsenda og síðast í Kópavogi. Þá var gleði og söngur oft á tíðum, enda mikið söngfólk í ijölskyldunni. Þeim hjónum varð íjögurra barna auðið og eru þau: Sigurborg, var gift Guðna Theódórssyni, sem er látinn; Guðni Agnar, kvæntur Guð- rúnu Garðarsdóttur Hall; Eiríkur Einar, kvæntur Þóreyju Sigurrós Eiríksdóttur; Eiríkur Einar, er lát- inn; María, gift Valgarði Sigmars- syni. Barnabörn og barnabarnabörn eru orðin fjölmörg og eru mann- vænleg eins og þau eiga ættir til. Góður vinur og vandaður maður er horfinn úr okkar jarðneska lífi yfir móðuna miklu, en minningin um hann mun lifa með þeim, sem hann þekktu. Guð blessi minningu hans. Guðjón Runólfsson Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargrein- ar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. t Minningarathöfn um EIRÍK BJÖRNSSON frá Rangá bókavörð á Reykjalundi, verður í Lágafellskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 16.00. Fyrir hönd vandamanna, Ásrún Benediktsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, ÓLAFURÞÓRÐARSON tollvörður, Hjarðarhaga 44, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Ester Jónatansdóttir, Þórður Ólafsson, Kristín B. Alfreðsdóttir, Gunnar Bjarni Ólafsson, Helga B. Jónsdóttir, Magnús Olafsson, Þóra Erlingsdóttir og barnabörn. t Okkar kæra, ELÍSABET ÁRNADÓTTIR, Aragötu 15, sem lést 8. október sl. í Hátúni 10b, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Líknar- sjóð Dómkirkjunnar. Árni Óskarsson, Heiðdis Gunnarsdóttir, Helga Pálmadóttir, Helgi G. Samúelsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Bróðir minn og frændi okkar, SIGVALDI KRISTINSSON, Eyjavöllum 1, Keflavík, sem lést á Landspítalanum 9. okt. sl., verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. október kl. 14.00. Jóhann Kristinsson, Sigvaldi Arnar Lárusson, Kristín Rut Jóhannsdóttir, JóhannJóhannsson, Björn Jóhannsson, Kristín Ruth Jónsdóttir, Agnes Egilsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, GÍSLÍNU ERLU EIRÍKSDÓTTUR, Reykjanesvegi 8, Njarðvík. Guðmundur Kristjánsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Jón R. Bjarnason, Erla Jónsdóttir, Gyða Eiríksdóttir, Þorsteinn Eiriksson, Sigurður Eiríksson, Guðmundur R. Jónsson, Meinert Nilssen, Hanna Hersveinsdóttir, Ása Ásmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BJARNASONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík. Guðmundur H. Sigurðsson, Guðrún V. Þórarinsdóttir, Hallgeir Bjarni Sigurðsson, Erna G. S. Ohlsson, Gösta Ohlsson, Dóra Sigurðardóttir, Jóhannes Jónasson, Jónína B. Sigurðardóttir, Hafliði Hjartarson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ARNFRÍÐAR GESTSDÓTTUR frá Mel í Þykkvabæ, síðast á Dalbraut 23. Haraldur Eliasson, Lilja Þorbjarnardóttir, ísak Þorbjarnarson, Skarphéðinn Haraldsson, Guðmundur Haraldsson, Rannveig Haraldsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir, Jón Erlendsson, Helga Guðjónsdóttir, Eyrún Óskarsdóttir, Magnús ivar Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofa Félags íslenskra símamanna verður lokuð fimmtudaginn 18. október vegna jarðarfar- ar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.